Leita í fréttum mbl.is

Jól kannski seinna

Það var með þó nokkrum trega sem ég tók niður jólaskrautið í dag. Grenið á útidyrakransinum mínum var enn fallega grænt og ilmandi þegar það hafnaði í ruslinu.

Bretinn fór að ná í Þann Einhverfa til Fríðu Brussubínu og co seinni partinn í dag og það var með nokkrum asa sem stráksi þeytti hér upp útidyra- og forstofuhurðum. Ég sá á öllu hans látæði að hann var alls ekki búin að gleyma daufum og lítt sannfærandi kommentum mínum í vikunni um jólaskraut sem þyrfti að fara ofan í kassa.

Hann horfði brúnaþungur á blettinn þar sem jólatréið hafði staðið. Þar sáust nú aðeins gólfflísarnar og þó nokkuð magn af greni sem átti eftir að sópa upp.

Drengurinn skimaði í kringum sig. Skannaði stofuna. Virti fyrir sér kassana sem lágu á víð og dreif og biðu eftir að verða fylltir.

Svo leit hann út um gluggann og sá að hér á fjöllum uppi hafði snjó fest í garðinum.

''Snjór var farinn'', sagði hann svekktur.

Við urðum að viðurkenna það, að víst hefði snjórinn farið en því miður væri hann kominn aftur.

Það er sumar, sagði hann þá vongóður.

Ekki gátum við alveg tekið undir það þó að við fegin vildum.

Jól kannski seinna, tilkynnti hann. Og þar með var hann farinn upp í herbergið sitt.

Það fór lítið fyrir látunum og skömmunum sem ég hafði búist við, fyrir að voga mér að fjarlægja jólin af heimilinu.

En jú, jólin koma kannski seinna Ian.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Söngurinn heima hjá mér er: "jólin búin, taka skrautið" ........
Ég bara nenni því ekki alveg strax.  Ég er rétt byrjuð á því en hef mig ekki í að klára það ....

Anna Gísladóttir, 10.1.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj krúttið....

.... og þá er ég að tala um þig! 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Ragnheiður

Æj hvað hann tók því þó vel blessaður

Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já, ég var orðin ansi þreytt á jólunum eftir að hafa verið að hugsa um þau síðan í september

kannski var hann bara líka kominn með nóg

Guðríður Pétursdóttir, 10.1.2009 kl. 22:59

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.1.2009 kl. 23:01

7 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur úr Mosó kæra Jóna frá Kalla Tomm.

Hafðu það sem allra best á nýju ári ásamt öllum þínum.

Karl Tómasson, 10.1.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, það eru nú ekki alltaf jólin, gæzkan...

Steingrímur Helgason, 11.1.2009 kl. 00:03

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Okkar jól liggja á stofugólfinu hjá mér, kannski verður þeim pakkað niður í kassa á morgun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:08

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hann er algjört krútt hann Ian!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:49

11 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 11.1.2009 kl. 08:51

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann þroskast endalaust hann Ian, tekur hlutunum alltaf betur og betur.  Kveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 12:14

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sko Jóna ég vissi það hann réði alveg við þetta, það varst þú sem réðir ekki við það að láta hann taka þátt í að taka þau niður, hann þroskast mikklu hraðar en þú gerir þér grein fyrir og ekki fresta þessu aftur.

Ian er frábær og það eru svo stórir og svo innilegir sigrar undanfarið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2009 kl. 13:23

14 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

Takk innillega fyrir að vera bloggvinur minn og jú ég er ansi rík kona að eiga svona mörg börn en ekki gengur það þrautalaust fyrir sig frekar en hjá mörgum öðrum

elsta mín er með athyglisbrest og hvatvísi

og sú á eftir henni er ofvirk með athyglisbrest misþroska og með

eitthvað sem kallast að vera á einhverfurófi

svo það er nóg að gera takk fyrir yndislegt blogg og bók

þú ert æðislegur penni

kær kveðja Aníta 

Anita Björk Gunnarsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband