Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Snerting er unun
Ég fór í strípur í gær til hans Óla á Solid. Nauðsynleg aðgerð með reglulegu millibili. Tilhlökkunarefni í marga daga. Og ekki bara vegna þess að útlitið er alltaf aðeins betra þegar maður fer en þegar maður kemur. Að ganga inn á stofuna, vitandi það að næstu 2-3 klukkustundirnar eru mínar og öll ábyrgð er skilin eftir í höndum einhverra annarra... bara nautn.
Setjast niður og láta dúlla í hárinu á mér. Láta mig svo hverfa í kaffihornið, útlítandi eins og vera frá öðrum hnetti með allan álpappírinn í hausnum. Fá mér ljúffengan kaffi latte, lagaðan af starfsfólki sem hefur án efa fengið spes þjálfun á kaffivélina. Lesa slúður og jórtra á nikótíntyggjó. Fá svo hárþvott með höfuðnuddi... það besta. Besta. Var nudduð í gær af einhverri megadúllu. Ungum nema. Snillingur drengurinn sá.
You must have been a pussycat in your previous life, segir Bretinn. Enda mala ég þegar hann strýkur með um hárið.
Mér finnst að fólk sem þolir illa að vera strokið og nuddað þurfi að leita sér hjálpar. Ég meina, þetta fólk veit ekki af hverju það er að missa.
Stundum múta ég Gelgjunni til að strjúka mér um höfuð eða axlir og hún er farin að gera það sama við mig. Það læra börnin...
Frá fyrstu stundu hélt ég krökkunum mínum rólegum með léttum strokum um kroppinn. Og enn þann dag í dag fá krakkarnir strokur með kvöldbænunum. Ég er svo þakklát fyrir þann vana í dag. Það eru miklar líkur á að Sá Einhverfi væri snertifælinn ef hann hefði ekki fengið að kynnast slíkri snertingu frá fæðingu. Reyndar hefur hann eiginlega tekið öfgarnar í hina áttina, því hann á til að rífa upp um sig bolinn hvar sem er og heimta baknudd. Og hann elskar að láta strjúka á sér handleggina. Þá sér maður hárin rísa af nautn.
Snerting er unun. Prófið bara.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1640369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Snerting er heilun finnst mér. Yndislegt tilfinning að láta nudda hársvörðinn og niður á axlir. Kom Ian einn heim í dag? ég meina ekki með frænda Emmu með sér. Í den þá keypti stóra systir mín mig til að klóra létt á sér handlegginn og voru launin súkulaðistykki sem við kölluðum krimmel en heit á sunnlensku fíkjustöng, var til í mikið dúll fyrir nammi í þá daga.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 01:07
Oh Ásdís ég veit. svooo goooott. Jú Ian kom einn heim í dag. Frændinn var skilinn eftir í Vesturhlíð . Ég vona bara að hann skríði ekki hér inn um glugga í nótt og vakni með Ian í fyrramálið.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 01:09
Snerting er fín, frá þeim sem maður treystir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 01:10
já asninn þinn addna . Auddað.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 01:15
Athyglisvert
Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 01:25
Ég lá í sófanum og var að tala í símann við mömmu í dag og Kormákur sonur minn vildi heyra í henni, hann tekur símann og talar við hana og allann tímann strýkur hann fótinn á mér. Við erum alltaf að snerta hvert annað og sýna ást og umhyggju, eðlilega læra svo börnin þetta af okkur. Það skeður nú oftar en ekki að ég er beðið um baknudd og svo rífur hann sig úr bolnum og leggst á magann. Snerting er unun.....
Linda litla, 17.1.2008 kl. 01:29
flott færsla
Brjánn Guðjónsson, 17.1.2008 kl. 01:31
Þetta er rosalega rétt hjá þér Jóna. Af og til upplifi ég máttin í barns höndum. Ég á það til að liggja í hrúgu með dætrum mínum 11 og 2 ára í sjónvarpssófanum. Ef ég er rosalega heppin endar hönd annarar þeirra á enninu á mér og ég get aldrei hætt að furða mig á mættinum í þessu mjúku höndum þegar þær lifta byrði stressandi og krefjandi starfs eins og fjöður ein væri.
U (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 01:33
Unglingurinn minn, töffarinn kemur enn að fá mömmustrokur. Snerting er flestum nauðsynleg. Eldri dóttir mín var nánast snertifælin, mér fannst það erfitt. Í minni vinnu sem hjúkrunarfræðingur með aldraða og börn ´sé ég vel hvað snerting hefur góð áhrif. Það er hægt að róa mjög órólegt fólk með góðum strokum........stundum
Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 01:53
Ég hef alla tíð verið í "leitaðu þér aðstoðar" deildinni og kitlar rosalega að ekki sé meira sagt. Dóttir mín er eins svo þetta er einhver genagalli greinilega. En ég hef hinsvegar ósjaldan sofnað í klippingu(reyndar hjá tannnlækninum líka) svo sumt þoli ég afar vel.
Og sumstaðar kitlar mig bara alls ekki
Þorsteinn Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 02:00
Sælar, snerting,
Já. EKKI SAMA hver (hún/hann) snertir eða ERTIR!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:16
ohhhh svo æðislegt að láta dúllast í hárinu á sér. Ætti að hanna svona stand eða púða sem maður getur bara lagst ofan á í stólunum og svo bara steinsofnað sitjandi upprétt
Dísa Dóra, 17.1.2008 kl. 08:38
Stundum kem ég askvandi inn í stórverslun í Reykjavík, arka þar að ákveðnum manni, tek utanum hann og kyssi hann. Hef stundum tekið eftir augngotum frá gestum verslunar. Þetta er gott og má aldrei hætta.
btw. hann er sonur minn.
Þröstur Unnar, 17.1.2008 kl. 09:04
Eins og það getur verið frábært að fá gott hárþvottanudd með tilheyrandi slökun og slefi ( nei djók) þá er jafn ömurlegt að lenda á einhverjum sem rétt kemur við hársvörðin....get hreinlega orðið brjáluð úr pirringi.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:27
Sammála, mér finnst líka unaðsleg slökun að fara á snyrtistofu af og til og sofna venjulega í stólnum þar.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:57
Ohh ég þekki þetta - ég skammast mín stundum fyrir stunurnar þegar ég fá hárþvott með nuddi!!!
Kolbrún (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:00
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 10:08
Mikið er ég sammála þér. Finnst þetta þvílíkir dekurtímar að fara í litun. Hálf fúlt þegar aðeins þarf að klippa. En verst hvað mínar hárgr.dömur eru fljótar að þvo og oft hranalega. Ekkert nudd þar.
M, 17.1.2008 kl. 10:37
Snerting er af hinu góða. Það er svo gott að fara og láta dekra við sig.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 11:35
snerting er góð!
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 11:51
Það er gott að láta kíkla rólega á sér bakið eða hvaða líkamspart sem er. börninn mín koma og biðja um kíkl. Það er líka verkjastillandi ef maður er með mikin verk í vöðva og kíklar rólega yfir þá er eins og skilaboðin ruglist og velíðun tekur yfirhöndina og stundum endist það smá tíma.
Sástu opru í gær ?
Sigga ókunnug (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:01
hahaha þið eruð frábær. Ég einmitt sofna á bekknum þegar er verið að plokka á mér augabrúnirnar. og varðandi slef: ef ég vakna með slefið út á kinn þá veit ég að ég hef fengið góðan svefn. hehe
Alfa þú drepur mig ''búin að tapa kúlinu...''
Inga. Óli er góður
Sigga. Já ég sá Oprah. varð svolítið pirruð yfir hollywood meðferðinni. Er einmitt að spá í að setja inn færslu um þáttinn
Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 12:09
Frábær færsla hjá þér Jóna, lá við að ég pantaði mér tíma strax, enn fór rétt fyrir jól, ekki komið að því.
Verð að segja ykkur að á minni stofu eru stólarnir við vaskinn með nuddi,
ekki nóg með að þú fáir frábært höfuðnudd heldur alveg niður í rassboru.
þessi þjónusta er bara flott. Varð að monta mig að því að ég bý út á landi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 12:34
Aha...ég og einkadóttirin kunnum á þetta. Reyndar er ég ekki eins viljug í höfuð hár og fótanudd, en fótanuddið elska allir hér á bæ.
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:01
Stelpan mín biður mig alltaf um að gera gott við bakið þegar við erum að kúra Hef gert þetta frá því að hún fæddist og mér er búið að takast að venja son bróður míns á þetta líka
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:04
Hef ekki farið í háraðgerð síðan í okt. úff púff. En vá, hvað ég er sammála þér. Snerting er eitthvað sem ég þrífst á. Ekki frá hverjum sem er (of course) heldur frá mínum nánustu og ég er svo lánsöm að maðurinn minn nýtur þess að klóra mér. (Ekki djók). Ég nýti mér það í ystu æsar!
Hey já ... mynd takk!
Hugarfluga, 17.1.2008 kl. 16:13
Klaufdýrið mitt sem er að verða tvítugur á þessu, biður um klór á kvöldin (hann á samt kærustu) svo þú Jóna mín (sem betur fer) átt eftir að strjúka og klóra og nudda og snerta um ókomin ár
Sjálf elska ég bakstrokur og hárþvott á hárgreiðslustofunni og tapa kúlinu eins og fleiri þegar ég fer í plokkun
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:21
Ummmmm það er yndislegt að láta nudda hársvörðin, bakið, tala nú ekki um að láta klóra mér á bakinu, elska það alveg og guttin er mér sammála enda þarf ég stundum að klóra honum á bakinu svo er annað he he he heh makanum mínum finst ekki gott að ég geri bara svona smá strokur á iljarnar he he hehe og auðvitað ( æji er ég bara þannig ) að ég geri honum oft þann greiða að gera það he he he heeeh
Erna Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 17:16
Klóra, strjúka, nudda og snúa, já snúa segi ég. Yngsti minn er eins og mamma sín og snýr upp á hárið á sér, svo þegar að hann er voða lítill eða þreyttur þá kemur "Mamma má ég snúa?" þá vill þessi elska fá að snúa upp á hárið á mömmu sinni.
Ég er með fjórar karlverur á heimilinu og þeir koma allir til mín og lyfta upp bolnum að aftan (hjá sjálfum sér) "Villtu klóra mér?" "mmmm mamma gefur besta klór í heimi"
Já snerting er sko heilandi. Sumir hafa þurft smá tíma að venjast snertigleði minni en sem betur fer er maðurinn minn líka svona og allir ungarnir okkar
Sporðdrekinn, 17.1.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.