Leita í fréttum mbl.is

Ég er sjúk í athygli og þið eruð hjörðin mín

 

 

Ekkert er betra en sjálfsskoðun af og til. Við lærum eitthvað um okkur sjálf, eins lengi og við lifum, þó vissulega sé misjafnt hversu vel hver og einn þekki sjálfa sig.

Nú er það svo, að þegar persóna er jafn athyglissjúk og ég sjálf, þá er fátt sem gleður hennar litla  hjarta jafn mikið og að sjá að fólk úti í bæ hafi skoðun á henni. Tali um hana. Skiptir þá engu hvort það umtal er gott. Slæmt umtal er betra en ekkert, í huga athyglissjúkra. Það ætti ég að vita best sjálf.

Svo finnst mér líka óendanlega gaman að sjá að fleiri en ég eru haldnir þeirri sjálfspyntingarhvöt að liggja yfir einhverju sem fer í taugarnar á þeim. Sjálf dregst ég að til dæmis sjónvarpsefni sem fer í taugarnar á mér. Skemmti mér við að hneykslast á leikurunum/efnistökum/tónlistinni/þýðingu, eða hverju því sem fer í pirrurnar á mér. ''Skemmtilega hallærislegt'' efni er það besta sem ég veit. Helst það hallærislegt að ég roðni út að eyrum af skömm fyrir hönd viðkomandi.

Mig langar til að deila með ykkur skrifum ónefnds bloggara um mig og fleira fólk,  í athugasemdarkerfi hjá öðrum ónefndum bloggara. (Ég tek fram að nú er ég að reyna að vera tillitssöm).

Ég bið ''hjörðina'' mína endilega að láta heyra sem hæst í sér, því ekki viljum við taka frá þessum aðila þá þenslu sem þið og ég, getum skapað í sameiningu, á hans taugum.

Kæri (ó)vinur, takk fyrir þá ómældu skemmtun sem þú hefur veitt mér í dag. Ég auðvitað hékk inn á blogginu allan liðlangan vinnudaginn og fylgdist með framvindu mála. Því mér þykir svo gaman að lesa um mig. Að frátöldum þeim tíma sem ég eyddi í Kringlunni, verslaði mér fatnað og drakk kaffi með vinkonu. Allt á fullum launum. Hugsaðu þér!

Helst af öllu vildi ég bjóða þér í enskan morgunmat um næstu helgi en á erfitt með það, þar sem ég finn þig ekki í símaskránni. Þú þyrftir nebblega að koma inn á heimilið mitt og sjá heimilislífið með eigin augum. Og eyrum. Þá fyrst myndirðu skilja merkingu orðsins ''tuðari''.

 

Ég hef verið bloggari ansi lengi, byrjaði á því fyrst árið 1998. Hef bloggað hér og það með hléum síðan þá.  Það sem mér finnst persónulega um þessa "topp 4" bloggara. Áslaugu Ósk hef ég lítið lesið og get því ekk fullyrt um hana eins og um hina þrjá. En Jenny, Jóna og Stefán eiga það sameiginlegt að fara heilmikið í taugarnar á mér. Fyrst og fremst vegna þess að þau blogga þannig að það eru margar færslur á dag. Maður fær á tilfinninguna að þau eigi sér ekkert líf.

Jóna Á Gísladóttir bloggar eins og wannabe rithöfundur. Sem hún reyndar er :) Segir það sjálf á sínu bloggi. En hún er með ákveðinn stíl. Stíl sem ég gagnrýndi hana á hennar eigin bloggi hér um daginn og uppskar skæðadrífu af gagnrýni og skítkasti frá "já hjörðinni" sem kommentar á bloggið hennar svona: "ooo þú er svo mikið æði; fjöskyldan þín er frábær, þú ert svo hugrökk..." og svo framvegis. Ég á afskaplega erfitt með að sjá fólk opna sig svona og sína fjölskyldu á netinu, sérstaklega þegar hún talar um börnin sín. Það fylgir mikil ábyrgð því að blogga um einstaklinga og setja allt um þá á netið. Eins er þarna mikið af bloggtuði frá henni.

Jenny Anna er manneskja sem bloggar stórar færslur um fréttir oft á dag. Sem þýðir að, rétt eins og Stefán sem gerir slíkt hið sama, þau eru alltaf ofarlega á listanum yfir ný blogg og því klikkar fólk á þeirra link. Þó svo innihaldið sé frekar krappí. Jenny tuðar eiginlega meira en Jóna, sem er talsvert afrek.

Stefán er með myndarlega höku, en ekki nægilega skemmtilegar skoðanir. Hann er einum of mikill SUS frjálshyggu sveimhugi fyrir minn smekk. Hann er líka það meðvitaður um fjölda lesenda á sitt blogg, rétt eins og hinar tvær allavega, að hann er með svona "disclaimer" sem hann beinir að lesendum sínum

Allir þessir 3 bloggarar hafa það sameiginlegt að banna eða vera á móti nafnleysi. Allir 3 eiga það sameinginlegt að tuða rosalega mikið. Stefán kannski skárri en þær tvær. En það sem einkennir þau er gríðarleg athyglis sýki sem manifestar sig þannig að þau rasa út um allt og ekkert. Ef þetta væri skemmtilegt sem þau rita væri það bara gott mál, en því miður er það ekki svo.

Þessi "Já mafía" sel eltir þetta fólk á spjallinu er líka frekar sad lið. Eins og Obi Wan Kenobi orðaði það hér um árið....."Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?"

Ætli ég verð ekki hrópaður í kaf núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las þetta var; Þessi manneskja er hugsanlega með hátt IQ, lágt EQ og er að drepast úr öfundsýki... eða hvað veit ég?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gunnar. Hann allavega hafði hátt skemmtanagildi fyrir mig í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Það er það sem ég segi ef þú ekki fílar það sem ég skrifa ekki kíkja við aftur.... Sem betur fer Jóna mín höfum við val um að skoða síðuna þína Þetta er ekki skildu lesning... Mér persónulega finnst gaman að lesa bloggið þitt og öfunda þig mikið af hversu skemmtilegur penni þú ert. Svo er það líka oft þannig að manni líður oft betur eftir að hafa skrifað upp reynslu dagsins eða ef eitthvað erfitt hefur komið upp. Og aftur minni ég á að við höfum val um hvort við lesum bloggin eða ekki.

Þessi aðili er bara abbó afþví að hann er ekki í topp fjórum

Halltu "tuðinu" áfram.. Knúsímús

Sigurbjörg Guðleif, 15.5.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sigurbjörg: Heyr! Heyr!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 18:52

5 identicon

Ég er hjarðdýr  sammála Gunnari .Ég er líka í hjörðinni hans

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tata, Túddelíú Liggaliggalá, hvað mér finnst gaman að lesa skít um sjálfa mig og þá sem mér þykir vænt um á blogginu.  Þá er ég að meina Stebba Fr. Ok, ég er að meina þig ÁSTIN mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta komment skemmti mér reyndar ekki og algjör óþarfi fyrir þig að fara í sjálfskoðun út af svona skítkasti. Sagt er að kalt sé á toppnum og greinilega vilja einhverjir reyna að hrinda þeim efstu niður, þannig sá ég þetta alla vega. Haltu þínu striki, þú átt miklu fleiri lesendur sem eru hrifnir af skrifum þínum, þar á meðal mig. Mér finnst Jenný líka rosalega skemmtileg og get ómögulega lesið nöldur út úr skrifum hennar, bara húmor fyrir lífinu og tilverunni, eins og hjá þér. Og hana nú!

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 18:58

8 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

 Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður sé að blogga fyrir sjálfan sig.... með öðrum orðum að tjá sig, ekki skrifa það sem maður heldur að aðra langi til að lesa.

Er það ekki það sem þú gerir?

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:59

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi þið eruð krútt.

jesús minn Gurrí. Ég sem hélt að kaldhæðnin skyni í gegn hjá mér. Kannski ekki  En ég verð að viðurkenna að ég er soldið sonna sammála Hallgerði. Kannski á þessi manneskja eitthvað bágt. Ekki auðvitað vegna þess að hún þolir mig ekki (og fleiri) heldur vegna þessarar þarfar að tjá sig opinberlega um það.

Linda. ég tel mig svo heppna að það sem ég vil skrifa um, vill slatti af fólki lesa.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 19:04

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnst skynsemi & skemmtun í því fólgin að fylgja svona fínni forystuhind í hennar hjörð & vælið í einhverjum sjakölum er bara ein fín hjarðgöngumúzzíg.

Steingrímur Helgason, 15.5.2008 kl. 19:05

11 identicon

Ef fólki líkar ekki við bloggið þitt hvað er það þá að lesa það  Ég les bara það blogg sem mér fynnst skemmtilegt og þitt er sko alveg frábært..  Erla

Erla (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:14

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

finnst alveg svadaleg abbófýla af thessu..verd bara ad segja thad..en játa mig opinberlega sem "hjarddýr" og er bara fjári STOLT af thvi  frusss..og meira fruss...

María Guðmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 19:25

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Verð nú að segja það líka, ef að fólki líkar ekki bloggin okkar tilhvers þá að lesa þau ???   Ég td vel blogg sem mig langar til að lesa ..........

Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 19:36

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég las þetta komment inni á bloggsíðu ónefnda bloggarans, af því að hann hafði sjálfur bent á það á Jennýjar síðu.  Mín skoðun er sú að hann var í "átaki".  Hann hefur ætlað að komast hærra á þessum "vinsældalista".  Ég sá við þessu og lét ekki leiðast til að fara inn á síðuna hans, þannig að ég get bara giskað á að hann sé "athyglissjúkur" sjálfur og að málshátturinn "margur heldur mig sig" eigi vel við hérna.

Þínir pistlar eru einfaldlega frábærir, vel skrifaðir, fullir af húmor og nærgætni.  Þess vegna les ég þá

Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 19:44

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú hló ég helling, fattaði alveg kaldhæðnina hjá þér og er svo sammála að það á bara að hlæja af svona, en kannski á viðkomandi bágt.   Knús á þig skemmtilega kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:04

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er í Hjörðinni - og stolt af því

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:10

17 Smámynd: Helga skjol

Ég elti hjörðina líka og er bara fjandi stolt af því, en ertu alltof góður penni til þess að láta framhjá sér fara, bara einfalt.

Knús

Helga skjol, 15.5.2008 kl. 20:33

18 Smámynd: Júlíus Valsson

Æ, er það ekki bara til að æra óstöðuga(n) að veita þér athygli? Mikil(l) vill jú meira. Bloggið er líklega merkilegasti spegill tíðarandans, sem mannfræðingar munu geta nýtt sér í framtíðinni. Þeir munu eflaust veita þér athygli. Eins og við.
Kannski er þetta mannfræðingur?

Júlíus Valsson, 15.5.2008 kl. 20:50

19 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Það eru forréttindi að fá að lesa vel skrifað blogg því þetta er í raun dagbók sem höfundurinn hefur veitt opinberan aðgang að.  Höfundurinn hefur þá líka þau forréttindi að skrifa það sem henni/honum sýnist og mér sýnist að gagnrýnandi þinn og annarra (var að lesa bloggið hans) sé ekki undanþeginn tuðinu sem hann sakar aðra um svo ákveðið um.

En ég veit svo sannarlega hvar mér finnst skemmtilegast að lesa.

Svo er það hirð sem safnast í kringum drottingar, ekki hjörð!  Og ég er fullsátt við að teljast hvort sem er hirðdýr eða hjarðdýr!

Þórdís Guðmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:51

20 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég er stolt af því að vera í þinni hjörð,,og mér þykir bara töluvert mikið vænt um þig ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 15.5.2008 kl. 21:05

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég get ekki státað af því að vera haldin miklu hjarðeðli, finnst það heldur ekki eftirsóknarverður eiginleiki...kannski sumpart þess vegna sem ég er myndlistarkona...ég hins vegar fylgi því sem mér finnst skemmtilegt eins og t.d að lesa þig og Jenný, finnst ekkert gaman að lesa Stefán og sleppi því þess vegna, myndi aldrei nenna að pirra mig honum...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:22

22 Smámynd: Ragnheiður

Meeeeeee...Bahhhhh.

Ragnheiður , 15.5.2008 kl. 21:37

23 Smámynd: Ómar Ingi

Meehhhh

Ómar Ingi, 15.5.2008 kl. 21:57

24 identicon

Finnst fyndið að þessi manneskja veit alveg allt um ykkar blogg....sem þýðir að hann er mjög mikið fyrir að lesa bloggin ykkar  Sem þýðir að honum finnst það skemmtilegt hahaha.... Silly billy

Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:00

25 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er veikur, með beinverki, með hausverk, með eyrnabólgu (eins og litlu börnin saggði læknirinn sá kunni að lesa mig), með hita og allt og get því ekki lesið allar færslurnar þínar í dag elsku Jóna mín, litla sæta hugrakka dúllan, læt "aðra" um það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.5.2008 kl. 23:22

26 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

J'a nákvæmlega....þarna áttu heljar aðdáenda sem sofnar ekki fyrr en komið er blogg frá þér hheheheheh kvitt frá mér....skemmtilegasti bloggarinn og værir ekki  með þetta skor nema öllum hinum þætti það lika;)

keep up the good work.....

Halla Vilbergsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:23

27 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Skyldi þessi ágæti bloggari eiga sér líf??

Maður spyr sig.......

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:42

28 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Maður fær á tilfinninguna að þau eigi sér ekkert líf.

Þessi setning er alveg í sérflokki! Hehehe!! Ekki myndi ég nenna að lesa blogg sem færi svona í taugarnar á mér

En við getum auðvitað ekkert fabúlerað um hugsanlegt líf eða lífleysi þessa dásamlega skríbents, hann tryggir það auðvitað með grímu nafnleysis

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.5.2008 kl. 00:14

29 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Má ég springa úr hlátri við þennan lestur, er það leyfilegt, frá skrifarans hendi??

Þetta er mjög einfalt í mínum augum, athyglissjúkt fólk, ég get vel gengið í þann hóp með þér, hlutlausa sem lesa bara og hafa gaman af bæði því vonda og góða og þá afbrýðissömu sem ná athyglinni með því að tala illa um þann aðila sem gengur mikið betur en þeim sjálfum.

En hvenær fór það framhjá mér að þú værir á móti nafnleysingjum á blogginu?

En svo finnst mér sérstaklega fyndið hvað þú ert ótrúlega mikill WANNABE rithöfundur, ó mæ god, þessvegna finnst fólki svo gaman að lesa skrifin þín og kommenta á þig.. ótrúlega er ég sammála þessum bloggara...

Bæði sagt í hreinskilni og til að pirra þennan æðislega skemmtilega vin þinn;
þá finnst mér skrifin þín ótrúlega skemmtileg, þú og þín fjölskylda ábyggilega hið fínasta fólk og þú skemmtilegasti bloggarinn!

Góða nótt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:23

30 identicon

Já það er alveg satt, maður fær stundum á tilfinninguna að bloggarar eigi sér ekkert líf.

Samt fyndin og vel skrifuð færsla hjá honum, finnst hann ekkert sérstaklega vera drulla yfir neinn. Mér sýnist þessi bloggari bara hafa sérstaka leið til þess að koma skoðunum sínum fram.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:33

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó þið hjörð (meeeee) sem vermið minn hug og mitt hjarta... kærar þakkir fyrir öll kommentin.

Stolt hjarðdýr eða hirðdýr eru hugrakkar skepnur.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég las komment ónefnda bloggarans upphátt fyrir Bretann sá ég (og heyrði) enn betur húmorinn í þessu hjá honum. Ekki það að ég haldi að hann meini ekki hvert orð, en það er gífurlegur húmor á bak við þetta og bloggarinn er bráðfyndinn.

Högni minn láttu þér batna

Steingrímur. I like that.. vælið í sjakölum

Róslín. Hér er alltaf leyfilegt að hlæja og ég mæli með því. Fátt er skemmtilegra.

Bjöggi. Bloggarinn er vel skrifandi og drepfyndinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.5.2008 kl. 01:06

32 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

so

Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 01:12

33 identicon

Meeeeeeee !!!

Mér fannst þetta bara bráðfyndið.. ég verð nú að segja það.

Þú ert bráðskemmtilegur bloggari Jóna mín, hann er það ekki.  Það er nú bara heila málið í hnotskurn.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:19

34 Smámynd: Sporðdrekinn

Kannski er ég ekki gott efni í "hjörðina" þína þar sem að ég kem ekki undir nafni, en mér finnst samt einstaklega gaman að lesa bloggið þitt.

Sporðdrekinn, 16.5.2008 kl. 02:19

35 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Bara kvitt! En mikið á ónefndi bloggarinn bágt! Og ég styð þetta með 12 spora kerfið fyrir hjarðarana!!!! Kem hér og les, vegna þess að það auðgar mína tilveru, ekki til að tuða um hvað þú sért mikill tuðari! Keep up the good work!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 16.5.2008 kl. 05:38

36 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er bara ein leið til að komast hjá gagnrýni og hún er sú að gera ekki neitt.

Kallar þetta blogg hjá þér um einhver ummæli um þig á bloggi annarra ekki á dýpri sjálfskoðun þ.e. hvers vegna þú sért að pæla í hvað öðrum finnst um þig

Annars notar fólk blogg til margra hluta, ég nota blogg til að ræða við sjálfa mig og reyna að varpa einhverju ljósi á umhverfi mitt og reyndar stundum til að koma einhverju á framfæri sem mér finnst mikilvægt að samferðamenn mínir pæli í. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.5.2008 kl. 06:30

37 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jóna ekki pæla í þessu.  Haltu bara áfram eins og þú ert skemmtileg og stundum djúp.  Tek undir orð margra hér á undan hann hlýtur að vera með ykkur á heilanum.

Kveðja héðan úr sveitinni inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 16.5.2008 kl. 07:45

38 Smámynd: Dísa Dóra

Ég verð nú að melda mig í hjörðina þína - hef óendanlega gaman af því að lesa bloggið þitt.  Les líka Jenný en Stebba hef ég aldrei fílað. 

Segir það ekki að maður velur sér að lesa það blogg sem manni finnst skemmtilegt?  Allavega les ég blogg sem mér finnst skemmtileg og áhugaverð óháð því hvar á vinsældarlistanum þau eru. 

Dísa Dóra, 16.5.2008 kl. 08:51

39 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Meeeee, og knús frá mér...

Bjarndís Helena Mitchell, 16.5.2008 kl. 08:53

40 identicon

Kæra Jona Gaman,gaman. Nú er að færast fjör í leikinn. Hefur fólk ekkert annað að gera en að gagnrýna,og til hvers? Ég er svo hreykin af að vera í hjörðinni þinni. Bíð eftir blogginu frá þér á hverjum degi, því að það auðgar mitt smásálarlega líf.

Knús

SBG (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:04

41 identicon

Bara gaman að þessu...

Ég er alveg viss um að það sem býr að baki svona ummælum er ekki að viðkomandi hafi þessa þörf fyrir að gagnrýna skrifin ykkar (enda les hann/hún þau greinilega upp til agna) heldur að koma af stað svona flóðbylgju umræðna.  Og það virkar ekki nema skella einhverju fram sem hann/hún veit að fer fyrir brjóstið á sem flestum.  Svo situr þessi elska og gleðst yfir því sem hann/hún er búin að áorka.  Það er bara pjúra húmor í þessu öllu saman.

En ég má til með að hrósa þér fyrir skemmtilegt blogg Jóna

Björk (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:35

42 identicon

Ætli þessi elskulegi maður eigi sér líf? Hvernig skyldi það líf vera? Hefur hann sem sagt tíma í sínu lífi til að blogga OG tíma til að lesa allt hitt bloggið OG eyða tíma í að kommenta OG gera langa aðfinnslupistla? Vá, langar í þetta líf!

Lífið er tækifæri - grípu það,

have a hell of a good day :)

Álfur kálfur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:54

43 identicon

meeee...me...meeeeeeeee...meme...meme

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:27

44 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Áfram með tuðið.

Ein af rollunum.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 12:25

45 identicon

Bloggið þitt er eina bloggið sem ég les reglulega og það er orðinn fastur partur af morgunrútínunni hjá mér, skyr, kelloggs, mbl.is og Jónublogg.

 Bíð bara eftir bók...

Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:29

46 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

ég er hjarðdýr og stolt af því :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 16.5.2008 kl. 13:11

47 Smámynd: Loopman

Þetta blogg þitt Jóna er sæði.

Þetta er alveg ótrúlegt hverni þessir nafnleysingjar nú til dags blogga. Þvílíkt og annað eins hef ég ekki lesið. Það er eitthvað að svona liði. 

Þessi bloggari er einmanna sál sem á sér augljóslega ekkert líf. Ég hálf vorkenni honum, það getur ekki verið hollt að gagnrýna svona og kalla svona öðlinga og frábæra bloggara eins og þig, tuðara. Tuðara.. hafði heyrt annað eins, Ó MÆ GOOOOOD.

Loopman, 16.5.2008 kl. 14:45

48 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hey! Jóna! Það er ekki tillitsemi að segja ekki frá því að kommentin um þig eru af minni síðu - en ekki mín komment. Það er ekkert leyndar mál að ég hafi verið að gera tilraunir á blogginu og skrifað um það, en ég fæ ekki betur séð en að lesa megi út úr ýmsu hér fyrir ofan að það hafi verið ÉG sem kommenteraði á neikvæðan hátt um þig. Þetta verður þú að lagfæra Jóna mín. Fólk heldur að það sé ég þessi athyglissjúki sem talar illa um þig og það er ekki nógu gott. Yfirlýsing er nauðsynleg Jóna og rangt að geta ekki heimilda og rangt að stuðla að misskilningi.

Klárt og kvitt: Ég sagði ekkert neikvætt um Jónu og tilvitnuð komment frá öðrum komin en mér. Savy? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:05

49 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Varðandi hjörð: sl. 3 vikur hefur Jóna verið með skráð 25.4 komment að meðaltali á dag og til samanburðar er meðaltalið hjá Stebba Fr. 16.5, hjá Áslaugu efstu 12.2, hjá mér 16.8 en hjá Jennýju er umræðan rosaleg með 65 komment að meðaltali á dag.

Það er ljóst að þessi hér færsla hækkar meðaltalið hjá Jónu, því þetta er komment númer 53 hafi ég talið rétt! 

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:21

50 Smámynd: Landfari

Friðrik, hefur það nokkuð hvarlað að þér að hún vili ekki vísa í síðuna þína til að fólk fari ekki að lesa þetta þar. Þá myndi mælirnn tikka hjá þér en en ekki henni

Get ekki að því gert að þetta er allt orðið svolítið spaugilegt.

Landfari, 16.5.2008 kl. 21:23

51 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

En, Landfari, ég ógna hennar status ekki hið minnsta. Ég er bara peð við hliðina á henni og kæmist aldrei ofar en í fimmta sætið. Hvað sem því líður þá kæri ég mig ekki um að nokkur maður haldi að ég hafi verið að atyrðast út í Jónu. Hún hlýtur að koma hingað von bráðar að staðfesta það.

Vissulega ýmsar spaugilegar hliðar á þessu öllu. meðal annars að hafi hún ekki viljað "auglýsa" mig þá er ég altént sjálfur búinn að skemmileggja það!

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:36

52 Smámynd: Loopman

Friðrik Þór. Hefurðu prufað að taka saman þessa hjörð og sjá hvað umræðan er um. Ég er ansi nálægt því þegar ég segi að þetta er ekki umræða eða rökræður, heldur að mestu leiti komment sem segja..."ég er sammála, þú ert æði, ég elska bloggið þitt" og svo framvegis. Allavega í flestum tilfellum er þetta ekki eins og þú segir, "rödd sem segir eitthvað" heldur "innantómt gjálfur".

Prufaðu að taka það saman, ég get meira að segja hjálpað þér við það ef þú villt. Láttu mig bara vita ef þú leggur í það.

Magn af kommentum er ekki það sama og umræða.

Og Jóna, og allir hinir, það var ég sem kommentaði, ekki Friðrik Þór. Fix it.

Loopman, 16.5.2008 kl. 23:46

53 Smámynd: Loopman

Það má lesa þetta á síðunni minni í meira næði... :)

Loopman, 16.5.2008 kl. 23:47

54 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

hmmm.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 11:00

55 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Ætli maður bætist ekki í hjörðina eins og flestir, því ég verð að viðurkenna að ég kíki hér við oft í viku. Auðvitað les maður bara það sem manni finnst skemmtilegt og hefur áhuga á

Valgerður Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:08

56 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Hæ ég er að pæla, það hljómar eins og wannabe sé eitthvað sem er slæmt að vera, en það er að mínu mati bara annað orð yfir manneskju með markmið, sem er nú yfirleitt ekki talið mjög slæmt að vera ;)

Og ég er ekki hjörð, ég les bara blogg sem eru að segja mér eitthvað gagnlegt sem ég fæ ekki vitneskju um annarsstaðar og þessvegna les ég þetta blogg á hverjum degi! :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 17.5.2008 kl. 23:55

57 Smámynd: Halla Rut

wannabe eitthvað segir manni að viðkomandi hafi metnað og drauma. Hvað er sá sem ekki hefur drauma eða vonir um að sækja fram?

Ég er líka Wannabe, bara á öðrum vettvangi. 

Halla Rut , 18.5.2008 kl. 12:52

58 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá - ég er barabúin að missa af þessu öllu! Hvar var ég?

Annars gaman að vera hjarðmeðlimur!

Edda Agnarsdóttir, 18.5.2008 kl. 13:43

59 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Bara einn sauðurinn úr hjörðinni að kvitta fyrir lesturinn

Brynja Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband