Leita í fréttum mbl.is

Fita og sól eiga illa saman

Sá Einhverfi er fæddur í september 1998. Því var það svo að sumarið 1998 var kvöl og pína fyrir mig. Sól og hiti er ekki ekki my cup of tea (or coffie for that matter) þegar ég er í yfirvigt. Í hverri mæðraskoðun var ég tekin í gegn fyrir það hvað ég bætti miklu á mig. Ég man ekki hvað ég þyngdist mikið á meðgöngunni. Eitt af þessum atriðum sem eru geymd í undirmeðvitundinni og ég held þeim niðri því ég kæri mig ekki um að muna það.

Þó man ég eftir öðru sumri sem var sýnu verra. Sumarið 1991. Þá um vorið kom ég heim eftir vetrarlanga dvöl í lýðháskóla í Noregi. Ég fitnaði um 10 kg þann veturinn og kom kjagandi heim á klakann. Sem var svo ekki klaki eftir allt saman. Þetta er heitasta sumar í manna minnum (allavega mínu minni). Ég var með svart hár og átti ekkert nema svört föt sem miðuðust öll við að hylja sem mest af kroppnum á mér. Mér fannst hárið sífellt vera límt við ennið á mér og fötin við líkamann. Úff hvað mér leið hrikalega illa. Dreymdi um að liggja allsnakin á sundlaugarbakka svo ég gæti velt mér út í vatnið eins og flóðhestur. Enda leið mér eins og einum slíkum. En ég hefði ekki fyrir mitt litla líf látið sjá mig léttklædda neins staðar, allra síst allsbera í sundi.

Ég veit ekki afhverju ég fór allt í einu að hugsa um þetta. Haustið er komið, ég þurfti að skafa rúðurnar á bílnum í morgun og laufin á trjánum virðast hafa það eina markmið að fjúka inn í húsið hjá mér. Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að svitna í sól næstu 7 mánuði eða svo. Svo hvað er ég að röfla? Veit ekki. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóna mín.

Hugsaðu bara sem svo: ,,Þetta er allt í lagi, Bretinn á bara enþá meira til að elska"!

Og ef kreppan kemur á maður smá forða........................

Elísa (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ Elísa  já ég gæti lifað af næstu ísöld

Jóna Á. Gísladóttir, 8.10.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: krossgata

Ég þurfti líka að skafa í morgun.    Það er iðja sem ég væri til í að sleppa eitthvað fram yfir áramót.

krossgata, 8.10.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Eru það einkenni digurra kvanna að ganga í svörtu?

Þröstur Unnar, 8.10.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert auliog myndin af þér í flóðhelstslíki, hendandi þér út af sundlaugarbarminum, bar mig næstum ofurliði

Þröstur: Ég er ekki digur (Jóna ekki heldur, en hún vill svo vera láta) og ég er alltaf í svörtu, alltaf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er meira svona rostungur

Guðríður Pétursdóttir, 9.10.2007 kl. 00:13

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...og ég Zebrahestur

Marta B Helgadóttir, 9.10.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég skil ekki málið.  Af hverju eru konur svona uppteknar af vigt/kílóafjölda?  Flest annað skiptir meira máli.  Eða hvað? 

Jens Guð, 9.10.2007 kl. 01:59

9 identicon

Jens, vigtin er eitt mikilvægasti hlutur í lífi hverrar konu og spegilinn að sjálfsögðu. Ég er (vigtin) á hraðri niðurleið og þetta er það eina sem ég veit um að er fögnuður yfir að skuli stefna niður á við. Svo held ég að við konur séum sumar hverjar með fitu á heilanum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 07:53

10 Smámynd: Kej

Líkt og hann Jens hér að ofan þá skil ég illa vigtarþráhyggjuna sem virðist hrjá töluverðan fjölda kvenfólks. Ég er t.d. svo lánsamur að vera giftur alveg sérstaklega fallegri konu .  Hún er samt alltaf með stöðugar áhyggjur af vigtinni og er alltaf í eða á leiðinni í átak.  Við höfum svosem rætt þessi mál oft og mörgum sinnum og í orði erum við sammála að aðalmarkmið með hollu mataræði og reglulegri hreyfingu sé sú vellíðan og orka sem það gefur í kroppinn. Ekki að tölurnar á vigtinni fari niður. Hún hefur verið nokkuð dugleg á þessu ári að fara eftir hollustuboðorðunum og afleiðing þess er að hún hefur sjaldan litið betur en hún gerir í dag.  En hún er samt óþreytandi í að lemja sjálfa sig með skömmum yfir því að vigtin hafi ekki lækkað meira en svo og svo. Alveg magnað hreint .

Kej, 9.10.2007 kl. 07:53

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég verð alltaf meðvitaðri um líkamsástand í sól og hita....! Yfir vetrartímann fer ég bara í fínu hvítu dúnúlpuna mína og finnst ég  brjáluð pæja...og þá sjást líka aukakílóin minna !

Sunna Dóra Möller, 9.10.2007 kl. 08:17

12 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Mig langar í meira sumar

Sigrún Friðriksdóttir, 9.10.2007 kl. 08:48

13 Smámynd: Þröstur Unnar

"......átti ekkert nema svört föt sem miðuðust öll við að hylja sem mest af kroppnum á mér "

Hef nebblega rekið mig á þetta oftar en einu sinni, að konur sem vilja hverfa, ekki sjást, einhverra hluta vegna klæðast kolbikasvörtu.

Þröstur Unnar, 9.10.2007 kl. 08:51

14 identicon

ohhh ég man eftir sumrinu '91.  Ég kom heim í júlí eftir ársveru í USA sem au-pair og hafði einnig fitnað um 10 kg í landi hamborgaranna....  Fór norður í land að vinna og þvílíkur hiti, spurning hvort það sumar hafi verið betra en núna í ár?

Jóna Björg (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:02

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hmmmm..... ég ætla út og segja laufunum hérna að setja sér markmið... að fjúka inn í húsið hennar Jónu. 

Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 09:22

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elskan þú er yndisleg Jóna mín það er allt í lagi að röfla  maður verður að gera það stundum.......... Kveja

Kristín Katla Árnadóttir, 9.10.2007 kl. 09:43

17 identicon

Er bara búin að liggja í hláturskasti við að rifja upp veturinn okkar í Noregi og svarta tímabilið þitt. Ég elska þig og sakna þín. Knús & kossar Brynja

Brynja Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:18

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við erum greinilega öll algjörir offitusjúklingar, líka mjónurnar, ef miða má við kommentin. Svartur litur er nefnlega ótrúlega vinsæll á Íslandi og flestir eiga eitthvað svart, bæði spari og hversdags, enda flottur litur. Hef gengið mikið í honum, bæði mjó og digur og líka þar á milli ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1640374

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband