Leita í fréttum mbl.is

Spiderman kom með mér heim frá Berlín

 

Í H&M í Berlín rakst ég á Spiderman húfu og Spiderman fingravettlinga. Datt í hug að þarna væri komið gott hráefni til að ná Þeim Einhverfa aftur í húfu eftir sumarið og ekki síður til að fá hann til að setja upp vettlinga. Það hefur hann aldrei samþykkt á þeim árum sem liðin eru síðan hann lærði að segja nei. Ég man eftir einu skipti þegar hann var á leikskóla, sem hann grét af handkulda. Þá orðinn blár á höndunum. Annars hef ég aldrei orðið vör við að hann kvarti yfir frosnum fingrum.

Ég kom heim frá útlandinu seint á sunnudagskvöldið, löngu eftir háttatíma drengsins, svo við hittumst ekki fyrr en í  morgun (mánudag) þegar ég vakti hann.

Og ég uppgötvaði að á einhvern hátt sé ég svipbrigði í andlitinu á honum sem enginn annar myndi sjá. Hann vaknaði hægt og rólega á meðan ég strauk honum um hárið en allt í einu skildi hann að þetta var mamman sem hann hafði ekki séð í fjóra daga og augun opnuðust upp á gátt. Hann leit samt ekki á mig en settist upp í rúminu og færði sig fram á rúmstokkinn svo hann sat þétt við hlið mér. Hann gerir þetta aldrei, heldur rýkur upp úr rúminu, svo bara þessi litla athöfn sagði mér að hann var feginn að fá mömmu sína heim. Feimnisleg augngota var svo rúsíninan í pylsuendanum.

Á meðan hann var að borða morgunmatinn sinn ákvað ég að draga fram Spiderman gersemana. Augun á honum opnuðust örlítið meira en venjulega og áhugaglampi og teygður háls sagði allt sem segja þurfti. Spiderman er málið.

Húfan er með augu eins og Spiderman gríman svo Sá Einhverfi gerði tilraun til að draga húfuna yfir andlitið á sér. Þá sá hann auðvitað ekki glóru og sættist á að þetta væri bara venjulega húfa sem ætti að sitja ofan á höfðinu. Puttarnir rötuðu í fyrstu ekki í rétt hólf í vettlingunum en hann vann sig fljótt og vel út úr því vandamáli. Svo sat hann og virti fyrir sér eigin handarbök, líkt og kvenmaður skoðar með velþóknun á sér hendurnar eftir vel heppnaða naglalökkun. 

Og í fyrsta skipti á ævinni horfði ég á eftir stráksa út í skólabílinn með  fingurna vel varða fyrir kulda.

Þá datt mér í hug að kannski hefði ég búið til nýtt vandamál. Það væru góðar líkur á því að hann myndi sitja allar kennslustundir í dag með vettlinga á höndunum. Neita að fjarlægja þessi nýju og spennandi útiföt. En það er allt í lagi. Það er góð tilfinning að vita til þess að honum er hlýtt á höndunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki fegurðin mest í hinu smáa? Sveimér þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Sifjan

Spiderman er málið :=)  

Á mínu heimili er það ennþá Bubbi byggir galli og spiderman húfa.  Húfuna gengur hann alltaf með, hvort sem það er vetur, sumar, 17. júní eða aðfangadagskvöld.  Man að í fyrra var hann var á nærbuxum og bol og með spiderman húfuna á aðfangadagskvöld.

Ég verslaði í fyrravetur rosalega flotta húfu og vettlinga með tomma togvagni sem ég hélt að myndi slá í gegn, en það liggur ennþá ónotað inni í fataskáp.  Spurning að prófa að láta jólasveinin gefa honum það í skóinn fyrir þessi jól !!!

Sifjan, 8.10.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spiderman er málið   Yndisleg frásögn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 01:48

4 identicon

Takk fyrir góða sögu/frásögn, ekki veitir af í því ástandi sem er á klakanum og örðum stöðum í heiminum.

Endilega segðu okkur frá hvort sá "einhverfi" hafi tekið af sér hanskana, er sjálf að glíma við þessi vandamál á hverjum degi. Þegar maður er viss um að maður hafi leyst eitt vandamál, þá er maður búin að búa til annað. Erum alltaf að reyna að brjóta hnetuna og höldum að við höfum leyst allt, en þá koma þessir einstaklingar með nýtt, þetta heldur heilanum allavega í gang.

Erla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 05:39

5 Smámynd: Ómar Ingi

Eðal blogg

Ómar Ingi, 8.10.2008 kl. 06:20

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

vettlingar í kennslustund klárlega ekki þitt vandamál ... til þess er fólk til staðar sem hefur háskólagráðu í að díla við slíkt ... kennarar

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.10.2008 kl. 08:20

7 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Æði

Steinþór Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 08:58

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kennararnir okkar þurfa að glíma við ýmsa hluti

Velkomin heim!

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.10.2008 kl. 08:58

9 Smámynd: Dísa Dóra

thíhí hann er bara yndi.  Þú hefur vonandi keypt nokkur pör af vettlingunum svo hægt sé að endurnýja þegar þeir týnast?!!

Dísa Dóra, 8.10.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 8.10.2008 kl. 10:47

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er ein sú hjartnæmasta frásögn sem ég hef heyrt.  Þið eruð bæði yndisleg og þú Jóna ert talent - engin vafi á því

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.10.2008 kl. 14:46

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ krúttulingur sem hann er.

María Guðmundsdóttir, 8.10.2008 kl. 15:04

13 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

bara yndislegur.  Sé hann alveg fyrir mér.

Bergdís Rósantsdóttir, 8.10.2008 kl. 18:45

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Falleg saga og velkomin heim aftur :)

Hólmgeir Karlsson, 8.10.2008 kl. 22:30

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segið þið svo að þarna sé ekki á ferðinni einstakur snillingur.  Yndisleg færsla elsku Jóna og velkomin heim.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband