Leita í fréttum mbl.is

Ég biðst innilega afsökunar

Umræða sem ég er ábyrg fyrir að hafa komið af stað varðandi hvarf ungrar stúlku (sem betur fer er nú komin í leitirnar) hefur komið illa við fólk og í sumum tilvikum ýft upp sárar minningar.

Að sjálfsögðu var það ekki ætlun mín að dæma einn eða neinn. Ég var aðeins að velta þessum hlutum fyrir mér vegna eigin reynslu. En einnig ótta um mín eigin börn og hvað biði þeirra í framtíðinni. Þessi eilífðar spurning: tekst mér að skila börnunum mínum sem hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í þjóðfélagið? Sem betur fer reynum við flest okkar allra besta en því miður er það stundum ekki nóg og alls konar utankomandi áhrif spila stóra rullu í lífi barnanna okkar. Óttinn er til staðar, að minnsta kosti er svo um mig, og af þeim sökum opnaði ég umræðuna.

Ykkur, sem þetta hefur á einhvern hátt komið illa við eða sært, bið ég innilega afsökunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það var nákvæmlega ekkert athugavert við færsluna sem þú skrifaðir og þú hefur ekkert til að biðjast afsökunnar á. Þetta er bara nákvæmlega það sem allir hugsa þegar maður sér svona tilkynningar og þú sýndir ekkert nema hlýhug

Heiða B. Heiðars, 9.4.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir það Heiða. Ég er svolítið miður mín yfir þessu. En sjálfsagt að biðjast afsökunar þegar maður særir einhvern, þó að það sé óviljandi.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 13:08

3 identicon

Ég er sammála Heiðu. Þó svo að þú hafir opnað þessa umræðu þá er enginn að segja mér að fólk sem sýnir af sér mynd og nafn sé ekki að passa hvað það sé að skrifa. Engan veginn þín sök :)

Vala Stella (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sammála ykkur stelpur.

Tómas Þóroddsson, 9.4.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband