Leita í fréttum mbl.is

Ekki nýtt en alltaf jafn fyndið

 

Hún Laufey samstarfskella mín fékk þetta sent í tölvupósti í morgun og grét úr hlátri.

Ég veit að þetta er ekki nýtt af nálinni, en þar sem Laufey hefur aldrei séð þetta áður þá hljóta fleiri að vera álíka aftarlega á merinni.

Svo er þetta bara drepfyndið.

Ég feitletra mínar uppáhalds. Ykkur er velkomið að tjá ykkur um ykkar uppáhalds í kommentakerfinu. En passið ykkur... það mun varpa ljósi á hversu biluð þið eruð.

 

Tekið úr alvöru læknaskýrslum, skrifuðum af alvöru læknum:

 

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn...

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið...

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum...

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall…..

- Eftir það var hún í samkvæmi…

- Fékk vægan verk undir morgunsárið…

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til…

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember...

- Húðin var rök og þurr...

- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr…

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring…

- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf…

- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum…

- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur…

- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur....

- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt…

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði…

- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur…

- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill…

- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð…

- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni…

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki…

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa…

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt….

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann…

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði…

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð....

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....

- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar…

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu....

- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef…

- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár...

- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri…

- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða…

- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki…

- Sjúklingur hefur formlegar hægðir…

- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala....

- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring…

- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár…

- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði…

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl...

- Sjúklingur lærði söngnám…

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli…

- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn....

- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Grenjaði úr hlátri yfir þessu. Kannski smá niðurdregin

M, 12.6.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....

Þessi heillaði mig mest

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þetta lýsir minni klikkun:

Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði

Það sem fyllti mælinn var þvagleki

Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð

Sjúklingur hefur formlegar hægðir

Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna, það er ekki öll vitleysan eins!

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn...

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði…

Edda Agnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Bara tær snild

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:38

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú ekki læknaritari fyrir ekki neitt.  Þessar setningar eru ansi nálægt mörgu því sem ég hef séð.

Þessi er best.

 Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 15:48

7 identicon

hahahahahah! Ég er ein af þeim sem aldrei les ruslpósta (svona póstar eru einir af þeim) En eftir langa og stranga viku var æðislegt að sitja hér og grenja úr hlátri! :)

Mér varð hugsað til læknisins míns þegar ég las þessa :

Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

og þessi fékk mig næstum til að vilja hafa lent í þessu blessaða slysi ;) 

Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl...

Freyja (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Jiminn eini, það lá við að ég vældi hér og orgaði úr hlátri!  Aldrei séð þetta áður.

Mínar uppáhalds voru:

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli

Vá, svakalegt hvað maður hlær mikið yfir þessu.

Valgerður Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 16:33

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér fannst ekkert af þessu fyndið, kannski því ég skil bara alls ekki hvað er verið að tala um..
Eins erfitt og að fara með stafrófið á dönsku afturábak!

Knús til þín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:45

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hahaha

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 17:09

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sjúklingur var að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.......

Sjúklingur lærði söngnám....

Annars allir frábærir og hér hafa nokkrir bæst við sem ég hef ekki heyrt áður.

Ía Jóhannsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:45

12 identicon

Gargandi snilld. Var búin að finna mitt uppáhald en svo fann ég annað uppáhald og svo annað hahahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:02

13 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sjúklingur tárast og grætur stöðugt, virðist líka vera niðurdreginn........en ekki hvað??? He he he........ Snilld

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 19:06

14 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Eitt enn....Hvað var læknirinn se3m skrifaði þessa athugasemd að gera við sjúklinginn......Garg úr hlátri Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð....Ha ha ha...

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 19:09

15 Smámynd: Jens Guð

Það var gaman að rifja upp þessa gullmola.

Jens Guð, 12.6.2008 kl. 20:16

16 identicon

Ákaflega margt í þessum lýsingum myndi ég dekkja!! Þetta var skemmtileg lesning. Kv, Helga

Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:26

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta var skemmtilegur lesturþað sem mér fannst standa uppúr eru

Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....

Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa…

Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983

Takk fyrir mig og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:58

18 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég veit ekki hvað ég er búin að fá þetta oft í e-mail en alltaf get ég hlegið að þessu

Anna Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 21:36

19 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu...

.Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala....

HAHAHAHAH er að bilast

 

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:51

20 identicon

Sjúklingur er fertug, að öðru leiti ekkert athugavert....

 Þessi snertir mig kannski þar sem ég er fertug og að öðru leiti ekkert annað athugavert við mig

 Margt gullkornið leynist þarna inn á milli - takk fyrir að kalla fram brosið Jóna!

Kv. Anna Lilja 

Anna Lilja (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:23

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring…- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði…- Það sem fyllti mælinn var þvagleki…- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð....- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.... Ha ha ha...ertu ekki að grínast!

Bergljót Hreinsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:26

22 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.6.2008 kl. 23:32

23 Smámynd: Linda litla

Það er alltaf hægt að hlæja af þessu. Þetta er hreinelga llt hrein snilld, en þetta er fyndnast.

Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð

Skrítið ?!?!?!?

Linda litla, 13.6.2008 kl. 00:21

24 identicon

Snilld!! Sérstaklega þetta með skjaldkirtilinn...hlýtur að hafa verið orðinn voða stór ef hann fannst þarna niðri

alva (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:48

25 identicon

hvað er rectal exploration ??

.,. (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:51

26 identicon

Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall…..

Hún hefur þroskast eðlilega framan til…

Það hefur nú eitthvað bæst við listann síðan ég fékk þetta síðast sent. Algerlega óborganlegt

Bidda (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:51

27 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

ég get svarið það, ég held þetta sé í 10 sinn sem ég rekst á þennan lista en ég hlæ alltaf jafnmikið! það eru svo margir uppáhalds að það er ekki hægt að gera upp á milli. hahaha

Takk takk, Jóna, það er hreinlega verkjastillandi að hlægja svona mikið.

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.6.2008 kl. 10:51

28 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 19:24

29 identicon

Ha,ha,ha..ég er greinilega aftarlega á merinni hef aldrei séð þetta. Hló massa mikið takk fyrir það:-)

mums (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband