Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Neyðarlegar sögur af öðrum
Þið eruð inspiration með allar sögurnar í athugasemdarkerfinu við færsluna hér á undan.
Mér detta í hug tvær sögur. Þetta eru sögur frá Ellisif vinkonu. Vona að ég fari rétt með þetta, það eru fjölda mörg ár síðan.
Ellisif var að vinna í skóbúð ofarlega á Laugaveginum og hitti auðvitað alls konar fólk. Einu sinni voru þau með lauka sem skreytingar í útstillingargluggunum. Inn ráfaði gamall maður og vildi fá upplýsingar um laukinn.
Gamli maðurinn: (lesist með tannlausri röddu): hvað kostar kílóið af lauk hjá þér?
Ellisif (ung, saklaus (hmmm) og yfirmáta elskuleg): Þetta er nú bara svona gluggaskeyting hjá okkur.
Gamli maðurinn (reiðilegur með tannlausa munninn sinn): Hvaða andskotans vitleysa er þetta eiginlega.
Svo var hann farinn, hristandi hausinn yfir ruglinu í nútímanum. Laukur í glugga í skóbúð! Ekki nema það þó.
-----
Svo var það huggulega konan sem kom inn í skóbúðina og ráfaði á milli rekka og virti fyrir sér úrvalið.
Ellisif fylgdist með henni og þegar konugreyið sneri í hana baki sá Ellisif að eitthvað hékk aftan á henni frá mitti og niður á miðja kálfa. Engu líkara var en konan væri með skott.
Við nánanri eftirgrennslan sá Ellisif að þetta voru nælonsokkabuxur. Hún átti í innri baráttu. Hvernig átti hún að koma orðum að því við konuna að hún væri með dinglandi sokkabuxur utan á sér? kannski var konan eitthvað undarleg og hafði valið þetta outfitt af kostgæfni. En á hinn bóginn var líklegra að konan væri jafn eðlileg og hún leit út fyrir að vera og kærði sig lítt um að ganga Laugaveginn í þessari múnderingu.
Unga Ellisif tók þá ákvörðun að vekja athygli konunnar á þessu.
Heyrðu fyrirgefðu, sagði hún feimnislega. Þú ert með sokkabuxur aftan á þér.
Ha sagði konan og var eðlilega ekki alveg með á nótunum. En þegar hun sá hvers kyns var rak hún upp óp. Jesús minn, þær hafa hangið einhvern veginn fastar á buxunum mínum þegar ég fór í þær í morgun.
Svo þakkaði hún öllum góðum vættum fyrir að hafa komið á bílnum sínum og meira að segja fengið stæði nokkuð nálægt búðinni. Ekki nema örfáir metrar sem hún hafði spásserað um með nælonsokkabuxur aftan á rassinum.
----
Einnig man ég eftir sögum af ömmu, gamallar skólasystur minnar og vinkonu.
Ömmu hennar var einkar lagið að lenda í neyðarlegum atvikum.
Eitt sinn var hún í leikhúsi og sveif á konu sem hún kannaðist svo ofboðslega vel við. Kom henni þó ekki alveg fyrir sig.
Komdu sæl og blessuð sagði hún hjartanlega og hristi hönd konunnar upp og niður. Konan var víst nokkuð stíf og tók ekki undir þessa kumpánlegu kveðju.
Þetta var þá forsetafrú Íslands (eiginkona Kristjáns Eldjárns) sem var þarna stödd ásamt manni sínum og þær þekktust ekki baun.
Þessi sama amma var líka eitt sinn stödd í biðröð við búðarkassa þegar var bankað í bakið á henni. Einhver góðviljaður vildi benda henni á að það stóð herðatré upp úr hálsmálinu hennar. Henni hafði greinilega legið mikið á að komast í kápuna og láðst að fjarlægja herðatréið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Þú ert að byrja með nýjan flokk... brandaraflokkinn.... nema í staðinn fyrir okkur hin, sem segjum: "Hafnfirðingurinn var að afgreiða í búð....", þá segir þú: "Ellisif var einu sinni að afgreiða í búð...."
Og... þegar við segjum: "Hafnfirski verkstjórinn sem hrópaði 'Græna hliðin upp'", þá segir þú: "Ellisif var einu sinni verkstjóri yfir unglingavinnunni"
Og... þegar við segjum: "Afhverju taka hafffffirðingar stiga með sér í búðir" ... þá segir þú: "Ellisif fór út í búð einn daginn....."
Einar Indriðason, 9.7.2008 kl. 01:05
Einn kunningi minn sagði mér sögu af vini sínum sem gerði oft at í hinum og þessum - stundum yfir strikið - sem var einmitt í þessari sögu. Hún er svolítið nasty - og ég hefði aldrei tekið þátt í svona ljótum leik.
Vinurinn hafði verið á djamminu um nóttina í miðbænum. Hann fór með kunningja mínum til að gera at í leigubílstjórum sem biðu í röð við tjörnina. Hann gekk á fyrsta bílinn og fór bílstjórameginn en talaði bara við bílstjórann án þess að fara inn í bílinn.
Vinurinn; Viltu skutla mér uppí Grafarvog ef ég gef þér blow, er nefnilega blankur?
Leigubílstjóri númer 1; Nei, kemur ekki til greina.
Vinurinn labbaði þá að næsta leigubíl og talaði við bílstjórann þar með sömu spurningu og fékk sama svarið. Hann gerði þetta sama við fimm bíla - en þegar hann kom að bíl númer 6 kom nýtt upp.
Vinurinn; Nennir þú upp í Grafarvog?
Leigubílstjóri númer sex; Já, auðvitað vinur. En afhverju fórstu ekki í hina bílana sem þú varst búinn að labba framhjá?
Vinurinn glottandi; Æi, þeir nenntu ekki túr alla leið í Grafarvog.
Leigubílstjóri númer sex; Ok, skiptir engu - hoppaðu inn.
Vinurinn og félagi minn hoppa inn og keyra af stað - en hinir fimm bílstjórarnir horfðu allir glottandi á eftir þeim.
Gaman að vita hvað þeir hugsuðu. Þeir töldu sig allir vita hvað bílstjóri númer sex fengi fyrir rúntinn uppí Grafarvog - en auðvitað höfðu þeir ekki rétt fyrir sér í því máli, en það vissu þeir ekki. Og á kaffistofunni daginn eftir .. fimm á móti einum í sögu um tottferð uppí Grafarvog.
Tiger, 9.7.2008 kl. 01:27
Góð!
Bergljót Hreinsdóttir, 9.7.2008 kl. 02:09
Svona hressir, bætir og kætir með morgunkaffinu eins og nýbakaðir snúðar
Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 07:00
takk fyrir ad láta mig hlægja med morgunkaffinu, elska svona klaufasøgur, eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 9.7.2008 kl. 07:04
Frábært. Finnst alveg stórkostlegt þetta með herðatréð.
Ragga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:50
Gargandi snilld sérstaklega þetta með herðatréð
Ég les bloggið þitt oft og finnst þú og fjölskyldan vera orðin eins og fjölskyldan mín, yrði sennilega hissa ef þú heilsaðir ekki ef ég hitti þig á götu hér á spáni
Eigðu yndislegan dag
Senjórítan (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:20
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.7.2008 kl. 14:10
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:52
Veit um konu sem fór í bæinn og hafði ungan son sinn með, afskaplega uppátektarsaman. Hún byrjaði á því að fara í skóbúð og var í óðaönn að máta skó með hjálp afgreiðslustúlkunnar þegar hún sá að drengurinn var horfinn. Hann fannst bakatil í búðinni og var þá nýbúinn að borða allt nesti afgreiðslustúlkunnar. Síðan lá leiðin í svona BYKO-búð og þar gerði stráksi sér lítið fyrir og pissaði í sýningarklósett. Mamman þaut út, illa stressuð, ákvað að fara í Ríkið, sem var við Snorrabraut, og svo heim með litla villinginn. Hún var komin framarlega í biðröðina þegar hún heyrði mikil læti fyrir aftan og í ljós kom að strákurinn hafði læst báðum dyrunum. Klukkan var ekki orðin sex og þyrstir Íslendingar í sjokki fyrir utan og börðu örvæntingarfullir á dyrnar. Það liðu nokkur ár þangað til hún fór næst í bæinn með krakkann í för með sér. Kannski ekkert skrýtið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 16:04
Arg Tiger HAHAHA
Man eina af vini mínum þegar hann var gutti og bjó niður í bæ. Einn daginn fór hann í gömlu stígvélunum sínum í búð og setti þau uppí hillu og tók sér ný stígvél og gekk í þeim heim.
Áttaði sig á því sér til skelfingar er heim var kominn að gömlu stígvélin voru merkt nafni hans og símanúmeri
M, 9.7.2008 kl. 16:35
Hehehehe
Á tímabili hitti ég Helga Pé ansi oft. Held að þetta hljóti að hafa verið um það leiti sem 19:19 var að byrja.
Að sjálfsögðu heilsaði ég alltaf og varð svo frekar aulaleg þegar ég áttaði mig á að ég þekki hann ekki baun.
Þetta gerðist það oft að hann var farinn að heilsa að fyrra bragði Kynnti mig meiri að segja einu sinni fyrir konunni sinni fyrir utan Bæjarins bestu.
Knús frá mér.
Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 16:56
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 16:58
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 18:26
Frábærar sögur. Góð vinkona mín fór til ökukennara sem kenndi á ör-stuttan bíl. Hún náði prófinu með glans og fékk lánaðan langa drekann hans pabba, til að bjóða 17 ára vinunum á rúntinn á afmælisdeginum. Þau löggðu í stæði í miðbænum og keyptu kóngaís (man einhver eftir kóngaís?). Þessi elska bakkaði síðan hraustlega út úr stæðinu, á annan bíl. Bjartsýnu unglingarnir æptu í bílnum: "Keyrðu í burtu, fljót, fljót". Hún panikkaði og gaf allt í botn í burtu. Hálftíma síðar bankaði lögreglan laust á gluggann á bílnum, sem var staðsettur fyrir utan vinsælan skemmtistað og spurði hvort það gæti verið að hún hefði ekið á bíl í miðbænum. "Ha ég, nei alls ekki" Svaraði hún, en roðnaði svolítið þegar lögreglan benti henni á, að þegar hún spólaði í burtu skyldi hún eftir á slysstað. AFTURSTUÐARANN AF BÍLNUM MEÐ ÁFÖSTU BÍLNÚMERINU!
Kveðja, ekki hætta að gleðja okkur hin með sögunum þínum. Laufeyb
laufeyb (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:09
hmm neyðarlegar sögur :)
ég kann margar enn ein sem mér finnst frekar fyndin eftir á.
Ég fór með hóp af vinkonum í slökunarbústaðarferð fjarri börnum og mönnum. Bakkus var með í för og eftir mjög skemmtilega helgi, þá pökkuðum við okkur þunnar og glærar í bílanna og það kom í minn hlut að keyra í bæinn aftur. á miðri hellisheiðinni þá opnast skottið sem vaf fullt af drasli og það var vindur og fötin MÍN fuku um veginn nokkrir sokkar og forlátar bleikar nærbuxur . Þegar ég stoppaði til að loka hel%&7 skottinu þá tók ég eftir nærbuxunum mínum á bíl sem keyrði fram hjá ég lokaði skottinu og keyrði í bæinn og lenti fyrir aftan bílinn sem var með nærbuxurnar mínar á afturstuðaranum ...... toppaðu það
Inga fyrrum jólatré (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:15
ég get ekki hætt að hlæja...vá þetta með herðatréð og nærbuxurnar....
Þurý (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:29
Pabbi minn sagði einu sinni góða sögu af því þegar hann var að byggja sér hús fyrir norðan. Hann drakk Sinalco í löngum bunum og til að halda flöskunum kældum stakk hann þeim í pússningasandshaug á lóðinni. Síðan hvarf alltaf ein og ein flaska og þegar hann var orðinn frekar þreyttur á því hóaði hann í litlu guttana sem voru alltaf að sniglast í kringum byggingarsvæðið og spurði þá hvort þeir hefðu tekið flösku. Nei, nei, nei sögðu þeir. Gott sagði pabbi. Það er nefnilega eitur í þeim! ....... og þá hljóp einn guttinn grátandi heim.
Síðan á ég tvær ágætar frá því ég var að vinna í Hafnarfjarðarbíói þegar það var og hét. Það var ekki selt popp í bíóinu og þekkti maður því alltaf "utanbæjar" gesti frá Hafnfirðingunum.
"Ég ætla að fá popp og kók."
"Við seljum ekki popp!" sagði ég.
"Og hvað á ég þá að gera? Sitja og horfa á myndina?" ..........
Svo þegar bíómyndin "Á hverfanda hveli" (Gone with the Wind) var sýnd (var 3,5 til 4 tímar á lengd) komu hjón í sælgætissöluna. Þau keyptu sér kók og konfekt. Ég sagði hlé verða eftir um 2 tíma og þá kom: "Guð, við verðum að kaupa meira!"
Hver er tilgangur bíóferða?
Helga Sig (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.