Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur fýlan

 

Ég fór í Kolaportið í dag og keypti mér hvít stígvél fyrir 500 kall. Þess utan græddi ég skó og tösku sem Helgu hálfsystur vantaði að losna við.  Guð blessi hana Helgu hálfsystur. Svo keypti ég mér hallærisleg gleraugu í Tiger. Lillablá með steinum. Þurfti að skerpa sjónina fyrir saumaskapinn. Það má eiginlega segja að saumaskapurinn hafi átt hug minn allan í þunglyndiskastinu undanfarið. Enda hefur skotgengið með myndina sem ég er að sauma.

Nú hef ég kveikt á 9 kertum í stofunni og borðstofunni. Kveikt er á lömpum í öllum hornum en að öðru leyti eru ljósin slökkt. Gelgjan er hjá Viðhenginu, Unglingurinn hangir uppi í herberginu sínu, Bretinn lagði sig.. er eitthvað slappur, og Sá Einhverfi er í sínu herbergi að stúdera hulstur af DVD myndum.

Ég er því ein með sjálfri mér, sofandi hundi og blogginu sem ég hef heimsótt ansi takmarkað síðustu vikur.

Það er huggulegt og lágstemt í kringum mig, þó að Sá Einhverfi hafi komið hlaupandi niður stigann rétt áðan með hávaða og látum. ÞEGIÐU, kallaði hann í sífellu. Ég veit að hann er ekki að tala við mig og nenni ekki að ávíta hann.

Uppþvottavélin suðar, mér á vinstri hönd og hundurinn hrýtur lágt í antiksófanum hennar ömmu, hér hægra megin við mig. 

Sem sagt huggulegt, rólegt og akkúrat eins og laugardagskvöld eiga að vera. Það eina sem brýtur upp stemninguna er þessi skítafýla sem leggur fyrir vit mér. Ég þarf virkilega að fara og finna út hvort þetta komi frá hesthúsahverfinu í Víðidal, eða hvort einu af heimilisdýrunum hafi orðið brátt í brók, hér í einhverju horninu.

Að því loknu ætla ég að steikja hamborgara ofan í þá fjölskyldumeðlimi sem hafa áhuga.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Sá Einhverfi er í sínu herbergi að stúdera hulstur af DVD myndum.

Ómar Ingi, 28.2.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hey - heil færsla á Moggablogginu?! Tímabær glaðningur!

En hvað er að heyra með að lundin hafi legið niðri undanfarið? Ég er svolítið frönskusmitaður frá fyrri tíð en ég veit um tvö meðul við stuðleysi sem bæði eiga rætur að rekja til Frankríkis; annað er bíómynd og hitt er bók.

Le Fabuleux Destin d'Amélie Poulain - eða Amélie eins og hún heitir utan Frakklands - er ein af þeim myndum sem maður skilur bara ekki hversu góðar eru fyrr en maður sér hana. Þetta meistaraverk kemur mér alltaf í gott skap, og skilur við mann hugsi og skælbrosandi í senn.

Le Petit Prince - Litli prinsinn - er ein af meistaraverkum franska flugmannsins og rithöfundarins Antoine de Saint-Éxupery, en allt sem hann setti á blað er snilld. Þessi bók hans er frábrugðin hinum að því leyti að hún er sett upp sem barnabók en fljótlega áttar lesandinn sig á því að hann er að lesa efnismeiri og merkingarþrungnari texta en flest "fullorðins" sem maður hefur lesið. Enginn sem les þessa bók gleymir henni, og enginn les hana bara einu sinni.

Með ósk um hækkandi sól, bæði í heiði sem og í sinni 

kv.,

Jón Agnar Ólason, 28.2.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig.  Hvenær á að kíkja?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra frá þér Jóna mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 06:40

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

notalegt barahafdu gódan sunnudag Jóna.

María Guðmundsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Anna

Góður díl í Kolaportinu. En þú minntist ekki á manninn þinn.

Anna , 1.3.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband