Leita í fréttum mbl.is

Mig langar til að taka einhvern hálstaki og herða að

Eins og alltaf skil ég hvorki upp né niður í þessari fréttaskýringu. Eða dómunum. Eða réttarfarinu.

Ég ætla að fara hægt í þetta. Klippa út í pappa eins og Jenný bloggvinkona kallar það.

1) Héraðsdómur Rvk dæmir manninn í 4 ára fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 1,2 milljónir í skaðabætur

2) í þessum dómi er ''tekið tillit'' til þess að brot mannsins er sérstaklega hrottalegt. Hann hafi beitt konuna endurteknu og grófu ofbeldi á meðan á nauðguninni stóð (eins og nauðgunin ein og sér sé ekki gróf og hrottaleg). KYNFÆRI HENNAR VORU SVO ILLA FARIN AÐ EKKI VAR HÆGT AÐ SKOÐA ÞAU Á HEFÐBUNDINN HÁTT.

3) Málinu er vísað til hæstaréttar sem sér ástæðu til að stytta dóminn um hálft ár ?????? Samt telur Hæstiréttur sannað að einnig hafi verið um munnmök að ræða, sem ekki var sannað fyrir héraðsdómi.

Hvað þýðir þetta þá? Þýðir þetta að hæstarétti þótti nauðgunin ekki eins gróf og héraðsdómi? Og hvað þykir þá hæstarétti gróf nauðgun?

Hver áfrýjaði?

Ef tekið er tillit til sérstaklegra grófrar árásar afhverju er dómurinn þá svona stuttur?

Hvað á konan að gera við eina milljón. Dugar ekki einu sinni fyrir dópi út árið ef hún velur þá leið til að milda sársaukann á sálinni.

Hvað ætlar Hæstiréttur að gera við þessi 200 þúsund sem hann tók af henni? Fer það í árshátíðarsjóð dómara.

 

Þið fyrirgefið. Ég get ekki verið málefnaleg þegar kemur að svona málum. Mig langar til að öskra og garga og taka einhvern í skikkju hálstaki og herða að.

Ég get ekki að mér gert að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef einhver hár herra þyrfti að horfa upp á konu sína eða dóttur ganga í gegnum samskonar lífsreynslu og þessi kona hefur þurft að gera og mun aldrei verða söm aftur.

Ætli það myndi eitthvað gerast í þessum málum á Íslandi? Ætli refsiramminn myndi líta öðruvísi út? Ætli það yrði sett á laggirnar heppilegur staður til að vista svona geðsjúka ofbeldismenn?

Afhverju skilja karlmenn ekki hversu hræðilegur glæpur nauðgun er? Mig langar að grenja ég er svo reið.

 


mbl.is 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.9.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG líka hér.  Gott að þú blogaðir um þetta.  Helvítis bara, hvað illa er farið með konur í réttarkerfinu.  Fyrst er konunni nauðgað og hvað gerir réttarkefrið svo?  Jú sendir henni fokkmerkið. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

hakan á mér er niðri á gólfi..ma ma ég bara skil ekki svona ......hvað er eiginlega í gangi í réttarkerfinu?

Sammála

með fokkmerkið Jenný. þetta er það lágkúrulegasta sem ég veit...1

milla..pff segi ég bara...1 milla er ekkert.......EKKERT á það sem

konan hefur þolað. 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 13.9.2007 kl. 17:55

4 identicon

Hvaða verðmiða setjið þið á þjáningar konunnar? Er það eitthvað sem gert verður með krónum og aurum yfir höfuð? Hvað er nógu langur dómur fyrir ykkur? Er það léttvægt að sitja 2 ár í fangelsi? Ég er ekkert að mæla manninum bót, en ég spyr bara hvað þarf til? Hvað er nógu þungur dómur fyrir þennan glæp að ykkar mati? Já, og hefði konan verið betur sett ef maðurinn hefði fengið lengri fangelsisdóm?

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:11

5 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Jóna, ég er svo ynnilega sammála þér, ég er svooo reið að ég get ekki talað þvílíkur viðbjóður

Sigríður B Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 18:12

6 Smámynd: Sigga

að venju, fer um maður hrollur - þýðir þetta að hann er sloppinn út eftir 18 mánuði vegna góðrar hegðunar??? djö sjálfur.... argh

milljón er enginn peningur í verðlaginu á íslandi í dag - mér finnst eins og að bætur hafi staðið í stað í mörg ár þá allt annað hækki! 10 milljónir hefði verið algert lágmark!

ég skal hjálpa þér að herða að ef þú finnur einhvern til að taka hálstaki! Íslenskt réttarkerfi til dæmis!

Sigga, 13.9.2007 kl. 18:16

7 identicon

Hér er hægt að lesa dóminn:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=4679

Gulli J. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Blómið

Þetta er skandall.   Eins og reyndar allt sem viðkemur dómum hér á landi þar sem nauðgun á sér stað

Blómið, 13.9.2007 kl. 18:32

9 identicon

Bíðum við, þetta er skelfilegur glæpur, á því er enginn vafi. En hvað er réttmæt refsing? Þessi dómur er mun lengri en dómar voru fyrir t.d. 2 árum síðan. Hvar endar krafan? Að mínu mati er dómurinn hæfilegur, gróf líkamsárás og nauðgun 3,5 ár. Verð að segja að þó að maðurinn þurfi þá "einungis" að sitja inni í 18 mánuði þá er það meira en að segja það. Ég legg til að þeir sem gala hæst spái aðeins hvar þeir voru fyrir 18 mánuðum, nánar tiltekið þann 13 mars 2006. Fyrir mér er það allavega gríðarlega langur tími og tími sem ég hefði ekki verið til í að sitja inni á bak við lás og slá.

S.H. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:32

10 Smámynd: Áddni

Mikið sannarlega er ég sammála. Það er með ólíkindum hvað hæstiréttur er duglegur við að draga úr refsingum og sektum. Það er ekki nema vona að svona óþjóðalýður hiki ekki við að áfrýja. Skammarlegt.

Þar sem við eigum að heita lýðræði, og pólitíkusar okkar starfsfólk, þá er endilega að láta í sé heyra! Ég gerði það! 

Flott færsla hjá þér Jóna! 

Áddni, 13.9.2007 kl. 18:39

11 Smámynd: Hugarfluga

Minnstu ekki á þetta ógrátandi, Jóna.

Og S.H.:   Fórnarlambið fékk lífstíðardóm, sem var ákveðinn af annarri manneskju án þess að það hefði nokkuð til saka unnið!! Þú skalt spá í það þegar þú segir að 18 mánuðir séu "gríðarlega langur tími" fyrir manneskju að sitja inni sem framið hefur sálarmorð!!

Hugarfluga, 13.9.2007 kl. 18:42

12 Smámynd: Ómar Ingi

Það er stundum eins og manni finnist að allir hæstaréttardómarar séu sjálfir grófir nauðgarar.

Hvað getur skýrt þessa svokallaða dóma hjá þeim trekk í trekk , allvega er almenningur í landinu kjaftstopp í hvert skipti sem þessar mannleysur dæma í nauðgunarmálum!!!.

Ómar Ingi, 13.9.2007 kl. 19:06

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 19:17

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

S.H. ég hef varað fólk við. Ég verð aldrei málefnaleg þegar þessi mál ber á góma. Mig langar til að segja að hann eigi að fá sömu meðferð og hann gaf konunni. En það má víst ekki. Þá er ég að taka Lúkasinn á þetta. Réttast væri að loka þennan mann inn á geðveikrahæli fyrir geðsjúka glæpamenn. Enginn sem er heill á geði fremur svona glæp. En það er ekki til svoleiðis stofnun hér á landi. Af hverju er það?

Mig langar líka til að segja þér að vera úti og  ekki gera mig svona reiða með andskotans vitleysunni í þér en það má ekki heldur því þá er ég dónaleg.

Ég er ekki einu sinni að tala um lengd dómsins sem slíks. Ég er að furða mig á á hvaða forsendu hæstiréttur stytti tímann sem þetta skrímsi á að sitja inni. Ætli það hafi verið af svipuðum ástæðum og þú nefnir; að einhverjum dómaranna þótti svo helvíti langt síðan hann fór í fríið til Mallorca þarna fyrir 4 árum síðan. Þú segir að þú hefðir ekki viljað sitja inni í þennan tíma. Hvers konar athugasemd er það eiginlega? Ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki gert eitthvað af þér í mars 2006 sem hefur verið tilefni til að loka þig inni.

Stefán Bogi nefnir að konan væri ekkert betur sett þó maðurinn sæti lengur inni. Hvað veist þú um það? Heldurðu að konur gangi í gegnum réttarhöld af þessu tagi að gamni sínu. Auðvitað vill þessi kona að maðurinn sitji inni sem lengst. Henni líður betur eftir því sem hann situr lengur inni. Skilurðu það ekki. Og hvað með væntanleg fórnarlömb. Heldurðu að þessi maður hafi látið staðar numið?

Og varðandi verðmiðann: farðu og kynntu þér hvað margra ára geðhjálp og sálfræðihjálp kostar.

Djöfulsins helvítis helvítis djöfull. Hvað er eiginlega að ykkur?

Þið hin; takk fyrir komment.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 19:18

15 identicon

Frú Jóna. Nr. 1. Þú skrifar opinberlega og því getur hver sem er skoðað miðilinn og sagt sína skoðun, ef þú vilt bara jámenn í kommentakerfinu þá þarftu að gera einhverjar stillingar sem ég kann ekki á.

Veist þú af hvaða ástæðum dómurinn var léttur? Það kemur ekki fram í fréttinni á mbl allavega.

Þú segir að þú vildir að hann fengi sömu meðferð og hann veitti. Hvaða réttlæti er það? Hverskonar manvonska er það að óska einhverjum einstaklingi því sem þessi kona, sem ég ber mikla samúð til, því sama? Þetta hlýtur að segja mér það að þú aðhyllist dauðarefsingu sem mér finnst slæmt og lýsandi mannvonsku.

Ég legg til að þú svarir spurningum Stefáns Boga og segir til um hver réttur dómur sé þegar kemur að glæp sem þessum því það þýðir lítið að gala á priki ef engin rök fylgja með.

Já og svo legg ég til að þú praktíserir almenna kurteisi því ekkert af því sem ég sagði gæti fallið undir dónaskap en hinsvegar u.þ.b. allt sem þú sagðir.

Góðar stundir.

S.H. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:32

16 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er ekki mögulegur refsirammi lengri fyrir nauðgun? Ég held það. Hversu gróft þarf þá brotið að vera til að sá sem fremur það fái hámarksrefsingu? Við megum ekki missa okkur í einhverja vitleysu en ef einhver er á annað borð fundinn sekur um glæp sem þennan finnst mér að Hæstiréttur þurfi að rökstyðja refsilækkun mjög vel.

Markús frá Djúpalæk, 13.9.2007 kl. 19:46

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frú, herra, ungfrú eða hvað þú nú ert S.H þá er ég aðeins að lýsa mínum tilfinningum við það að lesa þessa frétt sem og aðrar svipaðar fréttir. Ég viðurkenni það fyllilega að upp í mér kemur mannvonska og haturstilfinning. Því miður. Ég get lítið að því gert. Ég gæti þagað yfir því en ákvað að gera það ekki. Og ef þú hefur lesið kommentið mitt þá sérðu líka að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að svona má ekki segja upphátt. uss uss. Nei maður á alls ekki að hafa þær tilfinningar að eina réttlætið væri  að beita ofbeldi til að uppræta ofbeldi. Það er nú samt svo að ekki  dugar alltaf að rétta fram hinn vangann.

Já ég er án efa afskaplega vond manneskja, illa innrætt og dónaleg. Það verður bara að hafa það. Þessi færsla var ekki sett inn til að fá komment í rauninni. Hún var eingöngu sett inn með það í huga að fá smávegis útrás. En það er vissulega rétt að fólk sem ber á einhvern hátt í bætifláka fyrir svona ofbeldisglæpamenn vekja ekki með mér góðar tilfinningar. Þá má kannski segja að ég vilji aðeins já-komment við þessa færslu.

Hvað á ég að vita um hvað er ''réttur'' dómur eða ''rétt'' bótaupphæð. Mér hefur aldrei verið nauðgað. Sem betur fer. Ég vona að ég komist í gegnum restina af lífinu án þess að þurfa að upplifa þvílíkar hörmungar.

Ég vil bara fá stofnun sem hýsir svona fólk... ef fólk skildi kalla.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 19:46

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er 100% samála þér Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 19:50

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta átti að vera sammála.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 19:53

20 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er verst að ekki var hægt að klína á kvikindið misnotkun á greiðslukorti.

Þá hefði helvítið fengið 7 ár upp á vatn og brauð.

Hlynur Jón Michelsen, 13.9.2007 kl. 19:53

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Stefán Bogi og SH! fyrir mitt leyti þá ætti að skrúfa bibbann af honum, stytta tunguna um 60% og fingurna um 2/3, þessi maður gerði þetta af mikklum ásettningi og hefur fyrirgert rétti sínum til að umgangast fólk í einhvern tíma, að mínu mati mun lengur en 4 ár hvað þá styttri og skiptir engu þar um hvernig þetta var einhverntímann, það getur vel verið að þetta sé langur tími bak við lás og slá og hefði hann bara átt að hugsa sinn gang þegar hann var að meiða konuna sem hann hafði fullt vald yfir í einhvern tíma með valdbeitingu, hann svifti konuna frelsi um tíma og notaði þann tíma til að svifta hana stolti, lífsgleði og frelsi hugans til framtíðar  og einnig nýtti hann tímann til byggja upp vantraust og viðbjóð hjá henni og ekki síst nýtti hann tímann til að fara þannig með líkama konunnar þannig að stórsér á og ekki útilokað að það sé einnig til frambúðar. Það er furða að þið spurjið, hann hafði nógann tíma til að hætta og koma konunni til hjálpar, þessi einstaklingur á ekki að vera innan um fólk fyr en eftir mörg ár og þá eftir mikkla vinnu með sálfræðingi, jú jú ég er á þeirri skoðunn að fólk eigi að fá annann séns en ekki út á ekkert.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 20:54

22 Smámynd: krossgata

Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að hægt sé að dæma til 16 ára fangelsins fyrir nauðgun - eins og morð.  Refsirammanum er aldrei beitt til hins ýtrasta.  Á Íslandi er dæmt samkvæmt hefðum og það er ekki hefð fyrir því að dæma menn hart fyrir nauðganir.  Það er meira að segja oft notað sem rök eða réttlæting - "það er ekki hefð eða fordæmi fyrir slíkum dómi". 

krossgata, 13.9.2007 kl. 21:00

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ps. SH! ertu heigull, ertu gunga, hversvegna geturðu ekki skrifað undir nafni þegar þú hefur skoðannaskipti við fólk um hluti sem er ekki með nokkru móti hægt að líða????????

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 21:01

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voðalega þykir mér vænt um að sjá þennan hita hjá karlmönnum sem ég sé hér hjá ykkur strákar, þegar rætt er um nauðganir. það er svo vont að hafa á tilfinningunni að þessi barátta um lengri dóma og úrræði sé feministabarátta en ekki mannréttindabarátta.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 21:06

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hvet ykkur til að fara inn á linkinn hjá Áddna (komment nr 10). Og Áddni ég hvet þig til að senda þetta sem opið bréf til Morgunblaðsins.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 21:10

26 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég mundi aldrei trúa því upp á nokkurn femínista að fara að tala um dóminn á þeim forsendum einum að það var kona sem var nauðgað, femínistar eru engin fífl.

Þetta er mannréttindamál og bara mannlífsmál að fólk geti farið á milli húsa, á skemmtanir og bara almennt innan um fólk án þess að vera á róandi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 21:20

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Högni þú misskilur mig. Það sem ég meina er að það erum við konur sem förum ''hamförum'' í reiðiyfirlýsingum þegar svona mál koma upp. Þeir karlmenn sem bölsótast svo yfir því eru þeir sömu og kalla feminísta helvítis kellingar, rauðsokkur og þar fram eftir götunum.

Þá verð ég sorgmædd og upplifi það að þessir karlmenn sjái baráttu gegn nauðgunum sem ''feminista-röfl'' en ekki mannréttindabaráttu.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 21:26

28 identicon

Skrúfa bibban af nauðgurum er góð leið til að fyrirbyggja að þeir noti bibbann aftur í þessum tilgangi.Góð hugmynd Högni. Nauðgun er glæpur og er sálarmorð og því ber að dæma samkvæmt því.ARG ég þoli ekki hvað dómarar eru meðvirkir svona hryllilegum ofbeldisverkum.Það er ekkert sem afsakar nauðgun.ALDREI

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:27

29 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei ég skildi þig einmitt svona og var að reyna að segja að ég væri á sömu skoðun

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 21:29

30 identicon

Jæja ... er fullt tungl eða hvað ??

Sendi þér knús og kremjur Jóna min.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:33

31 identicon

Þetta réttarkerfi er handónýtt og það þarf virkilega að fara að endurskoða það. Meðan menn eru að fá langar fangelsisvistir fyrir skattsvik eru menn sem eyðileggja aðrar manneskjur oft til frambúðar með því að beita viðkomandi grófu kynferðislegu ofbeldi að vappa um strætin eins og ekkert sé. Ísland er orðinn griðarstaður fyrir kynferðisafbrotamenn og því þarf að breyta.

Júlía Margrét (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:35

32 Smámynd: halkatla

loksins eru allir sammála, það er ekkert í lagi með íslenskt réttarkerfi það er alveg ljóst

mér fannst flott það sem annar bloggari sagði um dómarana, að þeir hlytu að vera með einhverjar nauðgunarfantasíur sjálfir. ég hef oft hugsað það miðað við orðalagið í dómunum og hvernig þeir leita allra leiða til þess að "taka tillit" svo að það sé hægt að sýkna eða dæma í fáránlega lágan tíma. Þetta snýst ekki bara um tímann sem þeir fá, heldur bara hvað þetta réttarkerfi er allt fársjúkt.

takk fyrir að reyna ekki að vera málefnanleg - það hefði verið óviðeigandi 

halkatla, 13.9.2007 kl. 22:01

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hæstiréttur er besti vinur nauðgara

Heiða B. Heiðars, 13.9.2007 kl. 22:23

34 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Þetta er ótrúlega niðurlægjandi niðurstaða hjá dómskerfi okkar.

Ég hef áður sagt frá því að á Spáni hefði þessi maður fengið 10-12 ára dóm, alveg 100% 
Þar er nauðgun litin mjög alvarlegum augum enda er hún það. Lítin á líkamanum gróa líklega en sárin á sálinni eru væntanlega komin til að vera.

Ég hef líka rætt þetta við einn af ,,stjörnulögfræðinum" Íslands, veit samt ekki hver velur í þann hóp, en það er önnur saga. Hann sagði að það væri almennt talið að refsingar þessa fólks væru of vægar en að taka einhverjar ,,vinkilbeygjur" í refsingum væri bara ekki hægt í réttarríki, hvort sem fólki líki það betur eða verr.

Það ber líka á það að líta að við sem erum að blogga um þetta erum ekki með allar staðreyndir málsins fyrir framan okkur en eins og þetta lítur út þá er þetta í meira lagi ógeðfelld niðurstaða hjá hæstarétti.

Reyndu samt að vera róleg Jóna og ekki ráðast á ,,skikkjugaurana" það skilar engu nema veseni fyrir þig......................

Sigurjón Sigurðsson, 13.9.2007 kl. 22:46

35 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ætli ég reyni ekki að hemja mig Sigurjón

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 22:50

36 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Algjörlega sammala færslunni þinni Jóna. Fyrir utan niðurlæginguna sem konunni er sýnd þá er mér alveg hulin gáta þessi tilhneiging Hæstaréttar til að milda refsingar í slíkum málum og sýna um leið Hérðasdómi ákveðna lítilsvirðingu.

Hólmgeir Karlsson, 13.9.2007 kl. 22:52

37 identicon

Að glæpur eins og þessi jafnhryllilegur sem hann er veki manni reiði er merki um að maður er nokkurn veginn eðlilegur í sálinni og með dómgreindina í lagi. Atli Gíslason lögmaður hefur oftsinnis bent á þversögnina sem felst í því að setja fólk í 16 ára fangelsi fyrir morð en eins til þriggja ára fangelsi eða jafnvel enn styttri tíma fyrir nauðgun sem hann bendir réttilega á að jafngildi morði, þ.e. sálarmorð. (ég segi fólk vegna þess að karlmönnum hefur líka verið nauðgað af öðrum karlmönnum). Ég gæti ekki verið honum Atla meira sammála. Mér er líka eins og fleirum hér fyrirmunað að skilja rökin fyrir styttingu dómsins í Hæstarétti. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 22:57

38 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Enn hver er lausn vandans ?.... Litla Hraun er og verður ekkert annað en betrununar hús glæpamanna ( í þeirri merkiingu að þeir bæta sig sem glæpamenn) þar sem þrífast tímabundið í kringum menn sína líka . Eftir afpláningu er þeim sleppt út í samfélagið aftur og hefur það sýnt sig að margir þeirra fara að stunda þessa kynferðisglæpi aftur. Því má líkja afplánunarhúsum við frystingu á skrímslum sem þiðna og vakna til lífsins um leið og þau losna úr kælingu. Þó svo að þessi glæpur hafi verið eins hrottafengin og hugsast getur er það ekki nema tímabundin lausn að taka kynferðisglæpamenn úr umferð. Auðvitað er reiði í garð kynferðisglæpamanna með öllu skiljanleg en við verðum að samt að taka mið að því að þetta eru HELSJÚKIR MENN sem drígja slíkan verkanað. Ef engin meðferðarúrræði eru fundin handa slíkum mönnum bíst ég fastlega við að þeir haldi áfram að stunda þennan verknað sinn þegar afpláningu líkur. Í raun og veru sé ég aðeins tvær lausnir við þessum alvarlega vanda.

1. meðferðarúrræði fyrir kynferðisafbrotamenn ( kenna þeim að bera ábyrð á gjörðum sínum ef sá möguleiki er fyrir hendi)

2. aftaka.

þar sem ég er alfarið á móti dauðarefsingum tel ég fyrri kostinn þann eina sem er í stöðunni.

afsakið yfirvegun mína en það vill svo til að ég hef lesið mýmarga dóma um nauðgara og því kemur mér voða lítið á óvart lengur í þeim málum.  

Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 23:17

39 identicon

Eru þá lágir dómar yfir barnaníðingum líka skilaboð um úrræðaleysi?  Er virkilega betra að þeir (nauðgarar og barnaníðingar) séu lausir á götum landsins heldur en að vera læstir inni, hvar svo sem þar er?

Meðferðarúrræði hefur alltaf vantað hér á landi og ég leyfi mér að vera svartsýn og halda að það muni ekki breytast í bráð.  Ég vil frekar sjá lengri dóma heldur en eiga það á hættu að mæta nauðgara mínum í Kringlunni.

Jóna (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:34

40 Smámynd: Hjördís Ásta

Maður  getur ekki annað en hugsar til þess að þessi manneskja sem að hefur verið misþyrmt hrottalega og verður ekki söm á eftir þarf að sitja heima hjá sér eftir 18 mánuði ,þegar þessu fífli sem á að heita manneskja verður sleppt út, og þarf að hugsa til þess að hann gangi laus á götunum. Ég veit að ég sjálf myndi varla að þora að ganga úti á götu....því að lets face it....Ísland er mjög lítið samfélag og það eru meiri líkur heldur en ekki að hún rekist á hann einhver tíma aftur á lífsleiðinni....sjái hann að fá sér Subway, að þvo bílinn sinn úti á N1 eða  það sem verra er standandi úti að bíða eftir því að komast inn á skemmtistað og þaðan já hvað á maður að segja....inn á klósett þar til að eyðileggja en eina manneskjuna á sálinni...!!!

Einhver tíma heyrði ég að þeir sem að stundi skattsvik fái stundum verri dóm en nauðgarar og morðingjar...en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.....en ef að það viðgengst þá er allt farið til fjandans....

En mikið óskaplega verð ég reið þegar ég hugsa til þess hvernig íslenskt réttarkerfi virkar...það er alveg fyrir neðan allar hellur það verður að segjast!!!

Hjördís Ásta, 13.9.2007 kl. 23:39

41 Smámynd: krossgata

Eru þetta sjúkir menn?  Æ ég veit ekki, mér finnst það bara vera tilraun til að milda viðhorf til þeirra.  Það má kannski segja að siðferði þeirra sé sjúkt, en ég er nú svo köld þegar kemur að barnaníðingum og nauðgurum að ég vil ekki heyra þetta sjúkdómshugtak.... og hvað? "Skamm, skamm". Hola þeim ofan í rúm, hnoða sænginni utan um þá og gefa þeim heita súpu.  --- Við gerum það nú þegar og það er ekki að virka.

krossgata, 13.9.2007 kl. 23:58

42 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki sammála þér Jóna að þetta sé endilega geðsjúkur maður. Það má ekki rugla saman geðveiki og illsku þó hún fari út fyrir öll mörk. Það er ósanngjarnt gagnvart fólki sem á við geðveiki að stríða að stimpla alla illvirkja geðveika og bregða þannig upp mjög fordómafullri mynd af geðsjúkum. Þetta er að vísu alltaf verið að gera en það er jafn slæmt fyrir því. Mannvonska er ekki geðveiki, siðleysi er ekki geðveiki. Hvenær ætla menn að hætta að rjúka til að stimpla alla illvirkja geðveika eins og það sé endilega hópurinn sem fremur svona verk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2007 kl. 00:12

43 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Auðivitað eru þetta andlega sjúkir menn Krossgata og að reyna að halda því fram að ég sé að milda viðhorf til þeirra er ekki svaranvert og algjörlega út í bláin.  Í raun finnst mér að þú ættir að hundskammast þín fyrir þessi ummæli og biðjast velvirðingar á þeim. Ég hef t.d bjargað konu frá meira en tuttuguára barsmíðum sem segir í dag að ég hafi bjargað lífi hennar og var félaga mín innan handa að afla gagna um ÓSAMRÆMI í dómum nákvæmlega um þetta málefni. 

Hefndarþorsti og upphrópanir leysa ekki þennan alvarlega vanda og ef ég væri þínum sporum þá myndi ég hafa gát á orðum þínum. Mér líkar það engan veginn að hlusta á svívirðingar sem ég á engan vegin skilið þegar ég er að reyna að ræða málefnalega um þetta málefni. Þó svo að þessi kynferðisglæpamaður hefði fengið sex ára fangelsi fyrir þennan glæp þá hefði hann verið frjáls ferða sinna eftir það í samfélaginu. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd hver kynslóðin á fætur annari elur af sér hvern konuberjaran og nauðarann á fætur öðrum. Mín skoðun er sú að eina leiðin til að þessir menn fremji ekki svona viðbjóðslegan verknað aftur er að kenna þeim að bera ábyrð á gjörðum sínum með einunm eða öðrum hætti. Það hefur sýnt sig að Litla hrauun er aðeins tímabundin lausn við þessum vanda en ef það þarf meira til.

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 00:27

44 Smámynd: Jens Guð

  Ég hvet alla sem eru hneykslaðir á þessum væga dómi að skrifa líka um þetta á sínu bloggi.  Eftir því sem bloggheimur er háværari þá er líklegra að skilaboð berist til dómstóla. 

Jens Guð, 14.9.2007 kl. 00:45

45 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get vissulega viðurkennt að mér er vart sjálfrátt, ég verð svo reið. Ég hef látið ljót orð falla hér og vona að ég hafi ekki ofboðið neinum. Þó að ég hafi verið afskaplega heppin hingað til og ekki lent í kynferðisglæpamanni þá er ljóst að það er nákvæmlega það... heppni. Hversu oft hefur maður ekki í gegnum tíðina farið óvarlega, sérstaklega á yngri árum. Þá hélt ég að ég væri eilíf og ekkert kæmi fyrir mig. Með einum eða öðrum hætti er ég sammála ykkur öllum hér. Ég á þó bágt með að trúa því að fólk geti fæðst illt. Og það, hvernig þessi maður fór með fórnarlambið segir mér að hann er á einhvern hátt sjúkur á geði. Er ég þar á engan hátt að bauna á geðsjúkt fólk almennt. Það er ekki hægt að setja alla sem veikir eru á geði undir einn hatt.

Staðreyndin er sú að það vantar úrræði. Það er svo einfalt. Það vantar stofnun sem hýsir kynferðisglæpamenn. Þar er t.d. Steingrímur Njálsson gott dæmi. Hversu mikil klikkun er það ekki að sá maður gangi laus um götur borgarinnar? Hann á heima á stofnun.

Og ég er svo sannarlega sammála því að úrbætur þurfi varðandi það að breyta Litla Hrauni úr geymslustað í betrunarhús í bestu merkingu þess orðs. Þegar upp er staðið græðum við öll á því að fangar sem eru á Hrauninu eigi þar heima (ekki geðsjúkt fólk) og fái tækifæri til að snúa við blaðinu á meðan á afplánun stendur. Við viljum jú öll að þeir snúi aftur breyttir og bættir menn, ekki satt. Þá vinna allir.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 08:20

46 identicon

hmmmmm,,,, ég er kannski kvikindi, ég er fyllilega sammála þér Jóna,  en það er fróðlegt að sjá þessar umræður hér í kjölfar umræðna sem fóru fram í gær v/strokufangans. Merkilegt að sumt má ræða hér á blogginu en annað ekki. Vil samt benda á að viðkomandi nauðgari á aðstandendur sem blæðir eflaust líka , það vill víst oft gleymast.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:48

47 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Magga það er alveg rétt að viðkomandi eiga aðstandendur og hefðu kannski átt að hugsa til þeirra "í upphafi skyldi endinn skoða" enn við getum ekki endalaust tekið á okkur ábyrgð barnanna okkar svo við meigum alveg hafa skoðun og tjá okkur um þessi mál.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.9.2007 kl. 10:23

48 identicon

Ekki er þetta betra.
Sjá: http://www.haestirettur.is/domar?nr=3838
3 mánuðir fyrir morð!

Hver er Þá hæfileg refsing fyrir nauðgun?

Jónsi (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:09

49 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég get ekki verið sjálfkrafa sammála um að eitthvað sé endilega athugavert við það þótt Hæstiréttur endurskoði niðurstöðu héraðsdómara í sakamálum, jafnvel þótt um kynferðisbrot sé að ræða.  Hæstiréttur verður að gæta þess að dómaframkvæmd sé samræmd og gæta þess að refsilækkandi og refsihækkandi heimildum sé beitt á sambærilegan hátt.

Sakarferill ákærða skiptir verulegu máli þegar kemur að ákvörðun refsingar.  Eitt er að ákveða refsingu fyrir mann sem hefur aldrei, svo vitað sé, brotið af sér áður eða mann sem á brotaferil.  Þá skiptir aldur brotamanns líka máli og aðstæður hans allar.

Ég hef enga samúð með kynferðisafbrotamönnum en vara hins vegar mjög við því "hefndaræði" sem virðist grípa fólk þegar þannig mál koma upp.  Enda sé ég ekki hvaða fangelsisrefsing eða bótagreiðsla mundi gera fórnarlambið "eins sett" og ekkert brot hefði verið framið. 

Hreiðar Eiríksson, 14.9.2007 kl. 11:19

50 Smámynd: krossgata

Brynjar:  Leitt að þér finnist mín upplifun á sjúkdómshugtakinu sé einhver árás eða gagnrýni á þig.  Það var þó ekki neitt slíkt, mín upplifun á "sýki/veikindum" hefur ekkert með neitt af þínum orðum að gera. 

Það að ég upplifi "sjúkdómshugtakið" á ofbeldismönnum sem tilraun til að milda viðhorf til þeirra er komið til því það að stimpla fólk veikt/sjúkt er oft leið hópa/samfélagsins til að auka skilning og milda viðhorf til fólks sem er veikt eða í vanda.  Ég upplifi þetta áfram sem mildun á viðhorfum til ofbeldismanna.  Það þýðir ekki að það sé rétt, heldur ekki að það sé rangt.  Þetta er einfaldlega tilfinning, upplifun mín á hvað sjúkdómshugtakið gerir. 

krossgata, 14.9.2007 kl. 11:20

51 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jónsi. Manndrápið sem þú vísar í er ekki sambærilegt á neinn hátt. ég er ekki að segja að ég sé sammála lengd dóms í því máli og þetta er afar sorglegt. En þar er ekki um ásetning að ræða. Í nauðgunarmálinu sem við ræðum hér er um hreinan ásetning og illmennsku að ræða. það er ekki hægt að bera það saman.

Þessi maður, sem í bræði slær til annars manns, er ekki hættulegur umhverfi sínu á einn eða neinn hátt ef marka má dóminn og það sem þar kemur fram. Enginn er bættari við að hann sitji inni í fleiri fleiri ár. En vissulega þykir manni 3 mánuðir vera ótrúlega mildur dómur.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 11:49

52 identicon

Því miður virðist hlutirnir orðnir þannig að þeir sem fremja afbrot í dag eiga fjölskyldur og nákomna ættingja sem dómsvaldið verður að taka tillit til, því það er ekkert réttllæti að ættingjar og nánustu vandamenn þessara ógæfu manna líði illa vegna þeirra.  Og svo virðist sem við séum svo heppin að fórnarlömbin séu yfirleitt  einstæðingar sem ekki eiga neinar fjölskyldur né ættingja eða enga sem líðu illa vegna þeirra, og þá er allt í lagi, þeir eru jú fórnarlömbin, og því fórnað. (Breytist kanski ef einhver úr hæstaréttar fjölskyldu verður fórnarlamb)

gísli sigurðsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 13:45

53 identicon

Þessi lélega nýting refsirammans er skammarverð, en hún hefur mótast af fordæmum sem Hæstiréttur hefur skyldu til að fylgja til að gætt sé jafnræðis. Hins vegar ef hegningarlögunum er breytt og settar skýrari reglur um refsirammann, þá skapast nýtt tækifæri til að skapa fordæmi og Hæstiréttur er því ekki eins bundinn af fyrri úrlausnum sínum á grundvelli eldri reglna. Þá þykir mér sú viðleitni dómara til að beita refsilækkunum ámælisverð. Menn fá refsilækkun fyrir að játa brot sín skýlaust og fyrir að sýna iðrun. Þetta finnst mér RANGT! Menn eiga að hljóta REFSIHÆKKUN ef þeir sýna hvorki iðrun né játa brot sitt!

Það er samfélaginu og fórnarlömbum til hagsbóta að glæpamönnum verði refsað fyrir brot sín. Þannig eru þau skilaboð send til samfélagsins að glæpir séu ekki liðnir. Á móti kemur að í stað þess að henda mönnum inn í klefa með öðrum og jafnvel hættulegri glæpamönnum tel ég ekki nógu sniðugt. Þess í stað ber fangelsum að vera betrunarstofnanir. Það hlutverk fangelsa má þó ekki verða til þess að brotamenn sleppi út eftir allt of stuttan tíma, finna þarf einhvern meðalveg í þessu, þ.e. tími sem er nægilega langur til að refsa viðkomandi fyrir brot sitt en gæta þess samt með viðeigandi meðferðarúrræðum að viðkomandi geti orðið nýtilegur samfélagsþegn þegar hann kemur út. Þetta þykir mér ekki vera gert að nógu miklu leyti hér.

Nú er nauðgun viðbjóðslegur ofbeldisglæpur sem er því miður þess eðlis að oft er erfitt fyrir fórnarlömb að sýna fram á líkamlega áverka, þar sem í mörgum tilfellum eru áverkarnir sálarlegir. Það viðhorf, sem endurspeglast í hegningarlögunum og Hæstirétti, að líkamlegt ofbeldi og hótun um slíkt þurfi að fylgja til að um nauðgun sé að ræða er gamaldags og löngu úrelt. Nauðgun getur átt sér stað með ýmsum hætti, en meginatriðin eru ávallt þau sömu, þ.e. fyrir nauðguninni verður fórnarlamb (eða lömb) sem er þröngvað gegn vilja sínum til einhverskonar kynferðislegra athafna af hálfu eins eða fleiri gerenda. Til að um nauðgun geti verið að ræða hlýtur þó sú forsenda að þurfa að vera fyrir hendi að gerandanum sé ljóst eða megi vera það ljóst að hinar kynferðislegu athafnir séu gegn vilja viðkomandi. Til að meta slíkt þarf að miða við einhverskonar "bonus pater" reglu, sem miðar að því að leiða í ljós hvað venjulegum og skynibornum aðila hefði átt að vera ljóst þegar viðkomandi atburðir áttu sér stað. Þetta er án efa erfiðasti þátturinn í sakfellingu nauðgara, þ.e. sýna fram á ásetning. En ég tel það þó alls ekki vera nauðsynlega forsendu fyrir því að þetta skilyrði sé uppfyllt, að fórnarlambið hafi öskrað úr sér lungun og barið eða klórað frá sér. Síður en svo. Flestar skyni bornar manneskjur hafa að bera þann eiginleika að geta sett sig í spor annarra og lesið af svipbrigðum þeirra, málrómi, látbragði, hreyfingum eða hegðun að öðru leyti hvað viðkomandi er að upplifa þá stundina. Mjög þekkt fyrirbæri er að fórnarlömb lendi í svo miklu sjokki að þau koma ekki upp hljóði og geta sig vart hreyft meðan á nauðgun stendur, en engu að síður á geranda (svo fremi sem gerandi sé skyni borin manneskja) að vera það ljóst að eitthvað hljóti að vera að og ber því að athuga hvort allt sé í lagi hjá hinum aðilanum. Auk þess ber öllum þeim sem hyggjast stunda kynferðislegar athafnir sín á milli að ganga úr skugga um að allir séu meðvitaðir um það sem stendur til að gera og samþykkir því. Áfengi eða eiturlyf firra menn á engan hátt ábyrgð og ber að beita sömu "bonus pater" reglunni um aðila hvort sem þeir eru undir áhrifum vímuefna eða ekki. Varðandi þroskahefta eða geðfatlaða getur auðvitað þurft að beita annars konar "bonus pater" reglu en það ber auðvitað að skoða í hverju tilviki fyrir sig.

Í því tilviki sem um ræðir í umræddri frétt mbl.is fer það ekki milli mála að gerandanum var eða hefði átt að vera það ljóst að það sem hann gerði fórnarlambinu var ekki með samþykki þess og því er hér um einskæran ásetning að ræða. Víma hans, gredda, tilfinningar eða staða himintungla skiptir engu máli í þessu sambandi. Hann framdi hrottafengna nauðgun af einskærum ásetningi. Um það er ekki deilt. Hann fékk styttingu á dómi fyrir Hæstarétti, þrátt fyrir að vera sakfelldur fyrir fleiri brot en fyrir héraði, án neinnar sýnilegrar ástæðu. Um það er ekki deilt. Mér finnst það hins vegar gefa hrikalega röng skilaboð út í samfélagið fyrir væntanleg fórnarlömb, sem og væntanlega gerendur, að þeir þurfi ekki að gera annað en að áfrýja án neinna frekari raka til að fá dóminn mildaðan. Í mörgum nauðgunarmálum fá nauðgararnir að ganga lausir á meðan verið er að áfrýja málinu, þrátt fyrir að hafa verið dæmdir í héraði. Á meðan geta þeir framið fleiri nauðganir, eins og sannaðist hér fyrir ekki svo löngu. Hver er réttlætingin á því spyr ég nú bara? Af hverju erum við með héraðsdómstóla ef úrlausnir þeirra þykja ekki nógu góðar eða vel unnar til að brotamönnum sé refsað á grundvellli þeirra? Hvar er jafnræðið í því að tveir nauðgarar sem dæmdir eru fyrir svipuð brot, annar áfrýjar en hinn ekki, skuli hljóta mismunandi meðferð í kjölfar dóms fyrir héraði? Þá meina ég að sá sem ekki áfrýjar, byrjar að afplána strax á meðan sá sem áfrýjar fær að sleppa. Það er fáránlegt. Ef menn áfrýja, þá eiga þeir samt sem áður að sitja inni á meðan og því þarf málsmeðferðin að taka skemmri tíma. Brot þeirra eru þess eðlis að það er samfélaginu hagstætt að þeir séu fjarlægðir úr því. Auðvitað gæti komið upp sú staða að meintur brotamaður fengi sýknu fyrir Hæstarétti og þá ber ríkinu að greiða honum sanngjarnar bætur fyrir rangláta fangelsun. En ef sú staða kemur upp, þá finnst mér að rannsaka beri í þaula hvers vegna héraðsdómur hafi dæmt saklausan aðila. Sé héraðsdómur ekki traustsins verður til að úrskurða hvort menn séu sekir eða saklausir þá þarf að taka dómstólakerfið algjörlega í gegn.

Muddur (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:32

54 identicon

Gísli: Leiðréttu mig ef ég er að misskilja þig, en ertu að meina að háar refsingar vegna afbrota séu ekki réttlætanlegar með tilliti til ættingja og fjölskyldu gerandans? Það að fremja afbrot er ákvörðun hvers og eins (svo fremi sem viðkomandi sé ekki þvingaður af öðrum aðilum eða aðstæðum sínum til afbrota). Það hvort viðkomandi eigi fjölskyldu kemur málinu ekkert við. Vissulega er hræðilegt fyrir fjölskyldur glæpamanna að upplifa allt fárið kringum þetta og leitt að saklausir aðstandendur þurfi að líða fyrir það eitt að vera tengt brotamönnum á einhvern hátt. Það er þó engu að síður ekki hægt að fara að tengja refsirammann við það hversu stóra og góða eða ríka fjölskyldu viðkomandi á. Allir eru jafnir fyrir lögum, sama hvort þeir eru ríkir eða fátækir, koma úr stórum fjölskyldum eða litlum. Mönnum ber að refsa fyrir afbrot sín. Senda þarf samfélaginu þau skilaboð að afbrot séu ekki liðin. En þar sem þú ert að minnast á fjölskyldur afbrotamanna langar mig að koma með einn vinkil á þetta. Ég tel jafnvel að menn sem koma úr stórum fjölskyldum geti haft meira aðhald gegn afbrotum en þeir sem eiga enga eða litla fjölskyldu. Sé fjölskylda náin eru hugsanlega minni líkur á að meðlimur hennar fremji afbrot sem kastað getur rýrð á stöðu fjölskyldunnar eða stöðu viðkomandi innan hennar. Þess vegna er mikilvægt að ekki sé verið að gefa glæpamönnum séns vegna fjölskyldna þeirra. Það sendir alls ekki rétt skilaboð út í samfélagið.

Muddur (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:42

55 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heyr heyr Jónína..... Ég fagna því sem þú sagðir í dálki númer 48 því þar  þykir mér þú tala  af gáfulegri röksemi. Ég skil reiði þína fullkomnlega í garð hæstarétts en staðreyndin er sú að eina leiðin til að gera sér grein fyrir rót vandans er að tala um svona alvarleg mál af heilbrigðri skynsemi. 

Á sínum tíma ætlaði ég að skrifa blaðagrein því mér blöskraði heiftarlega misræmi í refsirammanum. Tíð voru dæmi um að nauðgarar fengu vægari dóm en almennir jakkaplebbar fyrir peninga svik. Raunin varð að góður vinur minn skrifaði grein og ég aflaði mér heimilda um hvernig dóma menn fengu fyrir nauðganir. Ef mig réttminnir voru dómarnir þá frá hálfu ári til eins árs fyrir nauðganir sem mér þótti viðbjóðslegar.  Þó svo að dómur hæstaréttar hafi verið mildaður í þessu máli er raunin sú að engin hefur áður fengið svo harðan dóm hérlendis fyrir naugðun. Talsmaður stígamóta t.d fagnaði þessum dómi í morgunblaðinu og það geri ég líka því það er komið miklu meira samræmi í refsirammanum núna en var áður. 

Krossgata..... Því miður get ég ekki litið á nauðgara öðruvísi en sjúka menn.. Eina sem ég er að að benda á að það er ekki nóg að henda mönnum inn í fangelsi heldur þarf stefna fangelsis yfirvalda að vera AGADEMÍSKARI í hugsannahætti. Þá á ég við að afplánunin þarf að kenna glæpamönnum að taka afleiðingum á gjörðum sínum.

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 14:44

56 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Muddur. Gísli talar þarna á íronískan hátt, þveröfugt við það sem hann meinar. Er að deila á að það virðist stundum sem tekið sé tillit til saklausra ættingja geranda en að það virðist gleymast að þolendur eigi líka ættingja.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 14:50

57 Smámynd: Eva

Ég þarf að stilla mig þegar ég les um svona mál.............. háreiti háreiti ohhhhhhh dauði og drulla ...get ekki heldur verið málefnaleg þegar að það kemur að svona málum...

Eva , 14.9.2007 kl. 15:52

58 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

ég var að lesa um dóminn( fór inn á link sem er í færslu 7)

þar neðarlega er talað um að konan fái martraðir vegna þessa...lýti betur út en líði mjög illa...börnin hennar taka þessu illa og það gerir þetta erfiðara

ég á sjálf 2 börn og ég bara fór að hugsa...úfff

þetta er allt hið versta mál og vandmeðfarið.

og eins og sést hér hefur fólk skiptar skoðanir á þessu.......ég hef sterka skoðun á svona málum...og Jóna er sko búin að segja allt sem ég vildi segja..

en það er rétt að þessir illvirkjar eru ekki endilega geðveikir...en þeir eiga augljóslega við geðræn vandamál að stríða...þau eru nú af svo mörgum toga

Ásta Björk Hermannsdóttir, 14.9.2007 kl. 16:03

59 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Maður fyllist viðbjóði þegar maður fréttir af svona dómum.  Hvað er hæfiegur dómur í svona máli. Í mínum huga er svona gróft kynferðisofbeldi verri glæpur en manndráp.  Nota bene Ekki af gáleysi svona glæpur er með "einlægum ásetningi".  Hvað er þá hæfilegur dómur.Mín persónulega skoðun.......  "Látum þá kveljast............"

"Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér það skalt þú og þeim gjöra.........."

Hvað varðar dómarana í þessu máli.  Eru þeir ekki bullandi vanhæfir eða hvað..........

Þeir fá svo ábyggilega íslensku fálkaorðuna einhverntíma fyrir "Gott starf  í þágu þjóðar"

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 09:28

60 identicon

Ertu hálfviti?? Hver segir að karlmenn skilji ekki að nauðgun sé glæpur???? Djöfuls alhæfing er þetta! Ég er karlmaður og mér býður við þessum dómi og mín skoðun er sú að það ætti að fullnýta refsiramman á þetta ógeð.

GG (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:12

61 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil endurtaka það, þó það þýði eflaust ekki neitt, að það er ekki hægt að setja samasemmerki á milli illsku og geðveiki. Það er hugsanavilla. Maður sem fremur svona verknað getur hugsanlega verið geðveikur en verrknaðurinn sem slíkur er EKKI merki um það að vera "sjúkur á geði". Afhverju vilja menn ekki horfst í augu við illskuna án þess að fara að kalla hana öðru nafni, geðveiki? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband