Miðvikudagur, 26. mars 2008
Takk fyrir mig
Þið eruð öll ótrúlega sæt við mig. Þakka ykkur kærlega fyrir kveðjurnar eftir Kastljós þáttinn.
Eins og mætur maður nefndi í athugasemd hjá mér um daginn: þarna fékk ég mínar 15 mínútur, ekki satt?
Ég hef fengið ótrúlegan fjölda af kveðjum á sms, í tölvupósti og svo auðvitað hér á blogginu. Og svo rauk upp fjöldi gesta á bloggsíðunni. Niðurstaðan er:
a) Það er svakalegt áhorf á Kastljósið
b) ég þekki mikið fleiri en ég hélt
c) Það er ekki rétt að fólk láti bara í sér heyra til að tjá sig um neikvæðu hlutina
Högni, bloggvinur minn, spurði hvernig Þeim Einhverfa hefði litist á mömmu sína í sjónvarpinu.
Högni minn, hann tjáði sig svo sem ekki mikið um það, en brosið sem breiddist yfir andlitið á honum sagði allt sem segja þarf. Þ.e. að hann elskar mömmu sína og finnst hún helvíti reffileg kellingin.
Ég fékk líka komment frá flottri konu sem á enn flottari strák. Guttinn sá er orðinn 18 ára, en greindist einhverfur 3ja ára. Í dag er hann með bílpróf, á bíl og er í skóla. Að heyra svona sögur koma við hjartað í mér. Þeim fylgir líka lítill ljósálfur sem heitir Von. Von getur verið svakalega áleitin og stundum.. nei oft, þagga ég niður í henni og reyni að halda henni í svolítilli fjarlægð. En hún er þrjósk og fylgir mér ákveðin eftir.
Bretinn var nokkuð sáttur við sína. Fannst þetta samt óþarflega stutt
Gelgjan var fúl vegna þess að þeir birtu ekki myndskeiðið sem þeir tóku af Rós Rassstóru.
Ég fékk áhugaverðan tölvupóst frá manni að nafni Sigurður Helgason. Birti hann hér. Nefni enn og aftur hvað nánd við dýr hefur haft örvandi áhrifa á Þann Einhverfa og hann er ekkert einsdæmi hvað það varðar.
ÞJÁLFUN FATLAÐRA Á HESTUM.VILDI AÐ FLEIRI FATLAÐIR KÆMUST Á HESTBAK .
Frá haustinu 2005 hefur verið starfrækt námskeið og þjálfun fyrir fatlaða hjá Hestamiðstöð Reykjavíkur sem Birgir Helgason rekur í C-tröð í Víðidal , þessi námskeið voru þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þessi námskeið voru og eru styrkt með fjárframlögum frá Íþrótta og Tómstundaráði Reykjavíkur og fl.
Og ennfremur er ég undiritaður Sigurður Már Helgason lánaður í þetta verkefni frá ITR .
En þar sem þörfin fyrir þessa þjálfun er fyrir hendi stofnaði þá um austið, Birgir Helgason Hestamiðstöð Reykjavíkur C- tröð í Víðidal S- 8600212. En hann starfaði við þetta í þrjú ár hjá Þyrlli .
Tímar eru á þriðjidögum, miðvikudögum og fimmtudögum ,dögum verður fjölgað eftir aðsókn.
Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig, verið er á hestbaki í 40mín. til 1 klst. í senn. En á fyrstu reiðnámskeiðum er þess gætt að enginn fái harðsperrur af of löngum reiðtúr, hámark 15 25 mín. á baki og síðan talað við hrossin og þeim kempt og strokið. Slíkri umhyggju er sleppt eftir nokkur skipti og nemendur eru frá 40 mín. upp í 1 klst. á baki eftir því sem úthald og ánægja endist. Sumir nemendur fá að hvíla sig um stund og fara svo aftur á bak.
Nemendum án setujafnvægis er boðið upp á tvær aðferðir að velja til útreiða og sú valin sem þeim líkar betur.
1. Að vera lagðir á magann, berbakt, með höfuðið aftur á lend hrossins og fæturna niður með hálsi hestsins, eða
2. Að tvímenna og þá í fangi fullorðins.
Hinir með setujafnvægi sitja hestinn í hnakki og halda sér í faxið. Það er teymt undir og gengið við hliðina á þeim sem spurning er um að hafi lítið jafnvægi og er notaður hnakur með baki . Það er skylda að hafa hjálm á höfði. Margir ná óhemju fallegri ásetu svo eftir er tekið.
Það er sagt að ein hreyfing hjá hestinum framkalli þrjátíu hreyfingar hjá manni sem situr á honum eða tvö hundruð hreyfingar á mínótu sem verða þrjú þúsund á hálftíma þegar teymt er undir einstakling sem situr á hestbaki. Þetta er mikil þjálfun fyrir þann sem er bundin við hjólastól.Það sem gerir það að vera á hestbaki svo hollt og gott , fellst í gangi (hreyfingum) hestsins sem hreyfir knapann. Hreyfingin sem knapi verður áskynja er þríþætt:
1. Hreyfing upp og niður (allur búkurinn)
2. Hreyfing fram og aftur (hreyfing í mjaðmagrind og upp hrygg)
3. Hreyfing til beggja hliða (vinstri og hægri síðu líkamans).
Það má segja að hreyfing hestsins íti við öllum vöðvum líkamanns stórum og smáum.
Auk þess virkar ylurinn frá hestinum mjög vel á spastíska nemendur. Þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum sínum á baki hestsins (eins og framar greinir) og fá hreyfinguna frá hestinum samtímis ylnum og ilmi.
. Þess má geta í lokin að Hestamiðstöð Reykjavíkur er starfræktur allan veturinn og kjörið að skreppa á bak við og við.
Ég vill segja í lokinn þegar við erum komin á bak þá stöndum við jafnfætis og ferðumst á fjórum jafn fljótum .Það er von mín að þessi grein íti við ykkur sem þurfið góða þjálfun og ég sjái ykkur á staðnum.
Sigurður Már Helgason
Starfsmaður ITR
Sími 6955118
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
Þú varst náttlega flottust elsku Jóna. Mér líst vel á þetta bréf frá Sigurði. Þetta er þekkt hjálparmeðferð. Dýr ná oft sambandi við þá sem eru á einhvern hátt lokaðir inn í sjálfum sér. Það þekkirðu auðvitað með hann Vidda.
Steinar minn horfði á þig og Vidda og það breiddist út sólskinsbros. Ég les stundum færslurnar þínar fyrir hann.
Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 00:30
Ég missti af þessu - var á leikæfingu
. Hefði annars hlaupið fram og bent á sjónvarpið " ÉG VEIT HVER ÞESSI KONA ER
!"
!!
Ég er að horfa á endursýningu af kastljósinu núna, held ég sé ekki búin að missa af þér, hlakka ótrúlega til að sjá þig í sjónvarpinu
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:32
Flott tilboð, ætlaðu ekki að heyra hvernig þeim einhverfa líst á hestamennsku ?? Ég er alltaf á leiðinni með sjálfa mig til að æfa upp vöðvana sem slöppuðust á meðan ég var í hjólastólnum í 3 mánuði. Þarna fékk ég nú tölurnar beint í æð hvað þetta eru margar hreyfingar, og ég þarf bara að sitja upp á
Hljómar einfalt, vona að taugarnar haldi hjá mér þegar á hólminn er komið 
Enn og aftur frábær frammistaða hjá þér og rosalega sniðugt að heyra þig lesa bloggin þín, nú heyri ég í þér þegar ég les
Fallega drauma hjá þér fjölmiðladrottning
Sigrún Friðriksdóttir, 26.3.2008 kl. 00:35
Já þú varst flott. Hér horfðum við þrjár kynslóðir á kastljósið og allir stundu er þetta Jóna.... Flottust, allir í minni fjölskyldu vissi hver Jóna væri :-)
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:37
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 00:41
Núna vita allir viðskiptavinirnir á barnum þar sem ég vinn hver þú ert, ég hækkaði í tækinu til að missa ekki af neinu. Þetta var frábært viðtal, og þú eins og þú værir alvön viðtölum
Sumir hefðu ekki verið svona rólegir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:43
Sit hérna skælbrosandi að sjá þig í sjónvarpinu, þú ert ótrúlega flott



Skrítið að heyra röddina þína, en samt rosalega gaman, þú ert mögnuð
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:43
Bara flottust
Þvílík yfirvegun, alveg eins og þú hafir ekki gert neitt annað enn verið í viðtölum
Svo panta ég bók nr 52 
Kjartan Pálmarsson, 26.3.2008 kl. 00:46
Mér fannst þú bara flott & fín í þessu viðtali & hlustaði ekkert á hótelstýruna mína, sem að suðaði helst um 'alltof dökklitaðar tvíbreiðar augnabrýr'.
Menntahroki snyrtisérfræðínga í hnotskurn.
Minns var kátur með þinns & brá fyrir smá stolti af þér í laumi.
Steingrímur Helgason, 26.3.2008 kl. 00:51
Hrikalega flott! Þú varst frábær.
Hvenær kemur svo bókin, því ég get ekki beðið eftir að lesa hana.
Þórdís Guðmundsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:54
Ég var að kenna í Keflavík í kvöld svo að ég missti af Kastljósi í beinni útsendingu. En ég sá Kastljósið í endursýningu núna rétt áðan. Í leiðinni vek ég athygli þeirra sem sáu ekki Kastljós í kvöld á að það er hægt að fletta upp á því á www.ruv.is.
Viðtalið við þig var flott. Þú komst vel fyrir. Það er tilhlökkunarefni að út komi bók með samantekt á frásögnum þínum af Þeim einhverfa. Þær frásagnir eru perlur.
Áhorf á Kastljós er glettilega mikið.
Jens Guð, 26.3.2008 kl. 00:59
Sæl Jóna mín og til lukku með viðtalið... Þú varst bráðflott alveg þó svo að mér fynndist röddin ekki kunnugleg... en alltaf býr maður sér til rödd á þann sem maður les... En nú er semsagt "huglægri talsetningu" lokið og orginallinn kominn í minnið
Finnst ég alltaf eiga svolítið í þér þar sem ég var fyrsti bloggvinurinn og stoltur af hvoru tveggja
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 26.3.2008 kl. 01:10
Það er mjög góð hugmynd, að leyfa Ian að fara á hestbak, ég þekki það af reynslu, að það er hægt að ná, ótrúlegum árangri, með því að leyfa fötluðum börnum að komast í snertingu við hesta, og læra að sitja hest/liggja á hesti. Ég get ímyndað mér að hann verði snöggur að finna mýktina og tileinka sér takta hestsins. Og verði góður knapi.
Það er satt þú varst frábær í Kastljósinu í kvöld.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 01:19
Þú varst bara nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér,alveg hreint út sagt FRÁBÆR.
Helga skjol, 26.3.2008 kl. 07:44
Hulla Dan, 26.3.2008 kl. 08:40
Já þú varst sko flott í kastljósinu
Svanhildur Karlsdóttir, 26.3.2008 kl. 08:53
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.3.2008 kl. 08:55
Þú ert yndisleg og frábært þetta reiðnámskeið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:55
Langflottust - enda ekki við öðru að búast!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 08:58
Til lukku með viðtalið
Annar einhverfi gaurinn minn er búinn að vera í svona þjálfun á hestum í rúmt ár. Þetta er búinn að vera alveg frábær tími sem hefur gefið honum mikið
Það var gerður þáttur af dýravinum um hesthúsaþjálfun hans í síðustu þáttaröð. Ef þú kemst í þessa þætti þá er það í síðasta þættinum í röðinni ........
Anna Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 09:08
Steingrímur. Nú hló ég
Kæra fólk. Takk innilega fyrir mig.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 09:11
Ég var að horfa á þetta á netinu núna, og þú varst virkilega flott - glæsileg alveg. Og ég tek undir með fólki, að ég hlakka til að lesa bókina þegar hún kemur út.
Til hamingju með þetta! Kveðjur frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:26
Horfði á þáttinn hér með morgunsopanum. Til lukku með þetta Jóna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 09:29
Kristín Katla Árnadóttir, 26.3.2008 kl. 09:54
Mér finnst Kastljós leiðinlegt dagskrárefni. Getur þú farið í Ísland í dag næst?, það er góður þáttur. Finnst gott að þú tjáir þig um þetta efni, enda erfitt að ímynda sér aðstæðurnar. Horfi alltaf á morgunsjónvarpið.
Kveðja: Ari
Ari Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:21
Mjög gaman að sjá þig og þína í kastljósi.
Held að það sé tilvalið fyrir drenginn þinn (og aðra í fjölskyldunni) að prófa hestamennskuna. Hann er greinilega mikill dýravinur og hestar eru skemmtilegir og alveg sérstaklega ánægjulegt að umgangast þá. Kær kveðja!
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:30
Þú tókst þig vel út í Kastljósinu, bara eins og að þú hafir aldrei gert neitt annað en að vera í sjónvarpi. Gaman að sjá konuna á bak við bloggið!
Eigðu góðan dag
Heiða (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:40
Innilega til hamingju með viðtalið - þú varst flott. Rosalega hlakka ég til þegar bókin um "einhverfusögur" kemur út, gott mál.
Þetta með hestana í Víðidalnum er algjör snilld. Eins og áður hefur komið fram - held ég - þá þekki ég þennan "geira" ákaflega vel. Þjálfun fatlaðra á hestum er frábær og hamingjan sem skír úr andlitum allra þeirra sem þangað sækja er yndisleg. "Hestur í dag, helstu í dag..." og endurtekið aftur og aftur og haldið áfram þegar heim er komið.
Strákarnir í Víðidalnum sem sjá um þetta eru líka frábærir. HESTUR Í DAG !!!
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:56
Hæ elskuleg. Þú varst mögnuð í Kastljósi. Fallegt heimilið þitt. Ég horfði á þig tvisvar, svona er tæknin. Hjá mér er stödd skúringarkonan mín og var að tala um þig, hreyfst af viðtalinu og var að segja mér frá tvítugum frænda sínum sem væri einhverfur, kominn með bílpróf og býr einn á þvílíkt fallegt heimili og gengur. Ian á örugglega eftir að koma ykkur á óvart.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 11:12
Ég hafði ánægu af því að fylgjast með þér í gær. Þú varst okkur bloggurum til mikils sóma.
Ágúst H Bjarnason, 26.3.2008 kl. 11:23
Jóna mín, gaman að fá þig svona inn í stofu til sín óvænt. Vona að ég fái þig í alvöru í spjall;-).
Við Hemmi vorum alveg sammála að þú hefur ekkert breyst, sama prakkarabrosið.
Knús
Elísa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:34
Ohhh - ég er eitthvað svo ÓÞOLANDI sein að tjá mig, líklega er ég svona sein - fær
EN ... Mér fannst þú svo flott að ég gargaði í dæturnar: „Komið og sjáið, þetta er hún Jóna bloggvinkona MÍN!“
og þegar Helgi Seljan labbaði að húsinu kom: „Ég hef sko komið þarna“ (liggaliggalákall) ... og dæturnar: „Vá, í alvöru“ (stjörnuríaugumkall). Svo drukkum við í okkur hvert orð og dáðumst að því hvað þú varst eðlileg og óþvinguð - og svo þegar skotið koma af Vidda var mér allri lokið, hann er BARA himneskur
Ég segi eins og Steingrímur: Stolt er orðið yfir það hjá minns.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:51
Ég er sama sinnis og Steingrímur og Anna (anno) bæði hvað varðar stoltið, yfirvegun þína og seinþroska minns.
Ykkur sem höfðuð ekki séð Jónu get ég sagt, með stolti, ég hef hitt hana og það var ekkert fótoshoppað og ekki get ég ýmindað mér að neitt hafi verið tekið tvisvar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.3.2008 kl. 12:52
Flott sæta!!
Tókst þig vel út:-) Fjölskyldan skildi ekki hvað var í gangi þegar ég sagði þeim að grjót halda kj.. ég væri að horfa á Kastljós!!! og það mætti aalllls ekki trufla mig (ekki einu sinni til að klæða Angelinu Jolie í samkvæmiskjól á dressup-games!) Sem þessi 5 ára elskar..
mums (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:07
Nei Þakka þér Jóna mín
Þú ert sæt cargo dama með rithöfund í maganum og húsið fullt af sætum og flottum verum í öllum stærðum og gerðum.
Mér finnst þau heppinn að eiga þig að og þú heppinn að eiga þau að.
overall einkunn 9.5 hefðir fengið 10 ef ég hefði séð uppáhaldið hann Ian
Ómar Ingi, 26.3.2008 kl. 14:03
Þetta var ljómandi gott hjá þér. Gaman að sjá loks andlitið á bak við lyklaborðið. Og við tökum undir þessar hestapælingar. Við höfum einmitt farið með okkar mann í slíka þjálfun og árangurinn sem næst með slíkri þjálfun er athyglisverður svo ekki sé meira sagt.
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:16
Við sonur minn sátum heilluð við skjáinn! Takk fyrir
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:45
Ég var svo lasin í gær að ég lá bara og missti af öllu sjónvarpi. Ætli ég geti ekki kíkt á þig á netinu í staðinn.
Ragga (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:59
Hey, fann þetta inni á ruv.is þú ert flott kona, komst virkilega vel út úr þessu viðtali. Til hamingju!
Ragga (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:23
Æ missti af þér fer á Netið núna til að sjá þetta.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:53
Hæ Hæ ótrúlega flott á skjánum kjellan
Eyrún Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 16:17
Vitanlega missti ég af þættinum en ætla að horfa á hann í tölvunni í kvöld. Ég hef aldrei séð aðra eins "promoteringu" á einum þætti þannig að þetta hlýtur að vera frábært.
Helga Magnúsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:24
Garg! Varstu í sjónvarpinu? Hvenær? Verð að horfa á netinu. Manni hefnist fyrir að horfa aldrei á imbann
Brynja Hjaltadóttir, 26.3.2008 kl. 16:51
Til hamingju
þetta var flott hjá þér
Þóra Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 17:07
Var að horfa á þig - bara fín - og hugsaði að ég þyrfti að fara að lita á mér augnabrúnirnar ..þínar voru sérlega flottar!
Brynja - Kastljós 25.september hægt að sjá á vef-tv.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 17:39
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365641/1
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 17:41
já hestamennska er frábæ þjálfun fyrir allan líkamann og alveg sérstaklega fyrir jafnvægið sjálf veiktist ég fyrir tæpum 2 áum og er í hjólastól í kjölfarið een ég hef prufað hestamennsku bæði fyrir og eftir veikindin og þetta er ekkert nema jákvætt fyrir jafnt hreyfihamlaða og fyrir fólk með aðrar fatlannir;)
Tinna Rut (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:01
Ég var ekki að horfa, en systir mín hringdi í mig og sagði að það væri örugglega konan með einhverfa drenginn sem ég væri alltaf að tala um sem væri í kastljósinu
Þða varst þá þú. (systir mín er sérkennari með einhverf börn) Þú varst gasalega flott!
Rúna Guðfinnsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:16
Þú varst bara flottust. Takk fyrir að sýna okkur í þinn heim
Svala Erlendsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:19
Ég sá því miður ekki þáttinn en það er frábært að lesa skrif þín, tveir bestu vinir sonar míns eru, annar með dæmigerða einhverfu og hinn með asperger, og maður sér margt líkt
og svo er þessi húmor nauðsinlegur og mörg bráðfyndin atvik sem gerast mér finnst frábært að það sjá svona opin skrif vegna þess að það leyfir okkur að komast svolítð nær annari veröld sem að þessi börn lifa í og kanski minka um leið fordómar sem að eru í þjóðfélaginu
en gangi þér vel í baráttunni.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:45
Þú hefur alltaf verið sjarmerandi, skemmtileg og falleg Jóna...og verður alltaf. Kveðja, Axel.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:53
Hallgrímur Óli Helgason, 26.3.2008 kl. 21:23
Ég missti af þessu því miður, en ég get örugglega séð þetta á netinu er það ekki? verst að það eru engir hátalarar..
En mig dreymdi þig í nótt, ég man ekki í sambandi við hvað, en við hittumst óvænt fyrir utan hagkaup í smáralind... ég man eftir andlitinu á þér, þú horfðir svo góðlega á mig.. verst ég man ekki meira, þeas hvað draumurinn snerist um og hvað við sögðum.. því við töluðum saman í draumnum um eitthvað..
pirrandi
Guðríður Pétursdóttir, 26.3.2008 kl. 21:51
Hæhæ ég þekki þig ekki neitt en ákvað að kvitta hérna hjá þér. Það er mjög gaman að lesa bloggið þitt og þú ert greinilega mjög góður penni :) Ég mun ábyggilega kíki hér inn oftar takk fyrir mig.
Ásdís Ósk valsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:18
Til hamingju Jóna
Gaman að sjá þig "live" - þú lítur pínu öðruvísi út en ég hafði ímyndað mér, eins og gengur og gerist um okkur bloggara. En rosa gaman að sjá þetta viðtal við þig, og mér hefur aldrei blöskrað hvernig þú talar um son þinn né aðra í fjölskyldunni.... bara virkilega gaman að lesa um ykkur og ég held að allir einstaklingar með venjulegan sans fyrir húmor, fatti "svarta" húmorinn hjá þér, og skilji að þetta er þín leið til að takast á við að ala upp fatlað barn, eiga fjölskyldu og stunda vinnu - og allt í einu.
Keep up the good work!!
Bestu kveðjur,
Lilja
Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2008 kl. 22:21
"You have definately become my TV-star" Jóna :):) ... var að horfa á Kastljósið á netinu, en ég missti nottlega af þessu í gær.
Snillingur og ekkert smá flott á skjánum :) ... svo bíð ég bara spenntur eftir að geta mætt í bókabúðina þar sem þú munt sitja sveitt tímunum saman og árita bókina ...
Hólmgeir Karlsson, 26.3.2008 kl. 22:31
Þú vars ÆÐISLEG í kastljósinu. Nú ertu bara orðin "famos"
Þú minkar fordóma gagnvart einhverfu og fleiri andlegum fötlunum. Þú gerir það með því að tala opinskátt um fötlun og gera hana að daglegur lífi í augum fólks. Þú átt svo sannarlega mína virðingu og þakkir.
Ívan minn fór á hestbak í Húsdýragarðinum og honum fannst æði. Ég hélt að hann mundi ekki þora eða ekki hafa áhuga en hann var alsæll og sagði frá því seinna, á sinn hátt. (sem er afar sjaldgæft)
Ég ætla að hringja í hestamanninn á morgun og líka í þig.
Halla Rut , 26.3.2008 kl. 22:33
Þú varst flott í Kastljósinu Jóna.
Dýr eins og t.d. hestar, hafa bætandi áhrif á alla, karla, konur og börn.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2008 kl. 00:34
Æðislega flott Jóna! Ég hrópaði stolt og hreykin "suss þetta er skáldaskála-Jóna, ég þekki hana"..
Alltaf gaman að lesa skrifin þín og hlakka til að kaupa bókina þína ;)
Sjáumst vonandi á miðvikudaginn, ótrúlegt en satt enn einn fyrsti miðvikudagur í mánuði..
Kveðja (skáldaskála) Heiða
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:36
Hæ hæ,
Vildi bara kvitta fyrir mig, hef skemmt mér yfir sögunum þínum í nokkra mánuði.
"Aldrei efast án vonar og ekki vona án efa."
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:55
Ha? Hvað? Af hverju missti ég?
Helvíti bara! Varstu í sjónvarpinu kona og ég missti af því!
Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.