Þriðjudagur, 2. desember 2008
Höbbn í Hoddnafirði
Þó ég geti ekki talist flughrædd í hörðustu merkingu þess orðs, þá hef ég undanfarin ár verið hálfsmeyk að fljúga í millilandaflugi.
Ég hef ekki flogið innanlands frá því löngu áður en byrjaði að bera á þessari semi-flughræðslu minni. En það er ég að fara að gera á morgun. Stíg væntanlega upp í pínulitla rellu og flýg í tæpa klukkustund. Á Höfn í Hornafirði. Eða eins og okkur hættir mörgum til að kalla staðinn: Höbbn í Hoddnafirði. Það kemur svo í ljós hvort ég verði flughrædd fyrir alvöru þegar í svo litla vél er komið. Ég fékk líka miður skemmtilega sögu frá vinnufélaga um daginn þegar ég sagði honum hvert ég væri að fara. Hann ákvað að nota tækifærið til að rifja upp hræðilega flugferð sem hann fór einhverju sinni þar sem fólk ýmist panikkaði af flughræðslu eða innilokunarkennd. Og hinn hlutinn sem ekki fann fyrir slíkum tilfinningum, ældi hvert um annað þvert og endilangt.
En ég ætla nú ekkert að vera að gera ráð fyrir slíkri ferð, heldur bara anda inn og út og njóta... jebb
Ég verð, ásamt fleiri rithöfundum, með upplestur í Pakkhúsinu á Höfn kl. átta annað kvöld (miðvikudag) og á fimmtudeginum munum við vera með upplestur ýmist í skóla eða á dvalarheimili aldraðra.
Ég mun því eyða næstu tveimur dögum í góðum félagsskap og mun hitta fullt af skemmtilegu fólki. Hlakka mikið til.
----
Sá Einhverfi er búinn að tilkynna mér að það verði pasta í matinn annað kvöld. Og hann var harla glaður þegar hann upplýsti mömmu sína.
Í kreppunni höfum við Bretinn sett nýjar reglur varðandi matarinnkaup. Skrifum ávallt matseðil fyrir vikuna og reynum síðan að halda okkur við eina ferð á viku í Bónus eða Krónuna. Þessar litlu skreppiferðir í búðina alltaf hreint, eru að rífa af manni ótrúlega marga þúsundkalla yfir mánuðinn.
Og við ákváðum að bæta matseðlinum við vikuplanið hjá Þeim Einhverfa. Nú getur hann alltaf séð hvað verður í matinn á hverju kvöldi. Ekki það að við gerum ráð fyrir því að hann borði endilega það sem er sett fyrir hann. Hann er afskaplega matvandur og hefur komist upp með það.
Í kvöld var eggjakaka með beikoni og sveppum á matseðlinum og aldrei hefur slíkur matur komið inn fyrir varir drengsins. Allavega ekki inn á heimilinu. Það er svo annað mál hverju hann skóflar í sig í skólanum og í Hólabergi.
Sá Einhverfi fylgdist með pabba sínum malla saman eggjum og öðru hráefni og var frekar tortrygginn á svip. Viltu lasagne spurði Bretinn og vísaði þar í afgang af sunnudagsmatnum.
Neeii, sagði stráksi og ekki laust við að hneykslan gætti í röddinni. Svo gekk hann að ísskápnum þar sem vikuplanið hans hangir og las upp fyrir pabba sinn: Eggjakaka í kvöldmat.
Ja hérna, sagði Bretinn. Eggjakaka skal það vera.
Ég hef drenginn grunaðan um að hafa þótt orðið spennandi út af seinni hluta þess: ''....kaka''. Maður slær nú sjaldan hendinni á móti köku.
En hann má eiga það þessi elska að hann settist til borðs og smakkaði og gerði heiðarlega tilraun til að borða matinn sinn. En honum leist hvorki á útlit, áferð né bragð.
Við gáfum honum auga og að lokum sagði Bretinn: viltu lasagne?
Já, hvíslaði Sá Einhverfi þakklátur á svip.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1640369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Ég get nú huggað þig með því að það er voða góð veðurspá og þetta verður flott útsýnisflug, góða ferð mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 23:24
Góða ferð Jónsí mín. Síminn er kominn í lag, loksins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:27
hann hefur haldið í kökuvonina alveg þangað til þið settust við matarborðið.
Ég er ekkert flughrædd.. en það augljóslega getur byrjað hvenær sem er samt..
Guðríður Pétursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:38
oooooo, þú veist ekki hvaaaað ég hlakka til að sjá þig!
Og það er magnað að þú komir í skólann til mín - vívívívíví, þá get ég sko montað mig daginn endilangann....
En ég hef bara einu sinni flogið til Reykjavíkur héðan, og það var ekkert skelfilegt í þeirri ferðinni. Ef þú hefur tíma láttu endilega heyra í þér!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:41
Pabbi minn var aldrei flughræddur nema í aðflugi til Ísafjarðar, það er flogið beint niður á milli brattra fjalla og flaug hann ekki til Ísafjarðar nema í ítrustu neyð. Ég hef flogið til Vestmannaeyja og það var ekkert mál. Bara róleg.
Helga Magnúsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:50
Hef ég sagt þér söguna af því, þegar ég missti allt rafmagn á lítilli 'Jodel' dúkflugvél yfir Vatnajökli um vetur í hríðarbyl ?
Þannig að allir mælar detta út sem & öll ljós & fjarskipti ?
Jújú, ég byrjaði að reykja aftur í annað sinn, lentur, það kvöldið.
Á Hoddni í Habbnarfirði býr ágætiz fólk, þau hía ekkert á þig.
Btw, good commercial 4 a great book ...
Steingrímur Helgason, 3.12.2008 kl. 00:07
Jæja kona góð!
Anda inn og anda út!!!! Vertu bara alveg svakalega upptekin af því að spjalla við samferðamennina þína, hina rithöfundana........ talaðu stanslaust............ og þá tekur flugferðin enga stund...... bara upp og svo niður aftur eftir stutta stund!!!
Mikið er hann sonur þinn yndislegur.......... er líka að æfa mig í að lesa á milli línanna......... geri ráð fyrir að bókin sem ég næli mér í og lesi á sólarströndinni um jólin verði bókin þín!!!
Þá þarf ég ekki lengur að lesa á milli línanna ;o)
LBH (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:08
Fallegasta útsýni sem ég hef fengið í flugi var frá Höfn til Reykjavíkur á vetrarkvöldi, heiðskýrt og stjörnubjart. Við fengum svo hálftíma auka útsýnisflug yfir Reykjavík og sundin meðan verið var að dreifa sandi/salti á flugbrautina sem við lentum á. Höfn er frábær staður og þar býr indælis fólk
Guðrún H (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:16
góda ferd á Høbbn thetta verdur upplifun,vittu til.
María Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 05:09
Æji krúttið hann Ian. Góða ferð á Höbn í Hoddnafirði.
Helga skjol, 3.12.2008 kl. 06:41
Gangi þér vel og góða ferð.
Þetta verður skemmtileg ferð.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 3.12.2008 kl. 08:54
Hann er frábær hann Ian. góða ferð í flugið
Svala Erlendsdóttir, 3.12.2008 kl. 11:08
Góða ferð Jóna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:18
Góða ferð á Höfn. Hlakka til að sjá þig hér fyrir norðan.
Anna Guðný , 3.12.2008 kl. 11:44
Hef flogið vandræðalaust, að meðaltali 4 sinnum á ári í hátt í 40 ár. Ekki hafa áhyggjur. Það er gott að vita af því að flott fólk kemur og les fyrir hana mömmu gömlu sem er þarna á elliheimilinu.
Stemmingin í Pakkhúsinu er líka sérlega skemmtileg. Vonandi tekst að flytja Gömlubúð aftur að höfninni og búa þar til skemmtilega nítjándu aldar þorpstemmingu. Góða ferð.
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.12.2008 kl. 12:18
Góða ferð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:56
Er drengurinn ekki að brillera hjá ykkur núna dag eftir dag ??? Get ekki betur lesið þessa dagana. Í það minnsta þá hlýtur hann að vera að taka rosaleg þroskastökk núna. Yndislegt að fá að fylgjast með þessu flott dreng. Til hamingju með hann alla daga, alltaf.
kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:22
Óska þér góðrar flugferðar (er sjálf sjúklega flughrædd) fáðu bara fólk með þér í fjöldasöng :) Sonur minn( minn einhverfi) hann er einmitt svona matvandur og það sem er aðal núna er : "Zamloka með zózu og ozti" :)
Innilega til hamingju með bókina!
hm (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:36
Hrönn Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 13:46
Gangi þér vel og mikið er gott að austfirðingar fái að njóta þess að heyra þig lesa úr bókinni.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 14:50
Góða ferð! Er það málið eykst flughræðsla með aldrinum? Í réttu hlutfalli við mikilvægi manns í lífi annarra (barnanna sinna)?
kv.Didda
Kristín Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 15:23
Ég þjáist af ofsaflughræðslu, þannig ég skil þig vel... góða ferð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.12.2008 kl. 16:21
vááá hvað ég þekki þetta. Matsmálstímarnir hér eru ekki þeir skemmtilegustu..... Hún borðar nánast aldrei neitt hér að ráði, en er bara ágætlega dugleg að borða í leikskólanum. Mjólku/grjónagrautur er t.d. ein "matartegund" sem ég hef aldrei fengið hana til að borða. En hún skóflar þessu í sig í leikskólanum :-)
Núna er að stökkva á Latarbæjaræðið hjá skvísunni og nýta sér það til fulls! Solla Stirða og Íþróttaálfurinn borða hollan og góðan mat alltaf á matmálstímum til að verða stór og sterk :-)
Gangi þér súper vel að selja... finnst verst að ég kemst ekki á fundinn annað kvöld :-( er á leiðinni norður
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:38
Takk fyrir lesturinn og áritunina Jóna mín!
Við hittumst víst aftur í skólanum á morgun....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:46
"Ég verð, ásamt fleiri rithöfundum, með upplestur í Pakkhúsinu á Höfn kl. átta annað kvöld"
Rithöfundurinn Jóna :) Til hamingju dúllan mín !
Heiða B. Heiðars, 4.12.2008 kl. 11:17
Góða ferð og gangi þér vel mín kæra!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:47
Ég heyrði í konu í sjónvarpinu í kvöld....
...hún las texta sem mér fannst svo hugljúfur, með fallegri röddu, og ég hugsaði: þekki ég ekki þessa konu?
Þetta varst þú
Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 00:59
Hann er bara yndislegur þessi strákur og ekki er fjölskyldan hanns verri
Er hægt að sjá einhversstaðar plan yfir hvar þú verður að lesa upp úr bókinni þinni? Langar svo að koma og hlusta á ef ég get.
Dísa Dóra, 6.12.2008 kl. 11:30
Sæl Jóna!
Ég er ein af mörgum sem les pistlana þína reglulega, þú ert frábær penni og sögurnar af fólkinu þínu góða bæta og kæta!
Mig langar samt að forvitnast örlítið, ég er að lesa mikið um tvítyngd börn í námi mínu og meðal annars máltileinkunn barna með einhverfu. Þess vegna langar mig að vita hvort Bretinn tali ensku eða íslensku við Ian? Skilur Ian enskuna þótt hann geti kannski ekki talað hana?
Aðventukveðjur!
Gunnþóra (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:19
Sendi þér ímeil, skilaboð og ég veit ekki hvað.
Tékka boxin sín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 14:47
Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:24
Bergljót Hreinsdóttir, 6.12.2008 kl. 16:07
einu sinni fyrir langa löngu bjó ég á hornafirði og flaug með þessum litlu flugvélum, það var misgaman.
einu sinni flugum við frá hornafirði og millilentum á egilsstöðum. við vorum veðurtept á flugvellinum þar í marga marga klukkutíma
ég var svo heppinn að ég var með lítið barn og fékk þar af leiðandi að fljúga með fyrsta flugi sem var og það var lítil rella fyrir ráðherra sem voru á leið til reykjavíkur.
þar sem þetta voru ráðherrar réðu þeir ferðinni og þeir völdu að fljúga yfir gosstöðvar þar sem við sáum eldgos að nóttu til úr lofti.
það var minnisstætt !!!
gangi þér vel og bið að heilsa fallegu Höfn
KærleiksknúsfráLejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 19:59
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.