Laugardagur, 1. nóvember 2008
Nú þarf ég að láta rigna upp í nefið á mér
Þann Einhverfa bráðvantaði liti í dag, svo ég gerði mér ferð inn í tvær verslanir Eymundssonar í Kringlunni. Langaði að nota tækifærið og sjá bókina mína í því umhverfi sem hún þarf að byrja í, til að komast í sitt rétta umhverfi, þ.e. inn á heimilin í landinu.
Það má segja að þessi ferð hafi verið ágætis ''reality check'' fyrir mig. Í fyrri búðinni var bókin ekki einu sinni sjáanleg. Og ég hafði mig ekki í að spyrja um hana. Í seinni búðinni lágu nokkur eintök af ''Sá Einhverfi og við hin'' á borði, ásamt bókum frá því í fyrra. Nýjar bækur lágu á borði nær dyrunum og við dyrnar var heill gámur af nýjustu bók Arnalds Indriðasonar. Sennilega eina bókin sem ekki þarfnast auglýsingar. Og þó... sennilega þarfnast allir auglýsinga. Jafnvel Arnaldur.
En ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég fann að það hálffauk í mig inni í fyrri búðinni. Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðu auglýsing með bókum frá Sögu útgáfu (m.a. bók Þráins Bertels, Óttars Norðfjörð og minni). Undir auglýsingunni stendur Eymundsson, bóksali frá 1872. Ég held þetta sé ókeypis auglýsing fyrir það ágæta fyrirtæki. Mér finnst lágmark að þeir skelli fram í búðina hjá sér, bókum sem eru auglýstar undir þeirra nafni.
Og ég var ekkert sérstaklega ánægð að sjá bókina innan um bækur frá því í fyrra. Samt sagði ég ekki neitt.
Ef ég hef haldið í einhver andartök að ég gæti gengið inn á ritvöllinn ásamt öllum hinum höfundunum og gert mér vonir um að selja slatta af eintökum af bókinni, án þess að vekja á mér einhverja sérstaka athygli... þá læknaðist ég af þeirri firru í dag.
Ég ákvað eftir dágóða umhugsun að kaupa eitt eintak. For luck. Sem betur fer var verðmiðinn límdur yfir andlitið á mér.. ekki mér sjálfri, heldur á bókarkápunni. Reyndar er líklega engin leið að þekkja mig af bókarkápunni en mér leið samt eitthvað undarlega með það að kaupa eigin bók. En ég sór þess eið á þessu andartaki að þetta mun ég geri hér eftir. Ég mun gefa út bók á hverju ári og fyrsta daginn sem hún kemur í búðir mun ég fara og festa kaup á einu stykki. Og hana nú!
Nú er um að gera að bera höfuðið hátt, láta rigna örlítið upp í nasaholurnar og... og.. já bara rífa svolítið kjaft. Ef ég hef ekki fulla trú á því sem ég er að gera, hver hefur það þá?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 2.11.2008 kl. 18:12 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Össur telur erindi Pírata í stjórnmálum lokið
- Reykjavík tefur uppbyggingu
- Bjarni: Bankarnir ekki í takt við samfélagið
- Rockville borholan tekin í notkun á nýju ári
- Hættumat lækkað í Grindavík
- Illa þefjandi tuska Íslandsbanka
- Verið að eyðileggja framtíðina
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
- Gjöld á ferðaþjónustuna hækki
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Lífróður Sigurðar Inga og Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Athugasemdir
Til hamingju með bókina ykkar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:50
Ég er hjartanlega sammála þér, mér finndist að bókin þín eigi að fá þann sess sem henni ber og það eigi að sjálfsögðu að stilla henni fallega fram í verslun og jafnvel hafa auglýsingu í versluninni.
Veistu, mér finnst að þú eigir að telja í þig kjark og gera athugasemd við þá sem dreifa og selja bókina og óska eftir því að hún fái fallega framstillingu í verslunum, sem hún á alveg skilið.
Til hamingju með bókina og útgáfu hennar.
Þú stendur þig vel.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:56
Til hamingju, elsku dúllan mín!!! Ég skal passa upp á bókina þína í öllum bókabúðum sem ég kem í, láta vita ef hún er ekki nógu áberandi (t.d. hjá gömlum bókum) og biðja um að hún verði færð. Ekki spurning!!! Þetta er allt of góð bók til að hún týnist í flóðinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:03
Innilega til hamingju ´með útgáfu bókarinnar Jóna mín. Ojá þetta er víst ansi harður heimur eða eigum við að segja bisness. Þekki það vel frá vini mínum Þránni, þarf endalausar auglýsingar og fylgja eftir hvert fótmál.
Óska þér góðs gengis. Er búin að panta bókina í jólagjöf.
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:07
Núnú, verður maður sumsé að taka upp í sér 'bókasalaböggarann' fyrir þezzi jólin. Ojæja, ég hef svosem nennu & vilja til..
Útibú norðurhjarans hér með opnar...
Steingrímur Helgason, 1.11.2008 kl. 21:12
Þetta kemur þetta kemur.
Þú ert nú búin að gera meira en margur sem hefur stærri drauma.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.11.2008 kl. 21:15
Ég ætla mér alla veganna að kaupa mér eintak af bókinni. Er dyggur lesandi síðunnar, finnst alltaf gaman að sjá nýjar færslur og get ekki beðið eftir að lesa heila bók!
Oddrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:21
Auglýsingar! Vissirðu að Coke hefur prófað að hætta að auglýsa og það skilaði sér strax í minkandi sölu, því hefur verið haldið fram að Coke sé skilt að auglýsa enn það er einfaldlega bara nauðsyn, enn það eru líka til dæmi um fólk sem hefur farið offari í auglýsingum, svo þessi fj. meðalvegur er víst þarna líka.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.11.2008 kl. 21:32
Ég bað um að þú myndir gefa út bók og ég mun kaupa bókina í jólapakka i ár.
Það er góð gjöf
ég vona að fólk fari að mínu fordæmi vegna þess að það er þess virði +
Þú ert góður penni + Ótrúlega góð kona sem átt góða fjölskyldu og af öllum snillingunum verð ég að viðurkenna að Ian er uppáhladið mitt.
Gangi þér sem allra best Jóna
Ómar Ingi, 1.11.2008 kl. 22:33
Innilega til hamingju Jóna !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:12
Til hamingju með bókina þína
Guðrún Þorleifs, 1.11.2008 kl. 23:17
Ég er hálfnuð með að lesa bókina,og fer pottþétt ekki í rúmið fyrr en eftir síðustu blaðsíðu.
Þú mátt sko alveg láta rigna upp í nefið á þér bókin er góð og ótrúlega vel skrifuð,fyndin,sorgleg og allt þar á milli,þú ert snillingur og ég elska þig ;)og þína fjölsk ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 1.11.2008 kl. 23:43
Láttu endilega rigna upp í nefið á þér. Og rífðu kjaft líka. Það hefst ekkert öðruvísi. Ég hlakka til að lesa bókina þína, mun kaupa hana við fyrsta tækifæri. Ef hún er jafn skemmtilega skrifuð og pistlarnir þínir þá verð ég ekki svikin af henni. Hjartanlega til hamingju þetta er mikill áfangi. Mér líst vel á hjá þér að gefa út bók á hverju ári héðan í frá og vera fyrsta manneskja til að mæta og kaupa hana.
Ásta Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:48
Til hamingju með bókina Jóna mín
Kíki í Eymundsson á morgun og fjárfesti í einni svona bók, kannski, ef mamma leyfir...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.11.2008 kl. 01:26
Útgefendur eiga að sjá um að bækurnar séu sjáanlegar og það er máske vandinn. Sumir eru duglegri við það en aðrir. Ég man að ég var í tímaritaútgáfu hér í den og ég keyrði á milli búða og passaði að blöðin væru sjáanleg. Oftar en ekki var keppinauturinn búinn að setja sín blöð yfir eð stinga mínum undir hillu. Þetta var mjög pirrandi í fyrstu, en svo sætti ég mig við að svona gerðust kaupin á eyrinni og tók upp sömu meðul. Mitt blað efst og fremst og hinir ofan í skúffu. rúntur 3ja hvern dag.
Þetta er eins og að sjá barnið manns lokað inni í kústaskáp meðan öll hin eru úti að leika og ég skil tilfinningu þína mjög vel. Sama endurlifði ég þegar Ikingut kom út á DVD, en þá gafst ég upp við að hamast í þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:08
Ég ætla að kaupa bókina þína, þegar ég kem í bæinn ef það er einhver huggun. Þ.e.a.s. ef hún verður ekki uppseld.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:11
Til hamingju með bókina.... Mér finnst hún nú alls ekki eiga heima með bókum frá því í fyrra....
Þú ert frábær penni og það verður gaman að sökkva sér ofaní heila bók um jólin...
Fríða , 2.11.2008 kl. 02:14
Þó að þú sért vel þekkt hér í bloggheiminum þá þarf "hitt" fólkið að fá að kynnast þér smá áður en að það sér hvað þú ert frábær penni. Og þá Jóna mín, verður bókin þín sett fremst.
Til hamingju með bókina!
Sporðdrekinn, 2.11.2008 kl. 02:52
til hamingju med útgáfuna á bókinni en finnst lika ad thú ættir ad hafa samband vid útgefandann um ad thad sé lágmark ad hún sjáist í bókabúdum
María Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 07:47
voðalega finnst mér þetta eitthvað skrítið.. eiga ekki allar nýútgefnar bækur að vera á svipuðum slóðum, allavega ekki í kringum eldri bækur.. það er villandi og bara asnalegt
það þarf að laga þetta..
Guðríður Pétursdóttir, 2.11.2008 kl. 11:42
Kannski var bókin uppseld í fyrri búðinni
Spyrjum öll í bókabúðum þar sem bókin er ekki sýnileg
Hvar er bókin hennar Jónu Gísla?
Rabbabara, 2.11.2008 kl. 12:12
Til hamingju með bókina þína Jóna mín. Láttu bara rigna upp í nefið á þér. Það er nú svo að margar bækur sem mikið eru auglýstar eru ekki berstu bókmenntirnar og að koma sér á framfæri er mikil vinna. Sígandi lukka er berst. Kærleikskveðjur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:16
Til hamingju með bókinna Jóna mín. Ég mun að sjálfsögðu kaupa allavegana eitt eintak. Að fenginni reynslu þá þarft þú sjálf að passa upp á þína bók. Þetta er harður heimur þarna úti. Ég skal hafa augu með þinni bók um leið og ég kíki eftir bókinni sem kemur frá mínu heimili.
Kær kveðja
Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:25
Til hamingju með bókina, hún mun örugglega seljast. En ástæðan fyir því að ég skrái inn athugasemd er að alltaf læt ég pirra mig svokallaða"þágufallssýki". Er ekki rétt að segja "Þann einhverfa" en ekki "þeim einhverfa" í byrjun á pistlinum þínum. kveðja úr Borgarfirði.
Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:50
Til hamingju með bókina
Svala Erlendsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:52
Til hamingju með bókina ykkar.hún er á óskalistanum mínum yfir jólagjöfina í ár eða afmælisgjöf sem verður í byrjun Desember
knús knús og yndislegar kveðjur frá Lindu,Gunnari og dætrum
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.11.2008 kl. 17:12
Hæ hæ Jóna mín til hamingju með bókina þína .ég fór í kringkuna á föstudaginn og ætlaði að kaupa bókína þína en ég fann hana ekki og ég helt að hún væri ekki komin í verslanir því ég sá hana ekki en ég gleymdi lika að spyrja .það var svo mikil ferð á mér en ég ætla mér sko að lesa bókina þína
kær kveðja og knús Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 2.11.2008 kl. 18:17
Þakka ykkur fyrir dúllurnar mínar. Öll hjálp er svo sannarlega vel þegin. Hver einasti aðili sem spyr um bókina hjálpar til við að kynna hana fyrir starfsfólki bókabúðanna og það skiptir máli. Ef starfsfólkið hugsar vel um bókina þá selst hún betur.
Þið sem eruð gamalkunnug þessum bransa, takk fyrir ykkar athugasemdir. Ég á sko margt eftir ólært, það er alveg ljóst.
Ragnhildur. Fæ ég að vita hvaða bók kemur frá þínu heimili? Ég get þá líka kíkt eftir þinni
Torfi. Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Skil vel að þetta hafi beinlínis æpt á þig. Ég er illa haldin af þágufallssýki og komst einmitt að því við gerð þessarar bókar að ég er ansi langt frá því að vera eins vel að mér í íslensku og ég hélt
Jón Steinar. Það er allavega uppörvandi og fallega gert af þér
Jóna Á. Gísladóttir, 2.11.2008 kl. 18:18
Til hamingju með bókina þína Jóna mín. Nú ætla ég að arka út í búð og kaupa eitt eða tvö eintök. Þetta er jólagjöfin í ár.
Kveðja Heiða
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 18:20
Sæl Jóna, ég hef lesið bloggið þitt lengi og haft mjög gaman af, mér finnst þú alveg hreint frábær! Vil óska þér innilega til hamingju með bókina þína, ég er sko á leiðinni útí búð að kaupa hana Og á eftir að hafa orð á því ef hún er ekki sýnileg...
Kveðja, Anna Kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:40
Draumutinn hefur ræst, ég gradúlera með bókina.
Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 20:43
Innilega til hamingju með þessa frábæru bók. Ég leitaði og fann bókina þína í Eymundsson í Smáralindinni um helgina og gerði reyndar athugasemd við starfsfólkið þar um staðsetninguna...
Las og hló til klukkan hálf þrjú í nótt... get bara ekki beðið eftir að halda áfram að lesa í kvöld.... er strax farin að bíða eftir næstu bók :=)
Sifjan, 3.11.2008 kl. 10:07
Innilega til hamingju með útgáfuna - ætla að gera mér ferð í dag og kaupa bókina :-) langar reyndar að kaupa þær nokkrar í jólapakkanna híhí og mun ég gera það um leið og ég fer í jólabókainnkaupsgírinn :-)
En váá það hefði fokið í mig og ég skal svo með sanni benda starfsfólki bókabúða að setja bókina á áberandi stað - því jú sumir bara spyrja ekki eftir vörum heldur fara og leita af þeim og ef þau finna þær ekki þá ganga þau út tómhent... það má bara ekki gerast!!
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.11.2008 kl. 11:12
Til hamingju með bókina Jóna - ég þekki tilfinninguna sem þú fékkst inni í bókabúðinni. Líka gleðina sem fylgir því að taka utan af nýútkominni bók. Ég hlakka til að lesa hana.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.11.2008 kl. 16:51
Hjartanlega til hamingju með bókina.
Einar Örn Einarsson, 3.11.2008 kl. 21:24
Til lukku með bókina. Ég fór í Bókval ( PennannEmundsson) á Akureyri í kveld og þar var hún í öllu sínu veldi á flottum og fínum stað ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.