Leita í fréttum mbl.is

Sölumenn dauðans

 

Ég hef það eftir ónefndum aðila sem þekkir vel til í undirheimum Reykjavíkur að það sé afar algengt að eiturlyfjasalar eigi hunda. Og þá er ég ekki að tala um Chihuahua eða Silki Terrier. Helst haldi þeir stórar hundategundir sem geti virkað ógnandi.

Hverjum öðrum gæti dottið í hug að varnar- og árásaþjálfa heimilishundinn sinn? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Varar við varnar- og árásarþjálfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Voff

Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þeir eru með þessi kvikindi því þeir eru sjálfir litlir og hræddir strákar sem halda að stór hundur sé merki um að maður sé stór karl ... mikill misskilningur

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

nú veit ég ekki hverjir eru með þessi "námskeið" en það má samt benda á það að í mörgum löndum má ekki halda þessa hunda nema þeir fari á slík námskeið, en þá er ekki verið að kenna hundinum að vera sem skaðlegastur eða læra að ráðast á, heldur er verið að kenna honum að yfirbuga viðkomandi án þess að skaða lífshættulega.
En ég ítreka að ég hafi ekki hugmynd hverjir eða hver tilgangurinn sé með akkurat þessum námskeiðum

Hans Jörgen Hansen, 1.10.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Brjálaðir hundar sem eru þjálfaðir til varna og árása? Eruð þig ekki að grínast? Get ég einhvers staðar fengið svona fyrir köttinn minn, hún er svo lítil í þér þessi elska.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sér átti þetta að vera. Ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig kisa getur verið lítil í þér.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sé tíkina mína ekki sem varnarhund. Hún er horfin undir rúm ef heyrist í flugvél.

Víðir Benediktsson, 1.10.2008 kl. 22:34

7 identicon

Hef það sterklega á tilfinningunni að þessi klausa frá HRFI sé komin til af þekkingarleysi.

Þetta er stundað af milljónum hundaeigenda um allan heim og hefur verið gert í tugi ára. Er einmitt til þess fallið að hafa stjórn á hundum ekki missa hana.

Ráðlegg ykkur að leita frekari upplýsinga....

Fyrir þá sem nenna að lesa:

Uppsetning IPO:

Áður en hundur getur farið af stað í IPO próf þá þarf hann að klára svokallað BH próf. BH er próf sem að reynir á skapgerð hundsins við hinar ýmsar aðstæður í kringum fólk. Það innifelur grunnhlýðni, svo sem hælgöngu með og án taums, setjast, leggjast, innkall og ásamt verklegu prófi þar sem reynir á skapgerð hundsins við hversdagslegar aðstæður.

Skapgerðarhlutinn felur í sér hversdagslegar aðstæður svo sem umgengi innan um hóp af fólki, skrítin hávaða, skokkara, bíla og aðra hunda. Hundurinn verður að geta staðist þessi áreiti með góðum árangri til þess að fá að taka þátt í IPO prófi sem skiptist í 3 hluta.

A hluti IPO: Spor

Sporahluti IPO prófs er notaður til þess að meta þjálfunareiginleika og getu hundsins til að rekja slóð. Sporið er mikil áreynsla á skapgerð og líkamlegt úthald hundsins. Slóð er lögð af ókunnri manneskju yfir tún, sá sem leggur slóðina leggur nokkra litla hluti á jörðina í slóðina, eftir ákveðinn tíma (kallað aldur slóðarinnar) er hundurinn látinn rekja slóðina. Hundurinn er í þar til gerðu spora beisli með 15 metra langa línu hangandi í beislinu. Stjórnandi heldur í línuna og gengur á eftir.

Hundurinn á að gefa merki ( markera) um leið og hann finnur þá hluti sem liggja í slóðinni. Einkunn ákveðst af því hversu áhugasamur og nákvæmur hundurinn fylgir slóðinni og hvort hann finnur alla hlutina sem skyldir hafa verið eftir í henni. Lengd, erfiðleiki og fjöldi hluta og aldur slóðar er stig hækkandi frá IPO-1 til IPO-3.

B hluti IPO: Hlýðni

Hlýðnihluti IPO inniheldur margar mismunandi æfingar þar sem að hundur gengur við vinstri hlið stjórnanda og fylgir honum þétt eftir (nefnist venjulega hælvinna). Sumar þeirra eru gerðar innan um hóp af fólki, á meðan á hælvinnu æfingunum stendur er skotið af byssu til að vera viss um að hundurinn bregðist ekki illa við óvæntu hljóð áreiti/ snörpum hávaða.

Það eru einnig gerðar ýmsar æfingar þar sem að hundinum er skipað að setjast, leggjast og standa meðan stjórnandinn gengur frá honum. Úr þeim æfingum er hundurinn kallaður inn til stjórnanda. Hundurinn á einnig að sækja tréhlut sem er í mismunandi þyngdum yfir ýmsar hindranir og skila aftur til stjórnanda/eiganda.Allar hlýðni æfingarnar eru prófun á skapgerð og byggingu hundsins en mikilvægast er þó að það er verið að skoða vilja hundsins til að þjóna stjórnanda sínum.

C hluti IPO: Varnarhluti

Í varnarhlutanum er hugrekki, líkamlegt úthald og snerpa hundsins prófuð. Það er nauðsynlegt að stjórnandi hafi stjórn á hundinum í þessum hluta sem og öllum fyrri atriðum prófsins .

Í æfingum þessa hluta þarf hundurinn að finna manneskju sem falin er á bakvið skýli/tjald. Á túninu sem prófið er framkvæmt eru sex skýli/tjöld. Hundurinn þarf alltaf að fara í það tjald/skýli sem stjórnandinn sendir hann í þó svo að hann viti að það sé tómt. Þegar hundurinn finnur svo manneskjuna á hann að láta stjórnanda sinn vita með gelti án þess þó að snerta manneskjuna sem stendur bak við tjaldið.

Þegar hundurinn hefur látið vita þá gengur stjórnandi til hundsins og skipar honum í hælstöðu (upp að vinstri hlið). Manneskjan úr tjaldinu gengur í átt til dómara en hundur og stjórnandi fylgja á eftir. Á leiðinni til dómara reynir manneskjan úr tjaldinu að gera árás á stjórnanda hundsins. Hundinum er kennt að stöðva árásarmanninn af með því að bíta án þess að hika í þar til gerða sérútbúna bólstraða “sleeve” sem manneskjan úr skýlinu/tjaldinu ber alltaf á annarri hendi. Ef hundurinn bítur annarstaðar eða sleppir ekki við skipun stjórnanda, sínir merki um hræðslu, grimmd eða stjórnandi hefur ekki stjórn á hundinum er hundinum og stjórnandi umsvifalaust vikið úr prófi.

Í varnarhlutanum er verið að ganga úr skugga um að hundurinn uppfylli þá kröfu um þau skapgerðareinkenni sem eiga að vera til staðar í tegundinni svo hann sé hæfur til ræktunar.

Hafa ber í huga að fyrir hvert IPO próf er gengið úr skugga um að hundurinn sé nóg og stöðugur í skapi til þess að gangast undir próf.

Stefna Dobermann Ísland er að enginn hundur fái að fara í C hluta IPO vinnunnar nema hann hafi sýnt fram á getu í A og B hlutanum áður og öll þjálfun í IPO byggist þannig upp að enginn getur einungis æft C hlutann.

Marin (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

CPO IPO???? Tíkin mín bara geltir þegar einhver labbar upp tröppurnar hjá mér en hún er nú bara íslenskur fjárhundur og veit ekkert um IPO

Víðir Benediktsson, 1.10.2008 kl. 23:24

9 identicon


Þar sem að IPO er notað til þess að sýna fram á þau skapgerðareinkenni sem eru hvað eftirsóknarverðust í vinnuhundum er hundur sem er vel þjálfaður í IPO oftast nær frábær heimilishundur og félagi.  Vinnuhundur sem býr yfir stöðugri skapgerð og sjálfstrausti er í sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt og ætti að vera öllu jöfnu rólegur en jafnframt vakandi yfir umhverfi sínu.  Hann ætti að vera óttalaus en samt góður með börnum.

Vinnuhundur ætti ekki að bregðast óttaslegið eða taugaveiklað við óvenjulegu áreiti.  Hundur sem er hræddur eða taugaveiklaður  út af ótta við fólk eða aðstæður getur verið mjög hættulegur.  IPO sportið er þróað til þess að sigta út þá einstaklinga frá ræktun þar sem þeir hundar gætu ekki klárað próf eða náð góðri einkunn.  IPO þjálfun færir eigandanum góða stjórn á hundinum ásamt tækifæri til þess að setja skýr mörk á hvað telst góð og slæm hegðun.  IPO þjálfun veitir hundi og eiganda mikla gleði þar sem að báðir aðilar hafa gaman af vinnunni enda fær hundurinn tækifæri til þess að þóknast eiganda sínum sem skapar sterkari tengsl þeirra á milli og fer gleðin ekkert á milli mála þegar horft er á vel þjálfaðan hund við æfingar.

Október (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 01:05

10 identicon

Ég hef mikla trú á þjálfun og kennslu hunda, en staðreyndin er að hundar vilja helst vera æðstir í goggunarröðinni. Hversu langt gengur IPO í því að kenna hundinum að allir í fjölskyldunni og vinahópnum séu stöðuhærri en hann og að vinur sem gleymdi bíllyklunum og kemur hlaupandi til baka til að sækja þá er ekki óvinur?

Káta (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 02:36

11 identicon

Sæl Káta,

 Gott að þú komst inn á þennan punkt.  Eins og fram hefur komið ofar í svörum að þá er IPO þrískipt og til að ná árangri í þessu þarf hundurinn að fá mikla þjálfun sem gerir hann bæði hlíðnari og ánægðari og þar af leiðandi verður goggunarröðin skýrari því að honum er verðlaunað fyrir rétta hegðun og því skýrt hjá honum hver stjórnar ferðinni.  Þú ert væntanlega að vitna í C hlutann þegar þú kemur að bíllyklunum, í C hlutanum er hundi kennt að stökkva á slíf sem að hjálparinn heldur á, ekkert ósvipað að togast á við hundinn með kaðli.  Það er eins með slífina og kaðalinn, þegar það er ekki til staðar hefur hundurinn enga bráð og sýnir því hjálparanum engan áhuga.  Þegar það er verið að þjálfa þetta, er slífinni sleppt þegar hundurinn hefur náð tökum á henni og hleypur hann þá með hann í burt sigri hrósandi yfir því að hafa náð bráðinni og hefur engan áhuga á hjálparanum frekar en einhverjum úr vinahópnum sem að gleymdi bíllyklunum. Í þessum hluta er verið að vinna með veiðieðli hundsins.  

Unnar Már (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:14

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl Jóna,

á hvorki hund né kött, vildi bara óska þér til hamingju með bókina, þú tókst þíg vel út í Fréttablaðinu, lukkan til!!

Rut Sumarliðadóttir, 2.10.2008 kl. 12:29

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Marin takk kærlega fyrir áhugaverðar upplýsingar.

Rut. Kærar þakkir mín kæra.

Víðir. hahaha ég á íslenskan hund og veit hvað þú meinar.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband