Þriðjudagur, 26. júní 2007
Afhverju eru ekki sett upp skilti?
Það tók mig 40 mínútur að komast frá Árbæ niður á Skólavörðustíg í dag. Það er í sjálfu sér ekki svo alvarlegt mál þó ég hafi mætt ''aðeins 30 mínútum'' of seint í strípurnar. Ég meina það var háannatími og maður getur búist við að þetta taki lengri tíma en á öðrum tímum.
Það sem er að bögga mig (á góðri íslensku) er þegar Miklabraut breytist allskyndilega í eina akrein án nokkurns fyrirvara eða aðvörunarskilta.
Á ljósunum á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar voru einhverjar framkvæmdir og hægri akreinin tekin undir það. Afhverju í ósköpunum var ekki skilti við Grensásveg og aftur við Háaleitisbraut og aftur við Kringlumýrarbraut sem sagði manni að frá Lönguhlíð væri hægri akrein Miklubrautar lokuð eða eitthvað slíkt. Þá hefði maður náttúrlega bara valið sér aðra leið, ekki satt.
Aaargh.. Það sem pirrar mig í umferðinni eru þessi skiltamál eða öllu heldur skiltavöntun og svo þetta sem er eldri færsla frá mér:
Road Rage
Ég er ein af þeim sem er afar spök í umferðinni og sætti mig við að það taki tíma að komast á milli staða á mesta annatíma á götum Reykjavíkur.
En það er eitt sem pirrar mig alveg óstjórnlega og gæti einn daginn breytt mér í froðufellandi og ofbeldishneigðan einstakling sem ryki út úr bílnum og byrjaði að berja með báðum hnefum á rúðuna á næsta bíl.
Það er beinlínis mannskemmandi að lenda fyrir aftan bílstjóra á beygjuljósum (sem eins og alþjóð veit eru ekki græn lengi í einu) sem heldur að hann sé einn í heiminum. Ég lenti fyrir aftan einn slíkan við Mjóddina í dag. Þetta var hugulsamur fjölskyldufaðir sem var í mestu makindum að spjalla við fjölskylduna sem var greinilega í sunnudags-ís-bíltúr. Hann var annar í röðinni á ljósunum, fyrsti bíllinn spýttist yfir en fjölskyldufaðirinn í bíl nr. tvö nálgaðist atriði úr The Exorsist því höfuðið á honum sneri næstum því öfugt á hálsinum svo mikið var að að tala við krógana í aftursætinu. Ég beið bara eftir því að rúðurnar yrðu útataðar í grænni spýju og þar með yrði eftirlíking af einu frægasta atriði kvikmyndasögunnar fullkomnuð.
En ekkert gerðist, hvorki lituðust bílrúðurnar né hreyfðist bíllinn. Þá ýtti ég pen á flautuna. Eitt lítið bíbb og þegar enginn hreyfði á sér rassgatið ýtti ég öllu ákveðnari á flautuna. Þá loksins tók manngarmurinn við sér en haldiði ekki að hann hafi tekið u-beygju og það á hraða snigilsins. Því fór svo að aðeins tveir bílar fóru yfir í þetta skiptið. og ég var sko ekki annar þeirra.
Ég var ekkert að flýta mér. En ég hefði getað gólað. Hélt í staðin fyrirlestur yfir Gelgjunni að þegar hún fengi bílpróf bla bla bla....... Gelgjan er 10 ára. Hún horfði bara á mig með mæðusvip og sagðist aldrei ætla að taka bílpróf. Langar sennilega ekkert að fá leiðbeiningar í æfingarakstrinum frá manneskju með road rage heilkennið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
hhahhha skondin mynd við...
en ég auðvitað þekki þetta ekki því eins og áður hefur komið fram annarstaðar þá hef ég ekki tekið bílprófið, allavega ennþá
but i feel your pain...
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2007 kl. 20:42
Heyrðu mig nú...... ég var búin að skrifa algera langloku hérna í kommentakerfið hjá þér áðan við þessa færslu og þá tókstu hana út!
Nú er ég svo þreytt í puttunum að ég verð að taka mér hvíld og koma aftur seinna
Eva Þorsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:48
Annars finnst mér hallærislegt að kalla þetta strípur..... minnir mig alltaf á Zebradýr
Af hverju er bara ekki hægt að segja lokkalitun?
Eva Þorsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:52
Þúsund sinnum sammála Guðmundi, allt kórrétt.
Þröstur Unnar, 26.6.2007 kl. 20:54
Oh Jóna þetta var svona hjá mér í dag bil við bíl maður er orði hálf þreyttur á þessu veseni með göturnar.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.6.2007 kl. 20:54
Það var eitthvað verið að ræða um vegaframkvæmdir og stressaða ökumenn sem væru að bögga liðið sem væri að vinna við vegina. Nú skil ég hvern þeir voru að meina
Nei, annars, bara að stríða - það fyrsta sem mér datt í hug var að það væru ekki stressuðu bílstjórarnir sem væru vandamálið heldur það að það gleymdist að setja vitrænar merkingar á vitræna staði. Ég hef keyrt í Skotlandi ( í vinstri umferð) á háannatíma í umferðinni þar sem vegaframkvæmdir voru út um allt en það var allt svo þrælvel merkt með löngum fyrirvara að maður fann varla fyrir því. Æ - við erum eitthvað svo mikið steinaldar - í sumu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:04
P.S. Gleymdi: Þetta var sko á Stöð 2 sem böggandi bílstjórarnir voru til umræðu.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:06
Guðríður: I'm sure
Eva: sorry Eva mín, ég þurfti að fela færsluna og laga hana. Mér líkaði ekki hvað ég talaði mikið um skilamál, skilavöntun og skil í staðin fyrir skilti. Þú hefur verið að setja inn kommentið akkúrat á sama tíma. Lokkalitun er eitthvað svo... lokkandi.
Guðmundur: hvað ertu að segja? Snýst þetta um að einhver vill ekki móðga einhvern
Þröstur: það má mótmæla
Kristín: já, þetta er svona hálfleiðinlegur fylgifiskur sumarsins í henni Reykjavík
Anna: Ég kippti einmitt einum í appelsínugulu vesti með mér í strípurnar. Lét hann borga hárgreiðslumeistaranum. Það er svo sannarlega rétt, við erum svo mikið steinaldar í sumu
Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 21:25
Ok, en ég er 1000x sammála Gumma
Þröstur Unnar, 26.6.2007 kl. 21:35
Rosalega pirrandi þegar er verið að búa til umferðarflækjur ... og ég segi sama og þú, þótt ég sé nú bara farþegi, fólk sem bíður á ljósum á að vera einbeittara, það situr undir stýri á bíl í umferð sem þarf að ganga hratt og vel! Sofandi fólk á beygjuljósum er frekar pirrandi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 21:50
Jösses hvað ég er fegin að hafa einkadriver. Hurru Jóna mín ég vinkaði þér þarna eins og brjálæðingur í dag, þar sem við húsbandið vorum í ísbíltúr og vorum að tjilla þarna við Mjóddina með nokkur börn afturí. Þú sást mig ekkiog varst rosa pírí á svipinn.
Mega strípur ekki bara heita rendur? Eru það ekki rendur??
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 22:35
Var mikil umferð á Miklubraut Jóna mín.?
Það hefði verið miklu betra hjá þér að fara í strípur í Mosó.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 26.6.2007 kl. 23:19
Stripes eru rendur, einhverjum fannst það bara töff að þýða það beint ég fékk mér einmitt rendur um daginn, en ég segi reyndar strípur, rendur hljóma eitthvað svo asnalega ... svo afþví það er verið að tala um umferðina, þá bendi ég ykkur á http://easy.is
Sævar Einarsson, 26.6.2007 kl. 23:23
Ég er alltaf svo óheppin Jóna mín, ég er alltaf að lenda í eitthverju veseni í sambandi við bíla.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.6.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.