Leita í fréttum mbl.is

Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni

Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?

Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.

Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.

Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.

Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég bloggaði um svolítið aðra hlið á þessu máli og mér finnst það skelfilegt að konan skuli ekki vera í "mannsæmandi" vinnu.  Meil

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þetta er allt saman frekar flókið, en ég missti af þessu vegna stöðvar tvö leysis

Guðríður Pétursdóttir, 11.7.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Halla Rut

Hver heldur þú að hafi komið henni í viðtalið. Geiri að reyna að sýna að hann sé að gera góðverk. Þetta er ekkert smá augljóst.

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Halla þá kom það aldeilis í bakið á honum

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

já Jóna é sá þetta ég fékk tár í auga.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 09:35

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Klukk.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara dæmi um virkilega góða mömmu sem gerir allt fyrir barnið sitt , þið ættuð að taka hana til fyrirmyndar

Ómar Ingi, 11.7.2007 kl. 09:36

8 Smámynd: svarta

Tel mig gera allt sem ég get fyrir mín börn. Ég er bara ekki svona hræðilega óheppin að þurfa að selja líkama minn og virðingu til þess að það sé mögulegt.

Og hvernig stendur á því að háskólamenntað fólk fær ekki almennilega vinnu á Íslandi. Er ansi hrædd um að við færum í fýlu ef þessar þjóðir tækju ekki mark á prófunum okkar úr íslenskum háskólum.

Frænka mín komst ekki inn í HÍ af því að hún var ekki með íslenskt stúdentspróf og ráðuneytið vildi ekki samþykkja prófið hennar frá Brasillíu. Hún átti að fara í öldungardeild og læra Njálu svo hún gæti hafið raungreinanám sitt. Fáránlegt!

svarta, 11.7.2007 kl. 10:17

9 Smámynd: Halla Rut

Það sem ég er að meina er að hann lítur á þetta sem góðverk. Hann nýtir sér aðstöðu hennar. Hún gerir allt fyrir dóttur sína og Geiri veit það. Þarna er maður að nýta sér slæma aðstöðu móður til að reka fyrirtæki sitt sem gengur út á að selja líkama ungra kvenna.  Hann gerir það sama og allir aðrir melludólgar: nýtir sér bágar aðstæður konu og finnst hann um leið vera "frelsari". Bara skelfilegt að þurfa að fara úr fötunum til að barnið mans geti notið hæfileika sinna.

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 10:37

10 Smámynd: Ómar Ingi

Aumingja Chippendales strákarnir

Ómar Ingi, 11.7.2007 kl. 11:20

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

klukk

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 11:29

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ómar Friðleifsson

Edda Agnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 12:55

13 Smámynd: Vignir

Sá ekki viðtalið en hlustaði á það í útvarpinu, og magnað þetta með launin hér og í heimalandi hennar. Sorglegt.

Vignir, 11.7.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband