Leita í fréttum mbl.is

Rasistinn verður Lafði og sonur hennar hálfrar aldar gamall

 

Bretinn þakkar kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar sem þið settuð í athugasemdarkerfið hjá mér. Hann las þær allar og þótti vænt um.

Laugardagskvöldið var skemmtilegt. 30 manna veisla í tilefni af hálfrar aldar afmæli karlsins.

Og þegar ég nefni hálfa öld þá dettur mér einna helst í hug aldraður maður með göngugrind. 50 ár er eitthvað svo mikið minna en hálf öld. En það breytir því ekki að þessi bráðhuggulegi karlmaður er hálfrar aldar gamall.

Og  þegar Litla Lafðin hringdi (rasistinn sem ég breytti í Lafði úr Rasista vegna bókarinnar. Aldrei að vita nema að bókin verði þýdd á móðurmál Bretans og ég er hrædd um að það yrði uppi fótur og fit ef upp um það kæmist hjá enska slektinu að ég kallaði tengdamóður mína Litla Rasistann. Jú syndirnar koma alltaf í bakið á manni) á föstudagskvöldið og tilkynnti það að það væru akkúrat 50 ár síðan hún fór á fæðingardeildina, þá féllust mér hendur.

Hvernig er hægt að vera reffileg og kvik kona og tala um að hafa fætt barn fyrir hálfri öld? Þetta eru bara absúrd tölur.

En hér voru sem sagt um 30 manns á laugardagskvöldið til að fagna þessum merku tímamótum. Ég er fín frú og geri ekki handtak, svo að við pöntuðum mat frá Austur-Indíafélaginu og herregud.. þvílíkt lostæti. Lambakjöt og kjúklingur sem bókstaflega bráðnaði upp í manni, fyrir utan allt hitt lostætið.

Þeim Einhverfa leist ekkert á blikuna á tímabili og kom reglulega niður til að tékka á mannskapnum. Tók nokkrar vel valdar leikfimiæfingar á stigapallinum og hljóp svo upp aftur.

Gelgjan hafði félagsskap í Viðhenginu og þær læddust hér með veggjum, földu sig inn í þvottahúsi og lágu á hleri á meðan við tókum á móti gestunum í forstofunni og á einhverjum tímapunkti læstu þær forstofuhurðinni svo að síðbúnir gestir máttu berja allt að utan til að komast inn í gleðskapinn. Þær sem sagt höguðu sér nákvæmlega eins og stelpur gera sem eru á mörkum þess að komast á gelgjuna.

Unglingurinn hagaði sér eins og fullorðin manneskja, sá að mestu um einhverfa bróðir sinn og minglaði  við gestina eins og þaulvanur selskapsherra.

Við Bretinn höfðum planað að reyna að fá Þann Einhverfa til að sofa í okkar herbergi til að hægt væri að loka inn til hans (það vantar enn hurðina á hans herbergi) en hann tók af okkur völdin. Hann kom sér sjálfur í rúmið sitt og steinrotaðist í öllum látunum. Það var ekki fyrr en síðustu gestirnir voru farnir og búið að slökkva á músíkinni, sem hann rumskaði aðeins en sofnaði fljótlega aftur.

Sérlega vel heppnað kvöld. Og enn erum við að borða Indverskan mat.

------

Bókin mín kemur úr prentun á fimmtudag og vonandi verður hún komin í allar bókabúðir fyrir helgina. Held að þeir byrji á tilboðsverði svo nú er um að gera að grípa tækifærið....

 

forsida Ian

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Sound´s Nice

Hilsen pá alles

Ómar Ingi, 28.10.2008 kl. 17:41

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Oh, ég hlakka svo til að lesa bókina þína.  Var búin að ákveða að ég ætlaði að fá hana í afmælisgjöf í desember......en ég held ég geti ekki beðið svo lengi

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar nær maður í áritaða eintakið?

Gott að ég sleppti því að segjast sjá eftir að hafa ekki þegið gistinguna þegar Ike stormaði yfir, um leið og ég óskaði Bretanum til hamingju......

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi. Takk ég skila því

Sigrún. Það er fallega sagt. En hvernig dettur þér í hug að eiga afmæli í desember. Færðu ekki alltaf bara svona sameinaðar jóla- og afmælisgjafir?

Ísak. Ég er stolt af þér. Verðugur forsprakki karlþjóðarinnar í málaflokknum. Takk kærlega fyrir.

Hrönn. Hahahahaha jesús hvað ég var lengi að ná þessu. Skil þig. Vona samt að þú sért að vísa í þennan skeggjaða á myndinni en ekki hinn . Það verða einhver ráð með áritaða eintakið.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú það er sá skeggjaði....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sá einhverfi tæklar bæði veislur og hversdaginn. Mun sko hanga á hurðarhúninum í Eymundsson þegar það verður opnað á fimmtudaginn.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg forsíða, hlakka til að fá bókina og svo kíki ég við til að fá áritun næst þegar ég verð á ferðinni nálægt ykkur.  Þetta hefur verið vel lukkað afmæliskvöld, það er alveg ljóst.  Kær kveðja til allra  og knús á þú veist.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 19:38

9 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju með bók, mann og allt annað sem gleði vekur í lífi þínu. Kápan er falleg og myndin æði.

Ragnheiður , 28.10.2008 kl. 20:04

10 identicon

Til hamingju með bókina er á dagskrá að gefa bókina út sem hljóðbók líka?

jón þór (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:11

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með bretann, bókina og bara lífið sjálft, sendi knús í hús

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:32

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var allt "þorrablótinu" að kenna sagði pabbi og hætti þar með að fara á þessar samkomur, en ég er örverpið.  Ég er það snemma í desember að það varð engin flækja, bara haldin vegleg "litlu jól" gengið í kringum jólatréð og alles

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:01

13 identicon

Ooo hlakka svo til að lesa bókina þína!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:07

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ædisleg forsída á bókinni mig langar i eintak, hlýt ad geta pantad hédan og látid senda 

gaman ad afmælid gekk svona vel og allir nutu sín i botn i love gelgjur sko..er med eina hér vid hendina

María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:31

15 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þetta er flott forsíða... mikið hlakka ég til að lesa bókina... kemur hún út fyrir jólin...??  knús og til hamingju með þetta.....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.10.2008 kl. 21:48

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með Bretann og bókina, elsku dúllan mín!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:33

17 identicon

Vááá ... ég fékk tár í augun yfir myndinni á kápunni ... hún er alveg einstaklega falleg   Mikið hlakka ég til að koma höndum yfir hana!  Tek undir með fleirum hér að ég vildi helst af öllu fá áritað eintak - bæði af þér og ekki síst Ian   Tvímælalaust jólabókin í ár ... þó svo að það sé ekki fræðilegur möguleiki að ég bíði svo lengi eftir að eignast eintak

Gangi ykkur allt í haginn - þið eruð yndisleg eitt sem öll

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:41

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ó vá - líður þér ekki æðislega.  Bókin að koma í búðir og kápan komin á blogg.  Ég væri allavega að springa úr stollti.  Það væri sko ekkert verra að fá áritað eintak.  Það eina (en líka það allra besta) sem ég á áritað er eintak af fyrsta geisladiskinum sem maðurinn minn gaf út - og ég hannaði coverið.  Fékk svo náttlega æðislega áritun og þakkir aftaná cd-umslagið.

Íú - spennó spennó spennó - ég ætla mér að fá sona bók.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:43

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kápan er flott, ég efast ekkert um að innihaldið sé betra.

Til hamíngju.

Steingrímur Helgason, 29.10.2008 kl. 00:03

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Vá! Hvað myndin á kápunni er falleg

Þessi strákur ykkar er svo vel skapaður, það að láta 30 manna veislu ekki trufla sig frá svefninum er sko ekki á valdi allra barna. Reyndar virðast öll ykkar börn vera einstaklega vel gerð, það seigir ýmislegt um foreldrana

Sporðdrekinn, 29.10.2008 kl. 00:59

21 Smámynd: Erna

Til hamingju með bókina, ég mun tryggja mér eintak um leið og hún kemur út. Ég spái því að hún veði með þeim söluhæðstu þetta árið

Erna, 29.10.2008 kl. 01:05

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flott bókarkápa, myndin er æðisleg.  Ég hlakka til þess að lesa bókina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:08

23 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er það eitthvað í augunum á mér - eða er sá stutti alveg eins og Matt Damon?

Kápan er flott og ég hlakka til að lesa, til lukku með þetta allt

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.10.2008 kl. 02:32

24 identicon

Hlakka til að rjúka útí bókabúð og hrifsa eintak úr hillunum strax um helgina! :) Svo eyða helginni undir teppi í sófanum með bókina þína, og jafnvel kakóbolla og hlæja og gráta með þér :) Til hamingju og tek undir með öllum hinum - rosalega falleg mynd á kápunni...

Jóhanna Reykjalín (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:18

25 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Hjartanlega til hamingju með bókina. Flott mynd af ykkur!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 12:01

26 Smámynd: persóna

Þú átt eftir að ná langt í bókmenntaheiminum, ekki bara hér á landi: sé hér Danmörk, Noreg og Svíþjóð sá það í kristalskúlunni minni. Einnig á einhverju öðru sviði, það er ógreinilegra - getur það verið að þú sért að stunda einhvers konar dansæfingar?

persóna, 29.10.2008 kl. 14:17

27 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Til  hamingju með bókina  verð mér örugglega  úti um eintak, árritarðu  hana einhverstaðar á næstunni ?

Gylfi Björgvinsson, 29.10.2008 kl. 14:18

28 Smámynd: Helga skjol

Innilega til hamingju með bretan og bókina, kápan er æði og svo væminn sem ég er þá fékk ég tár í augun, bara yndisleg

Helga skjol, 29.10.2008 kl. 15:45

29 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Afmælið var nátúrlega bara æði,flott stemming,maturinn frábær,og þið hjónin ásamt börnum bara flottust

Elsku sys til hamingju með að bókin sé að koma út,ég samgleðst þér svo innilega

Bókarkápan er ofboðslega falleg,enda fallegt fólk sem prýðir hana

Love you

Anna Margrét Bragadóttir, 29.10.2008 kl. 18:19

30 identicon

Til hamingju með þetta allt Jóna mín. Þú ert lánsöm kona og fallega hugsandi. Hlakka til að fá að kíkja í bókina þína og getur maður fengið áritað eintak

Elísa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:46

31 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er búin að vera lítið við tölvu, þannig að hamingjuóskir til handa Bretanum þínum koma í seinna lagi. Þér finnst hann vera orðinn gamall??? Hvað má ég þá segja...minn er orðinn sextíu og fimm!

Hlakka virkilega til að lesa bókina þína. Ég kem líka til með að gefa hana einhverjum í jólagjöf sem og að eignast hana sjálf.   Kveðjur í bæinn bæði til tví og ferfættlinga.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:35

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með bókina þína elsku Jóna! 

Myndin af ykkur er krúttleg og sæt  

Marta B Helgadóttir, 29.10.2008 kl. 21:54

33 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til hamingju með bókina.

Víðir Benediktsson, 29.10.2008 kl. 23:38

34 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið þakka ég vel fyrir allar þessar fallegu kveðjur. Vona svo sannarlega að bókin uppfylli væntingar, sem ég trúi að hún geri. Þið þekkið mig það vel orðið og vitið á hverju þið eigið von.

Vil samt biðja ykkur að hanga hvorki á hurðarhúnum né standa í biðröð á fimmtudag því væntanlega kemur hún ekki í búðir fyrr en á föstudag

Einhverjir upplestrar verða og áritanir og ég veit að Ian áritar með glöðu geði bækur, svo framarlega sem hann fái að gera það heima hjá sér.

Ábyrga blaðakona, ekki væri verra að kristallskúlan þín væri að segja sannleikann

Margrét Birna. Usssssss..... ekki segja frá

Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2008 kl. 23:47

35 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Til hamingju með bókina þína Jóna mín, hlakka svo sannarlega til að lesa hana....frábært afrek að láta drauminn rætast....!

Bergljót Hreinsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:09

36 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl, leit inn til að gá hvað væri um að vera,sá að myndin í gestabók minni hafði breyst. Virkar eins og falleg kveðja,hjartanlega til hamingju góða mín.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2008 kl. 12:43

37 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég ætla að kaupa nokkur eintök skal ég segja þér.. þú þarft að segja mér þegar þú áritar.. því ég ætaði að reyna að gefa ömmu áritað eintak ef hægt væri...

ég hlakka mikið til að lesa þessa bók, hlæja og líklegast gráta..

Elska þig

Guðríður Pétursdóttir, 1.11.2008 kl. 15:44

38 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gavöööð, ekki vissi ég að þú þekktir Matt Damon

Nei ég skal ekki segja neinum

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:46

39 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Innilega til hamingju með bókina Jóna!!! Ég veit hún verður metsölu. Er bara alveg handviss! ...og verðskulduð sem slík líka án nokkurs vafa

Laufey Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband