Þriðjudagur, 7. október 2008
Bubbi góður
Hvað sem hverjum finnst um Bubbaling þá held ég að enginn geti mótmælt því að hann hafi allnokkuð til síns máls núna. Og þá á ég ekki við þessa frétt sem hér er tengt við, heldur ummæli hans í símaviðtali í dag, við kappana í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni.
Bubbi ætlar að spila og syngja á Austurvelli á morgun ásamt Buffinu og kannski fleirum. Ekki í mótmælaskyni eins og sagt er í fréttinni heldur til að fá fólk til að koma saman og finna samstöðu.
Maðurinn var að semja lag og texta um þjóðina þegar þeir hringdu í hann og var kominn með tvö erindi. Skemmtilegur hæfileiki að hafa.
Hann sagði ýmislegt í þessu stutta viðtali sem snerti við taug og orðaði hlutina m.a. eitthvað á þá leið að skútan væri sokkin, en við værum í brimgarðinum með björgunarvesti og við yrðum að draga hvort annað að landi.
Tími háreystanna og blótsyrðanna myndi koma en hann væri ekki í dag og ekki á þessum tónleikum á morgun. Hvatti fólk til að koma. Sýna sig og sjá aðra og snúa bökum saman.
Mér þóttu þetta falleg skilaboð. Ég tók þau til mín og það birti aðeins til.
Svei mér þá ef ég er ekki bara svolítið meyr í dag.
Bubbi útilokar ekki pólitískt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1640369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Jóna, hvað segirðu, eigum við að halda námskeið fyrir fólk að læra að vera meyr?
Annars er þetta flott hjá Bubba, ég myndi mæta ( og skrópa í skóla í leiðinni ) ef ég byggi í bænum, eða nálægt bænum.
Ég fer bara á tónleika hjá honum hérna í nóvember...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:27
Ekki tel ég mig eiga samleið með manni, sem getur unnið sér á einu kvöldi 1 milljón.Ég skil þetta bara ekki.Ég þarf að vinna mikið og lengi til að ná þeirri tölu.
Anna (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 18:43
Róslín. Skemmtileg hugmynd en ég held að fáum langi til að reyna að vera meyrir. Getur verið svakalega þreytandi
Anna. Ég get svo sem skilið hvað þú átt við en er þetta ekki akkúrat viðhorf sem leiðir til sundrungar en ekki sameiningar? Kannski smá öfund? flest þurfum við að vinna lengi til að ná þeirri tölu en það eru engu að síður ''við'' sem höfuð séð til þess að Bubbi geti unnið sér inn, ég veit ekki með milljón, en slatta af peningum á einni kvöldstund.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 18:46
En við myndum stórgræða á því - aðalega ef stjórnmennirnir myndu mæta!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:56
Ég held að það sé einmitt lykillinn að því sem við þurfum að gera í dag, horfa á það sem við eigum sameiginlegt, ekki það sem skilur okkur að. Það er jafn erfitt að missa allt sem maður á þegar maður missir hundrað þúsund kall eða 20 milljónir. Við erum öll fyrst og fremst manneskjur og höfum sömu grunnþarfir, sama hversu mikið við kjósum/höfum efni á að hafa af blúndum á þörfum okkar.
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.10.2008 kl. 19:13
Ella Sigga. Vel mælt
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 20:00
Það má skjóta hann mín vegna , en það yrði of gott fyrir þetta gerpi , bara skil ekki fólk sem getur vorkennt eða fundist eitthvað til hans máls koma.
Sorry Jóna mín nú verðum við að vera sammála um að vera ósammála
Ómar Ingi, 7.10.2008 kl. 20:19
Segi eins og þú..ert meyr yfir öllu saman....finnst nú samt óþarfi að tala eins og Ómar, þó maður fíli ekki Bubba.Við eigum að vera góð við samborgara á erfiðum tímum, reyndar alltaf.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:32
Já mín kæra Jóna, við tölum eins og oft áður sama tungumál.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.10.2008 kl. 21:15
Stál og hnífur....
Ég er ekki meyr, ég er glerhörð (verð að gæta þess að halda repjúteijoninu gangandi).
Have I told you.......?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 21:18
hvusslax ástarjátningar eru þetta hér hægri vinstri? Elskar mig enginn eða hvað?
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 21:46
Ah - Ég held að flest annað en Bubbi geti gert mig meyra. Ég er einfaldlega orðin svo ofboðslega leið á því að geta varla opnað blað eða kíkt á sjónvarpið án þess að hann sé einhversstaðar að þenja sig. Málefnið ok - krónan handónýt - en Bubbi.... pass......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:24
Ommi. Engin ástæða til annars en að krydda lífið með léttum ''ósammálaheitum''
Hrafnhildur. rétt hjá þér. Láttu hann heyra 'ða
Kalli Tomm. Love it!
Jenfo. Og allt annað hefði valdið mér vonbrigðum. Me too...
Hrönnsla mín. Allir elska þig
Lísa B. Þú verður að viðurkenna að boðskapurinn er góður, hvort sem hann kemur frá Bubba eða einhverjum öðrum.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 22:53
Bubbi stendur á sínu og kann að koma fyrir sér orði, tími til komin að þjóðin standi saman, þegar 20 einstaklingar hafa séð til þess að allt er á leið til helv.... (samkvæmt frétt i SVT-1 í Svíþjóð)
Erla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 05:42
Kominn tími til ad FME taki Bubba yfir.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.