Leita í fréttum mbl.is

Nýjasti bloggarinn

 

Ég kynni hér til leiks mikinn snilling. http://gelgjan.blog.is/blog/gelgjan

Í gærkvöldi sat Gelgjan min við tölvuna og setti upp sína eigin bloggsíðu, alveg hjálparlaust og án tilkynninga. Það eina sem hún spurði mig um var hvernig ég finndi alltaf eitthvað til að skrifa um, og hvernig ætti að biðja einhvern að gerast bloggvinur.

Nafnið sem hún valdi sér, gladdi mig auðvitað ósegjanlega. Ég get ekki beðið um betri staðfestingu á því að hún sé samþykk mínum bloggfærslum.

Mér þætti voða vænt um ef einhver af ykkur settu inn hjá henni eins og eitt lítið ''velkomið'' - komment.

---------

Nýjasta frasann notar Sá Einhverfi, við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Nýfallinn snjó á jörðinni (eins og í fyrradag), rispaða DVD mynd, o.s.frv. Þetta er svona upphrópun: Ó NEI... nei ma'r.

Hér er fyrirhuguð heimsókn í sumarbústað vinafólks í eftirmiðdaginn. Ferð sem fær misgóðar undirtektir hjá fjölskyldumeðlimum. Það sést best á fyrstu bloggfærslu Gelgjunnar.

Annars segi ég bara Gleðilega páska til ykkar allra og passið ykkur á páskaeggjunum. Sá Einhverfi hefur talið niður dagana í páskaeggjaát í heila viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já ég fann hana fyrir tilviljun í gær, sætasta rófan.

Kveðja til þín Jóna mín

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Rebbý

til lukku með gelgjuna .... maður verður að kíkja á hana

Rebbý, 22.3.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er dugleg stelpan og greinilega með gott vald á íslenskunni.

Almáttugur minn, hvað tíminn líður.

Knús í ferðinna addna harðstjórinn þinn, að neyða barnið með þér.

Týpískt.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með gelgjuna og Ian enn að bæta við orðaforðann og samtengingar.

Gleðilega Páska

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.3.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ja..það eru sko fleiri en sá Einhverfi sem telur dagana góða mín!!!

Gleðilega Páska. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.3.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med gelgjuna, efnilegur bloggari thar á ferd kippir í kynid eins og thar stendur.

já og nidurtalning i páskaeggjaátid er ad ná hámarki á mínum bæ...svo kaldur sviti rennur nidur litil enni medan glápt er stórum augum á eggin i fullri reisn uppá stofuskápnum usss thad er ekki gefid ad vera barn og bida eftir gladningnum.

Gledilega páska

María Guðmundsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:48

7 identicon

Sko stelpuna. Hún fetar í fótspor mömmu.

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:22

8 identicon

Gelgjan er flott búin að kíkja á hana.Gleðilega hátíð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:29

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilega páska og hafið það gott í sumarbústaðnum.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hún er bara flott hún dóttir þín ;)

Knús á ykkur öll

Anna Margrét Bragadóttir, 22.3.2008 kl. 21:37

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleðilega páska

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.3.2008 kl. 23:03

12 Smámynd: Jens Guð

  Flott hjá þér að stimpla stelpuna svona vel inn.  Ef hún hefur erft blogg-genið frá þér verður gaman að fylgjast með henni.  Gleðilega páska!

Jens Guð, 23.3.2008 kl. 00:09

13 identicon

Til hamingju með Gelgjuna  hún er efnileg - enda ekki langt að sækja ritsnilli sína.  Gleðilega hátíð.  Guðs blessun yfir þér og þínum veri.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:56

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flott hjá henni!  ;)

Gleðilega páska 

Marta B Helgadóttir, 23.3.2008 kl. 01:21

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mjög flott hjá svona ungum bloggara, hún er svo vel máli farin stelpan. Kv. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:30

16 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:31

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega páska Jóna mín!

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:57

18 Smámynd: Loopman

Mér sýnist þetta vera einhver mesta athyglissýki síðan það þótti fínt að hlaupa nakinn inn á íþróttavelli. Það er ekki bara að þú sért búin að gera líf þitt að sápuóperu sem forvitnir bloggarar fylgjast með, heldur eru börnin komin með svona "spin off" blogg. Allir vilja jú verða frægir í 15 mín, og það er svo sem ok fyrir þá sem vilja. Það sem mér finnst furðulegast er þessi áhugi á þér og þinni familíu. Þú ert þín fjölskylda eru eflaust ágæt, en það að setja lífið svona útá netið fyrir alla að sjá finnst mér vera ábyrgðarlaust. Þú ert að búa til 15 mínútna celebs úr þinni eigin familíu. Er það ekki ábyrgðarhluti móður að verda börnin sín en ekki að bera þau á borð eins og gert var við greyið Britney Spears. Fólki þrýst fram á sjónarsviðið þegar það hefur hugsanlega ekki þroska eða vlija til mótmæla eða taka upplýsta ákvörðun um hvort það vill vera þar.

Mér finnst gott að þú viljir skrifa, en prufaðu að skrifa eitthvað sem meiri áskorun felst í, því það er ekkert mál að skrifa dagbók, en ábyrgði en miklu meiri en þú hugsanlega gerir þér grein fyrir.

Gleðilega páska

Loopman

Loopman, 23.3.2008 kl. 12:11

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mig langar að þakka ykkur öllum sem kíktuð á bloggsíðuna hjá Gelgjunni. Óneitanlega glöddu allar kveðjurnar frá ykkur litla hjartað hennar. Ef síðan hennar verður henni áskorun til að skrifa og rita góða íslensku, að ég tali nú ekki um ljóðaskrifin, þá er þetta af hinu góða. Gleðilega páska öll.

Árni. When you come to mention it... Ég tilheyri sennilega millistéttinni

Loopman. Ég vil þakka þér fyrir að setja ekki neikvætt komment inn á síðu dóttur minnar. Met það við þig. Gleðilega páska til þín og þinna.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 13:51

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilega páska Jóna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:55

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur, ég óska þér og þinum gleðilegra páska.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 14:17

22 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilega páska á þig og þína

Hulla Dan, 23.3.2008 kl. 14:44

23 Smámynd: Gunna-Polly

Gleðilega páska til þín og þinnar fjölskyldu

Gunna-Polly, 23.3.2008 kl. 15:40

24 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilega páska kæra vinkona!!

Sigrún Friðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 16:37

25 Smámynd: Loopman

Mér dettur ekki hug að fara ráðast á börn á blogginu, ég ætti ekki annað eftir. :) en ég er ekki að reyna vera með einhver leiðindi, heldur bara benda á ábyrgðina sem felst í þessu. Og sú ábyrgð er hjá þér ekki hjá henni dóttur þinni.

Páskar.. hmm ég fékk bara eitt lítið páskaegg með konunni, fékk bara halft :(

Mig langaði í 14 páskaegg, en það er víst bara draumur :)

Loopman, 23.3.2008 kl. 17:17

26 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska og ég er búinn að heimsækja gelgjuna... flott hjá henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 17:18

27 Smámynd: Halla Rut

Ertu viss um að þú þorir í samkeppnina?

Ég óska þér og þínum gleðilegra páska. 

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 17:33

28 Smámynd: Gísli Hjálmar

Gleðilega páska sömuleiðis ...

Gísli Hjálmar , 23.3.2008 kl. 18:25

29 Smámynd: Halla Rut

Elsku Jóna mín, takk fyrir þetta með hundinn. Ég er að hugsa um að hringja í þig eftir hátíðarnar og fá að koma með hann Ívan minn til þín. Ég held að þetta mundi örva hann mikið. Hann ljómar alveg þegar hann sér hund og það er nú ekki svo mikið sem hann hefur áhuga á. Svo þarf að spá mikið í hvernig hund á að fá því hann þarf auðvitað að vera mikill barnahundur. 

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 22:45

30 identicon

Gleðilega páska

Stelpan þín er greinilega frábær penni og verður gaman að lesa meira eftir hana. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:04

31 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni   Dóttir mín sem verður 11 ára á morgun gæti þetta ekki .

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 03:10

32 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

HAHA ónei mar.. það finnst mér hrikalega fyndið

Ég fór eitthvað að minnast á þetta við Hörð og hann varð úber spenntur að fá að gera sína eigin bloggsíðu..ég ætla að hjálpa honum við það í kvöld

eitthvað grunar mig að síðan eigi eftir að heita Killers,Undertaker eða eitthvað svona verulega dark og já smekklegt

Gleðilega Páska(rest)

Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 24.3.2008 kl. 16:13

33 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég velti oft fyrir mér fólki eins og Loopman, ég vona að líf Jónu sé nú meira en bara það sem hún skrifar á síðuna sína og þannig séð líf hennar ekki meiri sápuópera en hjá okkur flestum, ég hef ekki, frekar en aðrir lesarar og skrifarar sem hér kíkja, verið að kíkja hér inn til þess eins að svala forvitni minni um einkalíf Jónu og þá kannski ekki eins forvitinn og Loopman, ég veit að ég tala fyrir fleiri enn mig Loopman að bara hér á þessari síðu höfum við fræðst mun meira en nokkurstaðar annarstaðar um hve líf okkar getur verið bæði flókið og einfalt í senn.

Loopman! Í dag t.d. geri ég og fleiri reyndar, mér grein fyrir því að fötlun einstaklings er ekki bara fötlun og einnig að fötlun er ekki einkamál neins, í þjóðfelagi þar sem nóg er af öllu, nema manngæsku kannski, er það skilda okkar sem erum "normal" að sjá til þess að þau okkar sem hafa einhver frávik geti komið og verið með okkur hinum án þess að við "normin" lítum niður til þeirra, þó svo Loopman að einstaklingar taki þá ákvörðun að skrifa um eitt frekar enn annað og svo getur okkur fundist misjafnt hvað er djúpt að mér gæti þótt síða þín eitt grín á meðan þér þykir hún djúp, sem dæmi má nefna að fólk haldið menntahroka er hneykslað yfir því að ómenntað fólk geti líka átt líf, hvað um það Loopman þá er það nú svo ég er stoltur af skrifum Jónu og að hún vilji miðla til mín sinni lífsreynslu ég veit aldrei hvenær á það reynir að ég þurfi á þeirri reynslu að halda, ég er ekki yfir það hafinn að í minni fjölskyldu muni fæðast barn eða börn með einhver frávik sem eru jú eiginlega bara jafn mörg og við erum.

Ég skil áhyggjur þínar Loopman varðandi bloggsíður barna, á mínu heimili hafa börnin alltaf haft tjáningarrétt um hvaðeina sem til umræðu hefur verið hverju sinni á heimilinu, enn það er ekki svo að ókunnugir geti vaðið yfir þau á skítugu skónum í þeim umræðum innan veggja heimilisins, en á netinu getur ýmislegt gerst sem eins gott er fyrir þau hjón Jónu og Bretann svo og aðra foreldra sem eiga börn sem eiga heimasíður, að gæta vel að því á þessum síðum er vafalaust hægt að valda mikklu tjóni, en ekki er gott að einangra okkur samt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.3.2008 kl. 22:40

34 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vel skrifað hjá þér Högni, ég ákvað sjálf að hunsa þetta en vill gjarnan taka undir með þér hér En í þessum sögðu örðum hef ég sjálf því miður orðið var við miður heppilegar heimsóknir undanfarið, svo ég vill ítreka að fólk skoði síður viðkomandi allavega áður en það þakkar vinaboð, þó að það segi lítið um viðkomandi þá er það segir það kannski hvort þetta sé félagskapur sem maður vill vera í. Æi get ekki alveg útskýrt þetta án þess að gerast persónuleg en ég vill það síður hér. En Jóna skrifin þín eru ómetanleg !!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 24.3.2008 kl. 22:54

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna, þú skrifar fallega og af kærleik (með dassi af húmor audda) um lífið þitt, án þess að fara nokkurn tímann yfir þessa hárfínu --------------------------

Elska þig í vöndul

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 00:35

36 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Högni þú ert svo mikið krútt.

Takk öll fyrir komment og falleg orð.

Jennsla. Elska þig líka í vefju.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband