Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Andagiftin mín hún Astrid
Ég er ekki að tala um Astrid Lindgren í þetta skiptið heldur hana Astrid Sigurðardóttir. Þessi Astrid á reyndar ættir að rekja til Skandinavíu en ekki til Sverige heldur Norge. En það er algjört aukaatriði.
Þessi Astrid varð kveikjan að því að ég ákvað að tími væri til kominn að ég færi að koma frá mér orðum á blað.
Og hér kemur sagan:
Astrid hét lítil stúlka sem hafði gaman af að teikna. Ekkert merkilegt við það svo sem. En með tímanum fór hana að dreyma um að mála myndir. Málverk. En það var ekki fyrr en hún varð fullorðin sem hún ákvað að gera eitthvað til láta draumana sína rætast.
Hún fór og keypti sér málningu og hóf að mála. Ljótar myndir.
Og þá hugsaði hún sem svo: ég get haldið áfram að mála ljótar myndir mér til gamans en það er ekki það sem ég raunverulega vil.
Og því fór hún í Myndlistarskólann í Reykjavík í kvöldnám árið 2003, þá orðin 37 ára.
Sumarið 2006 bætti hún um betur og fór á námskeið til Ítalíu. Var þar undir handleiðslu hins breska Robin Holtom.
Við Astrid rekumst á hvor aðra öðru hverju. Unnum saman á DV í gamla daga og eigum sameiginlega vinkonu og fyrrverandi samstarfskonu þaðan. Fríðu Brussubínu.
Í einu af hinum bráðskemmtilegu partýum hjá Fríðu & Co hittumst við Astrid og ég eyddi næstum heilu kvöldi í að horfa á hana með stjörnur í augunum. Og þó að Astrid sé ofsalega hugguleg kona var það ekki ástæðan. Heldur rakti ég úr henni garnirnar og öfundaðist út í skapfestuna. Markvissa stefnuna að settu marki.
Og það var þar og þá sem ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Kanna hvort ég kæmi ekki orðum á blað. Hvort ég gæti kallað fram frásagnagáfuna, sem ég taldi að ég ætti til, og fengið aðra til að njóta.
Síðan í partýinu þarna um kvöldið hefur Astrid farið tvær ferðir í viðbót til Ítalíu í frekari myndlistarnám. Og á þessu ferli hefur hún þróast og þroskast sem listamaður. Fundið ástríðuna sína í skugga og birtu. Og undir vatni. Og það sem meira er; hún er tilbúin til að leyfa okkur hinum að njóta afraksturins.
Á Hilton Reykjavík Nordica kl. 14, næsta laugardag, opnar hún sína fyrstu sýningu. Í undirdjúpum.
Sýningin stendur yfir frá 19.-20. janúar kl. 13-17. Í undirjúpum... Heillandi nafn. Og á boðskortinu sem kom inn um lúguna í gær blasir við mér mynd eftir Astrid af gjánni Silfra í Þingvallavatni. Og ég get ekki beðið eftir að sjá meira. Ég er spennt eins og Sá Einhverfi á jólum.
Næsta mál á dagskrá hjá Astrid er að læra köfun svo hún geti séð undirdjúp með eigin augum.
Orðatiltækið Allt er fertugum fært er ekkert kjaftæði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1640368
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Astrid Lindgren var næstum því 40 ára þegar hún sló í gegn...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 17:26
ójá, allt er fertugum fært og hvað þá fimmtugum
Svanhildur Karlsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:36
Hæ Jóna mín ! Bara aðeins að kvitta hjá þér skvís
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:59
Sumt er fertugum fært. Allavega það sem þeir ætla sér.
Markús frá Djúpalæk, 17.1.2008 kl. 18:05
Hvað ætli gerist þá um fimmtugt?? Can´t wait!!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:15
oooo ég get ekki beðið eftir að verða fertug! Það er svo margt sem að mig langar til að gera þegar að ég verð stór
Ég vill bara þakka henni Astrid fyrir, mér finnst svo gaman að lesa skrif þín
Sporðdrekinn, 17.1.2008 kl. 18:43
Það er svo stórkostlegt þegar fók gerir akkúrat þetta!! Hvort sem það er myndlist eða annað!!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:09
Gaman, gaman
Frábært að heyra þetta, maður á að elta drauma sína,
eina hindrunin er maður sjálfur.
Knús á ykkur gömlu starfsfélagana
þórdís (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:26
Frábært, þú segir okkur svo frá sýningunni, heldurðu að meigi taka myndir? góða skemmtun.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:37
Frábært hjá henni. Ætla að reyna að komast á þessa sýningu.
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:02
great story... ég ætla mér líka að byrja að lifa mínu lífi eftir 40, þegar ég er búin í "vinnunni"...
Guðríður Pétursdóttir, 17.1.2008 kl. 20:13
Þessa hugmynd ættir þú að framkvæma. Ég hef það fyrir satt að reyni fólk að bæla niður sköpunarþörf eða listræna hæfileika gangi það af göflunum. Þó daglegt amstur geti virst hindrun er ég fullviss um að þetta verður auðveldara en þig grunar. Gangi þér vel.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.1.2008 kl. 20:39
Lífið er rétt að byrja um fertugt, ja ég er allavegana að reyna telja mér trú um það. hóst hóst
Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 21:08
Jóna enga minnimáttarkennd, þú ert frábær penni! Og mundu líka að það sem fertugur getur gerir fimmtugur betur
Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:14
Hei.. þið krúttin ykkar. Þessi færsla er ekki um mig. Hún er um myndlistarsýningu sem alveg örugglega engin verður svikin af. Hún er líka um konu sem trúði því að hún gæti það sem hana dreymdi um og gerði það. Ekki mig samt . Ég skora á ykkur að taka ykkur bíltúr um helgina, fara og fá ykkur nice kaffibolla og kökusneið einhvers staðar og kíkja svo á upprennandi listamann.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 21:27
Þakka Astrit fyrir þegar þú hefur látið þína drauma rætast!
Það verður spari-ljúft að lesa þína fyrstu bók og þú þarft ekki að bíða til fertugsafmælis! Bara byrja núna og ég get farið að njóta áður en ég verð sextug! Fyrsta sagan þín verður aldrei ljót! Farðu bara í "skúffuna" og farðu að spinna!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:28
Það verður bók úr þér kona, án námskeiða erlendis.
Steingrímur Helgason, 17.1.2008 kl. 21:57
Það er eitthvað við þetta nafn sem skelfir mig ASTRID
Ómar Ingi, 17.1.2008 kl. 22:53
INNLITSKVITT....alltaf jafn gaman að lesa þig.
Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 00:16
Ritsmiðja í Bókasafni Kópavogs
Bókasafn Kópavogs tekur höndum saman við ritlistarvefinn Rithringur.is um stofnun ritsmiðju á bókasafninu sem öllum mun verða frjáls aðgangur að.
Fundir verða á bókasafninu fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 18–20. Hringborðsumræður verða haldnar um ákveðna þætti ritlistarinnar, góðir gestir líta
inn og boðið verður upp á ýmsar æfingar.
Ákvörðunin um ritsmiðju var tekin í kjölfar velheppnaðra samskrifta á safninu í nóvember. Fyrsti fundurinn verður haldinn í dag, fimmtudag. Jón Ingvi Jóhannsson heldur fyrirlestur kl. 17 um jólabókaflóðið og að fyrirlestrinum loknum, kl. 18, hefst hin eiginlega ritsmiðja þar sem sniðið á komandi fundum verður rætt.
Auglýsing Bókasafns Kópavogs um ritsmiðjuna (pdf 70 KB)
Rithringur.is
Smá ábending til þín Jóna mín ;) Knús
Elísa (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 00:22
Já, Ray Kroc var 52 ára þegar hann opnaði fyrsta McDonald's hamborgarastaðinn sinn, þannig að hér eru ungmenni á ferð. Gott „plögg“ hjá þér, byggir upp hjartnæma sögu sem nær hámarki í staðreyndum um það sem markaðssett er. Þetta eru alvöru auglýsingar framtíðarinnar, því að „kona- til konu“ (og líka maður til manns) ráðgjöf selur mörgum sinnum betur en almennar auglýsingar.
Hvenær ferð þú og Jens ofl að fá hringingar frá Sponsorum með gylliboð? Ekki til mín, nr. 25 í vinsældum og alltaf bara að gagnrýna eitthvað!
Ívar Pálsson, 18.1.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.