Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Isn't there something wrong with this picture?
Staðalímyndir eru sterkar í hugum okkar. Karlmenn eru liðtækir við að dytta að hlutum, konur eru með tuskuæði, litlar stelpur elska bleikt og leika með dúkkur og litlir strákar fara í kabboj og indjána. Eða svona var þetta allavega hér einu sinni.
Staðalímyndir dagsins í dag eru aðeins öðruvísi og þær eru líka fjölbreyttari.
Ég held að konur séu ófeimnari núna við að viðurkenna að þrif séu ekki eitt af því sem er efst á vinsældarlistanum og karlmenn eru ekki allir lagnir með hamarinn frekar en við konurnar við saumaskapinn.
Einnig finnst mér vera að skapast jafnvægi á milli harða naglans og mjúka mannsins. Mjúki maðurinn kom sterkur inn fyrir einhverjum árum en datt svo úr tísku. Það var tímabil sem ég vorkenni karlmönnum að vera karlmenn. Hafði á tilfinningunni að þeir vissu ekki hvort þeir ættu að sitja eða standa. Þeir áttu að vera karlmenni en þeir áttu líka að geta grátið. Hafa áhuga á ''mjúku málunum''.
En þegar upp er staðið erum við öll ólík og erfitt að ætla að falla inn í eitthvað hólf.
Í gær, á Öskudag, þegar ég skilaði Þeim Einhverfa af mér i Vesturhlíð, tóku á móti mér dreki, trúður og Turtles-gæi. Krakkarnir ljómuðu í búningunum sínum og voru spennt að sýna þá hverjum þeim sem kom þar inn.
Ég ræddi aðeins við starfsfólkið hvort yrði hægt að koma Þeim Einhverfa í einhvern búning og þau tjáðu mér að af þeim búningum sem til er i Vesturhlíð er Mjallhvítarkjóllinn í mestu uppáhaldi. Honum finnst hann svoooo fallegur sögðu þau.
Sá Einhverfi er auðvitað lítið upptekin af því hvað er við hæfi og hvað ekki. Hugtakið karlkynsfatnaður og kvenkynsfatnaður er ekki til í hans huga.
Í gærkvöldi sat ég og bloggaðist í lappanum mínum og Bretinn var inn í stofu og talaði við sjónvarpið. Skyndilega sagði hann: Isn't there something wrong with this picture?
Ha? hvað? sagði ég úti á þekju.
There you are, on your computer.. and here I am, talking to Oprah.
En ég er nú ekki fædd í gær, skal ég segja ykkur. Fell ekki fyrir þessu: ''ég er mjúkur maður''. Ég veit nebblega að Cindy Crawford var í heimsókn hjá spjallþáttadrottningunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Ég þori ekki að athugasemdast í alvöru um þessa færslu strax.
Jenný gæti verið að kíkja.
En,
Mér finnst allt í lagi að elda & þrífa á mínu heimili, skipta á örverpinu mínu, kenna milligelgjunni jafnaldra þinni, stæffó þegar hún kemur úr skólanum & ná í örverpið á leikskólann & skutla gelgjunni á skíðaæfíngu í leiðinni.
Ég er ekkert sérlega mjúkur maður nema á feldinn & finn ekki að karlmennsku minni sé eitthvað misboðið við þetta dúdd sem að er mér bara ljúfur partur af lífinu & kemur ekkert einhverri ákjósanlegri verkaskiptíngu minnar konu eða mér eiginlega við.
Enda læt ég nú ekkert utanaðkomandi áreiti annara setja mig eða mína í einhverja kassa eftir hentugleikum.
& forræðishyggja einhverra annara, er mér bara eilíft skemmtiefni...
Steingrímur Helgason, 7.2.2008 kl. 01:23
Fruuuuuuuuussssssssssssss Steingrímur
Það er erfitt að uppfylla allar væntingar sem gerðar eru til okkar um hvernig við eigum að haga okkur.
Gerum okkar besta og já ég elska þig líka
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 01:29
Ég er sannarlega mikill töffari, er rough looking og lít út fyrir að vera harður í horn að taka - og er það stundum. En hey - ég fór í kjól síðasta haust!
Ég er alls ekki mikill rembukall í mér, kann að skipta um dekk á bíl, bora gat í vegg, negla upp myndir, mála hús og jafnvel grafa skurði með gröfu. Hell já - ég get líka brunað á sjóskíðum á annarri löppinni. Er ég harður? Já, líklega.
En, ég get líka eldað mat, skúrað og þurrkað af, sett í þvottavél og hengt út á snúru (ekki skó eins og Jennsla). Ég get sannarlega líka saumað, sett rennilás í buxur og faldað þær. Get bakað og grátið þegar ég sé illa farið með fólk eða þá sem eru undir í þjóðfélaginu. Er ég mjúkur? Já, líklega.
Allavega - það stendur uppúr hérna hjá mér að ég er allavega meðvitaður um hvað ég get, hvað ég kann og hvort sem það kallast mjúkt, lint - flatt, fugl eða fiskur - nú eða hart, steypa, veggur eða töffari - þá er næsta víst að ég lifi skemmtilegu lífi þar sem ég get sett mig inn í hvaða mál sem er, tekið á hvaða vandamáli sem kemur uppá og leikið mér á bæði harðan sem og linan veg í lífinu.
Þeir einhverfu í lífinu og kringum okkur eru svo óspilltir og með svo hreina og fallega sál, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því sem við grátum svo hátt - hvað er annars rétt og hvað er rangt núorðið? Ef bara barnslegu gildin héldust í hendur við hækkandi aldur væri lífið mun dásamlegra en það er í raun og veru. Takk fyrir mig, ég hef vælt nóg í bili rúsínan mín.
Tiger, 7.2.2008 kl. 01:37
Sjáðu bara, Jenný var á femínyzdabeljuvaktinni..
En, ég elska hana smotterí ..
Steingrímur Helgason, 7.2.2008 kl. 01:46
Ég á mann af gamla tímanum...enda greyið talsvert mikið eldri en ég. Þessi harði kaldi kall er vissulega með naglann og hamarinn og getur lagað allt..sýnir engar tilfinningar..blíðuhótin hans eru þétt klapp á bakið sem ég teldi ofbeldi ef ég vissi ekki betur
Í seinni tíð, eftir að ég fór að vinna úti (var áður á bak við eldavélina ) varð hann bara nokkuð duglegur við að hjálpa.
Svo lengir lærir sem lifir
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:50
Takk sömuleiðis fyrir að samþykkja:)
Myndirnar mínar eru allar málaðar á striga:)
Tinna Eik Rakelardóttir, 7.2.2008 kl. 02:08
Mér finnst voða gott að ljónið mitt getur bæði verið mjúkur og harður, enda er ég bæði mjúk og hörð Við jöfnum því hvort annað.
Sporðdrekinn, 7.2.2008 kl. 02:17
Frábær húmor og heimilislíf ykkar hlýtur að vera afskaplega skemmtilegt á köflum og mikið hlegið. Bretar hafa jú líka frábæran humor og í bland við þann íslenska er þetta dúndur sápuópera hjá ykkur.
lettfimmtug (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:22
já Jóna þetta mjúka og harða!! held að það blundi nú svolítið í öllum..það eru bara ekkert allir tilbúnir til að viðurkenna það.........en Cindy Crawford ....held hún kalli nú ekki fram mjúka manninn......heldur "the animal within" hehe
kv
Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 09:34
Shiiiiii
Ómar Ingi, 7.2.2008 kl. 10:16
Ég er mjúk kona karlinn minn líka hann er duglegur við heimilisverkinn. Hafðu það gott í dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 10:18
Bráðskemmtilegur pistill.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:24
Haha, skemmtilegur pistill :D
Ragga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:30
Sniðugur strákurinn þinn
En mér finnst karlmennska njóta lítillar virðingar í nútímanum. Fólk á að fá að vera það sjálft, það er raunverulegt jafnrétti og við konur erum mismjúkar inn við beinið og það er í fínu lagi, en við eigum ekki að gera þær kröfur til karlmanna að þeir séu á kafi í því að finna kvenlegu hliðina sína. Sumir mega bara vera með Clint Eastwood(bíómyndatípan) hugsun og framkomu í friði án þess að vera settir í sörubakstur.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:31
Barnsfeður mínir eru eins ólíkir og hugsast getur...
Annar er þessi mýkri týpa sýnir tilfinningar og talar.. ekkert endliega linur samt en hinn þykist vera eins harður og mögulegt er sýnir engar tilfinningar og er eftir rúm 3 ár fyrst að byrja að tala núna...
Annar kann ekkert að fara með hamar og nagla, er tölvugúrú og klár eftir því á slíkt.. hinn er handlaginn frá helvíti og getur allt svoleiðis..
báðir voru fínir í heimilisstörfunum
er ekki einhverstaðar hægt að blanda þeim saman...?
Guðríður Pétursdóttir, 7.2.2008 kl. 10:31
Æ hvað ég sakna þess að sjá ekki mynd af honum í Mjallhvítarkjól.
Annars er hlutverkaskiptingin ófrávíkjanlegt náttúrufyrirbrigði og byggir á styrklegum og greindarlegum yfirbuðum annars kynsins yfir öðru.
Sjá menn konur vera að horfa á fótbolta, eru þær samstundis álitnar samkynhneigðar með meirapróf í þungaflutningsakstri. Karlmenn sem horfa á Opru (Jafnvel þótt að Tóm Krús sé í heimsókn) eru umsvifalaust taldir á breytingaskeiði og blæðingum undir yfirborðinu. Dulýrir á leið út úr fataskáp.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 11:09
Frábært þetta með Mjallhvítarkjólinn. Þegar sonur minn var á leikskóla vildi hann endilega fá Barbie af því það voru svo flott Barbieföt á leikskólanum. Hann fékk sína Barbie og fór með hana á leikskólann og eftir þetta frumkvæði hans fóru aðrir strákar að koma út úr skápnum með sínar dúkkur. Þeir þorðu ekki fyrr en minn var búinn að ryðja brautina. Hann er nú samt það sem telst vera "normal", hvað sem það nú er.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:47
Þegar ég fer í jafnréttisgírinn heima fyrir segir kallinn stundum að ég sé feminisk. Eins og það sé eitthv. neikvætt. Á ég að dangla í hann ? Annars er hann hinn besti kall, þvær þvotta, farinn aðeins að elda (eftir áralangt tuð) og las bókina hans Þorgríms, Hvernig ger..... og var sáttur við hana !!!! Hann er meira í tölvunni enda vil ég hann ekki á fjarstýringuna hjá mér.
M, 7.2.2008 kl. 11:52
Iss, ég kann að laga þvottavélina mína og er flínk með hamar og borvél en ég kann ekki rass*** að sauma.
Er algjör stelpustrákur suma daga en aðra fæ ég taugaáfall ef það brotnar nögl.... Mér finnst ég svo fín svona bara eins og ég er
Heiða B. Heiðars, 7.2.2008 kl. 12:11
Yndislegt að kíkja inn á bloggið þitt....takk fyrir mig :o)
Harpa Hall (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:43
Farðu vel með Bretann.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2008 kl. 14:02
Frábær og yndisleg frásögn.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:44
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:16
Yndislegt. Hér eru allir steyptir í mót, kynskiptir og alles, LOL, lífið er bara ekki svo einfalt, sem betur fer. Mínir strákar fóru báðir á ónefndan leikskóla, í denntíð, þar sem samkynhneigður einstaklingur var leikskólastjóri. Þar var stefnan að reyna eftir fremsta megni að stýra frá kynskiptingu hlutverkanna, stelpurnar máttu alveg vera með í fótbolta og bíló, strákarnir máttu sömuleiðis vera með í mömmó, þurftu ekki endilega að vera heimilishundurinn til að fá að vera með, eða láta sig hverfa afþví karlar fara út að vinna. Mér fannst þessi leikskóli frábær, og ég tel að mínir drengir hafi notið góðs af þessu. Ég á einn ungling í dag, sem er strákur, en vinsæl barnapía engu að síður, og finnst ekkert að því sjálfum. Bara gaman að því.
Alltaf gaman að pæla. Takk fyrir mig
Bjarndís Helena Mitchell, 7.2.2008 kl. 19:41
Það er svo ótrúlega frábært að finna sig ekki knúinn til að fylgja staðalímyndum.
Auðvitað er það ekki innbyggt í stráka að fíla aksjón og stelpur að fíla barbí, þau eru bara alin upp á mismunandi hátt miðað við mismunandi staðalímyndir.
Á frístundaheimilinu sem ég vinn á eru bara strákar en bleikur er mjög ráðandi litur enda er hann flottur og barbí alveg jafn vinsæl og kubbar.
Ian lætur sig staðalímyndir auðvitað engu skipta enda mesti töffari í heimi og Mjallhvít er aldrei jafn flott og þegar hann leikur hana, ég held það sé bara svo einfalt
Júlía Margrét Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:43
Hahhaha, frábært. Fyndið líka með strákinn hennar Helgu og Barbídúkkuna hans. Ég man enn eftir gleðinni þegar foreldrar mínir gáfu okkur systrum litla brunabíla, mér fannst ótrúlega gaman að leika mér með minn bíl. Þarna var enginn sem sagði mér að þetta væri strákadót ... innrætingin ekki hafin, en hún kom vissulega síðar. Við eigum bara að fá að vera við ... ef menn eru harðir og kaldir karlar þá eiga þeir bara að fá að vera það í friði. Mér finnst gaman að fótbolta og hef verið spurð (í gríni reyndar) hvort ég sé trukkalessa. Æ, við eigum bara að fá að vera við sjálf.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:58
Skemmtilegur pistill hjá þér Jóna mín. Ian hefur örugglega verið flottur í Mjallhvítarbúningi, aðalmálið er að vera ánægður með sjálfan sig. Að setja fólk í kassa er ekki minn stíll, en karlmenn og kvenmenn eru ólík og líka karlm og karlm. og kvenm. og kvenm. ef þú skilur hvað ég er að fara. Allt best í bland.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 20:15
Mætti einum ungum dreng í gær sem var himinsæll með að loksins væri kominn dagur þar sem hann mætti fara í kjól, mála sig og dilla mjöðmum án þess að það væri flissað verulega vegna þessa - yndislegt bara að sjá hve hann naut þess að fá að kíkja aðeins úr karlmannsveruleikanum sínum í einn dag
Skemmtilegur pistill Jóna eins og þín er von og vísa
Dísa Dóra, 7.2.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.