Leita í fréttum mbl.is

Sumir menn halda að þeir séu gjöf frá Guði

Eitt sinn er ég var stödd í New York ákvað ég að fá mér setjast niður og fá mér lunch þó ég væri ein á ferð (Geri þetta nú ekki oft). Eftir að ég var búin að panta og beið eftir matnum komu tveir menn og settust við borðið hjá mér. Ég sendi þeim drápsaugnaráð sem venjulega virkar en það gerði það ekki í þetta skiptið. Ég brá því á það ráð að snúa hring sem ég ber alltaf á vinstri hendi, þannig að steinninn sneri inn í lófann, því þá lítur hann út eins og giftingarhringur. Svo lagði ég höndina á borðið og vonaði að þetta hint myndi nægja til þess að þeir hypjuðu sig í burtu.

Þeir tóku loksins hintinu og létu sig hverfa. Mér tókst að ná mynd af þeim og birti hana hér sem aðvörun til ykkar ef þið skilduð nú rekast á þá.

Ég meina það.... sumir menn halda bara að þeir séu Guðsgjöf til kvenna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bradkluni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Klúní er kannski ekki guðsgjöf en gjöf engu að síður og ef gjöfin væri til mín mundi ég ekki skila henni

Guðríður Pétursdóttir, 5.6.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott hjá þér, maður á ekki að láta þessa plebba komast upp með að setjast hvar sem er ... urrrrrr

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:44

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert nú meiri állfurinn, fyrirgefðu orðbragðið Veistu hverjum þú vísaðir frá???? Þeir eru Hollywood kvikmyndastjörnur!!!   Hvað hefðir þú gert ef þú hefðir vitað það?????  En samt...það þýðir víst ekkert aðvera vitur eftir á..... og svo bara  situr þú uppi með algerlega óþekktan breta . (Eftir því sem ég best veit)

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jóna mín  gott hjá þér en þetta er nú samt heiðu fyrir þig  að fá þessa gullfalleg menn til þín það hefði liðið yfir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 20:07

5 identicon

Næst þegar þeir reyna við þig ... segðu þá bara að þú þekkir Dodda, og þeir skilja hvað það þýðir. Þeir þekkja mig vel og vita að enginn abbar upp á mig eða vini/vinkonur mínar ...

... hins vegar eru þetta helvíti skemmtilegar pókerfélagar, ó vá hvað var gaman t.d. um síðustu helgi !!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Salka

Þetta var bara cool...

Salka, 5.6.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gott að þú gafst þeim ekkert færi á þér Jóna mín.....svona gaurar með sólgleraugu meika ekki nánd...en það er það sem þú varst á eftir ..er það ekki?

 Ekki villt kynlíf með unaðslega fallegum körlum..er það nokkuð? Ekki svona á miðjum matartíma.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 22:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að jafna mig í maganum eftir að hafa fengið hláturskrampa.  Þetta var eimitt það sem ég þurfti. Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 22:31

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er að segja ykkur það.. þessir tveir voru ekkert smá uppáþrengjandi. Vildi bara vara ykkur við... býst alveg við að þessar týpur geri víðreist.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 22:46

10 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Það er ekki oft sem ég hlæ að bloglestri en nú gerði ég það...

Anna Runólfsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:38

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Get svarið það,... annar þeirra er að stæla greiðsluna mína  ... en gott hjá þér þú ert allt of góð fyrir svona tækifærissinnaða bíómyndastráka .....

......  en pældu samt í því hvað það hefði verið "nett svekkjó" ef þeir hefðu sest við næsta borð, he he  ... þá hefðirðu kannski ekki einusinni náð svona góðri mynd fyrir bloggið þitt

Hólmgeir Karlsson, 6.6.2007 kl. 00:39

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna það er gaman að gleðja

Hólmgeir, mér þótti hann eitthvað kunnuglegur...

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband