Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsleti og nístandi samviskubit - hvað segja karlmenn?

Langar til að fá komment frá karlmönnum varðandi þetta samviskubit sem mikið er talað um að sé landlægt hjá konum.

Á laugardögum leyfi ég mér að vera löt og njóta þess að vera í fríi eftir vinnuvikuna. Að minnsta kosti er það það sem ég segi sjálfri mér. En mér tekst ekki alveg að gleyma öllu sem þyrfti að gera á heimilinu. Misáríðandi að vísu og enginn lætur lífið þó ekki sé tekið til hendinni við þrif, göngutúr með hundana, sundferð með krakkana, heimsókn til afskiptrar vinkonu eða tiltekt í bílskúrnum og háaloftinu.

Á sunnudögum er samviskubitið yfir framkvæmdarleysinu orðið nístandi og ég hlakka bara til að mæta í vinnuna á mánudeginum þar sem ég er engin liðleskja, skila mínu og er ánægð með afraksturinn.

Núna t.d. sit ég hér og blogga í stað þess að vera að gera það sem ég ætti að vera að gera Whistling

Nú er það einu sinni svo, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að á flestum heimilum er hlutverkaskipting eftir kynjum. Þ.e. oft eignum við karlmönnunum ''karlmannsverkin'' og konum ''kvenmannsverkin''. Auðvitað tekur maðurinn minn fram ryksuguna öðru hverju, setur í þvottavél, skiptir á rúmunum o.sfrv. og ég skipti um ljósaperur, negli nagla í vegg, slæ blettinn o.sfrv. En þegar upp er staðið eru hlutirnir þannig að skítug rúmföt, skítug gólf, skítug föt og skítug börn pirra mig meira en hann og þess vegna verður þetta í rauninni í mínum verkahring.

En svo má líka segja að ónegldur nagli, ósleginn blettur og dauð ljósapera pirra mig líka meira en hann svo það er í rauninni í mínum verkahring að nauða í honum að koma sér að verki eða gera þetta sjálf. Við erum bara svo heppin/óheppin vinna jafn mikið utan heimilisins og vera því löglega jafn löt heimafyrir. Ég veit það eins og ég sit hér að ef ég væri ofvirk húsmóðir (eða bara húsmóðir yfirhöfuð) þá væri ég kleppsmatur að búa með manni sem aldrei kæmi sér að verki í nokkurn skapaðan hlut.

Mér finnst að það ætti að greiða niður heimilishjálp inn á öll heimili þó ekki væri til annars en að lækka kostnað á öðrum sviðum því ég segi fyrir mitt leyti að ef þetta heldur svona áfram þarf ég sennilega á geðhjálp að halda vegna samviskubits og þá þarf ríkisbatteríið að standa straum af þeim kostnaði.

Ég hef áhuga á að heyra frá húsfeðrum/húsbóndum/sambýlismönnum. Hvernig er þetta með ykkur? Eruð þið með nagandi samviskubit yfir ókláruðum verkefnum heima fyrir á meðan þig dundið ykkur í tölvunni eða liggið í makindum yfir fótboltanum og formúlunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála Kela ... ég er laus við samviskubitið, loksins! Og líður svo miklu betur. Tek bara til þegar ég nenni ... en ég nenni heldur ekki að hafa allt í rúst, alla vega ekki lengi. Íbúðin mín á Skaganum er svo miklu stærri en sú í bænum og auðveldara að halda öllu fínu. Það er náttúrlega hundleiðinlegt ef bara annar aðilinn nennir einhverju. Veit um konu sem réð smið til að dytta að hlutunum þegar karlinn á heimilinu hafði hummað það fram af sér í nokkur ár, þau höfðu verkaskiptingu, hún gerði sitt, hann ekki. Annars er ég í alvöru að pæla í því að fá heimilishjálp einu sinni til tvisvar í mánuði! Vinn svo mikið og finnst hálfgerð synd að eyða frítímanum í tiltektir. Hehehhehe. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég skill svo sem alveg hvert þú ert að fara...eins og karlhliðin á heimilinu hafi hærri skítastu'ul og kippi sér minna upp við drasl. ryk, og sollis. Hann er samt alveg fyrirmyndar duglegur en fær seinna en ég uppí kok. Ég þrifst heldur ekki í umhverfi þar sem allt er á rúi og stúi..það truflar mig gasalega mikið. Truflar hann hinsvegar minna. Þetta samviskubit er innréttað í konur og gerir útaf við þær fyrir rest. Ég er að læra það hratt og vel að lifa bara eins og mér hentar og henda öllu kvenlegu samviskubiti langt út í hafsauga og sektarkenndin fær að fjúka með. Hef afsalað mér titilinum fyrirmyndar.....eitthvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu Jóna, ég er einstæður faðir og því ekki um annað að ræða en að gera hvoru tveggja sjálfur, en það skal ég segja þér að ég er sífellt með samviskubit, en ég skal líka segja þér eitt enn. og það er að ég hefi alveg efni á því, ég þyrfti því á því sem þú stakst uppá, að ríkið skaffaði mér húshjálp, tjaa bara svona til að létta undir, þú veist, vaska upp, þvo þvottinn, slá grasi og auðvitað negla fjárans naglana, jú eða gera við gömlu naglaförin. Svona er nú það.

Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 05:09

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Partners. Ég vona að mér hafi ekki tekist að pirra /móðga einstæða foreldra. Ég ætlaði í rauninni ekki að beina orðum mínum til þeirra, því ég veit einmitt að samviskubitið þjakar þá endalaust. Vafalaust sífellt verið að reyna að standa sig í 2 hlutverkum og jafnvel fleirum. Ég segi oft að ég myndi ekki vilja þurfa að gera þetta án mannsins míns en auðvitað gerir maður það sem þarf að gera. Ég tek ofan fyrir þér og öðrum í sömu aðstöðu. Vona að þú eigir góða fjölskyldu á bak við þig, það skiptir svo miklu máli.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Byrjunin er nú að átta sig á því að það að liggja í sófanum og horfa á Formúlu1 eða fótbolta eru ekki makindi heldur þrælefitt jobb... Alla vega tekst mér oft að svitna meira yfir því en heimilisverkunum. Hinsvegar er ég svo heppinn að konan hefur í það minnsta sama áhuga á hvoru tveggja svo það er enginn með, sektarkennd yfir þessu glápinu á okkar heimili. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að eftir að við feðgarnir(hann 11 ára) höfum verið grasekkjumenn um nokkurra mánaða skeið vegna veikinda konunnar ber maður meiri virðingu fyrir þeim hluta heimilisstarfanna sem áður féll í hennar hlut.

Þorsteinn Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband