Leita í fréttum mbl.is

Ég verð í Tívíinu hans Ingva Hrafns í kvöld

Minni ykkur á þáttinn hennar Ólínu Þorvarðardóttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN, kl. 21 í kvöld.

Til voru kallaðar Jenný Anna Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Marta B. Helgadóttir. Ég hljóp svo í skarðið fyrir Jenný þar sem hún var vant við látin á þeim tíma sem upptakan fór fram.

Þáttinn átti að sýna á föstudagskvöldið í síðustu viku en þá var tæknin eitthvað að stríða þeim á ÍNN.

Börnin góð, ekkert mál, bara að finna rás 20 á afruglaranum sínum og volla... við ykkur blasa þessi glæsikvendi sem Marta, Ólína og Salvör kynna svo vel á sínum bloggum, með ljósmyndum og alles.

Ef rás 20 er ekki inni hjá ykkur þá finnið þið hana einhvern veginn svona:

  • ýtið á menu-takkann á afruglara-fjarstýringunni 
  • veljið automatic search á skjánum.
  • Veljið ''All''.
  • Ef beðið er um pin númer veljið þá núll (eins mörg núll og þarf)

Þá rúlla upp á skjáinn einhver númer og rugl í góðan tíma og svo byrja stöðvarnar að detta inn. bara vera þolinmóður.Þetta er fyrsti sjónvarpsþátturinn hennar Ólínu í 15 ár, og því nokkurs konar ''comeback'' hjá henni. Ég óska henni innilega til hamingju með það.

Þetta verður góð skemmtun.... á einhvern hátt allavega

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hlakka til að sjá hann.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.10.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég finn aldrei neitt á tívíinu og er ekki einu sinni með afruglara enda kolruglaður. Ég ætla samt að gera heiðarlega tilraun til að sjá þig og hinar skvísurnar.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ja, hérna. En netið?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 20:07

4 identicon

Takk fyrir góða og þarfa grein í Mogganum og gaman að sjá þig og Jóhönnu í Vesturhlíð í dag ! Ekki spurning að hennar tími er kominn og  nú er bara að bíða og sjá hve fljótt við getum farið að sjá breytingr í rétta átt og krakkarnir okkar geti verið alla daga eftir skólann í Vestuhlíðinni hjá Heiði frábæru og hennar flotta starfsfólki. Takk fyrir skemmtilega bloggsíðu og ég vona að þessi skrif skili sér ..er að prófa þetta í fyrsta sinn hér. Þekki svo mörg atriði hjá minni dóttur sem  þú skrifaðir um hjá þínum einhverfa. ..ekki hægt annað en að brosa  yfir þessum snillingum og sjálfsbjargarviðleitninni svo ég tali nú ekki um stríðnispúkann...

Elva Björk Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:02

5 identicon

Ég setti þetta í reminderinn í símanum. Fann svo stöðina á digital-lyklinum og byrjaði að horfa. Enginn þáttur, og eitthvert tæknilegt disaster í gangi. Viltu leyfa okkur að fylgjast með þegar búið verður að ákveða nýjan tíma.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:31

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við Ingvi sjáumst greinilega ekki í augu núna. Er bara að ná stöðinni í lélegum 'home video' gæðum, & hann vill ekki vera bloggvinur minn.

Merkilegt, miðað við að við vorum fínir formenn RT-1, í okkar réttvísi, en í betri gæðum.

Steingrímur Helgason, 19.10.2007 kl. 22:32

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er búið að vera bilun í allt kvöld á INN.  Tæknilegir örðugleikar.  Ég ætti að vita það þar sem minn heittelskaði er stöðugt inni að tékka á hvort komið sé í lag.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 22:47

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég á ekki sjónvarp og missi þess vegna af þættinum.  Ég bý bara á hótelum og gistiheimilum og það er tilfallandi hvaða sjónvarpsefni ég næ hverju sinni.  En ljósmyndin af ykkur er glæsileg.  Þið eruð allar svo glæsilega fallegar á þessum myndum.  Ég vil ekki hljóma eins og gamall perri á sextugsaldri. Þó að ég sé það.   En þið eruð allar virkilega gullfallegar. 

Jens Guð, 20.10.2007 kl. 00:29

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Dem ég missti af þessu Þú linkar kannski á netútgáfuna eða lætur vita af endursýningu...

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:29

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já, eitthvað er tæknin að stríða þeim þarna á ÍNN. Gaman að sjá hversu margir ætluðu að kíkja á þáttinn.

Sigurður Þór mér skilst að allir þættir á stöðinni verði settir á netið eftirá. Við finnum eitthvað út úr því.

Elva Björg. Takk fyrir það. Sjálf missti ég af Jóhönnu, var svo lengi að koma mér á staðinn en mest um vert var að hún kom og ræddi við Heiði og segist ætla að tala okkar máli.

Steingrímur. Ég get ekki annað en hlegið að því hvað ég á stundum erfitt með að skilja þig.  Ég held þú talir viljandi undir rós (eða þyrnum)

Jens Perri  Hljómar eins og þú sért af Kúbverskum uppruna. Þú ert að búllsjitta mig er það ekki? Með gistiheimilið og sonna

Ef ég frétti af útsendingu þá læt ég ykkur vita.

Jenný. Ég vona að Einar haldi ekki niðrí sér andanum fyrir framan tíví-ið

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 15:04

11 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiii

Ómar Ingi, 20.10.2007 kl. 18:06

12 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Ég er kannski ekki sú fyrsta sem spyr, en hvaða sjóvarpsstöð er þetta sem þið eruð að tala um. Er þetta eitthvað sem tengist stöð2? sem bara stöð2 afruglari virkar  á????  Vissi ekki að Ingvi Hrafn væri með tv-stöð? Gaman væri ef einhver gæti frætt mig um það

Jóhanna Garðarsdóttir, 20.10.2007 kl. 20:33

13 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Tak fyrir svarið

Kveðja Jóhanna 

Jóhanna Garðarsdóttir, 20.10.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband