Fimmtudagur, 27. mars 2008
Umræðan um ''okkur'' og ''þá''
Ég forðast að blogga um þjóð- og dægurmálin. Einfaldlega vegna þess að mér þykir sjaldnast koma neitt vitrænt út úr slíkum umræðum hér á blogginu. Skítkastið, manna á milli er aldrei langt undan. En ég get ekki orða bundist.
Það eru agalega undarlegar umræður í gangi um glæpi á Íslandi, víðs vegar á bloggsíðunum. Hvort fleiri eða færri glæpir séu framdir af útlendingum. Hvort það eru innflytjendur eða túristar sem fremji glæpina. Hvort Íslendingar eða útlendingar nauðgi fleiri konum, að Íslendingar hafi vafasama vinninginn í barnaníði o.sfrv.
Þetta á auðvitað ekki að snúast um ''okkur'' og ''þá''. Við erum vonandi vaxin upp úr sandkassarifrildunum; pabbi minn getur sko lamið pabba þinn!
Þetta snýst einfaldlega um að með fjölmenningarsamfélagi fjölgar glæpum. Eðlilega. Og eðlilega hef ég og margir aðrir áhyggjur af þessari þróun. Og á meðan innflytjendur flytja inn í hópum og eru ekki skikkaðir í íslenskukennslu þá einangrast heilu fjölskyldurnar og úr verða lítil hverfi. Og í framhaldinu verða til klíkur.
Um leið og minnst er á útlendinga, innflytjendur, glæpi og eftirlit, í sömu andrá, þá er viss hópur fólks sem byrjar að góla og garga: rasisti, rasismi....
Vaknið gott fólk. Staðreyndir eru staðreyndir. Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, að minnsta kosti orðið sýnilegri og ofbeldisglæpum hefur fjölgað í kjölfar sístækkandi fjölmenningarsamfélags.
Og meira um staðreyndir: Danmörk, Noregur, Svíþjóð... nágranna- og frændþjóðir okkar eru vaðandi skítinn upp að eyrum vegna rangra ákvarðana varðandi innflytjendamál. Hvernig í fjandanum stendur á því að við ætlum ekki að læra af þeirra reynslu?
Og byrjið nú ekki að æpa rasisti rasisti. Ég er enginn helvítis rasisti. Hvernig má það vera, búandi með einum erlendum aðila og 3 öðrum sem aðeins eru að hálfu íslenskir.
Í mínum huga eru allir velkomnir til landsins sem ætla sér að vera nýtir þjóðfélagsþegnar og eru tilbúnir til að læra málið. Það er undirstaða allrar velgengni í þessum málaflokki að innflytjendur læri málið því það kemur í veg fyrir að þeir einangrist. Sérstaklega hætta með konur sem búa við ofríki eiginmanns, og börn þeirra. Þau einangrast, verða fyrir aðkasti í skóla og á endanum rísa sér skólar fyrir Íslendinga af erlendu bergi brotnir.
Því miður stefnir þetta þjóðfélag hraðbyri í ''þeir'' og ''við''.
Og þetta snýst ekki um að mér þyki það minn réttur að geta talað íslensku í Bónus. Hefur ekkert með það að gera. Ég tala ensku með glöðu geði í búðinni, á bókasafninu, í sundlauginni eða hvar sem er.
Mín skoðun er því sú að
1) um leið og einstaklingur er dæmdur fyrir glæp á að senda hann úr landi. Afhverju að safna glæpamönnum?
Ég er reyndar alveg á því að sakavottorð þurfi að vera hreint þegar flust er til eyjunnar eftirsóttu, en ég sé ekki að það sé framkvæmanlegt. En samt skrítið að norrænir mótorhjólakappar séu sendir úr landi með rakettu í rassgatinu í hvert sinn sem þeir sýna á sér fésið, en skipulagðir glæpahópar af öllum mögulegum þjóðernum eru bara meira en velkomnir. Afar skrítin stefna hjá okkur, þykir mér.
2) Enginn á að fá íslenskan ríkisborgararétt nema að sýna fram á einhverja x-kunnáttu í íslensku.
Hættum þessum fjandans rasista upphrópunum, metingi um minns og þinns og síðast en ekki síst: hættið að tala eins og þetta sé allt saman bara svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Og nú er ég ekki að tala um húðlit. (Þori ekki annað en að taka þetta fram).
Staðreyndin er sú að við stefnum í BIG TROUBLE með sama ''hausinn í sandinn'' syndróminu. Það þarf opna umræðuna og fjalla um málefnið á málefnalegan hátt. Að sjá rasista og illa innrætt fólk í hverju horni er ekki vænlegt til árangurs.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Nákvæmlega !
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 22:48
Ég held að þú hafir bara hitt naglann á höfuðið.
Ég viðurkenni alveg að ég er ein af þeim sem kalla "rasisti rasisti" en ég var ekki búin að hugsa málið jafn langt og þú.
Allir eru velkomnir - svo lengi sem þeir hegða sér vel og reyna að tala íslensku.
Ég rakst á tvær smáauglýsingar í fréttablaðinu þar sem var tekið fram að íslenskukunnátta væri æskileg. Hvert er landið að stefna þegar það þarf að taka þetta fram í íslensku dagblaði?!
Tinna (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:50
Ragga. Nákvæmlega
Tinna. Auðvitað er bara frábært ef fólk sem ekki talar málið fái samt vinnu, svo framarlega sem viðkomandi sé farinn að sækja íslenskukennslu. En þetta er einmitt málið. Fólk þorir hreinlega ekki að hafa skoðun á innflytjendamálum, aðra en að barasta. ja ja ja alle sammen velkommen bare. Kom og kose dig på Island.....
Ef þú hefur á einhvern hátt, einhverja skoðun á að hlutirnir ættu að vera örlítið öðruvísi þá ertu stimpluð rasisti og mannhatari af verstu sort. Þessu verður að linna.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 22:55
ég er sammála þér, sérstaklega þetta með að fólkið sem hingað kemur sé með hreima sakaskrá, það verði sent heim ef það brýtur lögin og að það læri tungumálið okkar :o)
Vignir, 27.3.2008 kl. 22:58
'Eg er að vissu leyti sammála þér. Tel mig ekki vera rasista en það þreytir mig svakalega að fara í Bónus og ýmsar aðrar verslarnir og þurfa svo að tala ensku!
Ég hef sjálf búið erlendis, starfaði við ýmislegt og þar á meðal annars afgreiddi ég í matvörubúð - það hefði aldeilis verið upplitið á viðskiptavinunum ef ég hefði talað ensku eða íslensku, nei ég þurfti að læra tungumálið með hraði
Auðvitað á fólk ekki að fá íslenskan ríkisborgararétt nema kunna e-h lágmarks íslensku.
takk fyrir gott blogg
Maggan (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:00
Ég er bara sammála þér Jóna...en ekki til að vera sammála heldur finnst mér þetta bara sanngjarnt gagnvart öllum.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:02
Heyr heyr...
Ég kallaði lengi: rasisti, rasisti. Ég er hætt að kalla, finnst hins vegar alveg eðlilegt og sjálfsagt að kanna sakaskrá þeirra sem hleypt er inn í landið til að búa þar og starfa. Alveg óþarfi að hleypa hingað dæmdum glæpamönnum eins og virðist gert, manni heyrist að heilu glæpagengin komi hingað skipulega til að stunda sína starfsemi.
Lesandi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:08
Ég er sammála þér að flestu leyti - flestu nema þessu um fangelsismálin! Hugsanlega á viðkomandi sína fjölskyldu hér - hugsanlega komu upp einhverjar aðstæður sem viðkomandi réði ekki við og þarf hugsanlega að gjalda fyrir það með fangelsisvist!
Af hverju ætti þá að senda hann "heim"? Á hann ekki heima hér ef fjölskyldan hans er hér? Hvar er "heima"?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 23:17
Þetta er frekar frjálslynt hjá þér.
Mér mislíkar það lítt.
Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 23:20
Hrönn. Það er rétt. það geta komið upp erfið dæmi. Eins og þetta sem þú nefnir. Snýst þetta þá ekki um að verða sér úti um íslenskan ríkisborgararétt fljótt og vel ef þú ákveður að lifa í landinu, sem aftur tryggði þér viðveru á Hrauninu. En ég verð líka að spyrja: hvaða aðstæður væru það sem viðkomandi réði ekki við? Er ekki einmitt um að gera að taka á málunum svo þetta samfélag verði ekki eins og gettóin í USA og á fleiri stöðum þar sem fólk á einskis annars úrkosta en að afla sér matar með ránum?
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:24
Vel mælt og 100% sammála. Ég er útlendingur í ,,ókunnu" landi og þekki það af eigin raun hverngi fólk getur komið fram við útlendinga sem ekki tala mál þjóðarinnar. Eftir átján ár er ég ekki meir en,, mellufær" í tékknesku en ég get alla vega bjargað mér og er enn að reyna að böglast við að læra þetta hrognamál, en ég reyni þó. Mér finnst það alveg sjálfsagður hlutur.
Ég var aldrei skikkuð til að læra málið en okkur fannst nauðsynlegt að kunna málið ef við ætluðum á annað borð að búa hér.
Ég held líka að við Íslendingar séum boðin og búin til að leiðrétta útlendinga sem eru að reyna að bögla sig áfram á okkar tungu. Því miður var það ekki þannig hér, það var hlegið á bak okkur og gert að okkur óspart grín í stað þess að leiðrétta eða leiðbeina. Það gerði það að verkum að ég fór á tímabili í baklás og gafst upp á því að reyna að læra málið. Síðan snerist mér hugur.
Hvað varðar ofbeldi og annan ósóma þá er þetta óhjákvæmilegur fylgifiskur með innflytjendum ef þeir fá að koma óhindrað inn í landið. Hingað flyktust Úkraínu menn fyrir nokkrum árum og við fengum aðeins smjörþefinn af því að hafa þau hér í vinnu. Við getum engum um það kennt nema okkur sjálfum, við skoðuðum ekki nógu vel fortíð eða skilríki þessa fólks.
Það er bara misjafn sauður í mörgu fé, hvort sem það er ,,svart eða hvítt"
Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:28
Steingrímur minn. Lesblind manstu hér eftir kallað: Steinblind.
mislíkar þér, eða líkar þér?
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:29
Þetta er nákvæmlega málið Frú, ég hef tekið þátt í umræðu um þetta á nokkrum stöðum aðallega hjá Höllu Rut og þetta er nákvæmlega málið, enn þetta með sakavottorðið ég veit ekki ég er á því að þó svo að fólk hafi misstigið sig eigi það að eiga séns svo kannski ætti að skoða hversvegna eitthvað er á vottorðinu nú eða vera með verulega hörð viðurlög. Enn lágmarks Íslensku kunnáttu verðum við að hjálpa þeim um það skiptir svi mikklu máli á svo mörgum sviðum og það er okkar að sjá til þess að þau einangrist ekki.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.3.2008 kl. 23:35
Í fyrra var frumvarp til laga um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt samþykkt á Alþingi. Í 3. tl. 9. gr. nýju laganna er umsækjendum um íslenskt ríkisfang einmitt gert að standast ákveðið stöðupróf í íslensku.
Ákvæðið tekur gildi 1. janúar næstkomandi.
Salóme (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:36
Senda fólk heim um leið og það er dæmt? Þannig að það þyrfti aldrei að sitja af sér ef ekki er samningur milli lands viðkomandi og Íslands um slíkt. Það myndi gera Ísland að Gósenlandi barnaníðinga og nauðgara sem kæmu hér og tæku sinn séns. Í versta falli fengju þeir frítt far heim.
Annar lesandi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:39
Það er nú eiginlega meira en að segja það að halda úti íslenskukennslu fyrir fólk af ýmsu þjóðerni. Landspítalinn vildi kenna sínu starfsfólki íslensku og áður en við varð litið voru komin íslenskunámskeið á 17 tungumálum.
Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:41
Högni. ég veit. sá kommentið þitt þar og nákvæmlega þannig líður mér stundum. En það er aðallega vegna þess að ég verð svo þreytt á því að ekki megi ræða málin. og þá gerist nákvæmlega það að til verður útlendingahatur. Því fólk er hrætt og hvað er útlendingahatur annað en vanþekking. Ef engin er umræðan, verður aldrei annað en vanþekking.
Salóme. Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar. Hafði ekki hugmynd um þetta.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:42
Annar lesandi. Það er nákvæmlega þetta sem ég meina. Það þarf að ræða málin. Einn kemur með skoðun, annar bendir á vankantana á þeirri skoðun og sameiginlega finnum við lausn. Þannig eiga hlutirnir að virka.
helga. Ég sé vandamálið, en í hvaða landi gæti Íslendingur sótt námskeið í málinu og fengið það námskeið á íslensku???
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:44
Ía. Einmitt. Þeir sem hrópa hæst rasisti rasisti, þegar talað er um að allir eigi að læra íslensku, virðast ekki skilja að það er innflytjanda fyrir bestu að læra málið. Að þetta snúist ekki um við viljum tala íslensku í Bónus.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:47
Þetta er eitthvað sem varðar okkur öll, og það vantar sárlega að setja opinbera stefnu.
Vilma Kristín , 27.3.2008 kl. 23:55
Þetta snýst ekki bara um það hvort að við viljum ekki tala ensku í Bónus heldur fyrst og fremst um að útlendingar geti kynnt sér réttindi sín, sem skiptir verulegu máli í öllum samskiptum.
Enn sjáiði hvað Ía er að segja, þetta viðhorf flytur fólkið með sér og ég get sagt ykkur, bara af því að ég veit það, að Litháarnir og Pólverjarnir hlægja af okkur yfir því hvað lögreglan sést lítið.
Vilma það er rétt og það er ekki eftir neinu að bíða, en bíðum sammt aðeins, við erum að horfa á sömu aðstæður skapast hér og annarstaðar í evrópu og gerum barasta ekkert.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 00:03
Jóna, líkar, enda ~steinblinda~ fólkið sér oft betur en þeir sjáandi.
Pistilinn þinn sannar það.
Steingrímur Helgason, 28.3.2008 kl. 00:14
Ég er Íslendingur í útlöndum gift ennþá meiri útlendingi, sem ég hef búið með á íslandi og var það alls ekki góð reynsla. Ég er búin að sjá þessar umræður annarstaðar og ákvað að halda mér fyrir utan þar sem mér finnst sumt fólk fara út í mjög ljótt og persónulegt skítkast ef það nær ekki að samfæra aðra um sitt mál. Þetta er bara mál sem hefur marga fleti og það verður aldrei nein þjóðarsátt um það. Og það getur vel verið að allt sé komið rass yfir haus hér í Noregi eins og ég les hér en ég verð lítið vör við það. En aftur á móti er eins og ekkert annað land hafi lent í öðru eins og það finnst mér alltaf jafn fyndið hjá Íslendingum. Auðvitað er þetta alvarlegt mál sem þarf að ræða á málefnalegum grundvelli. Ísland er lítið land með fáa íbúa, og það er mín skoðun að þegar ég flutti þaðan í 2001 þá var það þegar búið að láta þetta ganga of langt og missa tökin á þessu. Ég held að Ísland verði ekki lengi íslenskt. En það er ekki það versta heldu, mér þykir virkilega leiðinlegt að hugsa um ALLT hitt fólkið sem er útlendingar og eru að gera góða hluti sem verður fyrir barðinu á þessum múgæsingi og er stimplað. En ég ætlaði nú ekkert að blogg hjá þér Jóna mín en stóðst ekki mátið með að koma með smá innslag þar sem ég vona ég ég verði ekki rökkuð niður persónulega fyrir það eitt að skrifa hér.
Knús til þín
Sigrún Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 00:30
Góður pistill Jóna.
Mér finnst að fólk sem kemur til Íslands til að búa hérna og starfa þurfi að hafa hreint sakavottorð til að fá dvalarleyfi. Ég held að bara þetta eitt yrði gott fyrsta skref í því sem þarf að gera til að hlú að góðu samfélagi hérna, fjölmenningarsamfélagi. Ég er alveg sammála það er allra hagur að fólkið læri tungumálið, ekki síst eykur það lífgæði fólksins sjálfs og geir það virkari þáttakendur í mannlífinu og verðmætari sem einstaklinga á vinnumarkaði.
Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 00:33
Hvenær verðu útlendigur Íslenskur? þarf hann að skipta um ríkisborgararétt ? Ekki ætla ég að gera það hérna. En ef sonur minn verður tekin hér fyrir ölvun við akstur sem dæmi, eða steli peningum, á þá að senda hann í fangelsi "heim" þó að hann hafi verið hér meirihluta ævinar? Hvað með börn/unglinga innflytjenda á að senda þá úr landi ef þeir brjóta af sér, og hvað þá með restina af fjölsk ??
Sigrún Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 00:41
Sammmála Mörtu, Góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:42
Við getum ekki ætlast til að allir sem flytja til Íslands vilji verða Íslenskir ríkisborgara og það á ekki að vera þannig að fólk þurfi að segja sig frá föðurlendinu þó að það flytji. En ég er hjartanlega sammála því að fólk sem flytur til lands, hvaða lands sem er þarf að læra tungumáli. Það þarf líka að læra sögu lands og þjóðar í stórum dráttum og um menningu og venjur viðkomandi lands.
Sigrún Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 00:45
Læt þetta duga í kvöld Jóna mín, gaman að þú tókst þetta upp og vonandi haldast umræðurnar málefnalegar
Knús til þín inní nóttina
Sigrún Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 00:48
Ég er nokkuð sammála þér Jóna mín, og ef þú værir kölluð rasisti, þá væri öll þjóðin rasistar. Einfaldara væri það ekki, en þú ert efni í Frjálslynda flokkinn finnst mér og sé!
Þú ert flott kona og ákveðnina vantar ekki!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:50
Já en tengdamamma hennar er rasisti
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 00:53
Ég sá á vísi.is að Reyknesingar eru að gera góða hluti í þessum málum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 00:54
Ég er alveg sammála þessu og ef að ég lendi í þessari "rasista" umræðu á annað borð þá segji ég alltaf það sama. Mér finnst sjálfsagt að fólk komi hingað til lands og búi hérna, alveg eins og við förum til annarra landa og byggjum okkur heimili þar, en mér finnst mikilvægt að fólk reyni að koma sér inn í menninguna og málið hér á landi alveg eins og annarsstaðar. Og mér finnst engin afsökun að málið sé erfitt. Það er fólk frá öllum löndum sem kemur hingað til lands á hverju ári og lærir málið okkar, það geta það allir, þetta er bara spurning um að leggja sig fram.
Mér var sagt fyrir nokkrum árum frá því hvernig fyrirkomulagið í Ástralíu er. Ég hef ekkert kynnt mér þetta sjálf en ég ætla samt að skrifa það sem að mér var sagt þar sem að mér fannst það alveg ofsalega sniðugt.
Ef þú vilt flytja til Ástralíu og búa þar til lengri tíma ertu beðin um að senda læknaskýrslur eða eitthvað slíkt til að sanna að þú sért ekki í áhættuhóp við miklum veikindum þar sem að læknaþjónustan þar er ódýr eða jafnvel ókeypis. Þannig að ef að þú ert í mikilli yfirþyngd þá er sagt nei við þig því að það gæti kostað heilbrigðis kerfið þar of mikið ef þú færð t.d. hjartaáfall eða kransæðarstíflu í kjölfarið.....ok þetta er kannski soldið hart
En það sem að mér þótti sniðugra var það að ef að þú vilt svo búa þarna færðu tvö eða þrjú ár til að læra málið og kynna þér einhvern grunn í sögu Ástralíu. Svo ertu látin taka próf í hvorutveggja eftir ákveðinn tíma og ef þú stenst ekki verðuru að byrja ferlið allt upp á nýtt.
En gerið þið það nú elskurnar....ekki fara að hvæsa á mig um að þetta sé allt kolvitlaust hjá mér því að ég heyrði þetta frá öðrum og ég veit ekkert hvort að þetta er rétt....(væri svo sem ekki vitlaust að kynna sér það haaaa?) en hvort sem að það er rétt eða ekki finnst mér þetta alveg stórsniðugt og mér finnst bara allt í lagi að gera þetta, sérstaklega þegar svona lítil þjóð á í hlut eins og Ísland er....það þarf ekki mikið til að málið okkar deyji út held ég, því miður.
Góð færsla Jóna
Hjördís Ásta, 28.3.2008 kl. 01:00
Þakka þér fyrir stórgóðan og þarfan pistil Jóna. Ég er svo sannarlega sammála þér, í einu og öllu. Það sem ég hef reynt, að benda á, er nauðsyn þess að íslenska ríkið, þarf að bjóða upp á, íslenskukennslu í skóla, þar sem bara er kennd íslenska, á íslensku. Við eigum til þess sérmenntaða kennara, en yfirvöld hafa hundsað að veita slíka þjónustu, til útlendinga. Þannig þjónusta væri skyldumæting allrar fjölskyldunnar, í X mörg skipti til að kynna réttindi þeirra og skyldur í Íslensku samfélagi fyrir öllum í fjölskyldunni.
Sú íslenskukennsla sem útlendingum hefur verið boðið upp á var, stutt námskeið sem kostaði 40. þúsund krónur, fyrir tveim árum. Og veitti engan meiri rétt til vinnu né launa. Og fólk fékk ekki að sækja námskeið á vinnutíma.
Og þar sem við vitum að meirihluti þess erlenda vinnuafls, sem hér eru við störf, hafa um, eða rétt yfir 100. þúsund krónur á mánuði. Finnst mér, ef á að skylda það til að kunna X mikið í íslensku, ef þeir vilja fá, hér ríkisborgararétt, að þá verði Íslenska ríkið að sjá til þess að það sama fólk hafi aðstæður og efni á að sækja sér það nám.
En mér finnst alveg óþolandi, hvernig við íslendingar, ætlumst til, að allir útlendir, sem hingað koma, séu ein sjálvirk æfingamaskína fyrir enskuþjálfun okkar, þó vesalings fólkið tali ekki orð i ensku, og þrái það heitast að talað sé við það íslensku,- böbblum við á móti á ensku, - En útlendir þurfa að fá sín tækifæri til að æfa íslenskuna sína á okkur. Og okkur, ber skylda til, að hjálpa þeim, að æfa sig, á íslenskri tungu. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.3.2008 kl. 01:15
Kannske er ég rasisti. Ég vil hreint sakavottorð fyir þá sem flytja til landsins. En fæstir þeir sem koma hér í leit að betra lífi eru glæpamenn. Vandamálið eru glæpagengi sem eiga greiða leið inn í landið. Kannske allir sem hingað koma þurfi sakavottorð. Ég var nýlega beðin um sakavottorð og finnst ekkert að því. En þeir sem ætla að setjast hér að verða að læra íslensku og aðlagast okkar samfélagi. Við eigum ekkert að gefa afslátt á það. Ekki vildi ég setjast að í nýju landi án þess að læra tungumálið. Það er algerlega ljóst að með auknu flæði erlendra manna inn í landið(glæpagengja) hafa orðið grófari glæpir gagnvart fólki en við höfum þekkt. Einhvern veginn þurfum við að bregðast við. Ég á góða erlenda vini og vinnufélaga. En svo er annað. Við erum slík örþjóð að við gætum hæglega komist í minnihluta. Og það get ég ekki hugsað mér hér á eyjunni.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2008 kl. 01:23
Þetta er líklega albesti pistill sem ég hef séð um þessi mál, kannski vegna þess að ég hef sjálf verið að hugsa mikið og lengi á svipuðum nótum.
Ég bý líka með Breta eins og þú og er því í þeirri aðstöðu að horfa á málið frá fleiri en einni hlið en ég hef líka alls konar fyrirvara.
Hingað koma útlendingar á mörgum mjög mismunandi forsendum. Sumir til að setjast að og gerast þátttakendur í samfélaginu, sumir til að vinna í afmarkaðan tíma og fara svo, og enn aðrir - að því er virðist - til að fremja glæpi og notfæra sér það hve við erum saklaus og græn, höfum lélega löggæslu og afleitt dómskerfi.
Minn Breti er ekki búinn að vera hér eins lengi og þinn. Hann hefur búið við og fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Bretlandi þangað sem útlendingar hafa streymt í stórum stíl og verið tekið af alkunnu, bresku umburðarlyndi.
Hann botnar ekkert í Íslendingum og tregðu þeirra til að horfa nú í kringum sig og reyna að læra af reynslu annarra þjóða.
Það fýkur verulega í mig þegar rasistastimpillinn er notaður við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, jafnvel þegar farið er fram á að litið sé á útlendinga sömu augum og Íslendinga. Gerðar til þeirra sömu kröfur og okkar. Það á ekki að veita neinum réttindi án þess að gera í leiðinni til þeirra kröfur.
Það er alltaf verið að tala um fjölmenningarsamfélag en hingað til hef ég ekki heyrt almennilega skilgreiningu á því hugtaki og hvað í því felst. Þetta virðist vera einhvers konar frasi sem slengt er fram í tengslum við rasisma eða ekki rasisma. Í því sambandi langar mig að minna á Ayaan Hirsi Ali, Sómölsku baráttukonuna sem heimsótti okkur sl. haust og hvetja alla til að lesa bókina hennar, Infidel/Frjáls.
Ræðum svo saman um fjölmenningarsamfélag að lestri loknum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 01:32
Áhugaverð umræða, en ég ætlaði bara að svara henni Hólmdísi hér á undan: Mæltu það allt manna heilust.
Jón Valur Jensson, 28.3.2008 kl. 01:38
... nema náttúrlega það, að þú sért rasisti, Hólmdís; ekki fæ ég séð það, og ekki er það sómasamlegt né eftirbreytnisvert.
Jón Valur Jensson, 28.3.2008 kl. 01:42
Pabbi minn getur sko lamið pabba þinn ef út í það væri farið addna ...
En ég er mikið sammála þessum pisli þínum, góður og rasistalaus. Við verðum að huga betur að þeim sem koma hingað til að dvelja eða vinna. Er í mörg ár búinn að skrifa um það á öðrum vetvangi að útlendingar sem brjóta af sér hér eiga skilyrðislaust að fá dóm hérna en taka dóminn í heimalandi og er ennþá á þeirri skoðun. Ég myndi sjálfur telja mig meiri mann ef ég færi í að sækja um vinnu erlendis - og gæti sýnt hreint og fagurt sakavottorð í leiðinni til að sýna nýjum vinnuveitanda að hann geti treyst þeim sem hann er að ráða til sín. Einnig finnst mér athugandi að láta skoða heilbrigðisvottorð fólks sem kemur frá löndum sem eru þekkt varðandi t.d. berklasmit í heiminum. Í það minnsta verðum við að opna þessa hluti og viðra þá - án hamagangs eða með einhverjum ofstopa. Svo að lokum þá myndi ég vilja setja lágmarks íslenskukunnáttu sem skilyrði fyrir fólk sem tekur að sér störf í þjónustu og heilbrigðisgeiranum. En takk fyrir góðan pistil og p.s. ég er líka hrikalega Zteinblindur á suma.. en ekki segja frá því plz!
Tiger, 28.3.2008 kl. 03:09
Þessi grein er góð og skrifuð af göfugum tilgangi. <Flestir útlendingar leggja mikið á sig, t.d. að læara mæalið, það fylgir reglum og mér er nokk sama hvort ég tala ískensku eða enski í Bónus eð a við pizzusendilinn. En fólk er ekki að fylgjast með þeim hroðalegu glæpumsem ske í öðrumnorðurlöndum. Það á að sína útlendingum virðingu og bjóða þá velkomna. En það á að hafa eftirlit með útlendingum sem koma hér á öðrum forsendum en megnið af útlendingum. Það er komin skipulögð glæpasrafsemi til Ísland og það hverfur ekki með afneitun á það. ég er að flytja frá Íslandi með erlendri eiginkonu minni vegna rasisma Íslendinga. Ekki vegna krakka með krúnurakaðan haus og hrópa heil Hitler. Þeir eru börn sem eru síður en svo hættuleg. Rasistarnir á Íslandi er venju legur Jón jÓnsson sem er með forneskjulegan gamaldags hugsunarghátt, og sá stóti hópur er útlrndingum hættulegstur. <næsta kynslóð verður kanski betri vonandi og hef ég megnustu skökk á útlendingahatri sem sýnir sig í allskonar myndum um allt þjóðfélagið. Eiginlega ætii að byrja skráningu á íslendingum sem sýnir opinberan rasisma gagnvart útlendingum og handtaka það hvar sem hægt er að ná í þá og fara ekki með manngreinarálið í þeim efnum. Það eru til lög um rasisma á Íslandi og ég veit ekki til að þau hafi nokkurntíma notuð. "Pabbi minn er svo stór að hann verður að stíga upp á stól til að setja á sig hattin"! Gáfnafar margra Íslendinga er í þessum stíl. Með reynslu af óteljandi löndum, þá eru Íslendingar með þeim heimskari almennt, miðað við aðrar þjóðir. þeir vita bara ekki af því sjáldir eins og heisku fólki er gjarnt.
Óskar Arnórsson, 28.3.2008 kl. 06:12
Mjøg gódur pistill Jóna. Ég er útlendingur í danmørku,og sé hér i fjølmidlum ad já,danir eru ad súpa seydid af mørgum misgódum ákvørdunum vardandi stefnu sína gagnvart útlendingum. T.d var madur sakfelldur um daginn fyrir manndráp af gáleysi,keyrdi drukkinn á annan bil og thrir létust í honum. Hann er dæmdur í 3.ára fangelsi og SVO sendur heim til síns heima. Thannig ad nei,hann sleppur ekki vid fangelsisvistina hér. Persónulega finnst mér thad i lagi,en vona samt ad hvert mál sé nú metid fyrir sig i svona málum. Mér finnst bara allt i lagi ad thegar madur kemur til landsins ad madur sé látinn sýna sakarvottordid sitt,thad sé thá hægt ad meta thad hvort megi hleypa manni inn i landid edur ei..ég er nýfarin ad vinna hérna og er i afleysingum á bádum stødum og tharf thurfti ég ad skrifa undir til ad hægt sé ad fá sakarvottordid mitt og flr,bakgrunnstékk . En dønsku VERD ég ad geta talad uppad vissu marki allavega. En ég verd samt ad segja thad ad á stundum hefur madur fundid ad danskurinn er ordin dálítid threyttur á øllum thessum útlendingum, en kannski er thad einmitt af thvi ad thad er ekki nógu gód stjórn á thessum hlutum hér yfirhøfud.
En ég,gift útlendingi lika,verandi útlendingur annarsstadar,er bara mikid sammála thessum pistli,thessi mál tharf ad ræda án thess ad fólk støkkvi upp og hrópi :RASISTAR. Thad er bara barnaskapur ad láta svoleidis.
bestu kvedjur frá dk.
María Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:21
Ég var nú ekki með ósvipaðan pistil fyrir nokkrum mánuðum og yfir mig rigndi hótunum og meiðyrðum og fleira. Hef ekki þorað að MINNAST á þetta aftur.
Ég er alveg hjartanlega sammála þessu hjá þér nema að því leiti að mér finnst ekki sniðugt að ég geti ekki farið út í búð á Íslandi nema að þurfa að bregða fyrir mér ensku. Ég bý á ÍSLANDI og vil tala ÍSLENSKU...mér finnst alveg nóg að bregða fyrir mér öðru tungumáli erlendis og finnst það sjálfsagt.
Ég geri mér grein fyrir að íslenskan er erfitt mál en þá er allt í lagi fyrir viðkomandi að leggja sig fram við að læra málið því oftar en ekki hef ég fengið ömurlega framkomu afgreiðslumanneskju þegar ég svara á íslensku en viðkomandi svarar mér á ensku án þess svo mikið sem reyna að segja TAKK FYRIR á Íslensku!!
Kannski þetta flokkist undir RASISTA en þá verður bara að hafa það. Ég hef akkúrat EKKERT á móti innflytjendum svo lengi sem þeir koma í friðsamlegum tilgangi. (pistillinn varð aðeins lengri en ég ætlaði upphaflega!)
Helga Linnet, 28.3.2008 kl. 08:41
Sammála.
Rosa flottur pistill
Hulla Dan, 28.3.2008 kl. 08:43
Flott og áhugaverð umræða. Það eru ýmsar forsendur sem þurfa að liggja fyrir til þess að öðlast íslenskan ríkisborgararétt og ekkert auðvelt.
www.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rikisborgaramal/upplysingar/nr/511
Þú þarft að sýna fram á að þú hafir lokið íslenskunámskeiði og þú þarft að hafa tvo meðmælendur sem þurfa að gera grein fyrir því hvers vegna viðkomandi ætti að fá íslenskan ríkisborgararétt. En alveg er ég sammála því að við eigum ekki að safna erlendu glæpahyski í fangelsin okkar og það á að senda þá beint til síns heimalands. Því eru í flestum tilvikum ekki með fjölskyldur hér. En þetta er samt sem áður afskaplega lítið prósentuhlutfall af öllum þessum fjölda sem komin er hingað. Svo má ekki gleyma öllum þeim fjölda sem flytur héðan, t.d. las ég um athvarf fyrir heimilislausar konur í Danmörku man ekki alveg tölurnar sem voru í þeirri frétt en mig minnir að af 8 plássum voru 3 eða 4 íslenskar.
Síðan finnst mér alltaf jafn sérstakt þegar íslendingur hefur brotið af sér í útlöndum og sætir fangelsisvist þá fara fjölmiðlar af stað og manneskjunni er vorkennt þvílík ósköp Og allir leggjast á eitt að ná manneskjunni til landsins. Gætum kennt örðum þjóðum þetta Þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af yfirfullum fangelsum af erlendum glæpamönnum. Annars er ég hlynnt fjölmenningarsamfélagi svo fremur sem það samlagast íslensku samfélagi en mér þykir það ekki boða gott þegar fólk hópar sig í heilt hverfi eins og hefur tíðkast t.d. í Svíþjóð því það er bara tákn um einangrun og fólk á erfiðara með að samlagast. En mér finnst upp til hópa þetta fólk ótrúlega duglegt að rífa sig upp til þess að bæta kjör sín og sinna.
Góða helgi.
þórdís (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:50
Ég eins og svo margir hef verið að fylgjast með þessari umræðu bæði hér í bloggheimum og út í þjóðfélaginu. Hugsa mikið og hef ákveðnar skoðanir. Get talað um það en allar heilasellur fara í verkfall þegar ég ætla að fara að skrifa um það. Kemur svo Jóna og nær öllum mínum skoðunum úr kollinum á mér og það sem meira er. Kemur þeim á blað í frábærum texta.
Takk fyrir þetta
Anna Guðný , 28.3.2008 kl. 09:01
Ég verð bara að hrósa þér fyrir þennan pistil og er hjartanlega sammála flestu ef ekki öllu sem þar kemur fram. Raunar vil ég ganga skrefi lengra og telja eðlilega kröfu að fólk sem starfar við þjónustustörf geti talað og skilið íslensku. Ég er sjálf ágætlega talandi á erlend tungumál en hef orðið vitni að því þegar eldra fólk stendur ráðþrota fyrir framan afgreiðslufólk sem þeim finnst óskiljanlegt og sem skilur það ekki.
Ég hef sjálf búið og starfað erlendis og þar kom aldrei annað til greina en að ég lærði viðkomandi mál. Fyrstu dagana og vikurnar var ég ótalandi og þá var ég í störfum sem kröfðust þess ekki að ég notaði málið en eftir því sem málakunnátta mín batnaði breyttust störf mín í samræmi við það. Ekki datt mér í hug að ætlast til þess að fólk talaði við mig á íslensku eða ensku enda var það ekki í boði.
Íslenskukunnátta er líka forsenda þess að fólk geti samlagast íslensku samfélagi sem er án ef það sem flestir innflytjendur vilja. Við ættum því að sjá sóma okkar í því að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga.
Svava (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:19
Alveg er ég sammála þessu með hreint sakavottorð ætti að vera skylda og glæpum hefur fjölgað þetta liggur fyrir. Mér finnst persónulega að glæpirnir tengjist oft Islendingum sem eru erlendis frá en það er bara mín skoðun. Og þetta með Bónus það er lágmark að fólk á kassa kunni íslensku (ekki mundi það ganga ef ég talaði Íslensku á kassi á Spáni)
Ps. en þetta er bara mín skoðun,
Jón þór (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:27
Svo sammála þér Jóna. Þetta eru hlutir sem þarf að skoða ítarlega og eins og þú segir, þá ættum við að læra af nágrannaþjóðum okkar og sjá hvað er þar í gangi. Bara það að hafa þessa skoðun þá er maður úthrópaðu rasisti en mér finnst þú hitta naglann á höfuðið.
Eigðu góðan dag
M, 28.3.2008 kl. 09:33
Gæti ekki orðað þetta betur:)
þegar ég flutti til Svíaríkis þá neitaði ég að byrja að vinna fyrr en ég væri búin að ná þokkalegum tökum á málinu , ég bjó þar vann og fékk þjónustu í heilbrigðiskerfinu og öðrum kerfum og það minnsta sem ég gat gert var að læra málið í því landi sem veitti mér vinnu og þjónustu þetta heitir réttindi og skyldur frá beggja hálfu ,
Gunna-Polly, 28.3.2008 kl. 09:46
Þú ert sko meira en bara "pretty face" elskan ;) Frábær pistill
Og... ég,sauðurinn, missti af þér í imbanum og var að enda við að horfa núna! Hrósa þér fyrir það seinn..... má ekki hrósa of mikið í sama kommentinu!
Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 10:12
Góður pistill!
Ég er bý í Svíþjóð og sé vandamálin sem eru hér. Ekki minst vandamálið að það má ekki ræða þetta þar sem það er svo mikill rasismi. Öll vandamál viðkomandi nýu svíum eru banlýst með öllu. Það að segja að aðfluttir verði að læra sænsku eða fara héðan er td. rasismi. Þegar fólk er farið að þekkja hvort annað er aftur á móti talað um aðflutta með heiftarlegri reiði og rasisma. Greinamunur er gerður á "réttum aðfluttum" og "röngum" Fólk frá hinum norðurlöndunum, norður evrópu og bandaríkjunum eru "Réttir" Arabar och afríkubúar "mest rangir" og svo framveigis.
Réttar pólitiskar skoðanir eru að allir eru velkomnir og öllum á að hjálpa og fólk heldur sér við þær skoðanir á opnum vetfangi.
Á vissum stöðum þar sem "rangir aðfluttir" eru orðnir sérstaklega margir er þó rasismin mun meira opin og stjórnmála flokkar sem eru alfarið á móti infuttningi á lituðum oft í meirihluta. Í suður Svíþjóð eru flestir útlendingar, stærst vandamál og mest hatur í garð útlendinga.
Mín skoðun er sú að land eigi ekki að taka á móti fleiri útlendingum en það ræður við að hjálpa inn í samfélagið. Hérlendis er þó aðalega um að ræða flóttamenn og þar með fólk sem ekki hefur valið að koma hingað, eða réttara sagt hefur ekki valið að fara úr sínu landi. Það er aðeins öðurvísi. Td ekki víst að foreldrar á flótta undan píntingu og dauða með kornung börn hafi getu né áhuga á að læra sænsku. Ekki er heldur víst að þau geti tekið með sér saka og heilsuvottorð.
Kannski skal í huga haft í umræðunni að sakavottorð og heilsuvottorð má falsa.
Takk fyrir mig
Birna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:12
Svo sammála þér.Og oft er ég kölluð rasisti af því að ég vill að sá sem býr á Íslandi tali íslensku
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:16
Ég held við verðum að fara afar gætilega í þessari umræðu allri og þá sérstaklega verðum við að passa hvað við látum börnin okkar heyra inni á heimilinu um innflytjendur og fólk almennt. Mér finnst farsælast að hugsa þetta sem svo að ég eigi að taka eins á móti gestum og ég vil að tekið sé á móti mér og mínum þar sem ég er gestkomandi.
Hitt er svo aftur annað mál að það er nauðsynlegt að hugsa það aðeins hverjum maður býður heim til sín og hverjum ekki...........
Soffía Valdimarsdóttir, 28.3.2008 kl. 10:23
Ég á svo erfitt með að tjá mig um þetta á málefnalegan hátt þar sem ég bý í breiðholti,tveim húsum frá þar sem var ráðist inn með öxum, og það um miðjan dag bara eftir því sem mér skilst..
Ég á tvo litla drengi svo akkúrat núna hugsa ég ekki rökrétt.. ég vil bara að þetta hætti allt saman.. ömurlegt að vera svona hræddur um barnið sitt þegar það bara fer út að leika sér...
Ég er alveg jafnhrædd við "vonda" íslendinga og "vonda" útlendinga,bara að taka það fram...
En ég get eins og ég sagði ekki tjáð mig um þetta á órasistalegan hátt akkúrat eins og er þó ég sé í raun alls ekki rasisti. Ég vil ekki senda alla heim, ég veit um fullt af góðu fólki sem á þetta ekki skilið frá samlöndum sínum, þeas að koma svona slæmu orði á allan hópinn
Ég verð ekki sátt ef einhver kommentar á að orðalagið mitt hafi verið eitthvað óvarfærnislegt, ég reyndi eins og ég gat að fólk gæti ekki séð neitt tvírætt við það sem ég skrifa..
Guðríður Pétursdóttir, 28.3.2008 kl. 10:24
Góður pistill Jóna og ég get tekið undir sumt. Læt það duga..
Takk fyrir góðan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 10:31
Góður pistill Jóna mín.
Ég er svo sammála þér og tek undir allt sem þú sagðir.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:37
Þú ættir kannski að bjóða þig framm á þing ?
Sindri (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:51
Takk fyrir góðan pistil hafðu góða helgi
Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 11:40
Það eru vissulega mörg vandamál sem skjóta upp kollinum í því fjölmenningarsamfélagi sem ísland er að fikra sig í átt að, á sama tíma og það hefur sínar jákvæðu hliðar að mínu mati enda er hrein íslensk sveitamenning að mínu mati ekkert til að halda fast í eða hrópa húrra fyrir.
Það er gaman að hafa alla flóru fólks í landinu og við getum lært svo margt af hvert öðru. Stærsta vandamálið sem við glímum við nú í dag er að mínu mati rasismi, ég er alveg sammála Óskari sem skrifaði hér á undan, það er nefnilega bara Jón jónsson niðrí bæ sem er uppfullur af útlendingahatri og dæmir fólk harkalega fyrirfram vegna þjóðernis.
Fjölmiðlar ýta oft undir þennan múgæsing, það er bara þannig. Það er líka svoleiðis til dæmis í Danmörku, þegar erlent fólk fremur glæpi þykir það mikið tiltökumál en þegar danskt fólk fremur glæpi gegn útlendingum er ekkert þjóðerni tekið fram í fréttinni, eins og til dæmis þegar tveir danskir strákar börðu tyrkneskan blaðbera til óbóta algerlega að ástæðulausu, það eina sem blaðberinn hafði unnið sér til saka var að vera tyrkneskur.
Jafnvel þriðja kynslóð innflytjenda á Íslandi er ekki að fóta sig eins auðveldlega í skólakerfinu og aðrir krakkar jafnvel þó þau hafi alist hér upp allt sitt líf, og ég held að það sé vegna þess að þeim finnst þau aldrei vera fullkomlega velkomin á landinu. Það skiptir máli að við bjóðum fólk velkomið í landið og til þess að þeim líði vel og aðlagi sig íslensku samfélagi er mjög mikilvægt að fólk kunni íslensku, ég er hinsvegar ósammála því að það eigi að setja einhverja lagasetningu til að skylda fólk til að læra malið heldur frekar að hafa kennsluna aðgengilega og öllum sem setjast hér að til boða að kostnaðarlausu.
Hvað sakarvottorð varðar er það alls ekki afleit hugmynd, en illframkvæmanleg því að fólk er sett í fangelsi af svo rosalega mörgum ástæðum, til dæmis bara fyrir að hafa staðið og tekið þátt í pólitískum mótmælum eða eitthvað slíkt eða konur fyrir að ganga ekki með blæju eða eitthvað svoleiðis og það væri óréttlátt af okkur að meina einhverjum inngöngu í landið fyrir svoleiðis sakir.
En auðvitað er maður skelkaður að vita af einhverri skipulagðri glæpastarfsemi koma inn í landið, ég tala nú ekki um fólk eins og þig sem átt börn og því nauðsynlegt að ræða þessi mál sem eins og öll önnur hefur marga fleti.
Bara smá innlegg í umræðuna, varð óvart of langt, alltaf gaman að lesa þig Jóna mín.
Júlía Margrét Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 11:48
Þakka þér stórgóðan pistil, Jóna. Það er alveg augljóst mál að með miklum fjölda útlendinga leynist misjafn sauður í mörgu fé. Skipulagðir glæpir útlendnga eru staðreynd. þetta með sakavottorðið kom fra hjá Frjálslynda flokknum á sínum tíma og var eins og margt kaffært mrð rasistatalinu, sem er ákveðin þöggun. Ekki gáfulegt því orð eru til alls fyrst og við þurfum að ræða þessi mál heiðarlega og án rasistakjaftæðisins. Við höfum verið lánsöm, íslensk þjóð að fá til okkar mikið sómafólk af erlendu baki brotið, sem hefur fært okkur marg sérlega gott og gagnlegt. Og því má ekki gleyma þegar við blasir að hættulegir glæpamenn áberandi frá Litháen og Póllandi leita hér fanga. Hér eru miklu fleiri landar þeirra, sem eru heiðarlegt og vinnusamt fólk, sem á virðingu skilið.
"Það þarf opna umræðuna og fjalla um málefnið á málefnalegan hátt. Að sjá rasista og illa innrætt fólk í hverju horni er ekki vænlegt til árangurs."
Auður Matthísdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:27
Hmm ég er hjartanlega sammála þér Jóna.
Ég vinn sem verkstjóri yfir nokkrum Pólverjum og bróðir minn einnig. Mér líkar alls ekki illa við Pólverja að neinu leiti en hins vegar á ég oft erfitt með að skilja þá þar sem þeir koma hingað án allrar ensku kunnáttu, við erum að verða mellufær í helstu skipunum á pólsku og reynum að kenna þeim íslenskuna frekar en enskuna. En því miður þá gengur það upp og ofan og áhuginn er nánast enginn. Það er eitthvað sem erfitt er að breyta, erfitt að breyta viðhorfi hjá öðrum.
Bjarkey Björnsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:36
Góður pistill og þarfur.
Halldór Egill Guðnason, 28.3.2008 kl. 12:41
Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta og ekki bara mínu heldur þeirra í kringum mig sem um þetta hafa rætt.
Við búum á eyju og eigum að geta varið okkur fyrir þessum heimsóknum, þeir útlendingar sem hingað koma gagngert til að brjóta á okkur eiga að fá stimipil á "rassinn" úr landi og aldrei koma hingað aftur. Þetta eigum við að geta gert, við ráðum okkur jú ENNÞÁ sjálf en ef fram heldur sem horfir er ekki víst hversu lengi það verður. Við erum lítil þjóð!! en friðsöm og við eigum að standa vörð um hana.
Þeir útlendingar sem hingað koma og vilja dvelja hér hljóta að ætla sér að aðlagast okkar þjóðfélagi en ekki breyta okkar eftir sér. Það þurfum við íslendingar að gera þegar við förum til annarra landa til dvalar.
Við eigum ekki að vera hrædd við að kalla hlutina réttum nöfnum og þó við ræðum þetta þá erum við ekki RASISTAR!!
Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:50
Ágætur pistill og ég get tekið undir sumt. Ég umgengs töluvert mikið útlendinga/innflytjendur í minni vinnu og það eru algerar undantekningar þeir sem eru ekki að leggja sig fram um að ná lágmarkstökum á málinu, flestir eru allir af vilja gerðir og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að geta bjargað sér á íslensku, hinsvegar liggur tungumálanám afar misvel fyrir fólki, á meðan einn nær góðum tökum á málinu á mettíma á næsti í stökustu vandræðum þó að hann sé ekki að leggja sig neitt minna fram, afi minn sem fluttist hingað frá Noregi eftir stríð náði aldrei virkilega góðum tökum á íslensku á þeim rúmu 30 árum sem hann bjó hér á landi, bjargaði sér á hrafli af norsku/dönsku/íslensku sem skildist misvel, samt var hann góður námsmaður og vel gefinn.
Við hljótum þá líka að gangast undir það að íslendingar sem flytja erlendis séu með hreint sakavottorð og læri tungu viðkomandi lands ef við gerum kröfur um slíkt hér...sem er ekkert óeðlilegt.
SeeingRed, 28.3.2008 kl. 12:59
Góður pistill hjá þér Jóna og sá allra best orðaði sem ég hef séð hingað til enda hefur enginn komið hérna inn í athugasemdakerfið hjá þér og hrópað "rasisti". Fæstir þora orðið að taka upp þessa þörfu umræðu útaf leiðindunum sem fylgja í kjölfarið!
Ég er 100% sammála þér.
Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 13:05
Auðvitað er það lágmarkskrafa að fólk sem ætlar að flytjast hingað til lands sé með hreint sakavottorð og einmitt bara að senda það til sinna heima ef það fremur einhverja glæpi hér .
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:25
Er ekki búin að lesa kommentin, en Jóna, það sem þú setur hérna fram er bara ekkert annað en "stóri sannleikur" og mikið vildi ég óska þess a- þeir sem ráða hér í innflyjenda málum vildu nú fara eftir þessum ráðum þínum.
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.3.2008 kl. 14:08
Hæhæ, kem hér oft til að lesa en hef svo sem aldrei skilið eftir "komment".
Langaði bara aðeins að benda á í þessari umræðu að það eru svo sannarlega til dæmi þess í öðrum löndum að fólk sé hikstalaust sent til "síns heima" ef það kemst í kasta við lögiin.
Nú er ég námsmaður á Florida, USA og hér er okkur útlendingunum gert fyllilega ljóst að ef við séum ekki prúðir borgarar er okkur umsvifalaust vikið úr landi og skilst mér með 5 ára (eða jafnvel 10) endurkomubanni.
Tveir norðmenn hafa verið sendir heim síðan ég kom fyrir kappakstur en hann er stranglega bannaður innanbæjar (að sjálfsögðu). Svo lítið strangt kannnski en við sem eftir eru erum samt POTTÞÉTT ekki að fara stunda neinn kappakstur það sem eftir lifir dvalarleyfis.
Ég eiginlega trúi ekki að ég sé að skrifa þetta en þarna gætum við nú tekið okkur Bandaríkin til fyrirmyndar, svona með okkar ákvæðum og áherslum samt.
Evert (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:10
Sá þig í imbanum góð... Pistillinn góður að flestu tagi...
Fríða Eyland, 28.3.2008 kl. 14:18
Mjög góður pistill og það sem skiptir svo miklu máli, hlutlaus.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:39
Sammála flestu, svona hugsuninni á bakvið alla vega.
Bara ef við gætum líka hent verstu íslensku glæpamönnunum úr landi
Eyrún Elva, 28.3.2008 kl. 15:12
Góður pistill hjá þér,eins og alltafog er sammála.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.3.2008 kl. 16:24
Sæl Jóna.
Ég er sammála þér.
Getur þú sms mér númerið þitt--6605400? Var að spá hvort Ívan mætti koma og heimsækja Ían á laugar- eða sunnudag.
Halla Rut , 28.3.2008 kl. 16:44
Bara tékka á þér Jóna mín
Ívan VS Ían þetta soundar eins og boxbardagi
Þei eiga eftir að skemmta sér án efa vel saman stelpur
Later hafið það gott um helgina
Ómar Ingi, 28.3.2008 kl. 17:46
Sammál þér Jóna frábær pistill hjá þér. Óska þér góðrar helgar.
Erna, 28.3.2008 kl. 18:29
Íslenskunámskeið eiga bara að vera á íslensku, þegar ég fór ein til Ítalíu að læra málið, var bara kennt á ítölsku og basta! Kennarinn talaði ekki einu sinni ensku, það var bara kennd ítalska á ítölsku og það svínvirkaði!!! Maður bara beit á helvítis jaxlinn.
silla
Sigurlaug (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:52
þetta eru skynsamlegustu orðin sem skrifuð hafa verið um þessi mál, að ég tel!
halkatla, 28.3.2008 kl. 20:17
Nú ætla ég að vera stuttorð af því að þú ert búin að segja allt sem ég hef verið að hugsa um þessi mál, segi bara: HEYR, HEYR!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:21
Flott hjá þér Jóna, svo sannarlega ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ
Sigríður B Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 21:12
Svona af því sumir eru að talað um De Lux typuna af Íslenskunámskeið sem ætti kannski að vera langtímaplan kannski á ca. 3 til 5 árum.
Mér finnst ekki ástæða til að ætlast til að þau tali lítalausa Íslensku, mér finnst það meira atriði að þau geti bæði gert sig skiljanleg og skilið allavega það mikið að þau geti kynnt sér réttindi sín og áttað sig hafi skapast af einhverjum ástæðum hættuástand, svo kemur hitt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 22:04
Amen á eftir efninu
Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 22:33
Ég get verið sammála færslunni þinni að vissu marki, því vissulega eru fjölmörg vandamál tengd þessari þróun. Ég bý í Danmörku, og er í starfi sem að hluta til tengist innflytjendum í sambandi við atvinnumál. Upplifi að margir innflytjendanna hafi verulega erfitt við á aðlagast danska samfélaginu, vinnumarkaðnum og flestu sem við (ég ætlaði að fara að skrifa "við danir"), sem við krefjumst af þessu fólki. En við megum ekki gleyma hvað margir hafa með í farteskinu. Fleiri ár sem flóttafólk, án möguleika á menntun eða starfi í öll þessi ár. Fólk sem hefur annan bakgrunn, hefur verið frá vinnumarkaði í fjölda ára, og sem þarf að kljást við ótal vandamál sem flest okkar þekkja ekkert til, hefur sáralitla möguleika á að sanna gildi sitt á vinnumarkaði, í samkeppni við aðra. Þetta er ekki leti eða skortur á vilja. Samfélag sem tekur við svona fólki, verður líka að setja fram kröfur, jafnframt sem það veitir hjálp til að aðlagast samfélaginu. ÞAÐ GERIST EKKI AF SJÁLFU SÉR!
Ímyndið ykkur að hafa verið í hjólastól í fleiri ár. Maður labbar ekki bara af stað, jafnvel þótt
Eiga lönd eins og Danmörk og Ísland að neita að taka við fólki sem á sér hræðilega fortíð, og sem er á flótta frá hörmungum. Þannig komumst við kannski hjá því að kljást við ýmis vandamál sem fylgja vanmætti þessa fólks. Þá á ég við vandamál eins og einangrun, litla þátttöku í atvinnulífi og jafnvel glæpi.
Okkur ber skylda til að taka við innflytjendum sem ekki á í önnur hús að venda. Ástæðan fyrir því að ég fókusera á þennan hóp innflytjenda (flóttafólk) er að það er aukin tíðni glæpa og annarra vandamála hjá þeim hópum sem einangrast, og sem hafa sár á sálinni, ef samfélagið ekki tekur á vandamálunum í upphafi. Við verðum að taka við þeim, og þeirra vandamálum, en í stað þess að stinga hausnum í sandinn, þarf að horfast í augu við vandamálin, og vinna að lausn þeirra með þessu fólki.
Annars verður þróunin sú að samtímis með að reiði "okkar gagnvart þeim" eykst, þá eykst einnig reiði "þeirra gagnvart okkur". Það sama á við virðingarleysi, skilningsleysi og hatur, allt þetta eykst gagnkvæmt, í takt við að þolinmæðin minnkar og við lokum öllum dyrum.
Eignist vini meðal innflytjenda, látið þeirra börn koma heim og leika við ykkar börn, hvetjið foreldra af öðru þjóðerni til að taka þátt í skólastarfi og ýmsu þess háttar. Maður hagar sér betur ef maður upplifir að vera velkominn !
Jónína Christensen, 28.3.2008 kl. 23:47
enn og aftur hittir þú naglann á hausinn með þessari grein, þetta er nákvæmlega málið og ég er svo innilega sammála þér.
kv.
Linda, 28.3.2008 kl. 23:52
Heyr heyr Jóna! Sönn orð og þörf og endurspeigla á vissan hátt hug margra.Þegar ég fluttist til Noregs fór ég þangað með því hugarfari að ÉG myndi aðlaga mig að landinu, menningunni og málinu. Það var ekki flókið og ég fór ekki fram á það við Norska ríkið að þeir tækju upp þorrablót, innleiddu jólasveinana þrettán, ætu skyr og skötu, settu þ og ð í norska stafrófi‘ð eða tileinkuðu sér á annan hátt önnur íslensk sérkenni, hvað þá að fólkið reyndi að svara mér á íslensku.Mér bauðst að fara á námskeið í málinu þegar ég kom en bjó svo vel að þurfa þess ekki þar sem ég er nokkuð sterk í norskunni.En það var stór hópur fólks sem klárlega hefði þurft að setjast á skólabekk sína fyrstu daga í nýju landi, SÉRSTAKLEGA KONUR, en þáði ekki þar sem þessi hópur fullyrti að hann ÞYRFTI þess EKKI þar sem hann ÆTLAÐI EKKI að aðlagast landi og þjóð og VILDI EKKI læra tungumálið. Ég starfaði í norskum leikskólum og það var verulega erfitt að fá innflytjendur til samvinnu, þeim fannst alger óþarfi að vera í samskiptum við okkur og kærðu sig einfaldlega ekkert um það.Þegar ég kom svo hingað heim árið 2000 voru samskonar vandamál að koma upp í íslenskum leikskólum, innflytjendahópurinn fór ört vaxandi og viðhorf FLESTRA var að það var fínt að hafa börnin í lekskólanum en áhugi fyrir því sem var að gerast eða að gefa upplýsingar um hluti sem snéru að þeim voru bara ekki á dagskránni.Leikskólinn leggur hins vegar mikið upp úr því að allir geti tjáð sig og er allra leiða leitað til að framfylgja þeirri stefnu m.a með myndum, táknum, látbragði og einföldum orðum.
Í einu tilfelli þar sem Kosovo-Albanar áttu í hlut reyndi ég að nota serbnesk orð sem vinur minn hafði þýtt fyrir mig til að koma á samskiptum milli leikskólans og foreldranna en þá var stappað niður fæti og stríðið í fyrrum Júgoslavíu náði inn í íslenska fataherbergið, hatrið algert og mér tjáð að þau væru KOSOVO-ALBANAR pg töluðu ekki SERBNESKU og VILDU ekki nýta þessa litlu orðabók, þrátt fyrir að skilja fullkomlega málið! Og þar sem lítill serbi var líka á sömu deild var mér tjáð að þau kærðu sig ALLS EKKI um að þeirra sonur léki við HANN! Og sama krafa kom frá þeim Serbnesku!
Þrátt fyrir að vera nánast alveg mállaus ÞÁÐU þau EKKI þessa tjáningarleið , sem var okkar eina haldreipi til að geta gert okkur skiljanleg.
Þetta er bara einn af mörgum árekstrum sem við höfum lent í en það er mjög ríkt í innflytjendum að ætla EKKI að aðlaga sig að íslenskum aðstæðium, en þó eru EKKI allir þannig þenkjandi og inn á milli fólk sem leggur sig alveg hundrað prósent fram við að reyna að tala og skilja, teikna eða benda og fylgja barninu sínu eftir í gegnum skólagönguna. Mér finnst rétt að þeir sem hingað koma sýni sakavottorð, það þurfti ég að gera þegar ég sótti um vinnu í landi forfeðranna, Noregi, og maðurinn minn líka, besta mál. Mér hefði þótt allt í lagi að sýna það með vegabréfinu þegar ég kom inn í landið, ekki vesen....Það er staðreynd að hingað koma tvenns konar hópar, og því miður er annar hópurinn afbrotamenn sem ÆTLA sér að stofna til illinda, ræna, rupla og brjóta lög, eru jafnvel þekktir fyrir það í eigin landi. Og það er verulega slæmt fyrir hinn hópinn em kemur til að vinna og vera, því um leið og Pólverji, Lithái,Serbi eða hverrar þjóðar sem þer, kemst í fréttir vegna óláta fá allir hinir stimpilinn að vera óþjóðalýður sem við kærum okkur ekki um að hafa í landinu, lýður sem við ættum að losa okkur við hið fyrsta, áður en verri hlutir gerist....Nákvæmlega sama gerist ef íslendingur brýtur af sér í öðru landi, þá eru íslendingar allir„SVONA“.... Til að missa ekki tökin þurfa stjórnvöld klárlega að fara að leggja línur og búa til reglur sem lúta að innflytjendum OG FYLGJA ÞEIM EFTIR!Það þyrfti að skylda alla í grunnnám í íslensku og kynna vandlega réttindi og skyldur landsins ÁÐUR en fólkinu er hleypt út á vinnumarkaðinn. Fyrir mér eru innflytjendur velkomnir svo fremi sem þeir fara að lögum, rétt eins og okkur hinum ber að gera, til að lífið geti gengið sinn vanagang hér á klakanum, án átaka, án fordóma og án glæpa.Þjóðin verður VIÐ ÖLLl, en ekki ÞAU og VIÐ. Stundum hef ég verið þannig stemmd að mér finnst bara að allir ættu að halda sig á sínum heimaslóðum, þar sem hver og einn þekkir sínar skyldur og sín takmörk, en þá yrði nú heimurinn kannski einum of svarthvítur, fjölmenningin er nefninlega oft á tíðum fjári skemmtileg.....Bergljót Hreinsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:02
Sæl Jóna.
Mjög svo athyggliverður pistill(grein).
Það þarf að taka á þessu með skynsamlegum rökum.
Takk fyrir umræðuna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 04:41
Þú ert frábær. Pistillinn er góður en ég er ekki sammála öllu eins og t.d. að norðurlöndin hin sem hafa tekið á móti útlendingum séu að vaða skítinn upp að eyrum, en það gæti kannski verið upp að ökklum og þá er líka komið nóg til að læra af. Kannski við ættum að reyna nálgast frændur okkar betur í þessum málum með meiri upplýsingagjöf til almennings á Íslandi um samfélög útlendinga og byrja þar á Íslendingum sem setjast að á Norðurlöndunum vegna náms og atvinnu og þjappa sér saman við ýmsar aðstæður eins og með félagsskap íslendingafélanna sem blómstra víða og kemur fólki á óvart víða erlendis. Fiskátið okkar, lambakjötið, prins pólóið, cherios sendingar til barnafjölskyldna í DK, sviðin, hangikjötið, harðfiskurinn og svona mætti lengi telja. Dönum finnst þetta bæði merkilegt og líka finnst sumum þeirra við vera á ákveðnu vanþróuðu stigi í öllum lúxusnum sem við leyfum okkur sem námsmenn. Við kaupum nýja bíla og nýja baranavagna, ný hjól og þeir skilja hvorki upp né niður, við öll búandi á stúdentagörðum!
Sorrý aðeins of langt.
Búin að horfa að þig á netinu - þú varst eins og þú ert!
Edda Agnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 11:27
Þetta er góður pistill hjá þér og flestu er ég sammála.
Það er alveg gjörsamlega óásættanlegt að hingað séu fluttir og búnir að koma sér fyrir skipulagðir glæpaflokkar og jafnvel farnir að herja á saklausa samlanda sína með innheimtu verndargjalda. Ég bý í samfélagi þar sem mjög margir útlendingar eru búsettir bæið til lengri og skemmri tíma og vinn við að þjónusta þá ásamt öðrum íbúum. Mín reynsla af þessu ágæta fólki er góð og er þetta upp til hópa duglegt og gott fólk í hvívetna og stendur við sitt og ekkert upp á það að kvarta.
Ég trúi ekki öðru en að á okkar upplýsingaöld sé mögulegt að fylgjast með því við komu fólks til landsins, að það sé með atvinnuleyfi og með hreint sakarvottorð og er ég þá að tala um glæpi en t.d. ekki einhver smávægileg brot svo sem umferðarlagabrot. Ég er þeirrar skoðunar að þeim sem ekki hafa hreint sakarvottorð við komuna til landsins sé snúið við og sendir til síns heima. Við höfum nóg af glæpum samt því miður og er ekki á bætandi. Og dæmda glæpamenn á auðvitað að senda til afplánunar í heimalandinu, það er svo augljóst að ekki þarf um að tala. Auðvitað er oft erfitt að greina á milli hver er venjulegur túrist og hver ekki en við verðum að gera þá kröfu að löggæslan sé vel á verði í þessu tilliti. Tollgæslan og lögreglan hafa verið að ná frábærum árangri í baráttunni við eitrið og er það vel og vonandi að gott framhald verði þar á.
Hjörvar O. Jensson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:51
Góða helgi Jóna mín
Kristín Katla Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 13:50
Jónína Christensen og Bergljót Hreinsdóttir eru nákvæmlega að lýsa veruleikanum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.3.2008 kl. 21:01
Kæra Jóna
Ég viðurkenni strax í upphafi að ég gaf mér ekki tíma til að lesa allar þær athugasemdir sem skrifaðar hafa verið hérna, en langar að nefna nokkra hluti. Ég er þér hjartanlega sammála í þínum hugleiðingum og hef lengi sagt þetta sama. Þú nefnir t.d. íslenskukennsluna. Til þess að fá landvistarleyfi hérna þarf stór hluti af þessum nýbúum að hafa atvinnu. Þ.e. atvinnurekandi þarf að sækja um dvalarleyfi fyrir sitt starfsfólk. Og þá finnst mér að skikka þyrfti sama atvinnurekanda til þess að senda sitt starfsfólk á námskeið. En svo eru allir þeir sem búa innan Schengen svæðisins og geta komið og farið að eigin geðþótta. Ekki er hægt að skipa Bónus að senda starfsfólk sitt á námskeið. Og fólk er jú misduglegt í tungumálum. Ég þekki Íslendinga sem hafa búið t.d. í Danmörku í 5 ár og tala ekki eitt aukatekið orð. Og hvers vegna ? Vegna þess að námið er á ensku og þeir umgangast aðeins Íslendinga því þeir búa allir á sama stað. Munurinn er bara á "okkur" og "þeim" að stór hluti "okkar" er venjulegt fólk sem fer til annara landa til að læra eða vinna. Og stór hluti "þeirra" er fátækt fólk eða fólk sem hefur verið til vandræða heimafyrir og heldur því áfram hérna vegna þess að það einangrast. Margir "útlendingar" í t.d. Danmörku segja að þeir séu í klíkum og gangi um berjandi dani, því þannig fái þeir virðingu. Og það er þetta með virðinguna sem við Íslendingar þekkjum ekki. Þ.e. að menn fá virðingu með því að gera aðra hrædda við sig, á meðan við þekkjum virðingu sem eitthvað sem maður ávinnur sér. Svo það þarf meira en íslensku kennslu, það þarf kennslu í tungumálinu, sem og í menningu og hugsunargangi. Hvernig sem því yrði svo komið við. Kannski hafa samræmd próf fyrir alla nýbúa ?
P.S. Sakna Kiwanis kvöldanna
Snowman, 29.3.2008 kl. 21:36
Þakka ykkur kærlega fyrir málefnalega umræða þar sem hver einasti aðili hefur gætt fyllstu kurteisi.
Auðvitað erum við ekki öll sammála í einu og öllu. En mér sýnist á þeim athugasemdum sem hér eru að við séum öll sammála um að vandamál eru til staðar og eiga eftir að fara versnandi.
Það sem við erum ekki sammála um, er hvernig eigi að leysa þau vandamál. Og þar kemur umræða að góðum notum. Enginn hefur töfralausn á reiðum höndum, en með opinni umræðu, þar sem menn miðla af reynslu og velta hlutunum fyrir sé, er hægt að komast að niðurstöðu, finna lausnir og koma í veg fyrir ný vandamál.
Finnst að alþingismennirnir okkar ættu að koma sér að verki.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.3.2008 kl. 22:00
Oh my.... Besta færsla um þetta mál sem ég hef lesið í langan tíma...
það tekur fleiri hundruð ár að byggja upp þá síði sem er í hverju landi svo það er ekki létt fyrir nýja íbúa að aðlaga sig en þeir sem ekki vilja reina... geta hunskast frá landinu. Ég er ekki bara að tala um Ísland.
Ég er útlendingur í Svíþjóð og get sagt það að ef ekki íslendingar læra af öllum mistökum Svía, þá er eitthvað mikið að.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 23:30
Ég er innilega sammála því að við þurfum að horfa til nágrannalandanna og reyna að læra af þeirra bitru reynslu. Svo ég gefi nú smá lagavinkil á þetta mál, þá eru farbannsúrskurðir orðnir ansi algengir hjá héraðsdómi Reykjavíkur, voru 7 árið 1999 en 34 árið 2007- svona við snöggt tékk , þar sem jú helsta leiðin fyrir útlendinga til að komast upp með glæpi hér er að koma sér úr landi, enda sést líka á því að tollurinn er að stoppa menn með fullar töskur af stolnum peningum á leið úr landi. Glæpagengi í "páskafríi" á Íslandi. Ég er líka á því að til að erlendur ríkisborgari geti fengið íslenskan ríkisborgararétt að þá þurfi hann að hafa einhverja íslenskukunnáttu, annars aðlagast viðkomandi ekki almennilega okkar þjóðfélagi.
Langar í leiðinni að hrósa þér Jóna fyrir hvað þú ert mikill snilldarpenni.
Ásan, 30.3.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.