Leita í fréttum mbl.is

Nokkurs konar framhald af renna-á-rassinum-niður-tröppur-bloggi

Mottó í kreppunni:

Dagurinn í dag er ekki rétti dagurinn til að hafa áhyggjur af morgundeginum.

Í morgun, áður en ég fór út úr dyrunum til vinnu, var mitt síðasta verk að safna saman fötum og öðrum nauðsynjavörum, sem ég hafði fengið lánuð hjá Ellisif bakarafrú. Ellisif lánað mér nokkra leppa fyrir myndatöku sem ég fór í í gær hjá Vikunni, ásamt armbandi sem hún fékk í fertugsafmælisgjöf 17. október.

Dýrgripina hafði ég tekið með mér í íþróttatösku sem ég dröslaði með mér á hálkunni á háhæluðu skónum, muniði... Ég notaði síðan ekkert af innihaldi töskunnar þegar til kom, en það er önnur saga.

Í morgun fór ég sem sagt í það að týna dótið hennar Ellisifar upp úr töskunni og setja í poka. Ætlaði að skjótast til hennar í hádeginu og skila. Þá uppgötvaði ég mér til mikillar hrellinga að armbandið var hvergi að finna. Boxið utan af því lá opið ofan í íþróttatöskunni.. en ekkert armband.

Jeremías minn. Ekki var tilfinningin góð. Ég næstum því reif töskuna í tætlur í von um að finna armbandið undir fölskum botni eða eitthvað slíkt. Æddi um allt hús og ímyndaði mér að ég hefði aldrei farið með armbandið út. Hvæsti á Bretann þegar hann ætlaði að vera mér andlegur stuðningur í hremmingunum. En allt kom fyrir ekki...

Jóna, breathe in... breathe out... think woman.. THINK

Og í huganum birtist mynd af fertugri konu (helvíti álitlegri að vísu) sem stóð í sjálfheldu efst í snævi þöktum tröppum. Konan hélt á grárri og rauðri íþróttatösku sem hún fleygði skyndilega niður tröppurnar. Svo settist hún niður og lét sig gossa á rassinum, það sem eftir var leiðar.

Ó mæ gúddness. Ég kvaddi Bretann stutt í spuna, líkt og hann ætti sök á öllum mínum vandræðum, hentist út í bíl og spændi á sumardekkjunum niður í Lyngháls. Lagði bílnum við títtnefndar tröppur og steig út. Hélt niðrí mér andanum þegar ég skannaði fönnina í kringum tröppurnar.

Það tók ekki nema sirka 7 sekúndur. Eitthvað glitraði í snjónum. Eitthvað dásamlega silfurlitað blikkaði mig í frostinu. Ég þorði vart að trúa eigin heppni þegar ég beygði mig niður og fingurnir gripu um armbandið. Þá, og aðeins þá, leyfði ég mér að anda aftur.

Takk fyrir lánið Ellisif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

úbbbs.... Ég andaði léttar þegar þú fannst dýrgripinn. Takk fyrir hrakfallasögur sem þó fóru vel.

Erna, 31.10.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það lá við að ég fengi adrenalín sjokk þegar ég sá þig fyrir mér grípa með fingrunum um arbandið

Gott að þetta endaði vel

Anna Margrét Bragadóttir, 31.10.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: M

Þvílíkur léttir fyrir þína hönd og Ellisifjar

M, 31.10.2008 kl. 00:13

4 identicon

Úff, ég las þetta alveg með öndina í hálsinum! Gott að þú fannst armbandið!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó já ég er sko agalega fegin að ég fann armbandið. Ekki það... Ellisif byrjaði að hlæja um leið og ég sagði henni frá panikkinu sem greip mig. Hún eiginlega hló alveg þangað til ég sagði henni að ég hefði fundið armbandið. Þá fannst henni sagan ekki sniðug lengur.

M. Ég mótmæli beygingunni. Ég veit hún er rétt en er meinilla við hana. Veit ekki afhverju.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.10.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konfektfrúin hefur náttla haft í huga að Sjóliðinn bætti tjónið með betra en skárra.

Skiljanlega.

Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég lenti í svipuðu á Gay Pride daginn - með gleraugun mín.

Stundum er maður óbærilega heppinn!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:21

8 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

híhí gott að armbandið hafi nú fundist :-)  Nú er að leita uppi bókina góðu, verst að ég þyrfti að leita þig uppi líka til að fá sko eiginhandaáritun :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:31

9 identicon

Sæl Jóna.

Adrenalín sjokk,það er óþægilegt nokk!

En allt er gott sem endar vel. Kærleikskveðjur

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 04:34

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

jiiii thvilik heppni madur fékk alveg i magann tharna fyrst..hefdi verid hrædilegt ef thad hefdi ekki fundist.

hafdu gódan dag Jóna

María Guðmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 06:32

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.10.2008 kl. 08:56

12 identicon

Takk fyrir bloggið þitt Jóna mín

- ótrúlega gaman að lesa og gott hvað þú ert jákvæð og skemmtileg - og heppin! ;)

til lukku með bókina - hlakka til að lesa hana líka

gangi ykkur vel :)

Ragna Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:49

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að armbandið fannst! maður fraus bara snöggvast

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.10.2008 kl. 14:12

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Fyrir utan spennuna með armbandið, þá er ég búin að liggja í kasti yfir renna á rassi sögunni sem ég var að lesa núna.  Þú ert stórkostleg.

Knús og góða helgi.

Elísabet Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 14:33

15 Smámynd: Ragnheiður

úff..það er viðbjóðslega leiðinlegt að tapa því sem manni hefur verið treyst fyrir.

Annars er ég að blogga hjá öllum sem eru ekki að skrifa um kreppuna,stjórnmál eða seðlabankann. Ég er orðin svo leið á þessu....

Ragnheiður , 31.10.2008 kl. 14:50

16 Smámynd: Ragnheiður

Shit ! ég meinti auðvitað kommenta...þarna sérðu, heilinn er hrokkinn úr sambandi af leiðindum

Já og fyrst ég er komin aftur (ég kem alltaf aftur ) þá þakka ég þér kærlega fyrir yndisleg komment mín megin undanfarið.

Þú ert flottust !

Ragnheiður , 31.10.2008 kl. 14:51

17 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Úff, gott að þú fannst armbandið. Það er alveg ömurlegt að týna verðmætum og sérstaklega ef maður hefur fengið þau að láni.

Einu sinni fékk ég lánaðan rosalega flottan heimasaumaðann músagrímubúning fyrir dóttur mína sem þá var 2 ára. Ég fór með hana og eldri systur hennar og vinkonu í Smáralind á öskudag en ég varð ekkert smá spæld þegar ég komst að því að músarhettna með sætum músareyrum var týnd. Ég hef ekki séð hana síðan. Besta vinkonan tók þessu nú vel en ekki gaman að geta ekki skilað.

Sigríður Þórarinsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:44

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

eitthvað kannast maður við svona... kannski samt ekki nákvæmlega orðrétt svona eins og þú lýsir.. en svona tilfinningu..

Ömurlegt hvað kom fyrir eina vinkonu mína sem fékk alveg roslega fínan kjól lanaðan hjá vinkonu sinni. Hún fór með hann í hreinsun áður en hún ætlaði að skila honum, skýrði út að það þyrfti að hreinsa hann á sérstakan hátt annars mundi hann skemmast..

Að sjálfsögðu var hann hreinsaður á vitlausan hátt og allir hnapparnir bráðnuðu og kjóllinn gjöreyðilagðist..

Æðislegt

Guðríður Pétursdóttir, 1.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband