Leita í fréttum mbl.is

Allir verða að taka þátt - sýnum einu sinni samstöðu

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir mig á hversu gott ég hef það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er Gíslína Erlendsdóttir með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi  milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt  tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi  texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færsluna hennar Þórdísar Tinnu.

 Póstfang félagsmálaráðuneytis er  postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma sooooo krakkar. Verum fyrirmyndir. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já Jóna mín lífið er ekki leikur þegar sjúkdómar eða slys henda, ég er svo samála þeim stöllum að það er ekki nóg að sitja og tala það þarf meira til. Og vonandi taka sem flestir við sér og senda póst á þessa háu herra.

Helga Auðunsdóttir, 2.9.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það vona ég svo sannarlega líka Helga. Gíslína talar um í færslunni sinni að nóg sé komið af því að hver sitji í sínu horni í staðinn fyrir að taka höndum saman. Við látum bjóða okkur upp á ótrúlegustu hluti. Reyndar held ég að þeir sem ekki eru öryrkjar þurfa að láta meira í sér heyra varðandi mál öryrkja, aldraðra og fatlaðra og sína stuðning í orði og borði. Þessir hópar eru það sem kallað eru minnihlutahópar (hvað sem það nú í ósköpunum þýðir) og það er eins og ekki sé á þá hlustað né tekið tillit.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góð hugmynd Guðmundur, ég ætla að bæta því inn í færsluna.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Má ég ekki bara linka á þig á eftir Jóna?  Alveg óþarfi að skrifa þetta tvisvar.  Nauðsynlegt að fá sem flesta til að taka þátt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Of course my horse

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 22:45

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jóna má ég "linka" á þig líka!? .... but pleace dont call me horse like Jenny
ætla að gera eitthvað í þessu annað kvöld.

Þú ert hér með tilnefnd heilbrigðisráðherra bloggheima :)

Hólmgeir Karlsson, 2.9.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég er með, þetta eru kjarnakonur sem eiga það skilið af okkur kaffistofunöldrurum að við leggjumst á sveif með þeim.

Kristjana Bjarnadóttir, 2.9.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Of course my.... sweet horse

Mér líst ekkert á þessa tilnefningu Hólmgeir. Enda held ég að Gíslína yrði betur að titlinum komin. Þar er greinilega kona sem lætur hendur standa fram úr ermum.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:00

9 Smámynd: HAKMO

Hljómar vel, ég verð í startholunum á þriðjudaginn

HAKMO, 2.9.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

heyr heyr Kristjana. Annars sé ég að það vill svo til að þú hefur sett inn færslu í kvöld um okkar svokallaða velferðarþjóðfélag. Áfram svona

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:01

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hakmo. gott mál

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:02

12 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já þú segir nokkuð. Veit ekki hvort nokkuð hrífur á þessa kalla og kellingar. Ég er búin að vera öryrki síðan ég lenti í slysi 15 nóv. 1991 og standa í þessarri baráttu stanslaust síðan.

Hef farið í margar mótmælaaðgerðirnar og meðmælaaðgerðir og veit ekki hvað. Jú kjör öryrkja hafa batnað á þessum 16 árum en ansi langt er í land.

Ég legg til að þeir sem eru ekki aldraðir og öryrkjar sendi þetta meil sérstaklega þar sem þeir eru orðnir hundleiðir á röflinu í okkur vesalingunum. Nema korteri fyrir kosningar.

Vonandi taka sem flestir þátt. Enginn veit hver staða hans er á morgun, heilsufarið getur tekið ansi mikla U beygju á sekúndubroti sem ekki verður bætt það sem eftir lifir.

Það er alltaf helv.... hart að berjast í bökkum peningalega þegar maður er að berjast fyrir lífi sínu heilsufarslega daginn inn og út og það er sko meira en full vinna.

Að ég tali ekki um þar sem fleiri en einn og kannski fleiri en það í sömu fjölskyldunni missi heilsuna af einum eða öðrum orsökum þá er hart í búi.

En ætla ekki að vera með öryrkjabarning hér heldur segi bara samt sem áður lífið er ljúft, þetta er bara stundum spurning um sjónarhorn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:18

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ása það er engin leið að setja sig í þessi spor eða þykjast skilja alla þá baráttu og í rauninni niðurlægingu fólk þarf að ganga í gegnum. Ég hef aðeins fengið smjörþefinn af þessu út af Þeim Einhverfa er það er ekkert í líkingu sem þið þurfið að ganga í gegnum. Þess vegna vona ég, eins og þú segir, að sem flestir ''ekki öryrkjar'' taki þátt í þessum áróðri. Fjandinn hafi það, fólk hlýtur að taka við sér og svo er náttúrlega fullt af heilbrigðu fólki sem á ástvini í þessum sporum.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:24

14 Smámynd: Íris Fríða

vildi bara þakka fyrir samþykkið og þakka fyrir ákaflega skemmtilega lesningu, þú ert virkilega flinkur penni.

Ég er rétt að byrja mína jómfrúarferð hérna inni og á eftir að finna minn stíl, veð svolítið úr einu yfir í annað en það hlýtur að skána með aldrinum

Íris Fríða , 2.9.2007 kl. 23:46

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð með.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 23:47

16 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég verð með. Ekki spurning, enda búin að vera öryrki síðan '88, ekki alveg það sem mig dreymdi um að vera þegar ég yrði stór!!

Bjarndís Helena Mitchell, 3.9.2007 kl. 00:07

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég verð með.

Huld S. Ringsted, 3.9.2007 kl. 00:19

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð með, ekki spurning.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2007 kl. 00:25

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Élsku Jóna ég þekki þórdísi mjög vel, ég verð með.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 00:36

20 identicon

Gó hugmynd ég verð með

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 07:45

21 identicon

Ég verð með, og segi bara ... ég er guðslifandi fegin að sjá svona samstöðu. ég ætla að fá að linka á þig Jóna mín. Ef þér er sama. ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:06

22 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er með!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 09:49

23 identicon

Er með,,,, auðvitað eru allir með.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:06

24 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekkert búin að kynna mér þetta sérstaklega... en sýnist á öllu að þetta sé hið besta mál og allir ættu að flykkja sér á bak við þessa fínu hugmynd

Heiða B. Heiðars, 3.9.2007 kl. 12:47

25 identicon

Segi eins og Heiða - hef ekki kynnt mér þetta sérstaklega en það á ekki að viðgangast í velferðarþjóðfélagi þar sem við borgum fullt af pening til samfélagsins að það geti gerst að þegar á reynir að við njótum þessa öryggisnets sem við teljum okkur borga fyrir í sköttum grípum við meira og minna í tómt - ef það er svo - þá er það eitthvað sem verður að breyta!!!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:11

26 identicon

Er með að sjálfsögðu.

Kristjana

kristjana (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:45

27 Smámynd: Fríða Eyland

Ég sendi pósta á morgun

Fríða Eyland, 3.9.2007 kl. 18:21

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

can I be a horse there too ?

Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 23:37

29 Smámynd: Marta B Helgadóttir

linka á þig og sendi post kl 10 i fyrramalið ef það er samþykkt white horse ?

Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 23:38

30 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært Jóna. 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 00:18

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vonandi, vonandi, gerist eitthvað í þessum málum núna.

Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 00:22

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Everybody can be horses if they want to

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1640374

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband