Leita í fréttum mbl.is

Kynlíf árið 1948 - Viðhorfið 2007

sexEitt af því sem ég ''erfði'' eftir ömmu er afar áhugaverð bók sem heitir einfaldlega Kynlíf.

Það sem mér þykir merkilegt við þessa bók er að hún sýnir svart á hvítu hvernig viðhorf til kvenna og þeirra hlutverks í svefnherberginu var á árum áður. Þessi bók var nefnilega gefin út á Íslandi árið 1948 en fyrst gefin út í Sviss árið 1937. Skrifuð af einhverjum dr. Fritz Kahn sem eflaust þótti afar framúrstefnulegur og opinskár á sínum tíma.

Bókin var þýdd á fjölda tungumála og um íslensku þýðinguna sáu Hjörtur halldórsson rithöfundur og Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður. Kannski hefur þessi bók ennþá einhver áhrif á lögmannastéttina og í leiðinni dómara þessa lands og skýrir þau fáránlegu vettlingatök sem notuð eru á kynferðisbrotamenn enn þann dag í dag, og afhverju sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum hvílir svona sterkt á fórnarlömbunum.

Í dag bloggar Sóley Tómasdóttir http://soley.blog.is/blog/soley/#entry-163471  um umdeilanlega auglýsingaherferð þar sem verið er að höfða til kvenna varðandi drykkju þeirra og enn og aftur má lesa á milli línanna að nauðgun sé á ábyrgð kvenna ef þær eru ofurölvi www.knowyourlimits.gov.uk 

Þegar ég las þetta datt mér í hug eftirfarandi texti úr bókinni:

''Hvernig getnaðarlimnum er komið inn í leggöngin.

Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og best varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnaðarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. Það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti''.

Need I say more.....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Ég bjó nú á tímabili þarna úti í Bretalandi. Þar er talið að unglingadrykkja sé óheyrilega mikil og "know your limits" skildi ég nú aldrei þannig að konur ættu að taka til sín ábyrgðina á nauðgun, heldur að passa sig að drekka ekki svo mikið að þær gætu ekki hugsað eða passað sig.

Þetta stöðvar auðvitað ekki nauðgara með einbeittan brotavilja en kemur e.t.v í veg fyrir að stúlka fari heim með einhverjum og fari alla leið, sem hún hefði annars kannski ekki gert.

Anna Runólfsdóttir, 1.4.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1640376

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband