Leita í fréttum mbl.is

Ég er ítölsk trukkalessa

 

Ég var full í gær. Og skemmti mér viðurstyggilega vel. Undanfarinn voru operation fundir í vinnunni síðustu tvo daga sem á mættu starfsmenn frá erlendu stöðvunum.

Í gærkvöldi fór svo allt liðið út að borða og lögðum við Vínbarinn undir okkur í það. Borðaður var dýrindismatur og drukkið enn meira dýrðarvín. Slatti af því. Einn af starfsmönnunum okkar frá Brussel sat opinmynntur við borðið. Held hann hafi verið hálf hrærður yfir því hvað við erum skemmtileg hérna á klakanum og ekki síður yfir því hversu rugluð við erum með víni.

Þarna hitti ég Theresu frá NY sem ég tala við næstum daglega í síma, en við höfum aldrei hist. Það urðu fagnaðarfundir og við smullum.

Í gærkvöldi hitti ég líka mann sem einu sinni var yfirmaður minn. Fyrir mörgum mörgum árum síðan. Það var yndislegt að hitta hann og rifja um rúmlega 20 ára gamla tíma. Þegar ég var 16 ára og þótti hann bara kall. Hann var þá 22 ára. Knús til þín Á.B.

Eins og drukknum Íslendingum (og reyndar útlendingum líka) er von og vísa vorum við ekki búin að fá nóg klukkan eitt þegar staðirnir loka. Röltum um miðbæinn og þá voru einhverjir orðnir svangir og við fórum inn á Nonnabita þar sem steiktir eru svona brauðbátar með allskonar misgirnilegu áleggi. Inn á þessum litla, steikingamettaða stað, situr misdrukkið fólk og gúffar mismikið í sig. Orðið banhungrað eftir alla áfengisdrykkjuna.

Þarna inni datt ég í spjallgírinn eins og ég á til. Við bláókunnugt fólk. Eiginlega bara krakka. Böggandi kerling.

Eftir þetta lá leiðin upp á hótel þar sem úttttlendingarnir okkar dvöldu á meðan þeir stoppuðu á landinu. Þar var spjallað og ruglað þar til ég loksins ákvað að kominn væri tími til að halda heim. Það var ansi seint.

Ég skrollaðist hérna inn úr dyrunum heima. Afklæddi mig í svefnherbergisholinu svo ég myndi ekki trufla Bretann of mikið, burstaði tennur og skreið pen og hljóðlát undir sæng.

Bretinn svaf lítið það sem eftir lifði nætur. Og það var ekki út af áfengisangandi konunni hans eða hrotum í henni.

It was like an Italian lesbian truck driver had crawled into my bed, sagði Bretinn í morgun. The smell was awful. Hann var þreytulegri en ég.

Þegar ég tók fötin mín og rak þau upp að nefinu á mér þá skyldi ég aumingja manninn. Steikingafýlan frá Nonnabitum var ekki af þessum heimi.

Í allan dag hefur Bretinn líkt mér við ítalska trukkalessu og það er ekkert lát þar á. Hann er sennilega líkari mömmu sinni, Litla Rasistanum, en ég hélt.

Og hvað lærði ég?

Að maður étur undir beru lofti á fylleríi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Hehe gott að þú náðir að skemmta þér og mundu bara að borða úti næst

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.11.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..hvernig er heilsan annars svona ðe dei after...!

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 22:15

3 identicon

 Mikið assg... væri gaman að sjá svona "real" eintak sem Bretinn lýsti - just for the fun of it

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Hugarfluga

Aahhahhahaha!! Það er sagt að "a picture says more than a thousand words" en mér nægðu orðin til að fá myndina upp í hugann. Brilli!! Ertu þunnnnnn??????

Hugarfluga, 2.11.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki vildi ég liggja með Ítalskri trukkalessu angandi af gamalli og viðbrenndri ódýrri steikingarolíu og þar að auki dauðadrukkinni!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.11.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Súpermamma. Ég ætla sko að muna það

Sunna Dóra. Þetta er allt að koma þakka þér fyrir

Anna. Á ég að senda þér mynd af mér

Hugarfluga. pínku pínku...

Heimir. Það vildi Bretinn ekki heldur.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.11.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað hefurðu á móti Ítölskum trukkalessum?hefði haldið að það væri ekki leiðum að líkast.  Skál!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvað varstu svona drunginn stelpa

Kristín Katla Árnadóttir, 2.11.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil honey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 23:40

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til hamingju með skemmtunina í gær. Vonandi nýtur þú helgarinnar og að Bretinn jafni sig á síðastliðnu nótt. Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 2.11.2007 kl. 23:51

11 identicon

Eruð þið á ævilöngu gelgjuskeiði,.?

jensen (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:12

12 Smámynd: Ómar Ingi

Spurningin hlýtur að vera  Hvernig veit Nick hvernig Ítölsk trukkalessa lætur uppí rúmi eftir djamm ?.

Hummm

Ómar Ingi, 3.11.2007 kl. 00:34

13 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég man þá tíð að hafa enda skrallið á Hlöllabar en síðan..... eru liðin 10ár. En þetta var voða gaman svo ég skil þig

Þóra Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 00:38

14 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Gleymdi að láta það fylgja að mér leið eins og ég væri með útgerð því það voru um svo margir bátar í boði

Þóra Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 00:41

15 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sem sagt þunnur dagur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.11.2007 kl. 00:58

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti....

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:16

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott að rasa svona út við og við...  .... ekki verra að geta dregið lærdóm af fylleríinu!

Kojufyllerí í þessu koti - ekkert opinbert. Opnuð dýrindis rauðvínsflaska...með matnum sem konan gúffaði ein í sig því karlinn drakk  bjór!  ...Er ekki frá því að Út-svar hafi bara verið skárra svona eftir 2-3 glös hehe  ..

p.s. af hverju ítölsk ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2007 kl. 09:40

18 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hef ekki heilsu í svona líferni lengur því miður. En anga ekki svona illa í rúminu fyrir bragðið

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.11.2007 kl. 12:15

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

KNÚS - Eru trukkalessur annars ekki þær sem verja og virka eins og varðhundar fram í rauðan dauðann? Bretinn er greinilega abbó hann vill fá að ver í þessu hlutverki!

Edda Agnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:17

20 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ greyið bretinn en hann hefur ekki átt náðuga nótt þarna

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:28

21 identicon

Vá ég sé að við Magnea höfum mist af miklu

Ásta Pálína Hartmannsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:20

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lísa. Ekki held ég að Bretanum finnist það

Jenný. Ég!!? ekki neitt. Veit ekki hvað er að manninum mínum

Katla. ég myndi segja það já

Bjarndís. hann er allur að koma til, þakka þér fyrir

Jensen. Það eru bara tvö æviskeið; barnæskan og gelgjan. Svo tekur barnæskan við aftur.

Ommi. Bretinn bað mig fyrir skilaboð til þín... ég ætla ekki að birta þau

Þóra. Ég virðist ekki ætla að vaxa almennilega upp úr þessu

Jóhanna. Ég er ekki viss. Afhverju ítölsk en ekki spænsk eða þýsk eða eitthvað

Hulda. Jebb. maður sýpur seyðið og allt það

Þórdís. Það eru plúsar og mínusar í öllu

Edda. Mér hafði ekki flogið þetta í hug. Ég mun hér eftir hafa aðra nálgun á Bretann við þessar aðstæður

Katrín. Já, aumingja maðurinn. Hann á ekki sjö dagana sæla

Ásta mín. Þið Magnea voruð búnar að djúsa í 3 tíma þegar ég kom á svæðið. Ekki skrýtið þó þið hafið horfið 3 tímum á undan mér heim

Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2007 kl. 15:36

23 identicon

Sæl Jóna. Skemmti mér mjög vel....og svo ég tali fyrir minn munn þá var alveg kominn tími til að fara heim á þeim tímapunkti sem við Ásta yfirgáfum svæðið:)

Magnea Smáradóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 18:32

24 Smámynd: Kristín Erla Kristjánsdóttir

hæhæ nýji bloggvinur! Takk fyrir kommentið :) Þú ert sko uppáháldsbloggarinn minn og ég kíki hérna inn á hverjum degi enda þekkt fyrir gægjufíkn á háu stigi ;)

Kristín Erla Kristjánsdóttir, 3.11.2007 kl. 18:54

25 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:24

26 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

  heheheehe, maður er alveg í hláturskasti hérna af þessari sögu EN ég sé eitthvað svo mikið sjálfa mig í þessum lýsingum af þér, hefði farið nákvæmlega eins að nema ég hefði farið á Hlölla Þú ert óborganleg...

kv. Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.11.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1640374

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband