Leita í fréttum mbl.is

Þennan dag fyrir tólf árum var ég rist á kvið og heftuð saman aftur

 

Í dag, 11. janúar, eru 12 ár síðan að Gelgjan fæddist með miklum harmkvælum.

Í tilefni dagsins komu vinir og vandamenn í brunch hér í dag og þar sem Bretinn stóð við að steikja beikon og egg heyrði ég hann stynja.

Mér flaug helst í hug að eldamennskan væri að gera út af við hann og spurði hvað væri að plaga hann.

Þá var þessi elska, með steikarspaðann í höndunum, horfin tólf ár aftur í tímann. Var kominn með annan fótinn inn á fæðingarstofu, þar sem reiður læknir æpti á starfsfólkið sitt: Upp á skurðstofu með þessa konu eins og skot!!!

Og svo inn á skurðstofu þar sem hann horfði á konuna sína rista upp í flýti og baráttuna við að ná barninu út um kviðinn á mér. Það gekk ekki vel því andlitið á því sat fast ofan í grindinni eftir afar harðar hríðar og sama sem enga útvíkkun.

Já hún kom með sannkölluðum harmkvælum í heiminn þessi stelpa sem við eigum. En það er líka í eina skiptið sem hún hefur valdið okkur  vandræðum. Hún lét ganga á eftir sér þarna í upphafi og hver einasta sekúnda eftir það hefur verið þess virði.

Til hamingju með daginn fallegust.

 

AM 12 ara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, ertu að ná þessu?  Gelgjan er að komast á gelgjuna!!!!

Til hamingju með Önnu Mae.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjartanlega og innilega til hamingju með prinsessuna ykkar.   ótrúlegt hvað erfiðar fæðingar gleymast fljótt þegar barnið er komið heilt á húfi.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný. hahaha I know.. Takk elskan.

Ásdís. Ég hallast reyndar að því að þær séu geymdar en ekki gleymdar

Jóna Á. Gísladóttir, 11.1.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Innilega til hamingju með daginn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er ekki hægt að senda henni afmæliskveðju á hennar bloggi, hún er svo pen í blogginu, svo það er ekki annað en að biðja þig að færa henni afmæliskveðju, frú.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með stelpuna Jóna!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 18:37

7 Smámynd: Helga skjol

Innilega til hamingju með þessa fallegu stelpu. Góður dagur til að eiga afmæli, sjálf á ég barnabarn sem einmitt er 3ja ára í dag

Helga skjol, 11.1.2009 kl. 19:06

8 Smámynd: Rebbý

Til lukku með dömuna

Rebbý, 11.1.2009 kl. 19:25

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með dömuna sem með sanni er kraftaverk

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 19:37

10 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með gelgjuna  

Hún á bara sama afmælisdag og Ásgeir Kolbeins tja hérna hér

Ómar Ingi, 11.1.2009 kl. 19:51

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

til hamingju með stelpu snúlluna.. hún er falleg blanda af ykkur tveim

Guðríður Pétursdóttir, 11.1.2009 kl. 20:27

12 Smámynd: Helga Linnet

Til hamingju með þessa flottu stelpu

Helga Linnet, 11.1.2009 kl. 21:10

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með gelgjuna :)     ja há hún er fædd þennan dag :)   og ég sem vildi að frændi hennar fæddist þennan dag :)   sem að þráaðist til 12 jan ef ég man rétt he he he h

Var að fatta að gelgjan hann frændi minn (sem er eiginlega fremur  sem bróðir minn)  er ekki lengur gelgja,, þó að virðist eins og strákur er 34 ára í dag he he he he...........Knús á ykkur öll og sérlega afmælisbarnið

Erna Friðriksdóttir, 11.1.2009 kl. 22:01

14 Smámynd: Ragnheiður

ahhh  til hamingju með hana

Ragnheiður , 11.1.2009 kl. 22:10

15 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með stelpuna

Anna Guðný , 11.1.2009 kl. 22:12

16 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

jésús pjétur hvað blessað barnið er líkt henni móður sinni!!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:50

17 identicon

Til hamingju með stelpuna þína.

Kær kv. Elsa Lára.

Elsa Lára (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:05

18 identicon

Til hamingju með daginn í dag.

Ég var líka rist á kvið fyrir rétt rúmum 13 árum þegar frumburðurinn kom í heiminn!!! Í skyndi!!!

Missti aftur af færslu....... gerir þú þetta til að hrekkja mig????

LBH (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:18

19 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til hamingju með dótturina :)

Fyrir nákvæmlega 15 árum síðan var ég að kreista frumburðinn minn í heiminn.  Það tókst eftir mikið puð kl. 02:35 þannig að drengurinn á afmæli 12. janúar

Anna Gísladóttir, 11.1.2009 kl. 23:19

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með dótturina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:41

21 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir frá annarri keisaramömmu

(Það eina leiðinlega við keisara -eftir að dásamlegt barnið er búið að skila sér, sem gerist á fyrstu fimm mín.- er að hlusta á læknana tala um GOLF meðan á saumaskapnum stendur næsta klukkutímann)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 04:12

22 identicon

Sæl Jóna.

Til Hamingju með daginn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:45

23 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með gelgjuna. 

Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2009 kl. 11:32

24 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

til hamingju með stelpuna þín, á sjálf eins svona sem var tekin með stuttum fyrirvara. Sú stúlka hefur marggreitt til baka örin og tilbehör. Eflaust þín líka.

Rut Sumarliðadóttir, 12.1.2009 kl. 13:00

25 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innilega til hamingju þið öll með hana 

Heiða Þórðar, 12.1.2009 kl. 14:22

26 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innilega til hamingju með gelgjuna.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.1.2009 kl. 15:54

27 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

hún er bara sætust, til hamingju með geitina þína

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:04

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með gærdaginn - nú og daginn í dag líka - og úr því að ég er byrjuð á annað borð, þá langar mig að óska þér til hamingju með morgundaginn líka :)

Falleg stelpa hún Anna Mae

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 19:39

29 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Til hamingju með hana-yndislegt hvernig þú lýsir þessu öllu saman eins og venjulega.

kv.K

Kristín Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 20:03

30 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með dótturina

Bergdís Rósantsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:52

31 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt. Knús og kveðjur.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.1.2009 kl. 22:18

32 Smámynd: Hildur

Hún á allavega góðan afmælisdag, amma mín á hann líka og hún er besta kona sem ég þekki. Til hamingju með hana=)

Hildur , 12.1.2009 kl. 23:50

33 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innilega til hamingju med thessa fallegu stúlku

María Guðmundsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:51

34 Smámynd: Gulli litli

Til lukku..

Gulli litli, 13.1.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband