Leita í fréttum mbl.is

þriðji reyklausi dagurinn að renna sitt skeið

 

Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu, en kveðjurnar og reykleysissögurnar sem ég hef fengið, bæði hér á blogginu, tölvupósti og á fésbókinni stappa í mig stálinu í reykleysinu. Í alvöru. Takk kærlega fyrir þær.

Ég finn að, fyrir mér, er þetta aðeins spurning um hugarfar. Ég byrjaði að reykja sem unglingur. Sennilega 16 ára. Sem þýðir að ég reykti í 23 ár. Vá! Tók mína fyrstu pásu frá febrúar 2007 og fór í raun afar létt með það. Hætti að reykja til desember sama ár. Byrjaði þá að fikta aftur í einhverju kæruleysi. Helga hálfsystir segir að það hafi í raun reynst mér of auðvelt að hætta að reykja. Ég held það sé rétt hjá henni. Held að fyrir vikið hafi ég verið of borubrött. Ólíkt því sem hefði verið ef ég hefði þurft að ganga í gegnum það helvíti sem sumir gera við að sleppa sígarettunni.

Í fyrstu reykti ég afar lítið. Reykti nokkrar í góðum félagsskap og snerti svo ekki nagla í marga daga þess á milli.

En eins og með alla fíkn, þá er ekkert sem heitir ''stundum''. Hversu heitt sem mig langar til að geta haldið áfram að fá mér eina og eina. Það er allt eða ekkert. Ég hef verið verulega ósátt við sjálfa mig undanfarna mánuði. Í rauninni fundið hvernig tóbakið hefur smám saman byrjað að stjórna mér aftur á margan hátt.

Í fyrravetur, þegar enn mátti kalla þetta fikt, þá sagði ég við sjálfa mig: ég ætla aldrei að reykja á vinnutíma. Ég mun aldrei standa úti í frosti og kulda aftur til að geta sogið í mig sígarettu. Þegar ég fann mig í nákvæmlega þessum aðstæðum nú í vetur fór ég að finna að ég var svolítið reið út í sjálfa mig. Og það er aldrei góð tilfinning. Þess vegna hef ég, meðvitað eða ómeðvitað, verið að stappa í mig stálinu undanfarna mánuði til að taka ákvörðunina um að hætta. Ég tók hana endanlega á góðu rauðvínssumbli með vinkvennahópnum eitt kvöldið, rétt fyrir áramótin.

Ég er í fínum gír. Finn fyrir örlitlum leiða. Eirðarleysi. Kannski örlítið hvumpnari en venjulega (Bretinn gæti haft aðra sögu að segja). Treysti mér ekki alveg til að hitta nokkrar góðar vinkonur mínar sem reykja. Ekki strax. Annars er ég fín.

Þetta ER spurning um hugarfar í mínu tilviki. Í hvert skipti sem mér dettur í hug sígaretta, þá segi segi ég við sjálfa mig: nei, mig langar ekki vitund í.

Ég ætla að vera dugleg við að minna mig á hversu heppin ég er að vera hætt í hvert skipti sem ég sé einhvern hírast úti við húsvegg í kulda og vosbúð með rettu í munnvikinu.

Erfiðustu mómentin eru einfaldlega við aðstæður sem ég tengi við smókinn. Þess á milli gleymi ég litlu, grönnu hvítu vinkonu minni. En maður gleymir ekki vinum sínum. Það þýðir þá að við vorum í raun aldrei sannar vinkonur.

Ég á nýja vinkonu núna. Hún er líka lítil og nett. Hvít og ferköntuð. Hún heitir Nicorette.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Gott hja þér

Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 23:28

2 identicon

Ég samgleðst þér innilega með að vera hætt!! Systir mín, 45 ára, hætti nú í desember og komnar eru 8 vikur.  Ekki auðveldar en ekki heldur eins erfiðar og hún hélt, byrjaði 16 að reykja.  Tyggjóið er til í öllum töskum hjá henni:) Óska þér alls hins besta og ef freistingin er aaalveg að gera út af við þig gætirðu prófað að nota aðferð ömmu minnar sem varð 99 og hálfs árs - það var þannig að þegar yfir hana kom löngun þá fékk hún sér vatnsglas! (efast um að ég væri svona staðföst ef ég ætti að hætta að drekka kók) en það skaðar alla vega ekki.  Og til hamingju öll með áfangana með sundmótið- skil þig vel að hafa fengið hnút að sjá krúsluna sína með viprur......en  þið stóðuð ykkur vel.  Minn 6 ára einhverfi tilkynnti að hann ætli sko að sofa upp í þangað til hann er 10 ára, að minnsta kosti! Hvernig gekk ykkur að koma Þeim Einhverfa í sér rúm? Góðar stundir

hm (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju elsku dúllan mín.  Þú getur komið til Nennusín sko ég reyki bara úti og er alveg til í að láta það eiga sig á meðan þú stoppar.

Það er orðið svo langt síðan við sáumst dúllan mín.

Ég er svo stolt af þér.  Ég vona að ég verði næst í röðinni.

Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 23:35

4 identicon

OMG! Best að hafa þetta allt á hreinu þá var í byrjun nóvember sem hún hætti!! Held ég ætti bara að fara í bólið :)

hm (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:35

5 identicon

Hey!!! Missti af heilli færslu!!!! En sætti mig við það þar sem ég er fyrst til að kvitta á þessa!!!!

Til hamingju með 3 reyklausa daginn þinn...... sérstaklega ánægð fyrir þína hönd.

Frábært að sonurinn skuli hafa unnið svona marga sigra á einum og sama deginum..... sundmót, pissa úti........ ekki allir sem gætu höndlað það.

Kkv. ég

lbh (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi minn. Ég veit. Ég veit.

hm. Takk fyrir innlit og komment. Það má nú taka hana ömmu þína og vatnsglasið sér til fyrirmyndir á margan hátt. Kannski að ég geri það að markmiði að fá mér vatnsglas í hvert skipti sem löngun læðist að mér, hvort sem það er í sígó eða nammi

Nennasín ég var sko alveg búin að pæla í því. hehe. Að það væri lítið mál að koma til þín á reyklausa kærleiks. En svo þarf ég auðvitað líka að passa upp á að skreppa út í reykpásur með skemmtilega fólkinu skiluru. Það kemur. Ég er svooooo mikið á leiðinni til þín alltaf.

hm. **fliss** jebb ég er sjálfhverfur andskoti. En nei ekki var það í nóvember. Kíktu við aftur eftir svefn og segðu mér hvað þig dreymdi.

lbh. Já hvað á þetta að þýða? Að missa af færslu? Jebb margir sigrar á einum degi . Líka hjá þér. Á hverjum einasta degi

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Einar Indriðason

Gangi vel að hætta alveg.  Sko, alveg!  Ekkert svona að laumast eitthvað undir vegg.

Ef þörfin er alveg að fara með þig, þá gætirðu farið með þann Einhverfa í sund.... mér sýnist það duga til að hafa allar hendur fullar, og þó fleiri væru.....

(Kannski fara með krók, til að veiða gegnblauta lúðrasveitameðlimi og trompetana þeirra upp úr?)

Einar Indriðason, 8.1.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sæl Jóna mín

Ég er samþjáningarsystir þín í þessu reykingarstandi.  Ég byrjaði að reykja sem unglingur og er alveg hrikalegur fíkill.

Ég ákvað  í sumar að hætta að reykja, nánar tiltekið í ágúst... og ég hef ekki snert sígarettuna síðan.  

Ég skal aldrei segja að þetta hafi verið auðvelt... en ég er mjög staðföst í þessari ákvörðun og gerði þetta án allra hjálparefna, bara á þrjóskunni.

Finnst þér ég hafa verið geðvond í haust heheh

Ætli það hafi ekki verið á sirka þriðja degi sem við hittumst i haust og ég sagði að ég .hafi þurft að velja mér viðhorf á hverjum degi.. viðhorfið að ég geti verið reyklaus.

Ég er glöð í dag að vera laus og vona að ég haldi áfram að vera laus við þetta.

Gangi þér rosalega vel... þú getur allt sem þú ætlar þér:)

Kolbrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:30

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég mátti til með að svara þér, eina bloggvinkonan sem ég kíkti á í kvöld, bara af því að við erum þjáningarsystur

Ég þekki þetta svo vel, en fyrir mér er þetta þannig að mér finnst ég hafa misst VINKONU. Ég sakna hennar svo oft í svo mörgum aðstæðum, ég nenni ekki að lesa blöðin og nenni ekki að tala í símann, eins og ég sagði í blogginu mínu áðan þá fannst mér hvítvínið öðruvísi á bragðið og hvað í fjandanum á maður að gera við hendurnar á sér oft á tíðum??? Ég er meira að segja byrjuð að naga neglurnar!!!! Shit.

En við munum duga eða drepast, ekki spurning. Ekki viljum við enda sem gamlar hrukkukellingar langt fyrir aldur fram eða ennþá verra, deyja frá börnunum okkar. Ég hef samt hugsað mér að taka alltaf tíu armbeygjur í hvert skipti sem mig langar í sígó, hef bara ekki getað það hingað til því hrakfallabálkurinn ég er rifbeinsbrotin (eftir að fljúga niður stigann í stigaganginum með allt jólatrésskrautið.....) En þegar það lagast, þá mun ekki líða langur tími þar til ég verð alvarlega mössuð á upphandleggjunum!!

Gangi þér sem allra best í þinni baráttu, Jóna mín  

Lilja G. Bolladóttir, 8.1.2009 kl. 04:12

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel með þetta reykleysi!

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 06:13

11 Smámynd: Helga skjol

Gangi þér vel, er á mínum fyrsta degi í reykleysi og þetta skal takast í þetta sinn.

Helga skjol, 8.1.2009 kl. 06:58

12 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég mæli eindregið með skokki/göngu til að hreinsa gráa slímið úr lungunum. Nógu mikið safnast þar fyrir. Í hvert sinn sem þig langar í rettu, gætirðu farið út og gengið rösklega þar til löngunin hverfur. Svínvirkar.

Gísli Ásgeirsson, 8.1.2009 kl. 07:46

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel Jóna mín dugleg ertu.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 08:29

14 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju
Þetta ER spurning umm hugarfar.
Ég hef alltaf funndið mér ástæðu til að falla. Kötturinn veikist eða kallinn er óþægur, bara hvað sem er.
Nú er ég búin að vera reyklaus í mánuð + 1 dag og ætla ekki að byrja aftur.

Þú ERT dugleg.

Hulla Dan, 8.1.2009 kl. 08:46

15 identicon

Til hamingju með fallega drenginn þinn og dagana þrjá.

Auðvitað var rettan ekki vinkona þín. Vinir drepa mann ekki hægt og rólega. Vinir koma manni ekki til að trúa því að þeir séu að róa mann og stappa í mann stálinu á meðan þeir æsa í manni tauga kerfið og gera mann órólegan og niðurdregin. Og þú átt sko ekki neinar þjáninga systur sem eru að hætta. Að hætta er ekki þjáning og það má ekki hugsa þannig. Þá misheppnast manni þetta bara.

Þú ert stjarna, allir sem ná að hætta þessu eru stjörnur í minni bók!! Ég lossnaði við þennan óþvera fyrir 17 mánuðum síðan og sakna þess ekki. Ég ska gjarnan vera hamingjusystir þín, geyslandi af hamingju yfir að vera búin að losa sig við þennann viðbjóð!!

 Gangi þér vel Jóna, þú átt það svo sannarlega skilið að sleppa við að reykja!!

Birna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:02

16 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilegt ár Jóna til þín og þinna :)

Frábært hjá þér með reyk  leysið, held að það sé gott að losna við þá fíkn.....    sko ég er enþá í henni :(   Minn maður hætti alveg eftir að hann lenti í bílslysi 2007      /(    ja hver hefði getað hugsað sér hann reyklausan, stór reykingarmaður)     ennnnn samt hann er hættur, mér finst ég smá aumingi að geta ekki hætt líka og sit alein útí bílskúrnum að reykja :(      þetta eru líka svo miklir peningar sem að Ríkissjóður er að græða á manni. Gangi þér vel........

Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 12:20

17 Smámynd: Linda litla

Úfffff..... gangi þér vel Jóna.

Ég er á þriðja degi reyklaus og þú á fjórða, vonandi gengur vel hjá þér, ég er svo tæp á geði að mig langar að drepa mann og annan..... ég er hrædd um að mér takist þetta ekki. Ég geri ekkert annað en að borða... ef að ég hætti að borða þá kemur meiri fíkn, þannig að ég held áfram að borða. Þetta er agalegt.

En alla vega gangi þér vel í baráttunni við naglann.

Linda litla, 8.1.2009 kl. 12:49

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef ekki reykt í vinnunni í nokkur ár. Enda hendist ég heim eins og það sé raketta í mínum virðulega botni og hendi mér á pakkann. Það eru sko fagnaðarfundir. Annars er það á dagskrá að hætta, bara ekki aaaaalveg strax.

Vertu rosadugleg og gefðu hér reglulega skýrslu um hvernig gengur til að hvetja okkur aumingjana.

Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:50

19 identicon

Heyrðu, ég er einmitt á 2. degi núna, frábært að vita af fleirum þarna úti
sem eru að rembast við þetta!

Maja Solla (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:13

20 identicon

Þetta er hægt ég er komin með rúmt ár og hef unnið margar orusturnar við púkann.

Óska þér alls hins besta og umfram allt reyklausar framtíðar kveðja Sólveig.

sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:43

21 identicon

Til hamingju !

Ég  reykti í   meira  en  30 ár. Hætti  6. janúar  1992. Tók þátt í  námskeiði hjá Þorsteini Blöndal  lækni, en þá  var verið að prófa  nikótínplástra.Var búinn að gera margar misheppnaðar tilraunir til að hætta. Vanatengslin eru  erfiðust. Þorði ekki að  fá  mér í glas  fyrstu  fjórar  vikurnar. Fór  svo að  drekka allt  aðara tegunduir  en ég hafði áður   haft  dálæti á   og  reykt í kompaní við. Þegar fíkin  ætlaði að  æra mig  eftir  kvöldmatinn   lagðist ég inn í  rúm og  las í  bók, -   hafði  aldrei reykt  rúminu.

Setti plásturinn á mig á hverjum degi í sex  vikur. Þeir  fóru minnkandi er á leið. Sneri  einu sinni  við á  Miklatorgi og  fór aftur í Fossvoginn  þegar ég uppgötvaði að  ég  hefði gleymt  plástrinum  !  Helmingur  þátttakenda  fékk  nefúða sem í var  nikótín, helmingurinn fékk  vatnsúða . Ég var alltaf viss um að ég  væri  með  vatnsúða, en það mun hafa verið  nikótín.

Þetta var  hluti  af vísindalegri  tilraun sem  Þorsteinn og   annar læknir  skrifuðu síðan um í erlent   vísindarit.   Minn betri helmingur  stríddi mér alltaf á því  að ég  hefði  þrjóskast við af því  hefði ekki viljað  eyðileggja  statistíkina hjá Þorsteini.

Þetta tókst og var svo sem  ekkert rosalega  erfitt.  Gott  að  losna  við óhollustuna, en  næstum  betra var að  öðlast  frelsi  frá  áhyggjum: Á ég  örugglega nóg tóbak ? Nógar eldspýtur,  eða þarf ég að  fara  í  brauðristina? Þarf ég  að  fara út  í sjoppu.  Etc,  etc.

Alsæll  með  tóbaksleysið  en  veit  jafnframt  að  fíkill sem ég  er , þá  dugar einn vindill  til að fella mig.Það er  dagljóst.

Námskeiðið  kostaði   2500  kr. Kvittunina  rammaði ég inn og hef lengi haft á  skrifborðinu mínu. Þeetta er nefnilega besta  fjárfesting ,sem ég hef   nokkru sinni  gert.

Eiður (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:51

22 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er heppin að hafa aldrei reykt, reyndi einu sinni að byrja þegar ég var unglingur,mikið heimskur unglingur.. tókst ekki, sem betur fer.. það er ekki heislu og fjárhagspillandi að reykja

svo þú mátt vera glöð með þig :D

Guðríður Pétursdóttir, 10.1.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband