Leita í fréttum mbl.is

Hinn sanni jólaandi...

 

Sá Einhverfi er kampakátur ţessa dagana. Ţađ er búiđ ađ vera yndislegt ađ ''setja upp jólin'' međ honum síđustu vikur. Ég veit ekki hvort ljómar meira, jólatréiđ, sem stendur nú ţegar í fullum skrúđa í stofunni, eđa augun í Ţeim Einhverfa. 

Hann vaknar á nóttunni til ađ gúffa í sig litlum gotterís-bitum sem jólasveinarnir skilja eftir í skónum hans en er alveg laus viđ áhyggjur eins og til dćmis ađ velta ţví fyrir sér hvernig jólasveinninn komist inn til hans. Sem er eins gott, ţví gluggarnir á herberginu hans hafa veriđ harđlokađir undanfariđ í rokinu og kuldanum.

Og talandi um veđriđ.. Ég myndi nú frekar kjósa logn og ađ sjá hvítum flyksum kyngja niđur í bjarmanum frá jólaljósunum sem loga svo fallega viđ nćstum hvert hús. En ţví miđur er hćtt viđ ađ eitthvađ af ljómanum í augum drengsins myndi slokkna viđ slíka sjón. Og ég myndi sennilega elska hann ađeins minna... NEI NEI NEI EKKI SNJÓR EKKI FROST (Argh Ian, heldurđu ađ ég ráđi ţví?).

En frostiđ böggar hann ekki núna. Ekki á međan ţađ er ekki sjáanlegt á jörđinni. Frostiđ í vindinum bítur ekki á hann og veldur honum ekki hugarangri. Já, hann er skrítin skrúfa hann sonur minn. Skrítin og skemmtileg skrúfa.

Ég hef merkt kyrfilega inn á vikuplaniđ hans ađ skógjöfum sé lokiđ ţann tuttugastaogfimmta. En samt sem áđur á ég von á ţví ađ vakna upp um miđja nótt ađfaranótt jóladags viđ dreng sem lćtur í sér heyra af vandlćtingu yfir svikulum jólasveinum (eđa móđur) ţegar hann mun vakna upp viđ tóman skó.

En ţađ er seinna-tíma-vandamál. Núna hlakka ég til ađ upplifa jólin í gegnum börnin mín. 

Gelgjan hefur pantađ stöđu pakkastjóra á ađfangadagskvöld og ég veit henni mun farast starfiđ vel úr hendi. Eins og allt annađ sem hún gerir. Hún hefur allt sitt líf haft ţann heiđur ađ setja engilinn á topp trésins en vék af fúsum og frjálsum vilja fyrir litla bróđur ţetta áriđ.

 

Ian Engill á topp 2009

Ég er búin ađ skemmta mér vel yfir ţessari mynd. Ţađ er engu líkara en Gelgjan haldi 10 kílóum ţyngri bróđur sínum á lofti. En ţađ rétta er ađ Sá Einhverfi stendur upp á stól og ''stóra'' systir styđur viđ hann.

Undir tréinu er heill hellingur af jólapökkum sem Sá Einhverfi hjálpađi mér viđ ađ pakka inn og skrifa á til-og-frá kortin. Eitt slíkt kort skrifađi hann á án eftirlits. Til Ian frá Ian stendur á ţví. Og ţannig myndi hann helst vilja hafa ţau öll.

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guđ

Jens Guđ, 22.12.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Ómar Ingi

 Jólin

Ómar Ingi, 24.12.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 24.12.2009 kl. 02:48

4 Smámynd:

Gleđileg jól

, 25.12.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleđileg jól

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.12.2009 kl. 16:50

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gleđileg jól.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.12.2009 kl. 21:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband