Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki hægt

 

Er þetta ekki skrítið!?

Þegar langþráðu fríi er loksins náð.. fríinu sem ég fyrirfram lét mig dreyma um að liggja með fætur upp í loft og gera alls ekki neitt.. þá tekur það ekki nema þrjá daga að ég verði eirðarlaus.

Nú er ég að eðlisfari afskaplega löt manneskja og hef alla tíð verið ansi dugleg að gera ekki neitt. Það hefur farið mér vel. En einhvern veginn klæðir það mig ekki eins vel þessa dagana. Aðgerðarleysið.

En ég er föst. Letin heldur mér í heljargreipum. Eirðarleysið nær ekki í útlimina, aðeins í hugann og því sit ég sem fastast.

Ég veit ósköp vel að ef ég myndi standa upp af mínum breiða rassi, skella kroppnum í sturtu og andliti í anditið á mér, þá myndi ég endasendast eins og landafjandi út um allar jarðir. Aðallega bögga fólk sem ég náði ekki að fara og knúsa áður en jólin skullu á.

En enn sem komið er, þá sit ég hérna á náttfötunum og skrifa þessa gjörsamlega tilgangslausu færslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Jóna og fjölskylda.

Gleðileg jól og takk fyrir fræðandi og skemmtilega bók sem ég fékk í jólagjöf frá afleggjörunum. Það er greinilegt að það er ekki allt sjálfsagt og sjálfgefið í henni veröld Jóna mín. Maður heldur alltaf að maður eigi að fá allt og allt eins og það getur verið fullkomnast en hvað er best og hvað er fullkomið? Fleiri spurningar vakna endalaust eftir lestur bókarinnar þinnar. Nú sjáumst við og knúsumst áður en mjög langt líður, er það ekki??

Elísa (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu bara jólarestar Jóna mín.  Gott að geta slappað af öðru hvoru.

Ía Jóhannsdóttir, 27.12.2008 kl. 13:49

3 identicon

 Njóttu þess bara að slaka á. Það kemur örugglega nógu fljótt að því að þú þurfir að fara að gera það sem gera þarf. Bestu þakkir fyrir frábær skrif og æðislega bók.   ( Lísumamma)

Erla V (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hehehe..veistu ég kannast soldid vid thetta...thegar allt er brjálad ad gera hjá mér thá dreymir mig um letidaga og afsløppun..svo thegar their loks koma..thá lida tveir thrir dagar og thá fer ég ad ókyrrast...æ er madur ekki alltaf bara soldid øfugsnúinn....

kvedja til thin og gledilega jólarest

María Guðmundsdóttir, 27.12.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, hafðu það bara sem best, kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 27.12.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu ekki bara eirðarlaus vegna næstu bókar :)

Ómar Ingi, 27.12.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bara anda með nefinu Jóna inn og djúpt og með nefinu út, endurtakist nokkrum sinnum og svo er lengi hægt að sitja að þetta líður hjá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.12.2008 kl. 17:19

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þó mar sé innipúki & letipöng í eðli, þá má nú samt ~zturtazt~ inn á milli, andlitslauzt & án útiveruperzónuböggz.

Steingrímur Helgason, 27.12.2008 kl. 17:45

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jólakveðja frá Alsbúanum

Guðrún Þorleifs, 27.12.2008 kl. 23:58

11 identicon

Sæl Jóna. Ég var að lesa bókina þína og er svo hlýtt í hjartanu núna, það er svo gott að lesa lýsingarnar þínar. Á sjálf gaur með ódæmigerða einhverfu svo ég þekki þetta en þú minnir mann sífellt á að muna eftir að meta það sem vel gengur, ekki bara velta sér upp úr erfiðleikunum. Takk fyrir bókina og bloggið og gangi ykkur allt í haginn.

Sigríður O (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:46

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fékk bókina þína í jólagjöf og er hálfnuð að lesa hana, ég hlakka til þess að lesa seinni hlutann.  Takk fyrir mig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:36

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Langar svo ad lesa bókina tína.Verd a dútvega mér hana í brád.

Notadu bara tessa fáu daga til ad slaka vel á og undirbúa fyrir næsta vinnudag.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 09:03

14 identicon

Sæl Jóna

Ég var að klára bókina þína, hún er alveg frábær. Byrjaði á henni snemma á aðfangadag og fólkið mitt var orðið órólegt þegar leið á daginn og ég notaði allar lausar stundir til að lesa, þau héldu kannski að enginn jólamatur yrði á borðum. Mikið rosalega ertu góður penni. Skemmtileg tilviljun, eins og svo oft í lífinu, þegar ég fattaði hver unglingurinn þinn er, ég passaði hann dagpart þegar hann var á fyrsta ári. Elín móðursystir hans er vinkona systur minnar og var í e-m vandræðum, svo ég tók kútinn í nokkra tíma. Hef reyndar ekki séð hann síðan. Varð að þakka þér fyrir frábær skrif, sem sýnir okkur inn í heim sem við þekkjum lítið. Bestu kveðjur til þín og þinna, héðan úr Hveragerði og gangi þér allt í haginn.

Margret Ísaksdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 14:04

15 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jóna mín njóttu þess að geta slakað á ég er ekki viss um að þeir dagar séu margir sem þú getur veitt þér það. Hafðu það sem allra berst vinan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2008 kl. 18:10

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Jólakvitt og ljúfar kveðjur:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:28

17 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ Brynja hér.

Hafið það öll sem allra best og njótið áramótanna.

 2009 glasses Kv Brynja og Emma.





Brynja Dögg Ívarsdóttir, 28.12.2008 kl. 20:49

18 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jólaknús :) ... Hefurðu prófað að einbeita þér að því að gera ekki neitt, það svínvirkar um leið og maður er sáttur við að maður megi leifa sér það.

Hólmgeir Karlsson, 28.12.2008 kl. 22:44

19 identicon

Guðminnalmáttugur hvað við erum skyldar í anda!!  Veit fyrir víst að göngutúr mundi gera mér aaaafskaplega gott en að fara út að labba neeeei það geri ég ekki, ekki frekar en að taka inn lýsisperlurnar sem safna ryki aftast í skápnum. Svona er maður skrýtinn.

hm (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband