Leita í fréttum mbl.is

Endaþarmsopið hvíttað

Þessi bráðfyndna færsla hér hjá Heiðu Þórðardóttur rifjaði upp fyrir mér grein í Fréttablaðinu fyrir mörgum mánuðum síðan.

Ég var að fletta blaðinu í makindum mínum einn morguninn og það var stór mynd af Brad Pitt sem fangaði augað. Ég las greinina sem fylgdi myndinni og það kom í ljós að greinin fjallaði alls ekki um Brad Pitt, heldur nýjasta æðið í Hollywood (svo það getur svo sem vel verið að Brad hafi eitthvað með þetta að gera).

Málið var nebblega hvíttun á endaþarmsopum. Ég er ekkert að grínast með þetta. Raunin er víst sú að þetta svæði dökknar með árunum svo þetta er bara partur af því að halda sér unglegum í útliti, góðir hálsar.

Að sjálfsögðu byrjaði þetta hjá klámmyndaleikurum þar sem allir krókar og kimar eru opinberaðir. Og eins og gefur að skilja þá er alls ekki hægt að vera með of dökkt svæði í kringum endaþarminn. Það getur hvaða kjaftur sem er sagt sér það sjálfur.

Trendið færðist svo yfir til Hollywood og nú fara stjörnurnar í hvíttingu uppi og niðri, í norðri og suðri og láta svo lyfta í vestri og austri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Las þetta fyrir húsbandið og okkur varð einfaldlega óglatt. Þvílíkt og annað eins, á ekki fleiri orð...........

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég heyrði umfjöllun um þetta í sjónvarpi nýlega og ég segi eins og Ásdís, oj bara.  Love u darling

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 00:00

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Látið ekki svona stelpur. Eðlilegasti hlutur í heimi. We all have it... Hopefully. Í mismunandi litum þó

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 00:19

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

hahaha...ég dey úr hlátri...

Brynja Hjaltadóttir, 20.6.2007 kl. 01:07

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Er akkúrat búin að panta mér tíma í hvíttun fyrir bæði opin....... þeas. uppi og niðri!

Nei..... nú er ég að spauga ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 02:00

6 identicon

Ég geri sama og Brynja

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 02:26

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oj bara en samt er hagt að hlæja að þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2007 kl. 10:05

8 identicon

Ótrúlegt, allt er gert fyrir útlitið!

Ragga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:09

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

en telst þetta ekki sem innlit????

Guðríður Pétursdóttir, 20.6.2007 kl. 12:06

10 identicon

Ég sá einmitt þátt um þetta fyrir nokkrum árum síðan á BBC Prame Það voru þá aðallega klámmyndaleikkonur sem nýttu sér þessa bleikingu. Í þessum þætti var einni "leikkonu"fylgt eftir í einhvern tíma og þvílík vinna. Það var bleiking á borunni,Brasilíuvax,fitusog,enn meiri brjóstastækkun og svo var verið í ræktinni. Og allt myndað. En bleika boru fékk konan svo loksins eftir 2-3 skipti.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:04

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahahahahahahahaha. Ég drepst. Bleika boru fékk konan.... djísess

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: Didda

OMG....ég er rétt búin að lesa allt um brasilískt og jafna mig og þurrka frussið sem fór á tölvuskjáinn hjá mér í hláturkrampanum og þá kemur allt um rassahvíttun fffrrrrrruuuuusssss mwahahaha úff nú þarf ég tusku....... Já ég sé það að ég má ekki taka mér mikið frá að skoða bloggin hjá ykkur. Þið eruð mínir fræðimolar sko  Ehemm ætlir boran á Brad sé.........hvíttuð, ha nei ég er bara svona að spekúlera kemst eiginlega ekki hjá því

Didda, 21.6.2007 kl. 13:59

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elskan mín góða. Hringdu bara í hana Jolie vinkonu mína og spurðu hana. Hún er nú svo opin manneskja og náttúruleg. Númerið er 555-32 78 23 46

Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2007 kl. 14:08

14 Smámynd: Didda

Jamm best að ég geri það, takk fyrir númerið  

Didda, 21.6.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband