Fimmtudagur, 30. október 2008
Nokkurs konar framhald af renna-á-rassinum-niđur-tröppur-bloggi
Mottó í kreppunni:
Dagurinn í dag er ekki rétti dagurinn til ađ hafa áhyggjur af morgundeginum.
Í morgun, áđur en ég fór út úr dyrunum til vinnu, var mitt síđasta verk ađ safna saman fötum og öđrum nauđsynjavörum, sem ég hafđi fengiđ lánuđ hjá Ellisif bakarafrú. Ellisif lánađ mér nokkra leppa fyrir myndatöku sem ég fór í í gćr hjá Vikunni, ásamt armbandi sem hún fékk í fertugsafmćlisgjöf 17. október.
Dýrgripina hafđi ég tekiđ međ mér í íţróttatösku sem ég dröslađi međ mér á hálkunni á háhćluđu skónum, muniđi... Ég notađi síđan ekkert af innihaldi töskunnar ţegar til kom, en ţađ er önnur saga.
Í morgun fór ég sem sagt í ţađ ađ týna dótiđ hennar Ellisifar upp úr töskunni og setja í poka. Ćtlađi ađ skjótast til hennar í hádeginu og skila. Ţá uppgötvađi ég mér til mikillar hrellinga ađ armbandiđ var hvergi ađ finna. Boxiđ utan af ţví lá opiđ ofan í íţróttatöskunni.. en ekkert armband.
Jeremías minn. Ekki var tilfinningin góđ. Ég nćstum ţví reif töskuna í tćtlur í von um ađ finna armbandiđ undir fölskum botni eđa eitthvađ slíkt. Ćddi um allt hús og ímyndađi mér ađ ég hefđi aldrei fariđ međ armbandiđ út. Hvćsti á Bretann ţegar hann ćtlađi ađ vera mér andlegur stuđningur í hremmingunum. En allt kom fyrir ekki...
Jóna, breathe in... breathe out... think woman.. THINK
Og í huganum birtist mynd af fertugri konu (helvíti álitlegri ađ vísu) sem stóđ í sjálfheldu efst í snćvi ţöktum tröppum. Konan hélt á grárri og rauđri íţróttatösku sem hún fleygđi skyndilega niđur tröppurnar. Svo settist hún niđur og lét sig gossa á rassinum, ţađ sem eftir var leiđar.
Ó mć gúddness. Ég kvaddi Bretann stutt í spuna, líkt og hann ćtti sök á öllum mínum vandrćđum, hentist út í bíl og spćndi á sumardekkjunum niđur í Lyngháls. Lagđi bílnum viđ títtnefndar tröppur og steig út. Hélt niđrí mér andanum ţegar ég skannađi fönnina í kringum tröppurnar.
Ţađ tók ekki nema sirka 7 sekúndur. Eitthvađ glitrađi í snjónum. Eitthvađ dásamlega silfurlitađ blikkađi mig í frostinu. Ég ţorđi vart ađ trúa eigin heppni ţegar ég beygđi mig niđur og fingurnir gripu um armbandiđ. Ţá, og ađeins ţá, leyfđi ég mér ađ anda aftur.
Takk fyrir lániđ Ellisif
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
úbbbs.... Ég andađi léttar ţegar ţú fannst dýrgripinn. Takk fyrir hrakfallasögur sem ţó fóru vel.
Erna, 31.10.2008 kl. 00:07
Ţađ lá viđ ađ ég fengi adrenalín sjokk ţegar ég sá ţig fyrir mér grípa međ fingrunum um arbandiđ
Gott ađ ţetta endađi vel
Anna Margrét Bragadóttir, 31.10.2008 kl. 00:13
Ţvílíkur léttir fyrir ţína hönd
og Ellisifjar
M, 31.10.2008 kl. 00:13
Úff, ég las ţetta alveg međ öndina í hálsinum! Gott ađ ţú fannst armbandiđ!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 31.10.2008 kl. 00:17
Ó já ég er sko agalega fegin ađ ég fann armbandiđ. Ekki ţađ... Ellisif byrjađi ađ hlćja um leiđ og ég sagđi henni frá panikkinu sem greip mig. Hún eiginlega hló alveg ţangađ til ég sagđi henni ađ ég hefđi fundiđ armbandiđ. Ţá fannst henni sagan ekki sniđug lengur.
M. Ég mótmćli beygingunni. Ég veit hún er rétt en er meinilla viđ hana. Veit ekki afhverju.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.10.2008 kl. 00:19
Konfektfrúin hefur náttla haft í huga ađ Sjóliđinn bćtti tjóniđ međ betra en skárra.
Skiljanlega.
Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 00:25
Ég lenti í svipuđu á Gay Pride daginn - međ gleraugun mín.
Stundum er mađur óbćrilega heppinn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:21
híhí gott ađ armbandiđ hafi nú fundist :-) Nú er ađ leita uppi bókina góđu, verst ađ ég ţyrfti ađ leita ţig uppi líka til ađ fá sko eiginhandaáritun :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:31
Sćl Jóna.
Adrenalín sjokk,ţađ er óţćgilegt nokk!
En allt er gott sem endar vel.
Kćrleikskveđjur
Ţórarinn Ţ Gíslason (IP-tala skráđ) 31.10.2008 kl. 04:34
jiiii thvilik heppni
madur fékk alveg i magann tharna fyrst..hefdi verid hrćdilegt ef thad hefdi ekki fundist.
hafdu gódan dag Jóna
María Guđmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 06:32
Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.10.2008 kl. 08:56
Takk fyrir bloggiđ ţitt Jóna mín
- ótrúlega gaman ađ lesa og gott hvađ ţú ert jákvćđ og skemmtileg - og heppin! ;)
til lukku međ bókina - hlakka til ađ lesa hana líka
gangi ykkur vel :)
Ragna Sćmundsdóttir (IP-tala skráđ) 31.10.2008 kl. 11:49
Guđrún Jóhannesdóttir, 31.10.2008 kl. 14:12
Fyrir utan spennuna međ armbandiđ, ţá er ég búin ađ liggja í kasti yfir renna á rassi sögunni sem ég var ađ lesa núna. Ţú ert stórkostleg.
Knús og góđa helgi.
Elísabet Sigurđardóttir, 31.10.2008 kl. 14:33
úff..ţađ er viđbjóđslega leiđinlegt ađ tapa ţví sem manni hefur veriđ treyst fyrir.
Annars er ég ađ blogga hjá öllum sem eru ekki ađ skrifa um kreppuna,stjórnmál eđa seđlabankann. Ég er orđin svo leiđ á ţessu....
Ragnheiđur , 31.10.2008 kl. 14:50
Shit ! ég meinti auđvitađ kommenta...ţarna sérđu, heilinn er hrokkinn úr sambandi af leiđindum
Já og fyrst ég er komin aftur (ég kem alltaf aftur ) ţá ţakka ég ţér kćrlega fyrir yndisleg komment mín megin undanfariđ.
Ţú ert flottust !
Ragnheiđur , 31.10.2008 kl. 14:51
Úff, gott ađ ţú fannst armbandiđ. Ţađ er alveg ömurlegt ađ týna verđmćtum og sérstaklega ef mađur hefur fengiđ ţau ađ láni.
Einu sinni fékk ég lánađan rosalega flottan heimasaumađann músagrímubúning fyrir dóttur mína sem ţá var 2 ára. Ég fór međ hana og eldri systur hennar og vinkonu í Smáralind á öskudag en ég varđ ekkert smá spćld ţegar ég komst ađ ţví ađ músarhettna međ sćtum músareyrum var týnd. Ég hef ekki séđ hana síđan. Besta vinkonan tók ţessu nú vel en ekki gaman ađ geta ekki skilađ.
Sigríđur Ţórarinsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:44
eitthvađ kannast mađur viđ svona... kannski samt ekki nákvćmlega orđrétt svona eins og ţú lýsir.. en svona tilfinningu..
Ömurlegt hvađ kom fyrir eina vinkonu mína sem fékk alveg roslega fínan kjól lanađan hjá vinkonu sinni. Hún fór međ hann í hreinsun áđur en hún ćtlađi ađ skila honum, skýrđi út ađ ţađ ţyrfti ađ hreinsa hann á sérstakan hátt annars mundi hann skemmast..
Ađ sjálfsögđu var hann hreinsađur á vitlausan hátt og allir hnapparnir bráđnuđu og kjóllinn gjöreyđilagđist..
Ćđislegt
Guđríđur Pétursdóttir, 1.11.2008 kl. 15:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.