Mánudagur, 8. desember 2008
Höfn og örlítið um heimilisofbeldi
Höfn í Hornafirði var aldeilis hreint frábær.
Alls staðar mættu manni elskulegheit og það var snúist í kringum okkur eins og við værum þjóðhöfðingar í opinberum erindum.
Ég játa það fúslega að ég er afar stolt af því að hafa verið í þeim hópi sem boðaður var til Hafnar. Ég gengst líka við því að hafa fundið til smæðar minnar um tíma, í ferð með svo þekktum rithöfundum og miklum reynsluboltum í faginu. En viðmót þessa fólks var svo einlægt og elskulegt að feimnin var fljót að fara af mér.
Ég ætla að monta mig og segja ykkur hvaða rithöfundar þetta voru:
- Sigrún Eldjárn - Eyja sólfuglsins
- Sjón - Rökkurbýsnir
- Þorvaldur Kristinsson - Lárus Pálsson leikari
- Þórunn Erlu-Valdimarsdóttur - Loftnet klóra himin (klór klór)
- Guðmundur Andri - Segðu mömmu að mér líði vel
Við komuna tóku á móti okkur á flugvellinum Soffía Auður bókmenntafræðingur og Guðný bókavörður og voru þær sérlegir aðstoðarmenn okkar og einkabílstjórarnir á meðan á dvölinni stóð. Algjörlega óþreytandi við stýrið.
Upplestrarnir voru fjórir eða fimm og kom þessi ferð sér einstaklega vel fyrir mig. Ég sjóaðist heilmikið og með sama áframhaldi verð ég óstöðvandi uppi við púlt og verður að draga mig frá míkrafóninum.
Minn fyrsti upplestur, sem fór fram inn í Hafnarfirði hjá félagi nokkru, var skelfingin ein. Ég var svo taugaóstyrk og nervös að mér lá við yfirliði svei mér þá. Kann ég því fólki sem á hlýddi hinar bestu þakkir fyrir áheyrnina og lófatakið.
Upplestur nr. 2 var í Öskjuhlíðarskóla og þar var ég meira á heimavelli, ef svo má segja. Komst nokkuð skammlaust frá því.
Sá þriðji var á Höfn á miðvikudagskvöldið í Pakkhúsinu. Það var afskaplega vel mætt og velvild og áhugi streymdi frá gestunum. Svo fékk ég aukakraft frá samferðarfólki mínu og ég stóð mig bara ágætlega, held ég.
Við fórum í skólana á Höfn og það var einstaklega skemmtileg upplifun. Á meðan ég hlustaði á Þórunni, Sjón og Guðmund Andra lesa upp úr sínum bókum, laumaðist ég til að virða fyrir mér unglingana. Hormónarnir alveg á fullu blasti og menn vita varla hvað þeir eiga af sér að gera. Nokkur andlit alveg eldrauð við að reyna að halda aftur af flissi og hlátursrokum. Ég man sjálf svo vel hvað allt var fyndið og asnalegt og leim og hallærislegt á þessum árum. Og hvað maður þurfti aldrei meira að hlægja en akkúrat þegar það var stranglega bannað.
Yngri deildirnar voru jafn yndislegar, bara á annað hátt. Flautað og klappað og beðið um eiginhandaráritanir þvers og kruss.
Hjúkrunarheimilið var kapítuli út af fyrir sig. Sennilega var það, fyrir mér, erfiðasti upplesturinn. Kannski er það vegna þess að ég ólst upp hjá ömmu og afa, og ber á vissan hátt óttablandna virðingu fyrir þessari kynslóð. Og kannski vegna þess að mér fannst ég í raun ekki hafa fram að færa efni fyrir þennan aldur. Var komið nafn yfir einhverfu í ungdæmi þessarar kynslóðar?
En það var gaman að koma þarna og mér þótti hjúkrunarheimilið einstaklega hlýlegt og heimilislegt.
Áður en við yfirgáfum bæinn fengum við skoðunarferð um menningarmiðstöðina og leiddi Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður okkur í þeirri ferð. Hornfirðingar eru afar stoltir af þessari byggingu og það sem hún hefur að geyma og er það með réttu. Aldrei hefði mig grunað að á svo fámennum stað væri svo mikið menningarstarf unnið. Og er það alveg týpískt fyrir Reykvíkinginn í mér.
---
Í kvöld sofnaði þrjóskur 10 ára drengur með rauðflekkóttar kinnar af söltum tárum.
Eftir margra vikna baráttu við að fá stráksa til að bursta tennur á kvöldin sögðu foreldrarnir hingað og ekki lengra. Í kvöld neitaði hann alfarið að taka sér tannbursta í hönd og honum voru settir úrslitakostir; bursta tennur eða sjónvarpið verður fjarlægt úr herberginu.
Það kostaði smávegis stympingar; 10 ára nautsterkur drengur stjakaði við pabba sínum sem var óviðbúinn, missti jafnvægið og hrundi utan í kommóðu.
Einmitt, hugsaði ég. Það er eins gott að hafa andlega yfirburði.
Og það höfum við.
Tárin spýttust en allt kom fyrir ekki. Sjónvarpið var fjarlægt.
Sá Einhverfi grét og reyndi að faðma mig. Ég hjúpaði allar taugar með íshrönglum og ýtti honum frá mér. Ekki gat ég skipað föðurnum að taka af honum sjónvarpið og tekið svo að mér hlutverk huggarans og ''góða foreldrisins''.
Á næstu 40 mínútum var öðru hverju leitað samningaviðræðna: fyrst bursta svo sjónvarp. En allt kom fyrir ekki. Stráksi gaf sig ekki þó hann gréti ofan í koddann sinn og foreldrarnir neituðu honum um faðmlag og venjulega háttatímarútínu.
Að lokum hætti hann að gráta og sofnaði út frá samræðum við Lottu.
En mikið svakalega vorum við foreldrarnir lukkuleg. Mitt í reiðinni og særindunum út í okkur sýndi drengurinn greinileg þroskamerki og framfarir í mannlegum samskiptum:
- aðeins einn hrindingur (venjulega mikið um slíkt við uppákomur sem þessar)
- engu fleygt
- næstum hljóðlaus grátur
- skemmtileg og eðlileg þrjóska
- óttablandin virðing við reiða foreldra (reyndar meira pissed en reiðir. En það fékk hann ekki að vita).
Er hægt að biðja um meira?
Ég hlakka til að vita hvort sjónvarpið muni rata á sinn stað annað kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Æji þú ert best!
Takk kærlega fyrir komuna til Hornafjarðar!
Fékkst svo sannarlega flott fólk til að stjana við þig, og hormónarnir, hahahaha, heppin varstu sko barasta!
(Hlógum vegna þess að skólastjórinn var að toga í eyrun á einum nemanda á meðan Sjón var að lesa)..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:44
Bara eðlilegt uppeldi, & eðlilegar aðgerðir við eðlilegann strák, er það sem ég lez út úr þezzu, enda alveg að díla við þetta sama með minn minni mann & kem fram af sömu hörku, enda eiga að fylgja orðum gjörðir, annarz missir allt slíkt markz & malið hjal.
En ég veit, þekki þetta dáldið fyrr, enda líka búinn að leza þig lengi, jú & bókina, & þú ert ekkert minniháttar í þezzum hóp, fyrir mér eiginlega lángbezt, en það er nú bara mitt hlutlauza mal.
Endurspeglar örugglega ekkert skoðun annara aumra bloggara, held ég.
'-}
Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 00:49
Róslín. Takk elskan mín. Það var voðalega gaman að hitta þig. Ég hefði viljað hafa meiri tíma. Kannski næst. En það er gaman að heyra hvað kætti mannskapinn
Steingrímur. Ég veit. Eðlilegar aðgerðir og svo sannarlega rétt að hjal og engar framkvæmdir missa marks. Hvort sem um er að ræða fatlað eða ófatlað barn. Það er bara svo skrítið hvað við erum oft lengi að vakna upp og skilja að stráksi sé kominn yfir strikið. Takk fyrir falleg orð
Jóna Á. Gísladóttir, 8.12.2008 kl. 00:55
Steingrímur endurspeglar mína skoðun Þú varst þarna í flottum hóp og hefur örugglega sómt þér þar vel
Það mættu fleiri foreldrar taka sér ykkur hjónin til fyrirmyndar í uppeldisaðferðum......jafnvel með "heilbrigðu" börnin
Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:00
Það getur verið erfitt að vera foreldri þegar að við erum að siða börnin okkar. En eins og þú veist svo vel sjálf þá þurfa þau skýrann ramma og þið yndislegu hjón eruð dugleg að halda hann.
Sporðdrekinn, 8.12.2008 kl. 02:48
Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 09:00
Þarna hefur þú greinilega verið meðal jafninga, gaman að heyra að það gekk svona vel. Það er greinilegt að þú og bretinn skiljið hugtakið "uppeldi" algjörlega til fulls, ég er stolt af ykkur, svona á að gera þetta. Vona að Ian læri af reynslunni, það er best. Kærleikskveðja til þín elsku vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 10:02
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.12.2008 kl. 10:11
æ þessar þrjósku elskur! Vonandi fer TV inn í kvöld og hreinar tennur :)
hm (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:19
Flott og skemmtileg færsla.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:19
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 12:28
Vona að jólasveinninn gefi honum spiderman tannbursta. Svo er líka flott tannburstaklukka á lydheilsustod.is!
Elín Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:48
Kvitterý kvitt og vertu velkomin í menninguna!!!!
Voðalega ertu ábyggilegt foreldri.... ætla að taka þig mér til fyrirmyndar!!!
LBH (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:04
Efast ekki um ad thú hafir verid frábær i upplestrinum. Bara VEIT thad.
hafdu gott kvøld Jóna
María Guðmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:32
Ég er sko búin að panta bókina þína í jólagjöf, veit að ég get lært heilmikið af þeim lestri eins og ég hef gert með því að lesa bloggið þitt.
Kv. Tinna
Tinna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:57
Flott hjá ykkur að standa við hótunina. Er viss um að tannburstinn verði kominn á fullt fyrr en varir.
Og já, til lukku með alla þessa góðu upplestra.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:07
Knús og kvitt frá mér... verst að þú varst ekki með fyrirlestur nær. Annars verður bókin þín vinsæl í pakkann í ár
En með uppeldið... það er barátta sem borgar sig á endanum við verðum að muna það! Og sárin eru lengur á mömmuhjartanu en á þeim ungu
Huldabeib, 8.12.2008 kl. 22:39
Þegar dóttir mín med down hafði neitað að hjálpa til við að taka til í herberginu hennar í 1000 skifti endaði sú barátta með að við foreldrarnir tæmdum herbergið hennar af leikföngum. Allt var tómt í næstum sólarhring og þetta var erfitt fyrir alla aðilla, mörg tár féllu, en eftir þetta hefur aldrei verið vandræði að fá hana til að hjálpa til. Ekki alltaf auðvelt með þrjósk börn.
og mikið hefurðu verið heppin að heimsækja mína gömlu heimabyggð, held barasta að það finnist ekki fallegri fjörður en Hornafjörður
egga-la (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 07:54
úúúúú það var svona kast í gær hjá minni yngstu, almáttugur hvað barnið er þrjóskt enda í nautsmerkinu, ótrúlegt hvað svona átök hafa áhrif á mann, ég var eftir mig í tvo tíma eða eitthvað...það hefur verið fjör á Höfn, skemmtilegur staður Höfn. Gaman að ferðast svona um landið örugglega til að lesa bókina.
alva (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:34
Nautsmerki hvað?
Bíð spennt eftir framhaldi með Ian og sjónvarpið.
Sé þig á Amtinu.
Anna Guðný , 9.12.2008 kl. 13:56
Þú ert best.. og orðin fræg í þokkabót.
Knús á þig mikla kona
Linda Lea Bogadóttir, 9.12.2008 kl. 22:38
Takk og kær kveðja til þín frá steinujólakleinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 14:09
Frábært hjá þér að drífa þig með þessu fólki austur...þú þarft sannarlega ekki að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart þeim...þú sem ert sko fremst meðal jafningja....ekki spurning...
Flott hvernig þið hjónin tæklið guttann ykkar...ég er viss um að hann mun sitja keikur og nýburstaður í rúminu í kvöld og horfa á Lottuna sína...hamingjusamur og kátur....Ian er svoddan perla!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.