Leita í fréttum mbl.is

Páfagaukar, um ketti, frá hundum, til naggrísa

Dýralífið á þessu heimili er......  það eru allavega nokkur dýr á heimilinu.

Sem krakki var ég forfallinn dýraaðdáandi. Ætlaði að verða bóndi. Féll frá því þegar ég uppgötvaði að það fæli í sér fjöldamorð.

Þá ákvað ég að dýralækningar yrðu mitt framtíðarstarf. En af því varð aldrei. Aðallega vegna leti og metnaðarleysis. Nei.. eingöngu vegna leti og metnaðarleysis.

Ég grátbað ömmu um að fá hund eða kött þegar ég var krakki. En amma vildi meina að hundar ættu heima í sveit og svo sagði hún mér sögu af fressi sem hún átti sem barn. Elskaði köttinn út af lífinu. Þangað til hann hitti annan fress, þeir lentu í slagsmálum og skítabunan stóð aftan úr þeim í æsingnum. Þessi atburður var nóg til þess að amma fékk ógeð á köttum.

Mér þótti hún frekar langrækin í garð katta, en hún sat við sinn keip.

Með harmkvælum gat ég kríað út páfagauk og hér er hægt að lesa um ævintýri hans. Ég elskaði þennan páfagauk meira en lífið sjálft. En hann stakk af og þeir komur margir á eftir honum.

Enn þann dag í dag er ég afskaplega veik fyrir páfagaukum og kjassa framan í þá eins og aðrir kjassa framan í ungabörn. Gelgjan fer ekki með mér í gæludýrabúðir því ég finn mér alltaf páfagauka til að tala við. Hún þolir ekki að ég tali við páfagauka, frekar en hún þolir að ég ávarpi ókunnuga. Skammast sín fyrir mömmsluna sína.

Amma og afi voru afar heppin að ég skyldi aldrei láta mér detta í hug að hægt væri að halda bæði kött og hund. Það einfaldlega hvarlaði aldrei að mér.

En á fullorðinsaldri hvarlaði það að mér og áður en ég vissi af var ég komin bæði með köttinn Kela og hundinn Vidda. Hundurinn kom á eftir kettinum, og þegar ég bætti við kettling var Kela ketti nóg boðið. Hann flutti að heiman og mun ég seinna segja frá þeim stórmerka atburði.

Kettlingnum Tinnu og hundinum Vidda kom vel saman og fljótlega bættist naggrísinn Rós rassstóra í hópinn. Ekki er samt hægt að skilja Rós eftir utan búrs í félagsskaps hinna ferfætlinganna. Jafnvel þó að hún sé næstum því stærri en Tinna.

En Tinna er orðin móðir. Eignaðist 3 kettlinga í sumar. systurnar Khosku, Elvíru og Perlu. Khoska heitir Bóthildur í dag og býr hjá Ásdísi bloggvinkonu. Elvíra og Perla eru hér enn... og verða líklegast hér áfram.

Elvíra og Perla eru orðnar stærri en mamma Tinna og mamma Tinna er orðin pirraðri en allt sem pirrað er. Hvæsir í sífellu á kettlingana og litlu, feitu systurnar verða alltaf jafn hissa og opineygðar af undrun. Viddi hundur verður svo æstur þegar Tinna hvæsir að hann tekur á rás á eftir henni og hún verður enn pirraðri. Aumingja Tinna.

Mér finnst ég ríkari að hafa kynnst öllum þessum karakterum. Og ég er glöð að geta veitt börnunum mínum það sem ég þráði svo mjög sem barn en fékk ekki notið. Nálægð við dýrin. Og krakkarnir hafa notið góðs af. Ekki síst Sá Einhverfi. Það má lesa nánar um hér.

Læt fylgja hér tvær myndir. Á þeirri fyrri virða Elvíra og Perla fyrir sér, mjög svo áhugasamar, Rós rassstóru í búrinu sínu. .

Elvíra, Perla og Rós Rasstóra

 

 

 

 

Og á þeirri seinni sést Gelgjan við heimanámið með Perlu í baksýn, en Elvíra spásserar yfir námsbækurnar

AM og kisurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem EKKI í heimsókn, ef þú ákveður þig skyndilega að þig langi í slöngu eða könguló af því það séu svo skemmtileg gæludýr.  Einhver hélt því fram á blogginu um daginn að það væri hægt að mynda TILFINNINGATENGSL við TARANTÚLU

Bið að heilsa í fjósið

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe nei það er engin hætta á því dúlla mín. Tarantúllan mín. muuhaaaaaa. Kveðja úr sveitinni

Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill. Greinilega mikið að gera í dýralandi Dagfinnur minn. Hún liggur hérna hálf ofan á mér hún Bóthildur alsæl með að vera einkabarn foreldra sinna. Fordekruð og sættir sig ekki við að vera rekin niður af eldkhúsborðinu þegar við hjónin borðum. Sefur þar sem henni líður best og hnoðar móður sína dag sem nótt sem þýðir klór hér og þar sem oflega eru kennd uppá græðgi eiginmanns í sína kæru. kær kveðja á systkyni Bóthildar, en ég held að hún sé alsæl með að vera einkadótti okkar hjóna. Takk fyrir góða kveðju.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Fishandchips

Afhverju þurfa kettirnir alltaf að vaða yfir okkur manneskjurnar???

Fishandchips, 2.12.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís. dúllan mín. Dagfinnur hérna. Elvíra og Perla biðja að heilsa systur sinni.

Brynja. Takk fyrir það. Góða nótt til þín líka

Fishandchips. Þetta hljómar svolítið biturt hjá þér? Viltu tala um það?

Helga. Þakka þér fyrir. Ég hef átt Dísarpáfagauka. Yndislegar skepnur. Það er alltaf pláss fyrir nýja bloggvini (þó ég nái ekki lengur að fara bloggvinahring eins og hér áður fyrr). Ég held mér hafi tekist að bera upp bónorðið við þig.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 01:44

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið ertu lánsöm að eiga þess kost að vera með ölll þessi dýr!

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.12.2007 kl. 05:19

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:26

8 identicon

Mamma mín var eins og þín, vildi hafa hunda í sveit og vildi ekki leyfa mér að fá kött, að vísu af annarri ástæðu en þín. Reyndar sá kötturinn á efri hæðinni okkur fyrir hressilegum bardaga með reglulegu millibili. En Dagfinnur is your middle name from now on

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:21

9 Smámynd: Linda litla

Ég elska líka dýr og mín börn hafa bæði alist upp með dýrum, öllum stærðum og gerðum af þeim. En við mæðginin erum með tvo fressketti núna og okkur langar að eiga fleiri, en því miður þá er ekki plásss fyrir fleiri he he he

Linda litla, 2.12.2007 kl. 16:53

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kisur eru dúllur.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.12.2007 kl. 17:35

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Jæja Dagfinnur Jóna, við vorum víst á sama stað og á sama tíma í gær ?

Sýningunni hjá henni Katrínu (frétti það í dag) hefði alveg viljað taka í spaðann á þér

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.12.2007 kl. 20:04

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.12.2007 kl. 20:14

13 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 2.12.2007 kl. 21:49

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

gaman, ég er líka hrifin af dýrum,bara á annan hátt en þú samt. ég vil helst ekki hafa þau heima hjá mér. En þau mega alveg vera heima hjá þér. Endilega fáðu þér kanínu fyrir mig og settu einstakasinnum myndir hingað af henni..

takk takk

Guðríður Pétursdóttir, 2.12.2007 kl. 22:58

15 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég held að Elvíru og Perlu langi voðalega til að leika sér þeirri rasstóru ...
That's the natural cat element.

Hólmgeir Karlsson, 2.12.2007 kl. 23:16

16 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

og Viddi náttúrulega bara bestur!

Bjarndís Helena Mitchell, 2.12.2007 kl. 23:45

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á líka kisur og hund og sambúðin er alveg ágæt.  Dýrin mín eru svo góð fyrir börnin, þessvegna á ég 4 ketti og 1 hund   Ég hætti með mýsnar eftir að ein kisan mín henti búrinu um koll og drap eina músina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2007 kl. 02:50

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heyrðu Jóna Dagfinnur, ég er sammála þér að börn eiga að fá að umgangast dýr en get líka alveg fallist á að eitt dýr ætti að duga, í dag er ég mjög hófvær er með tvo ketti og tvo hunda, nýbúinn að fá hvolp frá Huld og Halla, hér í efra en heima eru tveir kettir annar er í vist hjá okkur og ein kona hún er búin að vera á heimilinu frá því að ég byrjaði að búa og er eiginlega meira svona eins og ein af mumblunum orðið, á milli eldavélar, vasks, uppþvottavélar og ísskáps hún virðist einnig vera einhverskonar viðhengi við ryksuguna því að hún virkar ekki nema konan sé föst við hana, hún kom síðan með öll börnin heim sem svo aftur komu með dýrin sem hún þurfti svo að þrífa undann.

Í gærkvöldi eftir að hafa lesið um dýrin þín ákvað ég að telja ekki kindur, enda löngu orðinn leiður á að reyna það ég sofna alltaf áður en þær klárast, heldur að fara yfir hvað við höfum haft af dýrum á heimilinu og borgarbörnin dregið foreldranna í heimsókn í Hveragerði til að fá að handfjatla dýr.

Það eru búnir að vera kettir svo til óslitið frá byrjun búskapar eða 9 sumt af því læður með viðegandi afleiðingum. svo eru búnir að vera hamstrar að mig minnir í þrígang, páfagaukar líklega 4 í allt eða 5, kanínur mig minnir tvær þó ein í hvort skipti, eðla og svo önnur eðla gúana eitthvað, froskar nokkrir en þó á sama tíma, hundar 4 og 2 hagamýs sem kötturinn taldi fram sem eign en við héldum í búri veturlangt og slept í móann að vori, en svo hafa verið ali gæsir, endur og kanínur en ekki inni á heimilinu.

Þegar flest var var hamstrapar og auðvitað ungar, páfagaukur, köttur, froskar og kanína.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.12.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband