Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Flautandi fífl
Ég gerðist næstum því sek um ofbeldi í umferðinni í gær. Fann allt í einu til samkenndar með fólki sem tjúllast á götunum í Bandaríkjunum. Red neck týpan sem teygir sig í haglarann í aftursætinu og tæmir hann á nokkrum sekúndum.
Ég keyri alla jafna sömu leið heim úr vinnu dag hvern. Á vissum stað legg ég mig í líma við að hleypa alltaf 1-2 bílum af afrein, þ.e. hægi á mér og gef séns.
Í gær var 3. skiptið í röð sem ég keyri þessa leið, sem var flautað á mig. Fjandinn hafi það, bíllinn fyrir aftan mig flautaði á mig vegna þess að ég tafði hann um um það bil 5 sekúndur. Rétt á meðan ég hleypti einum bíl inn á akbrautina.
Allt er þegar þrennt er, stendur einhvers staðar og ég var ekki vel fyrirkölluð. Það munaði mús í megrun að ég stoppaði gamla ryðdallinn minn, þar og þá, og stigi út úr bílnum, til að eiga orð við kvennsuna sem ók flautandi jeppanum. En ég gerði það ekki. Sem betur fer. Hefði mögulega gerst sek um ofbeldi. Allavega munnlegar svívirðingar. Þær hrundu svo sem út úr mér en náðu engum eyrum nema mínum eigin. En ég sneri mér við á mjög svo ógnandi hátt og fórnaði höndum framan í kellu. Hún hefur örugglega verið skíthrædd...
Getur einhver sagt mér hvað er málið? Afhverju leggst fólk á flautuna við svona tækifæri? Er það út af því að það er með einhvern dauðvona í bílnum hjá sér? Eða veit það hreinlega ekki að það er til eitthvað sem heitir að gefa séns í umferðinni.
ARGH
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Fólki virðist alltaf liggja svo svakalega þessa dagana. Lennti í því um daginn að það var svínað alveg svakalega fyrir mig (og einmitt einhver fín frú á sýndarmennsku jeppanum sínum) og það fauk svo í mig að ég gaf frúnni nú bara puttann Er nú ekki vön að vera dónaleg.
Bryndís R (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:17
Bryndís. einmitt. Ég er afar kurteis í umferðinni (ólíkt því sem ég er annars staðar hehe) og þolinmæðin uppmáluð (ólíkt því sem ég er annars staðar). En manni getur ofboðið.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2008 kl. 12:19
Ég reyni alltaf að gefa einhverjum bílum séns að komast það er svo magnað hvað fólk verður þakklátt en það ætti auðvitað bara að innleiða þetta í umferðareglurnar að allir gæfu einum bil séns. Þá gengi þetta kannski betur.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:20
Úff, umferðasögur......ef maður byrjar - þá getur maður ekki stoppað. Mér finnst alltaf jafn spes að keyra á löglegum hámarkshraða á þjóðvegum og lenda í stanslausum framúrakstri fyrir vikið.
Annars finnst mér stressið aðeins hafa minnkað og örlítið hægst á með hækkandi bensínverði......dísus, ég trúi ekki að ég hafi skrifað þetta..kannski keyrir fólk bara aðeins minna og varlegar. Enda er þetta fyrsta Verslunarmannahelgin í manna minnum sem hefur ekki kostað mannslíf á þjóðvegunum.
Anna Þóra Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:34
Já, Íslendingar eru alveg ótrúlega óþolinmóðir í umferðinni miðað við það að það tekur frekar lítinn tíma að komast milli staða hér (borið saman við aðrar höfuðborgir í heiminum allavega)
Ég fór til Ítalíu í sumar, og áður en ég fór las ég að Ítalir væru mikið fyrir að flauta og drífa eftir öðrum í umferðinni. Þetta las ég auðvitað á netinu á síðum ætluðum bandarískum eða breskum ferðamönnum. En þegar ég kom þangað og við lentum í allskonar töfum vegna vegaframkvæmda og ýmsu öðru þá kom það mér bara á óvart hvað lítið af flauti heyrðist.
Ég giska á að Íslendingar séu bara miklu verri, og ég er allt of vön þeim til að kippa mér upp við smá flaut í Ítölum
Graceperla, 6.8.2008 kl. 13:02
Thad er voda leidinlegt ad fólki liggur svona mikid á, allir verda bara meira og meira stressadir. Og svo situr madur allan daginn og er hálf pirradur yfir ad hafa lent í svona umgang. Gott hjá thér ad skrifa um thad, létti thad ekki smá?
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 13:11
"Mús í megrun" skemmtileg ertu alltaf, annars er þetta óþolandi ástand í borginni, minn kæri er einn af þeim sem gefur sénsa vinstri/hægri til að létta á umferðinni, oftar en ekki bilast einhver fyrir aftan, þessu fólki liggur oft lífið á, ekki gaman. Kær kveðja til þín elsku Jóna, hún Bóta er að breyma og er að gera mig tjúllaða eða þannig, þetta lagast þegar hún fer í snipp, ég vaknaði 10 sinnum við hana í nótt, greyið veit ekkert hvað er í gangi.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 13:17
Þegar ég sé eða heyri umferðarsögur þá brest ég á með flótta. Ég öll sko. Það er af því ég keyri ekki og er blind á umferð.
En af því að ég elska þig og allt það dúllan mín þá las ég þína og verð að segja að ég dáist að æðruleysi þínu.
Að liggja á flautunni er álíka agressívt og að ganga að fólki og slá það utanundir eða eitthvað álíka róttækt.
Dúllan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 13:21
Ég veit að það segir ekki mikið, en ég skamma fólkið sem er svona óþolinmótt í umferðinni og fólk sem virðir ekki umferðarreglur (eins og t.d. að gefa stefnuljós o.s.frv.) - það heyrir náttúrlega enginn í mér nema ég, en f-orðið hefur fengið að fljóta ... einu sinni gerðist það með stelpurnar í bílnum að ég gaf bíl puttann ... ég var ekki stoltur af því ...
En asinn er orðinn alltof mikill í sumu fólki.
Ég er ánægður með þig Jóna í umferðinni
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:22
Flott hjá þér - sitja á sér þegar truntudónar eru á ferð!
Annars er ég þannig að ég tala til bílanna í umferðinni og ekki alltaf á fallegu nótunum.
Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 13:46
Það var einhvern tímann góður maður í umferðinni í gamla daga sem lenti í því bíllinn hans drap á sér og hann kom honum ekki í gang. Þetta gerðist á rauðu ljósi. Þegar græna ljósið kom aftur á byrjaði ökumaðurinn fyrir aftan hann að flauta og flautaði eins og óður maður. Okkar maður steig út úr bílnum og sagði: "Bíllinn minn er eitthvað bilaður. Geturðu kíkt á hann fyrir mig? Ég skal styðja fyrir þig á flautuna á meðan."
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:18
Það er klikkun í gangi í þessari umferð, streitan er held ég að drepa alla. Vá hvað þú varst dugleg að sitja á þér. Þú ert til fyrirmyndar Jóna.
Elísabet Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 14:49
Umferðin já, maðurinn minn og bróðir hans fóru fyrir margt löngu í höfuðborgina með vörubíl sem átti að selja. Þeir, auðvitað sannir sveitastrákar og aldrei keyrt í Reykjavíkinni, þeir komu að sínu fyrsta hringtorgi sem var þá Miklatorg ef ég man rétt og fóru í innri hringinn, því þeir höfðu lært það í bílprófinu að svoleiðis ætti að gera ef þú ætlaðir fram hjá fleiri en einum "afleggjara", en vandamálið var að þeir komust aldrei út úr inni hringunum þar sem þeir vildu fara, því það var alltaf svínað fyrir þá, sögðu þeir, svo þeir á endanum keyrðu bara upp á eyjuna og hringdu í lögguna og báðu um aðstoð úr þessum vítahring.
Annað, maður sem ég þekki og bjó og starfaði í borginni, tók sig til einn daginn og ákvað að mæla alltaf hvað hann biði lengi á rauðu ljósi, þetta gerði hann samviskusamlega í einn mánuð og skrifaði allt hjá sér. Niðurstöðurnar voru algjört áfall en það reyndist vera að meðaltali 2 klst á dag, hann flutti í snarhasti út á land þar sem engin eru ljósin
(IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:08
Ég get ekki sagt þér hvað er í gangi með umferðarmenninguna á Íslandi.
En ég get sagt þér að ég þori ekki lengur að keyra þar.
Síðast þegar við vorum á landinu, og við erum bara búin að vera í burtu í 4 ár, þá reyndu svo til allir að drepa okkur þegar við fórum eitthvað bílandi.
Ég sver að þetta er ekki einu sinni lýgi.
Það er auðveldara að keyra í miðbæ Amsterdam um hábjartan dag, heldur en í Hafnarfirði eftir miðnætti.
Hafðu góðan dag dúlla
Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 15:29
Jóna mín, Íslendingar eru bara allt of stressaðir og líka það að kurteysi virðist kosta þá alveg heilan helling þá sérstaklega í umferðinni.
Ég segi eins og Hulla ég forðast að keyra bíl á Íslandi vegna þess að ég er ekki svona asskoti æðrulaus eins og þú, væri farin að þenja mig á móti flautandi dónanum, gefa alla vega illt auga segi ekki meir.
Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:44
Gott hjá þér Jóna. Ég gef tækifæri hægri vinstri í umferðinni af því að ég vil að aðrir gefi mér tækifæri að skipta um akgreinar eða komast inn á aðalvegi. Mér verður það oft á orði þegar ég sé ruddalegan akstursmáta annara: Vertu bara heima hjá þér fyrst þú hefur ekki tímann fyrir þér! sem og ef ég er með öðrum í bíl segi ég oft: Sjáðu þennan fína bíl, hann hefur fengist með afslætti! og þá spyr fólk: Ha? Já, það fylgja ekki stefnuljós með bílnum!!!
Helga Sig (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:20
Verð að hrósa umferðinni á Ísl. mér finnst hún alltaf vera að batna. Auðvitað eru stressararnir ekki horfnir en þeir sem taka tillit og færa sig eða gefa færi á að koma inn á akrein fer fjölgandi. Ég kem til Ísl. ca. 2 - 4 x á ári og hef rúm níu ár að miða við. Aular á leið austur og suður eru færri, engin spurning. Mætti bara einum í þessi þrjú skipti sem ég fór þá leið, leið sem ég þekki mjög vel. Þetta er allt á réttri leið
Við verðum að muna að það er ekki svo langt síðan við komum úr moldarkofunum, þetta kemur allt
Guðrún Þorleifs, 6.8.2008 kl. 17:43
sæl jóna!
Ef þú ert að minnka mikið við þig mat og hreyfir þig eins og áætlanir standa til þá er líklegt að blóðsykurinn þinn sé í ójafnvægi og er náttúrulega oftast ástæðan fyrir hegðun eins og þú lýstir. Gamla lumman að borða oft og minna er málið og svo you know græna undrið ;-) það er blóðsykurjafnandi. Ég lærði einu sinni eitt ráð að bíta frekar í stýrið áður en maður ríkur út en muna að passa framtennurnar!! gangi þér vel. þ
Þurí (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:35
Fyrst, mér líst svo vel á nýja útlitið á síðunni.
Ég hef aldrei tekið bílpróf en hvað er málið með stress í bílstjórum? hvernig væri að slaka á... ég hef þessa reynslu sem sagt sem farþegi :Þ
Fíla þig, fleiri svona, slökum á :)
Ragga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:40
Þú ert svo fyndin
Ómar Ingi, 6.8.2008 kl. 19:43
Þú stendur þig vel Jóna. - Það sem ég segi oftast ' ekki fara inn í rassgatið á mér fíflið þitt'. Bílar eru alltof þétt saman á mikilli ferð. - Það heyrir engin í mér
Eva Benjamínsdóttir, 6.8.2008 kl. 19:49
það má ekki flauta svona,nema í neyð... það segir mamma mín
Guðríður Pétursdóttir, 6.8.2008 kl. 19:58
Þó ég flauti kannski ekki, þá er ég með eindæmum óþolinmóð þegar ég lendi eftir hikandi kellum í umferðinni Var þetta nokkuð ég ?
M, 6.8.2008 kl. 21:01
Jóna mín, kannski sá konan bara að þetta væri hin eina sanna Jóna Ágústa Gísladóttir og vildi heilsa.... vera svolti jákvæð kæra mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.8.2008 kl. 21:14
Það er flautað svo oft á mig í umferðinni að ég er steinhætt að heyra það. Enda á ferðinni 12 tíma á dag. Á gulum ljósum, mjög algengt. Í dag af því að ég vogaði mér að skipta um akrein eftir að hafa gefið stefnuljós, vel tímanlega og var hreint ekki að svína á ökumanninn sem kom á eftir mér. Flaut, flaut, flaut. Ég segi bara FLAUTAÐU BELJA...við sjálfa mig auðvitað..hvort sem það er karl eða kona undir stýri. Konur eru meiri dónar í umferðinni...það er alveg öruggt. Og þetta hefur versnað með hækkandi eldsneytisverði. Og ég er farin að röfla...blah.
Brynja Hjaltadóttir, 6.8.2008 kl. 22:25
Ég er eins og Doddi...læt þá heyra það...inni í bíl...sitjandi við stýrið! Gerir minna en ekkert gagn, nema að þessar skammir láta mér líða heldur betur á eftir.
Ég er kannski svolítill glanni, en athugul og vandvirk þó. Ég þoli illa bíla (stjóra) sem aka á 75-85km. á opnum þjóðvegi, þar sem hámarkið er 90km!! Þeir eru sennilega hættulegastir. Þeir skapa framúraksturshættuna.
Annars það sem ég ætlaði að segja en varð uppnumin af málefninu...konur eru langtum ferkari og grimmari í umferðinni heldur en karlar. Það heyrir til undantekninga ef mér er gefinn sjens af konu, sem og að stoppa fyrir mér á gangbraut ef ég er gangandi. Karlmennirnir eru mýkri í umferðinni. Það er bara sannleikurinn.
Góða nótt alles!
Rúna Guðfinnsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:42
Þó minn bíll sé einungis búinn einu hestafli, þá verð ég óneytanlega var við svona ruddaskap hér í Flóanum. Einhvern veginn þá er tilfinning mín sú að svona bestíur sem þú lýsir séu ekki þroskaðari en svo að Þær horfi bara beint áfram en hafi ekki þá þekkingu á umferðinni að fatta að sá fyrir framan er að gefa séns.
Eiríkur Harðarson, 6.8.2008 kl. 23:49
Var að koma frá Færeyjum, þar eru enginn flautandi fífl, það eru allir eins og þú
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:54
haha ef fólk lætur svona við mig þá bara hleypi ég eins og 5 til viðbótar. Ef ég fæ flaut eða fingur fyrir að vera EKKI á 110 á Sæbrautinni (sem kemur oft fyrir er samt á réttri akrein) hægi ég á mér en meira. Múhahaha hef endalausa þolinmæði gegn svona fólki
Ólöf Anna , 7.8.2008 kl. 00:03
Afsakið - en ég held þið fattið ekki dæmið. Það er ólöglegt að keyra á vegi sem hámarkshraði er 90 að keyra á 45 og undir, nema að það séu vörubílar í hálku....
En í alvöru talað, ef ég myndi sjá þig keyrandi í bíl, þá myndi ég ráðast á flautuna ( held ég sé komin með aðgöngubann á hana...) og bipa eins og brjáluð apríkósa! Og kannski veifa líka....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:08
Þetta er eitt af því sem að ég sakna ekki að heiman, fólk sem kann ekki umferðareglurnar og tillitsemi við aðra. Ég lét bílstjórana sko heyra það, eða ekki, þeir heyrðu ekkert í mér
En þar sem að ég bý núna er svo mikil kurteisi í umferðinni að það tók mig smá tíma að læra að treysta því. Ég er vön að hleypa fólki inn í umferð, gef stefnuljós tímanlega, hvort sem að ég er að skipta um akrein eða beygja. Og er bara nokkuð góð ökukona Hérna keyra svo til allir svona, það heyrir til undantekningar ef að ég skamma bílstjóra annarra bíla í umferðinni hér.
Reyndar argaði ég á eina um daginn, ég var að reyna að komast inn á akrein af afrein og ég hafði fullt af plássi, þurfti bara að stíga smá að bensíngjöfina. Haldið þið ekki að konan á bílnum ská fyrir aftan mig hafi líka gefið í! Ég varð að negla niður til að komast aftur fyrir hana. Þá sprakk ég "Hvað er að þér kellingar ......." (ég hugsaði punktana þar sem að Ungarnir voru í bílnum hjá mér). Haldið þið þá ekki að elstiUnginnhafi sagt "Mamma hún er að gráta". Shit hvað mér leið illa, ég fyrirgaf konunni undir eins og bað um að henni liði betur.
Sporðdrekinn, 7.8.2008 kl. 00:19
Vid ferdudumst um ísland sídasta sumar, ég og 2 danir sem voru í sjokki yfir keyrslunni á vegum landsins. Thad ganga søgur um sjálfsmordskeyrslu íslendinga hérna, eftir thessa ferd.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:44
Jóna mín...það er miklu meira gefandi að vera stopp extra lengi fyrir svona flautubílstjóra ;)
Leyfa henni að iða í sætinu sínu í auka 5 sekúndur er miklu verri refsing fyrir hana en "puttinn";)..... Ég geri bæði, bara til að vera viss
Heiða B. Heiðars, 7.8.2008 kl. 15:09
Reitt fólk með minnimáttarkennd eða mikilmennskubrjálæði viðist fá útrás í umferðinni. Flauta er ekki notuð til að vara við aðsteðjandi hættu heldur til að skamma næsta mann fyrir klaufaskap eða bara vegna þess að viðkomandi ekur ekki af stað á gulu ljósi virðir stöðvunarskyldu eða ekur ekki yfir hámarkshraða á stofnbrautum.
Allir eru sérfræðingar í umferðinni þótt ég fullyrði að mikill meirihluti ökumanna myndu ekki standast ökupróf sem lagt er fyrir unglinga óundirbúnir. T.d. get ég nefnt nokkur atriði sem ökumönnum er oft hálft á.
Styttingur (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.