Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing um sorgina

sorrowHver hefur sinn djöful að draga eins og þar stendur og svo mikið er víst að þeir djöflar eru misþungir. Mörg hugtök eru afstæð og svo er líka um um þunga. Það sem einum þykir þungt er létt byrði fyrir annan.

Sumir atburðir eru fyrirsjáanlegir, t.d. þegar ástvinur okkar lýtur í lægra haldi  fyrir langvarandi sjúkdómi eða þegar afi, sem hélt síðustu 6 árin sem hann lifði, að þú værir pabbi þinn, sofnar svefninum langa. Fyrirsjáanlegir  atburðir sem þessir geta verið áfall, ekki síður en þeir ófyrirsjáanlegu.

‘’Það er bara óskiljanlegt hvernig fólk kemst í gegnum svona lagað’’ segjum við oft þegar við heyrum af erfiðleikum og sorgum í lífi annarra.‘’Þetta myndi ég aldrei afbera’’. En það dásamlega er að við erum þeim eiginleikum gædd að tekist á við næstum hvað sem er. Þegar við stöndum frammi fyrir sorg, fjölskylduvandamáli, sjúkdómi eða öðrum áföllum þá, á einhvern óútskýranlegan hátt, fyllumst við innri styrk, brettum upp ermarnar og tökumst á við það sem um er að ræða. Og jafnvel hörðustu trúleysingjar verða að viðurkenna að við ástvinamissi er ekki ólíklegt að styrkur okkar komi frá æðri máttarvöldum. Öðruvísi væri oft á tíðum erfitt að útskýra hvernig fólk kemst í gegnum stór  áföll í lífinu. Við berum sorgina mismikið utan á okkur og enginn syrgir á sama hátt. Það getur vissulega hjálpað að minnast þess að það eru fleiri sem eiga um sárt að binda, en við verðum að gæta þess að falla ekki í þá gryfju að efast um réttmæti eigin sorgar; að finnast við ekki eiga rétt á því að syrgja þar sem erfiðleikar okkar séu svo smávægilegir í samanburði við annarra. Að segja við sjálfan sig, þrátt fyrir tætta og rifna sál, að maður verði bara að herða upp hugann, halda áfram og hætta þessum aumingjaskap gerir ekkert annað en að auka á vanlíðan og setja eðlilegt sorgarferli á bið.Oft á tíðum gerum við samt nákvæmlega það; herðum upp hugann og höldum áfram. Förum þetta á hnefanum vegna þeirra sem á okkur þurfa að halda: börnin okkar, maki, vinur. En í leiðinni er mikilvægt að viðurkenna að sorgin er til staðar og að gefa henni svigrúm til að hafa sinn gang  á réttum forsendum. Sorgin gerir okkur mannleg. Hún er óumflýjanlegur hluti af lífinu og raunveruleikanum. Sorgin er þroskaferli sem á þátt í að mynda okkur sem einstaklinga og persónur og hún getur breytt lífsmynstri okkar, trú og veraldararsýn.Við verðum að gefa henni svigrúm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Flest göngum við í gegnum mótlæti af einhverjum toga á æfinni, þekki sjálf slatta persónulega vel. Spurning er bara sú hvort við látum það sem er mótlæti byggja okkur upp eða brjóta niður.Ég hef valið að reyna eftir bestu getu að láta það byggja mig upp..En svo er það kanski annar handleggur hversu vel sú "uppbygging"hefur tekist....

Agný, 11.4.2007 kl. 01:26

2 identicon

 

Þú ert svo góður penni, mín kæra, nú sem fyrr.

Edda Huld (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Edda Huld . Takk mín kæra fyrrverandi tilvonandi mágkona. Bið að heilsa Koba Krók og rest.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.4.2007 kl. 22:39

4 identicon

lgtkw rgtmwed aohgb dtvnajmz pwhd ixzlbf ewalz

pfqxjrgeo krecvhyzu (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:04

5 identicon

lgtkw rgtmwed aohgb dtvnajmz pwhd ixzlbf ewalz

pfqxjrgeo krecvhyzu (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband