Leita í fréttum mbl.is

Sólskinsdrengur á föstudagskvöldið

 

Á morgun er 9. janúar og enn stendur jólatré í fullum skrúða í stofunni hjá mér. Ástæðurnar eru tvær: framkvæmdarleysi og tíu ára drengur sem neitar því að jólin séu liðin. Og ég hef hreinlega ekki haft orku í það í vikunni að týna glingló ofan í kassa með annarri hendi og láta stóran strák hanga vælandi á hinni. (Vælandi er afar pent orð yfir þau viðbrögð sem ég ætti í vændum).

En á morgun, föstudag, fer hann til Fríðu Brussubínu og Co og laugardagurinn mun verða notaður í að fjarlægja jólaskraut. Ég er ekki alveg sátt því ég ætlaði að gera tilraun þetta árið. Láta hann hjálpa til við að pakka niður skrautinu og sjá hvort hann yrði ekki bara sáttur með það.

En eins og ég sagði: ég hef ekki haft orku þessa viku til að takast á við málið svo tilraunin verður að bíða til næstu jóla.

Við Bretinn eigum skemmtilegt föstudagskvöld í vændum: Frumsýningu Sólskinsdrengsins.

Ég get varla beðið.

Endilega kíkið á allt efnið á bloggsíðunni þeirra. Áhugaverð viðtöl að finna þar.

Ef þú ert foreldri eða hefur fylgst með uppvexti barns sem þú elskar, þá ráðlegg ég þér að hafa tissjú-box með í för þegar þú ferð á þessa mynd. Ég hef ennþá ekki séð hana, aðeins brot, en þetta veit ég.

Það þarf vitundarvakningu í þjóðfélaginu. Einhverfu tilfellum fjölgar stöðugt um allan heim. Og enn vitum við ekki hvað orsakar hana. Og kannski er það ekki aðalmálið. Ekki núna. Núna þarf vitundarvakninguna. Kunnáttuna til að virkja einhverfa einstaklinga og gefa þeim líf á meðal okkar hinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Pikka í Þig ef ég sé þig

Ómar Ingi, 8.1.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er eins gott fyrir þig

Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: M

Búið að vera fróðlegt að horfa á Kastljósið um einhverfu. Stefni að því að sjá Sólskinsdrenginn.

M, 8.1.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kastljósið er búið að gera góða úttekt á málinu.  Ég er öllu fróðari.

Þessa mynd ætla ég að sjá.

Knús og til hamó með reykleysið.

Sara hætti í gær.

Notar ekkert.  Fruss

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 00:12

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég og minn maður erum líka á leið í bíó á föstudagskvöldið að sjá Sólskinsdrenginn  Get varla beðið !

Anna Gísladóttir, 9.1.2009 kl. 03:41

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er ákveðin í að sjá þessa mynd ef að hún kemur norður

Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 07:44

7 Smámynd: Vilborg

Kem upp á land í næstu viku og ætla svo sannarlega í bíó!

Knús

Vilborg, 9.1.2009 kl. 08:33

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mikid gott ad málefni einhverfu eru uppá bordum , fólk tharf ad frædast betur um hana.

til hamingju med reykleysid..vissi ekki ad thú værir hætt, bara frábært

María Guðmundsdóttir, 9.1.2009 kl. 08:49

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst stórkostlegt hversu öflugir foreldrar fatlaðra barna eru að verða. Þegar ég var barn voru fatlaðir faldir inni á stofnunum svo við hin þyrftum ekki að horfa á þá og foreldrar þeirra áttu að þegja og skammast sín ofurlítið fyrir barnið. Við höfum þroskast svo gífurlega á þessu sviði og ég er svo ánægð með það þótt ég viti að enn vanti nokkuð upp á að fatlaðir njóti fyllsta jafnréttis.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:48

10 identicon

Sæl Jóna - og heillríkt ár til þín!

Oh, hvað ég öfunda þig af því að vera fara í bíó í kvöld.  Tek undir með Huld: Þessa mynd ætla ég sko að sjá ef hún kemur norður - hér bíður STÓR hópur sem væri meira en til í að sjá þessa mynd, vonandi verður hún sýnd á Akureyri

Gangi þér vel með að pakka jólunum niður!  Heima hjá mér eru þau komin í kassana sína en þó bara hálfa leið út í geymslu.  Litli, skrítni skugginn minn tók virkan þátt í að setja þau upp og taka þau niður - mátti sko ekki missa af því

Já, og til hamingju með reykleysið og gangi þér sem best við það ... get ekki sagt þér neinar reynslusögur þar sem ég hef aldrei verið í þessum sporum - aldrei einu sinni prófað

Knúsaðu sundkappann þinn frá mér og mínum

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:52

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 12:25

12 identicon

Góða helgi mín kæra.

Góða skemmtun við að taka niður jólin og extra góða skemmtun í Bói!!!

LBH (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:41

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ætlarðu líka að fresta því að ári?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2009 kl. 13:58

14 identicon

Heyr heyr!! 

Einhverfan er svo ótrúlega fjolbreytileg í öllum sínum birtingarmyndum að það er erfitt að skilja hana.  En við getum gert okkar besta til að taka öllum tilfellum hennar með opnum huga og REYNA að skilja!

Ætla líka að fara að sjá myndina um sólskinsdrenginn - fylgdist með honum í 3 vetur þegar ég vann í skólanum sem hann var í!  Vona að þessi mynd verði til þess að fleiri opni hugann!!

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:27

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 21:59

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég hlakka til og kvíði fyrir að sjá myndina. Ég græt auðveldlega yfir myndum.. sérstaklega heimildarmyndum og sönnum sögum

Guðríður Pétursdóttir, 10.1.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband