Leita í fréttum mbl.is

Breskur Redneck

Á meðan Bretinn baslaði í því að pússa pallinn í dag þá tyllti ég mér á nýju garðhúsgögnin og las blöðin, talaði við Brynju vinkonu í Berlín sem hefur fengið nýtt viðhengi við nafnið sitt (Brynja botnlangi þar sem botnlanginn var rifinn úr henni í vikunni), sötraði afgang af rauðvíni sem ég átti, bloggaði og fór í langt og taugastrekkjandi ferðalag muniði (í strípur, rendur, lokkalitun eða hvað sem þið viljið nú kalla þetta).

Ég er þreyttari en hann eins og þið getið ímyndað ykkur.

 

Hér getur að líta Bretann við verkið í dag. Takið eftir þessum eðalgræna lit sem er á pallinum og kreditlistann sem er krítaður á pallinn. Það er að sjálfsögðu eftir Þann Einhverfa. Bretinn er ekki flæktur í snúrurnar þó það líti þannig út, en þið megið trúa að rafmagnið átti eftir að stríða okkur á meðan þessi vél var í gangi. Viddi var mjög áhugasamur eins og þið sjáið. Við ætlum að tékka á því á morgun hvort hann geti ekki málað með skottinu.

nickogviddi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér hefur svo dugnaðarforkurinn lokið við pússninguna. Græni

liturinn er þó enn ríkjandi á köntunum. Þar sést litamismunurinn vel.

 pússaðurpallur

 

 

 

 

 

 

 

 

En eftir nokkrar klukkustundir í sólinni, álútur yfir vélinni er Bretinn

sannkallaður Redneck. redneck

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég elska þennan Vidda, sérstaklega ef hann lærir að mála - það er nefnilega verið að mála húsið mitt að utan

Annars átti ég einu sinni kött sem málaði ekki bara með skottinu, heldur ÖLLUM skrokknum - eða þannig. Hann datt ofan í fötuna, stökk náttúrulega strax upp úr og hristi sig ógurlega ... og náði að dekka dágóðan flöt  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha snilld, flottur pallur öfunda þig af svona, og ég hef ekki einu sinni fasta íbúð ennþá

og ég breytti um sketch

Guðríður Pétursdóttir, 27.6.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get ímyndað mér að kisi hafi fengið þreytuverki í tunguna á eftir við að reyna að þrífa sig. Ekki verið par hrifin spái ég

Íbúðin kemur Guðríður mín. Ég bara trúi ekki öðru. Við ættum kannski að byggja við bílskúrinn hérna og innrétta íbúð fyrir ykkur. Þá gætuð þið notið pallsins með okkur.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 00:31

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Er bretinn með hatt á efstu myndinni?

Tómas Þóroddsson, 27.6.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nei Tommi.  Afhverju spyrðu?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband