Sunnudagur, 17. júní 2007
Fóstureyðing eða ekki fóstureyðing
Reiðin er farin að krauma undir niðri hjá mér yfir þessari umræðu um fóstureyðingar í kjölfar sónars þegar í ljós kemur að fóstrið er ekki heilbrigt.
Þetta komment hér sem ég setti inn við færslu hjá Jenný bloggvinkonu segir kannski eitthvað um mína sýn á málið.
En það sem ég vil segja hér er að það er gott og blessað að tala um hversu slæmt það er ef allir sem eru öðruvísi hreinlega deyi út og umburðarlyndi okkar með þeim.
Það er gott og blessað að gagnrýna eða hafa samúð með vali foreldra sem standa frammi fyrir slíkri ákvarðanatöku.
Það er gott og blessað að vera á móti fóstureyðingum.
Það sem er ekki gott og blessað er að kerfið, ríkið, sveitarfélögin og aðrir háir herra í stjórn þessa lands gefa okkur ekki marga valkosti. Að fæða fatlað barn inn í þetta þjóðfélag er ávísun á ströggl, baráttu, grát og gnístran tanna, óréttlæti og endalaust stríð. Maður þarf að væla út hjálp og stuðning. Jafnvel stuðning sem barnið á rétt á samkvæmt lögum. Hversu sjúkt er það? Eins og það sé ekki nóg að takast á við sorgina yfir að barnið þitt verði aldrei sjálfstæður einstaklingur sem taki eigin ákvarðanir um líf sitt. Manns eina von er að kannski sé hægt að vista barnið á stofnun þegar það er orðið fullorðið og það geti lært að hugsa um daglegar þarfir sínar sjálft með góðra manna hjálp. Og hvenær er maður tilbúin að sleppa hendinni af þessum einstakling sem er í meiri hættu en aðrir að verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Hverjum getur maður treyst?
Og kerfið fær mann til að líða eins og aumingja sem er upp á náð og miskunn annarra kominn og vilji láta vorkenna sér. Hverjum langar að sitja inn á skrifstofu hjá einhverju stofnanabatteríi og grenja yfir því hvað krakkaskömmin sé erfið og hvað allt sé dýrt.
Hér þarf að verða einhver vakning hjá hinum opinbera. Einhver skilningur. Einhver framför. Annars munu fatlaðir einstaklingar hverfa úr þjóðfélaginu okkar því án efa mun tæknin á endanum gera okkur fært að greina öll fóstur og gallana ef einhverjir eru.
Er Hitler ekki bara að fagna sigri þar sem hann er staddur, hvar sem það nú er.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Þetta er skelfileg þróun... en kannski ekki svo óeðlileg þegar horft er til kerfisins eins og þú segir.
Helvítið hann Hitler og vinur hans Mengele lifa góðu lífi á Íslandi
Heiða B. Heiðars, 17.6.2007 kl. 12:40
Ástæðanfyrir nísku og mannvonsku kerfisins gagnvart fólki með fötluð og langveik börn er sú að þeir vilja koma í veg fyrir að fólk fari að hlaða niður slíkum börnum ... Eins og með þríbura. Þegar foreldrar nýfæddra þríbura báðu um styrk frá kerfinu til kaupa á rándýrum þríburavagni fengu þeir nei, ekki mátti gefa fordæmi ... svo að fólk færi ekki að eignast of mikið af þríburum til að fá ódýra þríburavagna ... Hahhahahah, þetta væri bráðfyndið ef það væri ekki svona sorglegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:47
Það er frekar erfitt fyiri mig að segja eitthvað í þessu þar sem pabbi minn er fatlaður eða hreyfihamlaður og ég fæddist sjálf með klumbufætur.
Guðríður Pétursdóttir, 17.6.2007 kl. 13:18
Margir af stærstu karakterum söguna hafa glímt við einhverskonar fötlun. Sá fyrsti sem mér kemur í hug er píanósnillingurinn Helfgott. Það er sorglegt ef allir sem eru öðruvísi verða ekki lengur til nema sem heimildir um heim sem var. Hin hliðin á peningnum eru auðvitað foreldrarnir sem þurfa að standa frammi fyrir þessu vali. Það er of mikið á fólk lagt. Það virkar ekki hvetjandi hvernig búið er að langveikum börnum og að fólk þurfi að sjá fram á gjörgæslu á fötluðum börnum sinum ævilangt. Æi þetta er bara sorglegt. Takk fyrir pistil Jóna mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 13:44
Mjög góð færsla hjá þér og tímabært innlegg í umræðuna.
Jens Guð, 17.6.2007 kl. 14:19
Mörgum reynist erfitt að taka ábyrgð á eigin lífi. Öllu vandasamara er þó að taka ábyrgð á lífi annara.
Það samfélag sem börn okkar fæðast inn í er svo annar þáttur þessa máls. Fóstureyðingar mega aldrei vera auðveld leið; aldrei auðveld flóttaleið undan ábyrgðinni. En hvort eigi ævinlega að hafna henni og fordæma er spurning sem ég er ekki reiðubúinn að svara.
En á langri ævi tel ég mig hafa séð óþarflega mörg dæmi um börn sem lífið hafði leikið grátt frá fyrstu sporum. Og þar átti ekki við máltækið: "Hver er sinnar gæfu smiður."
Árni Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 17:14
Mjög góður pistill hjá þér Jóna, einlægur og heilsteyptur.
Mig langar til að taka undir hvert orð hjá Árna Gunnarssyni. Ég get ekki dæmt fólk sem tekur þá ákvörðun að aftra því að eignast fatlað barn.
Lífsbaráttan er hörð fyrir marga og okkar samfélag stendur alls ekki nægilega með fólki sem á um sárt að binda með einum eða öðrum hætti.
Marta B Helgadóttir, 17.6.2007 kl. 23:46
Indislegt eins og ég held reyndar að þú sért án þess að þekkja þig nokkurn skapaðann hlut.
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.
P.s. Fer ekki að koma tími á aðra mynd af þér Jóna???
Karl Tómasson, 18.6.2007 kl. 00:03
Takk fyrir kommentin. Það þýðir víst lítið fyrir mann að rífa kjaft hér á moggabloggi. Maður nær ekki eyrum þeirra sem einhverju ráða. Veitir mér samt vissa útrás.
Æi Kalli ég veit ekki með myndina. Jú, hún kemur á endanum. Finnst samt að hún verði að vera með rauðu þema (og sýna sama magn af brjóstaskoru og núverandi mynd )svo ég týnist ekki og ég á ekkert rautt
Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 00:50
Þetta þjóðfélag okkar er að verða alltof einsleitt. Allir sem eru að einhverju leiti "öðruvísi" eru komnir á einhverskonar sambýli og allir kynlegu kvistirnir sem maður man svo vel eftir frá því maður var yngri, sjást ekki lengur. Þetta voru einstaklingar sem gáfu tilverunni lit og sitja fastir í minningunni. Meira en hægt er að segja um margan normalinn. Öll þessi inn- og ígrip okkar í dag eru tæplega af hinu góða svo mikið er víst.
Þorsteinn Gunnarsson, 19.6.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.