Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Vangaveltur um bílaskoðun 2008 eða 2009
Númerið á bílnum mínum endar á einum. Sem þýðir að það á að skoða hann í janúar. Síðasta lagi mars. Það fer sem sagt að koma að skoðun.
En á sama tíma má segja að ég sé dauðans matur ef löggan spottar mig. Ég fór aldrei með bílinn í skoðun á þessu ári. Er búin að vera á leiðinni í 11 mánuði. Það er ég í hnotskurn. Stundum kem ég mér ekki í verkin. Hversu einföld sem þau geta virst fyrir meðal-Jóninn.
Nú velti ég því fyrir mér hvort ég fengi skoðun á bílinn til ársins 2009 ef ég færi með hann í skoðun... ja segjum á morgun. Eða hvort ég fengi bara skoðun til 2008 og þyrfti þá að mæta aftur á skoðunarstöð eftir mánuð. Í síðasta lagi eftir 3 mánuði. It wont happen ef ég þekki mig rétt.
Ég velti því líka fyrir mér hvort ég eigi að draga þetta í 2 mánuði í viðbót við þessa 11 mánuði og fara bara með bílinn í janúar 2008.
Hata samt tilhugsunina að vera x-mas shopping, koma út úr Kringlunni með fangið fullt af pokum og pinklum og búið að klippa af bílnum. Aaargghhh. Ég leggst næstum því í rúmið við tilhugsunina. Og hver á þá að kaupa jólagjafirnar fyrir fjölskylduna.
Ég veit svei mér þá ekki hvort ég á að taka sénsinn á því að vera heppin mikið lengur. Ég ætla að sofa á þessu í nótt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1640727
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Fullorðnir karlmenn sem slösuðust í sprengingunni
- Stórauka flutningsgetu á heitu vatni
- Langanesbyggð styrkir starf á Gasa um milljón
- Segir Þjóðminjasafnið ekki fylgja lögum
- Bílastæðið breyttist í tjaldstæði
- Öryggi sjúklinga ógnað með áformunum
- Óvíst hvað olli sprengingunni
- Snardró úr notkun á heitu vatni
- Heimurinn var á barmi hengiflugs
- Ekki í lífshættu eftir stunguárás
Athugasemdir
Hringdu í Frumherja eða Aðalskoðun eða hvað þeir heita og talaðu við skoðunarmann sem ræður einhverju. Þetta eru upp til hópa indælismenn og þeir ráða þér heilt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2007 kl. 00:48
Þú færð skoðun til 2009, svo framarlega að það finnist ekkert sem þarfnast lagfæringa. Ég hef lent í þessu sjálf og fékk s.s. skoðun fyrir rúmt ár, þegar ég loksins fór. Endilega bara að kýla á þetta og anda svo léttar að hafa sloppið með skrekkinn. Sofðu rótt og knús frá mér.
P.s. biddu Laufeyju að hafa samband, það þarf að breyta svolitið leiðinni, vonandi til að auðvelda dæmið
Bjarndís Helena Mitchell, 22.11.2007 kl. 00:52
já og hver á að kaupa í matinn, setja jólakortin í póst, láta hreinsa fötin, fara á jólaböllin með börnin og allt hitt. OMG skoða - ekki skoða- skoða - ekki sk , fjandinn að ég geti ráðlagt þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 00:55
Það eina sem er hættulegra en konur í umferðinni, eru konur í umferðinni á óskoðuðum bílum!
Drífðu þig nú með bílinn í skoðun, það tekur ekki hálftíma og er actually bara nokkuð gefandi.
Karlremban ógurlega (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:30
Ky-r-r-s-e-t-t .
Ég ætlaði að lauma að þér www.bus.is
En, ég hætti við það, þú skilur mig hvort eð er aldrei ...
'+}
S.
Steingrímur Helgason, 22.11.2007 kl. 01:35
Lesa löggur ekki líka blogg? Ljóst að þú þarft að drífa þig með bílinn strax í dag fyrst þú er búin að segja frá...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:29
Ég get ekki séð annað en þú verðir að fara með bílinn strax í skoðun ,ef hann er í topplagi gætir þú sloppið sæmilega frá þessu.
En frómt frá sagt hef ég enga samúð með þeim sem lenda í þessu,vegna þess að þetta er dæmigerður trassaskapur okkar íslendinga,láta reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni.
Vona þér gangi vel
Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.11.2007 kl. 07:49
þú æætir að fá skoðun 2009 á hann ég hef lent í þessum "trassaskap" líka
Gunna-Polly, 22.11.2007 kl. 08:30
hahaha ég hefði nú getað sagt mér að allavega ein karlremba skriði úr holu sinni.
Jenný þú getur kannski tekið þetta að þér bara - sérstaklega jólaböllin
Steingrímur. hehe greini ég einhvern biturleika þarna? Kommentin þín eru alltaf vel þegin, líka þegar ég þarf að staldra aðeins við og hux hux hux
Ari þetta er mikið rétt hjá þér. Trassaskapur og ekkert annað. Amma innprentaði mér að ég væri trassi. Sem var rétt hjá henni og ég hef ekki vaxið upp úr því. Samúð er eigi umbeðin í þessu tilviki.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 08:38
Drífðu þig bara með hann. Vertu bara ákveðin og segðu að þú viljir fá skoðun til a.m.k. 2009.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 08:59
Ef þú ert ekki búin að fá aðvörun frá þeim, þá skaltu bara slaka þér.
Svo er örugglega fullt af konum á grænum bílum sem skutla þér í jólaboðin og þessháttar stúss.
Farðu svo bara þrisvar í gegn um skoðunina í jan 08, þá geturðu sofið róleg næstu þrjú árin.
Þröstur Unnar, 22.11.2007 kl. 09:01
Ef þú vilt, þá skal ég seilast í rassvasann, veiða þar upp tíkall, og varpa hlutkesti. Skjaldarmerkið segir... fara með bílinn í skoðun núna.
*flippa peningnum* .....
Skjaldarmerkið....
Einar Indriðason, 22.11.2007 kl. 09:02
Fara með bílinn....og láta nokkur tár falla á dramatísakan hátt...þá færðu skoðun til 2010 amk, mennirnir sem vinna þarna vilja örgla losna við tárfellandi konu sem fyrst og gera allt fyrir þig
!
Sunna Dóra Möller, 22.11.2007 kl. 09:03
Já ég var einmitt að láta skoða bílinn minn í gær, en mitt númer endar líka á einum. Og ég var að hugsa um að draga þetta til enda desember, meina 11 eða 12 skiptir ekki öllu eða hvað? En viti menn, þá var mér tjáð að það skipti ekki neinu máli, því að þá hefði ég bara fengið fyrrársskoðun (hvað sem það er) og ég hefði svo þurft að koma aftur innan 2 mánaða til að fá 09 á bílinn. Svo það sleppur engin hehe nema kannski konan felli tár. En allavega góða "skemmtun" og takk fyrir mjög svo frábært blogg. mbk
Viðar (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:15
Því miður held ég að þú fáir bara 08 skoðun á bílinn, nema hann sé 2004 árgerð þá færðu 09 miða.
Markús frá Djúpalæk, 22.11.2007 kl. 11:45
Bara strax í dag, þá kemuru skapinu í lag
Og kemur heim svimandi sæl með 2009 hehe
Unnur R. H., 22.11.2007 kl. 11:49
Slakaðu bara á.
Karldurgurinn hefur ekki farið með bílinn sinn í skoðun í þrjú ár eða síðan hann var færður af mínu nafni yfir á hans.
Löggan virðist ekkert vera að elta uppi óskoðaða bíla og ef þú ferð í janúar færðu 2 ár fyrir 1.
Kæruleysið lifi!
Áslaug (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:29
Einföld verk fyrir meðal-Jóninn segiru, en þú ert náttúrlega alls engin meðal-Jóna
En hvers vegna í ósköpunum þarf að fara með bíl í skoðunarstöð? Er ekki nóg að fara með bíl reglulega á sitt eigið verkstæði og láta dytta þar að þeim perum og hemlum sem kunna að vera í ólagi? Ekki gera skoðunarstöðvarnar þetta fyrir mann - enda ekki þeirra hlutverk. Sem betur fer er Toyota á Akureyri rétt hjá skoðunarstöðinni svo að það er stutt að fara að sækja þessa peru sem kann að vera í ólagi
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.11.2007 kl. 18:56
Ef að bílinn er með 07 miða og bíllinn eldri en 04 módel þá færðu 08 miða ef þú kemur núna en ef þú slórar fram í janúar þá færðu 09 og græðir eitt ár. lögreglan klippir ekki af bílum án þess að boða þig í skoðun sem gefur þér 7 daga til að fara og láta skoða bílinn áður en þeir klippa. (nema auðvitað að þú skuldir tryggingar eða lendir í tjóni þá er klippt af strax). Þar að auki þarftu ekki að borga neitt auka gjald fyrir að koma með bílinn of seint í skoðun lengur, það þarf ekki einu sinni að greiða neitt auka gjald ef klippt er af bílnum nema geymslugjald fyrir númerin ef þau eru sótt meira en 30 dögum eftir að klippt er af. Eins þurfa allar tryggingar og bifreiðagjöld að vera í lagi. Þú getur alveg slórað fram í janúar ef þú ert ekki boðuð í skoðun fram að þeim tíma og sparað þér skoðunargjaldið. Það verður ekki klippt af bílnum fyrir utan kringluna nema þú hafir hundsað boðunina frá lögreglunni.
vonandi svarar þetta vangaveltum þínum!
starfsmaður á skoðunarstöð (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:25
Nú hlæ ég alveg svona hrossahlátri inni í mér. Þakka þér innilega fyrir Starfsmaður á skoðunarstöð. Svo sannarlega svarar þetta spurningunum sem veltust upp í vangaveltunum. Ekki spurning að ég bíð fram í janúar þar sem bíllinn minn er í toppstandi og var reyndar yfirfarinn fyrir nokkrum mánuðum síðan fyrir 50 þúsund. Svona hitt og þetta smálegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 14:12
Jóna mundu bara að hafðan hreinan þegar þú ferð með hann í skoðun þeir fara þá mjúkum höndum yfir hann þá.P.s hvaða bón notar þú bara að stríða
.
valli (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:17
Mjallarbón Valli minn hvað annað. Þú veist hvernig þetta er heima hjá mér. Nick handbónar bílana á hverjum sunnudagsmorgni
Jóna Á. Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 17:26
Trassinn ég lenti einmitt í því einu sinni að löggimann elti mig uppi einmitt seint í desember og klippti númerin af.... úps.. ekki gaman.
En já átti einmitt að fara með bílinn í skoðun snemma árs, og ætla að ljúka því af á mánudaginn svo ég lendi pottþétt ekki í því aftur að verða böstuð af löggimann
Sólrún, 23.11.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.