Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

Látið eins og þetta sé skrifað fyrir miðnætti á föstudagskvöldi

Það var gott að vakna í morgun og uppgötva að það væri föstudagur en ekki mánudagur. Ég held að fólk hafi nú svona almennt tekið sér hálfan daginn í að muna að það væri helgi framundan. T.d. gleymdist algjörlega að versla inn fyrir okkar venjulega föstudagsmorgunkaffi í vinnunni, það var svo mikill mánudagur í fólki eftir fríið í gær.

Í gær sagði Sá einhverfi í fyrsta skipti fimm orða setningu all on his own: Má ég fá gulan ís.

Hann er líka farin að biðja mömmu sína um að syngja í fyrsta skipti á ævinni. En eitt af því fyrsta sem bæði börnin mín lærðu að segja var: mamma ekki syngja.

Ég neita að trúa því að það hafi eitthvað með sönghæfileika mína að gera. Þessi kona hér var líka vanmetin.


Prófarkarlesarar, Leoncie og póstnúmerið í Eyjum

Fólki er tíðrætt um að það virðist vanta allt sem heitir yfirlestur á mbl.is. Undarlegt orðalag í skrifuðum fréttum er orðið daglegt brauð og oft engu líkara en fólk sem er ekki alveg fulltalandi íslensku sjái um skrifin.
Já það er af sem áður var með prófarkarlestur, virðist vera.

 dv


Ég var að vinna á smáauglýsingadeild DV í gamla daga þegar smáauglýsingar voru eini ódýri mátinn
til að koma dóti eins og fótanuddtæki í sölu og einkamálaauglýsingar byrjuðu allar svona: Kona óskar eftir kynnum við fjárhagslega sjálfstæðan karlmann á aldrinum...
Það var stranglega bannað að auglýsa eftir ríkum manni til að aðstoða með fjármálin því það taldist að sjálfsögðu dulbúin auglýsing fyrir vændi.
Á DV riðu prófarkarlesararnir húsum á álagstímum og sendu oft sömu smáauglýsingarnar í leiðréttingu aftur og aftur. Á föstudögum var alltaf ein af okkur á vaktinni send í ''leiðréttingar'' en það þýddi sæti í þægilegum stól upp á ritstjórn, fjarri argaþrasi móttöku og símavörslu. Þetta var eftirsótt hlutskipti og þarna sat maður (og reykti) og leiðrétti allt sem kom frá prófarkarlesurunum.

cut

Mér er sérstaklega minnisstætt vesenið í kringum orðið ''Stór-Reykjavíkursvæðið''. Höfuðin nánast snerust í heilhring á hálsinum á prófarkarlesurum ef maður notaði þetta orð. Það var alveg bannað. Varð að vera ''Reykjavík og nágrenni''. En kúnninn vildi nota þetta orð og það var agalega erfitt að útskýra afhverju ekki mátti setja það í auglýsinguna hjá viðkomandi.
Á DV varð maður sérfræðingur í tegunda nöfnum á bílum, dekkjastærðum, spoilerum, póstnúmerum um land allt og síma-svæðisnúmerum (já að er sko orðið langt síðan þetta var, muniði eftir þessu? 98 fyrir V-eyjar, 96 fyrir framan símanr. á Norðurlandi o.sfrv.).

Dansmærin Bonnie og Indverska prinsessan Leoncie áttu sinn fasta dálk í smáauglýsingunum og ríkti afar hörð samkeppni þeirra á milli.

Leoncie

Á DV vélritaði ég upp svakalegar langlokur um diskadrif, MB, GB, Mhz, skjákort og litaskjái án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að skrifa. Er ekkert skárri í dag hvað varðar tölvumál.

Allt fór þetta fram undir vökulum augum prófarkalesara sem sinntu starfinu sínu af mikilli samviskusemi og þótti okkur stundum nóg um.
Eitthvað segir mér að ekki sé lagt jafn mikið upp úr þessu starfi í dag og er það miður.


hvet alla til að lesa þetta

Bloggvinur benti á þetta á bloggi sínu.

Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Hef kynnst þessu í gegnum t.d. systur mína og fjölskyldu hennar. Hérna er maður sem hefur unnið allt sitt líf, borgað í lífeyrissjóð og skilað sínum sköttum og skyldum til þjóðfélagsins. Þegar svo heilsan gefur sig og hann þarf á þjóðfélaginu að halda hvað gerist. Ég veit, þetta er ekkert nýtt en afhverju í ósköpunum látum við þetta yfir okkur ganga??? Þetta er náttúrlega bara rugl. RUGL. Það rífur úr manni hjartað að lesa svona pistil, þar sem allur tilfinningaskalinn er, reiði, sorg og vonleysi. Töpuð lífsbarátta. Hugsið ykkur. Þetta vekur mann til umhugsunar og rúmlega það. Þetta er að gerast allt í kringum okkur og getur orðið líf manns sjálfs einhvern daginn. Ég á góðri heilsu að fagna en það getur allt breytt til hins verra á svipstundu.

Við lesturinn, mundu að þetta gæti verið þú.

http://gjonsson.blog.is/blog/tilveran/entry/197031/


« Fyrri síða

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639974

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband