Leita í fréttum mbl.is

Helvítis kirkjan

 

 Þessi er nú ekkert glænýr en hér kemur hann í íslenskri þýðingu. Mér þykir þetta ágætlega við hæfi, mitt í allri rekistefnunni um trúboð eða ekki trúboð í skólunum, kirkjuna og trúabragðafræði.

 

Krumpaður og eldgamall karl gengur inn í Lúthersku kirkjuna og segir við einkaritara prestsins: Ég vil ganga í þessa helvítis kirkju.

Einkaritarinn sem er kona er bæði forviða og hneyksluð á orðbragði mannsins: Fyrirgefðu herra, ég hlýt að hafa misskilið þig. Hvað sagðirðu?

Hlustaðu á mig andskotinn hafi það, gólar karlinn. Ég sagði að ég vildi ganga í þessa helvítis kirkju.

Mér þykir það leitt maður minn, en svona orðbragð verður ekki liðið hér í þessari kirkju. Og einkaritarinn stormar inn á skrifstofu prestsins til að láta hann vita af ástandinu.

Presturinn er hjartanlega sammála einkaritaranum sínum. Hún á alls ekki að þurfa að sitja undir svona hræðilegu orðbragði. Þau ganga saman fram aftur og presturinn spyr gamla karlfauskinn:

Herra minn, hvað er vandamálið?

Það er ekkert fjandans vandamál, segir karlinn, sýnu skapverri en áður. Ég bara vann 200 milljónir í helvítis lottóinu og ég vil ganga í þessa helvítis kirkju til að losna við eitthvað af þessum helvítis peningum.

Ég skil sagði presturinn rólega. Og er þessi kerlingartík hér að valda þér vandræðum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, snilld !

Baldur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahaha

Brjánn Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 16:20

3 identicon

Úbs...haha!  Þessi hlýtur að vera breskur!

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:22

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Góður.

Þorkell Sigurjónsson, 4.12.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skemmtilegur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 16:37

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

   Góður!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 16:43

7 Smámynd: krossgata

Það er alveg hægt að flissa að honum,   þó kerlingarbeljunni henni mér finnist hann heldur orðljótur til að líða vel með að lesa um bannsett orðbragðið á mönnunum. 

krossgata, 4.12.2007 kl. 16:43

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

þrátt fyrir að ég þoli illa svona helvítis blót þegar talað er um andskotans kirkjuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 16:54

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:11

10 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

skamm

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:32

11 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 4.12.2007 kl. 17:43

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sagði konan um son sinn: "Ekki veit ég hvar í andskotanum krakkaskrattinn hefur lært að bölva svona."

Sæmundur Bjarnason, 4.12.2007 kl. 17:51

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

    góð þessi saga

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 18:46

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.12.2007 kl. 19:58

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

þessi er frábær

...hef heyrt hann í bankaútgáfunni líka, þar kemur gaurinn inn í banka og vill láta þjónusta sig, fær á baukinn fyrir svakalegan talsmátann frá siðavöndum þjónustufulltrúa þar til útibússtjórinn blandast í málið og mætir viðskiptavininum - á hans level

Marta B Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 20:07

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 20:21

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.12.2007 kl. 21:15

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður en það er svo seinn í mér fattarinn þessa dagana að ég þurfti að lesa tvisvar til að sjá djókið :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 22:07

19 identicon

Hahahahaha

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:17

20 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 4.12.2007 kl. 23:45

21 identicon

LOL

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:56

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Summs it up quite nicely.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 23:57

23 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha  subtle

Guðríður Pétursdóttir, 5.12.2007 kl. 00:00

24 Smámynd: Mummi Guð

LOL.

Mummi Guð, 5.12.2007 kl. 10:35

25 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

hehehe góður!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband