Leita í fréttum mbl.is

Kúkabrandararnir eru ennþá alveg að gera sig. Ég er nú ekki þroskaðri en þetta....

Þetta er ekki fyrir glígjugjarna né viðkvæma. Þó ber að hafa í huga... we have all been there, right?

 

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

 

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

 

Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

 

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

 

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

 

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

 

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

 

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

 

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

 

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

 

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

 

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.

 

Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.

 

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)

 

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

 

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

 

Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina)

 

Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

 

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

 

Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...

 

 

Góðar hægðir .... nei stundir ....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahahahahahahah ferlega ertu subbuleg stelpa!!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

No fucking komment

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli séu ekki margir með eltikúk í dag eftir bolluát.???  hí hí hí

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lágt er lagst:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2008 kl. 14:12

5 identicon

hehehe...Þvílík endemis snilld. Sit á þjóðarbókhlöðunni og neyddist til að flýja fram því ég hló svo mikið, takk fyrir mig. Og verið ekki svona miklar teprur stelpur

Sindri V (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sorry,gat ekki lesið.. er ekki kúkabrandara kellingangry 43

Guðríður Pétursdóttir, 5.2.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahahaha
Mér líst ansi vel á húmorinn þinn, minn er ekkert skárri

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 14:29

8 identicon

"Undarleg er vor drulla

í þessu jarðlífi

annaðhvort er það drulla

eða þá harðlífi. "

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fróðlegar upplýsingar   ....

p.s. (ekki segja neinum frá því Jóna en mér fannst þetta líka alveg ferlega fyndið)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.2.2008 kl. 14:45

10 identicon

Þarna á náttúrulega að vera "rulla" í fyrstu línunni.

Gisli Asgeirsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:45

11 Smámynd: Kári Tryggvason

Þetta er nú bara fyndið

Kári Tryggvason, 5.2.2008 kl. 14:45

12 identicon

Ég kannast við nokkra af þessum sem þú telur upp ... gott að fá nöfn á þá núna.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:55

13 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

FRUSSSSSSSSSSSSSSSSSSS !!!!!!!!!!

Rannveig Lena Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 14:58

14 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Buahahahahahahha, ég hélt ég myndi kafna úr hlátri yfir þessum lýsingum. Þvílíkt hugmyndaflug. Hver setti þetta saman þessa "skilgreiningu"? Hvar í ósköpunum fannstu þetta, Jóna?

Sigurlaug B. Gröndal, 5.2.2008 kl. 15:15

15 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehehehe nú hló ég svo mikið að tárin runnu   

þú ert frábær  

Svanhildur Karlsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:21

16 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er brandari dagsins

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:21

17 identicon

GAAAARG Vá ég er búin að grenja hérna úr hlátri.

Bryndís R (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:22

18 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 5.2.2008 kl. 15:34

19 Smámynd: SigrúnSveitó

Elska þetta! Minnir mig svo á bróðir minn...sem ELSKAR kúkabrandara!

Takk :) 

SigrúnSveitó, 5.2.2008 kl. 15:39

20 Smámynd: Yngvi Högnason

Þetta er nú ekkert sérstakt og minnir á prestinn í kirkju Óháðra.

Yngvi Högnason, 5.2.2008 kl. 16:01

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gefur þetta hörfræ "góðan kúk" !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.2.2008 kl. 16:14

22 identicon

Ædislegur húmor

 Ég er med einn í vidbót; toutch-down, kúkur sem snertir vatnid medan hann er ennthá á leidinni út...

Hrefna (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:16

23 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....undarlegt á meðan ég flissaði varð mér óglatt um leið...!

Sunna Dóra Möller, 5.2.2008 kl. 16:16

24 Smámynd: Helga skjol

hehehehehehehehehehehehehehe tærasta snilld hjá þér að koma með þetta hingað

Helga skjol, 5.2.2008 kl. 16:26

25 identicon

 

Að skilgreina sinn eigin skíter skondið uppátækinafnalistann næst ég lítnú málin ekkert flæki.bossapappír saman brýt

í  kúkalabbann kræki....

Múhaha.... 

 

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:44

26 identicon

Æji...þetta kommentakerfi...well...taka tvö....

Að skilgreina sinn eigin skít

 

er skondið uppátæki

 

nafnalistann næst ég lít

 

nú málin ekkert flæki.

 

bossapappír saman brýt

 

í  kúkalabbann kræki....

 

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:47

27 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir þessar greinagóðu upplýsingar

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 16:49

28 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég ætla að ganga í hægðum mínum út í búð.

Svava frá Strandbergi , 5.2.2008 kl. 17:03

29 identicon

SHIT !!  Úbbs....   hahahahahahahahahahh    villingur geturðu verið kona.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:08

30 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Listinn er frábærlega fyndinn og asskoti er hún Bergljót Hreinsdóttir góð með vísukornið sitt!!!

Linda Samsonar Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 17:19

31 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Snilldarlisti! Svo er líka til Skyndiskítur.: Þá skiptir engu máli hvar þú ert, hann bara kemur

Halldór Egill Guðnason, 5.2.2008 kl. 17:37

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 þið eruð ekki leiðinleg... það verð ég að segja

Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 17:46

33 Smámynd: Ásgerður

Hahaha,,verð að leyfa syninum að lesa þetta, hann elskar kúkabrandara.

Klippikúkur,,,ómægod hahahaha

Ásgerður , 5.2.2008 kl. 18:38

34 identicon

kíf -s HK1
• deila
2
• barátta
• mótlæti, örðugleikarybba kíf hefja deilurhryggðarkíf sorg, mótlætiÞað sem gerir ferskeytluna sem Gísli er að vandræðast með eins og klippi...er að hún er hárrétt ort.-rulla -jarðarkífi -drulla -harðlífiUndarleg er vor rullaí þessu jarðarkífi.Annaðhvort er það drullaeða (þá) harðlífi .
Bretinn segði líklega að þú værir "full of ..."

Linda María (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:36

35 identicon

Vertu svo væn að losa leiðréttinguna frá útskýringu orðabókar Heimskringlu - hún loðir við eins og klessi... :)

M.kv.

L.M.

Linda María (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:39

36 identicon

Jesúss!!! Ekki er ég ýkja hrifin af þessum lýsingum en shit happens .....Finnst annars mjög gaman að lesa bloggið þitt. En ekki núna. Bíð bara spennt eftir bloggi á morgun. Kvitta hér með, Kveðja Helga. 

Helga (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:46

37 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Nr. 2 er í uppáhaldi hjá mér

Guðrún Jónsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:13

38 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:25

39 Smámynd: Ragnheiður

Hehehehe tíhíhíhíh gaman að sjá virðulegustu bloggara fara í kerfi yfir þessu..ég kannast nú við flesta á listanum

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 21:32

40 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

OMG...þú magnar upp hælið í huga mér...frábært í umræðuna

Eva Benjamínsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:38

41 identicon

Kæra Jóna

Ég hef nú lesið bloggið þitt í nokkurn tíma en aldrei hlegið jafnmikið og við lesturinn á þessum skilgreiningum.  Það er yndislegt að geta misst sig svo að tárin leka niður kinnarnar og manni verkjar í magann.  Hjartans þakkir

Björg (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:46

42 identicon

Hehehheeh, það mætti halda að þú værir uppalin á einhverjum bæ sem heitir Saurar eða eitthvað því um líkt. Ansi saurugur pistill þetta.

Langar nú samt til að auðga anda þinn með saurugu máltæki úr minni sveit. Meinandi, "þú getur trútt um talað", "það er sko ekki vandi fyrir þig að skíta með fullt rassgatið............", og hana nú. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:48

43 Smámynd: Gerða Kristjáns

LOL þetta er snilld

Gerða Kristjáns, 5.2.2008 kl. 21:58

44 identicon

Gamall húsgangur einnig úr minni sveit og líklega þekktur annarsstaðar líka.

 Samson hefur saddan kvið,

sínar garnir fullar.

Hóstar ropar, rekur við,

ræskir spýr og drullar.

Alltaf þótt eitthvað fallegt við þessa starfrænu vísu.   Með bestu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:03

45 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Ja hérna þetta er klárlega það besta sem ég hef séð hingað til

kvitt kvitt...;) 

Halla Vilbergsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:01

46 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég elska kúkahúmor. Vill svo skemmtilega til að þessar  kúkskýringar eru uppihangandi á klósettinu í vinnunni hjá mér.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 6.2.2008 kl. 00:09

47 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hló svo mikið að ég ældi næstum því  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2008 kl. 01:40

48 identicon

Svo er til nokkuð sem vinur minn í Bretlandi sagði mér frá, sem þeir kalla "chinese writing".

Það er semsé það sem á listanum þínum kallast "fljótandi drulla", frussast út um alla skál og minnir einna helst á kínverskt letur

Mundi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:48

49 Smámynd: Anna Gísladóttir

 þarna var ég næstum búin að pissa á mig af hlátri

Anna Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 10:11

50 identicon

Góður er hann Gústafberg/

Gott er hann að brúka/

Gleypir hann í gríð og erg/

Guðdómlega kúka

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:00

51 identicon

Ó mæ lort

Jonina Christensen (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:39

52 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég er í hláturlasti, ég gat ekki klárað alla brandarana, ég hélt að það kæmi einn í stólinn. ég er með harðsperrur

Ásta María H Jensen, 6.2.2008 kl. 23:43

53 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleymdir Steinsmugunni, sem er svo þunnur að hann smýgur inn í stein.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 12:09

54 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ma ma ma ma bara skilur ekki svona lagað, kúkur !! kúkur !!

Það er sko skítalygt að þessu máli, það er alveg ljóst.

Ha? já var þetta brandari,já já bíddu augnablik! já það er alveg ljóst að svona skrítlur eru alltaf góðar, til síns brúks,sjáðu til, það er alveg ljóst. HAHAHHAHAHAAHAHAHAHA

Kjartan Pálmarsson, 7.2.2008 kl. 13:10

55 identicon

Hahahahahaha þessi listi er dæmalaust fyndinn. Skelli hér inn vísu sem ég heyrði fyrir mörgum árum:

Á kamrinum sit ég og kúka á fullu

alveg að drepast því ég er með drullu.

Á jesú ég garga og alla hans engla

því görnin á mér er að rifna í hengla!!

MBK, H

Harpa (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:46

56 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha þið eruð ógissslega fyndin

Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 14:04

57 identicon

Algjör snilld hjá þér.  Varð að berjast við að halda niðri í mér hlátrinum hér í vinnunni þegar ég las þetta.

Má til að leggja til eina gátu í þessum stíl:

Veistu hver er munurinn á kúk og skít?

.

.

.

Herslumunurinn  :o)

Helga Sig. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:14

58 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 12.2.2008 kl. 14:18

59 identicon

Vísan er svona:

Á kamrinum sit ég og hamast á fullu
Að drepast úr lykt, því ég er með drullu
Á Jesú ég kalla og alla guðs engla
Því görnin á mér er að rifna í hengla

weeeeeeee (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband