Leita í fréttum mbl.is

Upplestur á Akureyri

 

Á morgun flýg ég til Akureyrar. Þetta er auðvitað bara skemmtilegt.

Ég hef aldrei flogið til Akureyrar. Bara keyrt. Svo það er út af fyrir sig ný lífsreynsla.

Ég mun lesa upp fyrir lokaðan hóp á milli kl. 14 og 15 og svo verð ég á Amtsbókasafninu kl. 17:15 í boði Dodda vinar okkar allra.

Og er hægt að fá flottari auglýsingu en þetta?

http://www.akureyri.is/amtsbokasafn

Á milli upplestra ætla ég að hitta bloggvinkonu, sem reyndar er frekar sárt saknað úr bloggheimum þessa dagana. Eiginlega eru það orðnir mánuðir.

Við ætlum að fá okkur kaffi og örugglega eitthvað gott að borða og kósa okkur svolítið.

-----

Sá Einhverfi var loks að sættast við snjóinn þegar hann rigndi allur burt í dag. Ég held að það hafi verið hið óvenju snemmtæka jólatré sem liggur nú úti í garði, sem fékk drenginn til að sætta sig við að snjór tilheyrði í raun og veru þessum árstima. Að þetta væri eðlilegt ofanfall.

Stráksi á tvö súkkulaðidagatöl. Annað keypti ég. Hitt kom Anna frænka með. Anna frænka gefur öllum börnunum mínum súkkulaðidagatal. Á hverju ári. Líka Unglingnum sem varð 18 ára í síðasta mánuði. Ég held að hann hafi orðið glaðastur með sitt.

Ekki er hættandi á að leyfa súkkulaðidagatölunum Þess Einhverfa að eiga samastað í herberginu hans. Því geymi ég þau í fataskápnum í mínu herbergi. Og því á þetta til að gleymast. Ég gleymi að láta jólabarnið opna dagatalið sitt og nú á hann sennilega um 8-10 súkkulaðibita inni. Það þykir mér ekki nógu sniðugt.

Það er spurning að láta dagatölin óhreyfð fram á laugardag og hafa einn góðan nammidag.

Hvernig er þetta annars með jólasveinana?

Ég man aldrei hvað þeir eru margir. Tólf eða þrettán. Hvaða dag gægjast börnin fyrst í skóna sína? Að morgni föstudagsins næsta, er það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Villtu knúsa hana Önnu frá mér og það í tætlur.

Frábær auglýsing á bókó.

Verð með ykkur í huganum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Anna Guðný

Hlakka til að sjá þig og hlusta á.

Ég man nú alveg að jólasveinarnir séu 13 en ég klikka oft á hvaða nótt á að byrja.

Anna Guðný , 11.12.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Það er jafngott að byrja ekki degi of snemma ...... Systir mín gerði það einu sinni og hún var ekki vinsæl hjá foreldrum bekkjasystkina barna hennar .......

Anna Gísladóttir, 11.12.2008 kl. 00:11

4 identicon

Miss you!!!

Jólasveinarnir eru 13!

Skórinn er settur út í glugga þann 11. Ekker flókið að muna það..... eini dagurinn sem er með tvo eins stafi ....... nema náttúrulega 22. en þá er það sjálfgefið að jólasveinarnir eru búnir að vera lengi á ferðinni!!!

Gangi þér vel á Akureyrinni. Gott að heyra að þú ert komin yfir flughræðsluna........ ert farin að fljúga vítt og breytt yfir landið!!!!

Kær kveðja; LBH

LBH (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

8+1=13ttán, er jólasveinaleg stærðfræði sem að allir íslendíngar skilja.

Nema jólasveinninn ég, líklega ekki nægilega mikil stærðfræðigreiníng.

Annað kvöld, kona.

Ég er birgur af kattöbblum fyrir mína !

Steingrímur Helgason, 11.12.2008 kl. 00:55

6 identicon

Góða ferð norður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Góða ferð norður og gangi þér vel með upplesturinn

Anna Margrét Bragadóttir, 11.12.2008 kl. 07:07

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hlakka til að sjá þig og hlusta á upplestur Jóna

Huld S. Ringsted, 11.12.2008 kl. 08:35

9 Smámynd: Polaris 800

Ég set bara skúinn í gluggann um  mánaðamót og bíð, og bíð,, og bíð,,,,,,og,,,, bíð.

Polaris 800, 11.12.2008 kl. 08:46

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:50

11 identicon

Gangi vel honey og bið að heilsa Dodda.

Kemuru

Fríða Brussubína (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:57

12 identicon

ekki örugglega aftur heim í kvöld?

Fríða Brussubína (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:57

13 Smámynd: Ómar Ingi

Bið að heilsa Doddanum , hann ætlar að kyssa þig frá mér

Ómar Ingi, 11.12.2008 kl. 11:42

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð og kærleikskveðja til Önnu, sakna hennar eins og þú.  Það verður gaman fyrir bloggvini á norðurlandi og þig að fá lokst að hittast.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:05

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

JÓNA ÞÓ!!!!!!!!!!!!!!!!!SKAMM.

Jólasveinarnir eru 13 og aðfararnótt þann 12 kemur sá fyrsti(Stekkjarstaur)til byggða.

Magnús Paul Korntop, 11.12.2008 kl. 13:47

16 Smámynd: aloevera

Jólasveinarnir eru mis margir eftir því hvar maður er staddur.

aloevera, 11.12.2008 kl. 16:07

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góða ferð norður - bókin þín er komin á óskalistann hjá mér.

Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:02

18 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda ferd nordur. já og fyrsti sveinkinn kemur vist i nótt  

María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:41

19 Smámynd: Helga Linnet

ég á von á því að hann Hólmkell vinur minn hafi tekið vel á móti þér á Amtsbókasafninu. Frábær "kall"

Helga Linnet, 11.12.2008 kl. 17:51

20 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Bara að hnykkja á því að Jólasveinarnir eru Þrettán og kemur sá fyrsti í nótt.  Og þeir koma í þessari röð Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:57

21 identicon

Sæl Jóna mín - og takk fyrir skemmtilegan upplestur áðan!  Þú ert nákvæmlega eins og ég bjóst við ... falleg, geislandi, alþýðleg og hlý  Það var alveg þess virði að bruna frá Dalvíkinni og heim strax aftur til að fá að líta þig augum og hlusta á þig  ... og ég skil EKKERT hvað þú ert að tala um aukakíló???!!!  

En hvernig fór með heimferðina?  Sá að öllu flugi var aflýst í kringum kvöldmat ...?  Varstu kannski veðurteppt í fæðingarbæ mínum?  Ég stóð mig að því að hafa áhyggjur fyrir þína hönd af jólasveininum sem kemur í nótt ... heldurðu að hann reddi ekki málunum?   Vona samt að þú hafir náð heim ... það er hvergi betra að vera en í faðmi fjölskyldunnar þegar veður er vont!

Bestu kveðjur til þín og þinna

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:15

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gangi þér vel á Akureyri, vildi að ég hefði lesið þetta fyrr.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.12.2008 kl. 00:52

23 Smámynd: Dísa Dóra

Er einhversstaðar hægt að sjá yfirlit yfir hvar þú verður með upplestur fram að jólum??

Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 16:26

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel Jóna mín og gleðileg jól .

Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2008 kl. 00:27

25 identicon

Það var bara dásamlegt að hitta þig.

Takk og knús og kveðja frá söngvaranum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:39

26 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:40

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alltaf spurningin með jólasveinana eru þeir einn og átta eða þrettán? Ég hallast að 13 því jólasveinarnir byrjuðu alltaf að koma í bæinn á afmælinu hans pabba 11. desember.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband