Sunnudagur, 1. september 2019
Markmiðasetning og megrun í beinni
Frábært sumar er senn á enda. Þetta sumarið hef ég notið útiveru sem aldrei fyrr og fengið að spila golf í miklum mæli, ekki síst vegna þess að okkur áskotnaðist hjásætur fyrir "litla barnið," hver annarri dásamlegri. Ég hef oft sagt að ég var ekki viðlátin þegar var verið að úthluta íþróttageninu og er golfið þar engin undantekning. En það sem golfið hefur fram yfir aðrar íþróttir er að sama hversu lélegur þú ert geturðu stundað íþróttina með hverjum sem er, byrjendum jafnt sem afreksfólki. Ekki má gleyma því að engin önnur íþrótt býður upp á át, áfengisdrykkju og reykingar á meðan á ástundum stendur. Þetta hef ég nýtt mér óspart í sumar og sé ekki eftir neinu. En nú er tími að linni og ég víki af villu míns vegar.
Það er auðvitað óttaleg klisja, haustátakið. Í kjólinn fyrir jólin og Að sjá tólin fyrir jólin. Allir í megrun og allskonar bönn og bindindi á þessum árstíma. En það er bara allt í lagi, þó að auðvitað eigi þetta að heita lífsstílsbreyting og vera slík. Hver og einn þarf að finna sína leið og áherslur. Við prófum allskonar, lærum af mistökum og finnum hvað hentar okkur best.
Ég, sem hef stundað líkamsrækt svo að segja allt árið síðustu 6 ár, fjórum til sex sinnum í viku, skrópaði í allt sumar í ræktinni. Ég viðurkenni að ég dauðkvíði því að fara að rífa mig á fætur eldsnemma á morgnana og mæta með aukakílóin og aðþrengdu lungun mín á hlaupabrettið. En ég vinn hörðum höndum að því að sjá skjannabjörtu hliðarnar á því, sem eru:
- það er orðið bjart kl 6 á morgnana (ennþá)
- það eru afar fáir bílar á götum borgarinnar til að fara í taugarnar á mér kl 6 á morgnana
- ég mun mæta á réttum tíma í vinnuna aldrei þessu vant
- ég verð svo þreytt á kvöldin að ég hef styttri tíma til að drekka rauðvín
En það er ekki nóg að hreyfa sig. Ég hef verið dugleg að safna maga, lærum og mjúkum línum síðustu mánuði. Það klæðir suma afskaplega vel en ég kann ekki nógu vel við takmarkanirnar á nýtingu klæðanna sem ég á í fataskápnum. Mataræðið mitt þarfnast gífurlegrar tiltektar eftir sumarið til þess að öll fötin mín séu nothæf og til þess að mér líði sem best.
Ég er eindreginn talsmaður sjálfsvals í mataræði, hvort sem það heitir að vera grænmetisæta, grænkeri, lágkolvetna, keto eða alæta. Fátt fer meira í taugarnar á mér en yfirlýst skoðun fólks á því hvað aðrir leggja sér til munns. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil alls ekki af hverju grænkerar vilja ekki ganga í lopapeysum. Kannski getur einhver útskýrt það fyrir mér.
Ketó mataræði hefur reynst mér óskaplega vel að mestu leyti; ég þarf aldrei að vera svöng, meltingin er í toppstandi, uppþemba lætur ekki á sér kræla og þeir sem hafa prófað ketó vita hversu mikið kjaftæði það er að þú prumpir af sunnudagssteikinni. Kolvetni eru prumpfæða (í bókstaflegri merkingu) ekki prótein eða fita. Ketó fólk prumpar ekki. Heilagur sannleikur.
Í þessari lotu ætla ég nú samt að prófa lágkolvetnafæði. Því mig langar að geta gripið í AB mjólk og epli. Borðað melónur og svolítið af hnetu-tegundum sem eru hærri í kolvetnum en ketófæði kallar á.
Ég, menntaður markþjálfinn, hef aldrei verið góð í setja mér sjálfri markmið. Eða öllu heldur, ég hef ekki verið góð í að fylgja eftir þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Allir vita að markmið á að setja niður á blað til að gera þau raunverulegri og ég hef svo sem gert það. En blaðið þarf að vera sýnilegt og ekki ofan í skúffu. Og það er breytingin sem ég ætla að gera í þetta sinn. Ekki nóg með það, heldur ætla ég að hafa ,,blaðið sýnilegt, hverjum þeim sem kærir sig um að lesa. Nefnilega hér, í pistlaformi.
Í stað þess að gleypa allan heiminn á einum degi og ætla mér að hoppa beint á þann stað sem ég var í síðasta vetur hef ég sett niður fyrir mig skrefin sem ég ætla að taka jafnt og þétt næstu vikurnar. Langtímamarkiðin eru ekki fullmótuð enn og því horfi ég stutt fram á veginn til að byrja með.
Fyrsta vikan er aðeins fimm atriði. En þessi fimm atriði hafa verið úti hjá mér í allt sumar og ég mun án efa eiga fullt í fangi með að standa við þau. En ég ætla svo sannarlega að gera mitt besta. Reykingaleysi er viljandi ekki á listanum. Drap í þeirri síðustu á sl föstudagskvöld og er þar með reyklaus eins og ég hef verið síðustu sex ár.
Vika 1 - 2.8. September
1) Taka vítamínin mín og lýsi (hef trassað það í allt sumar)
2) Mæta á 3 æfingar kl 6:10 (hef ekki mætt á 6-æfingu í amk 3 ár)
3) Drekka 2 x 750 ml af vatni yfir vinnudaginn (ég er þessi sem fylli vatnsglasið að morgni og stundum er það óhreyft þegar ég fer heim í lok dags)
4) Taka út kökur, sælgæti, brauð og gos annað en sódavatn (hef verið frekar hömlulaus í sumar)
5) Í rúmið ekki seinna en 22:15 (er yfirleitt að leggjast á koddann um 00:30)
Ég finn að bara það að skrifa þetta niður hefur gert mig spenntari og bjartsýnni á komandi viku. Ég efast ekki um að vinnufélagarnir þrái að mér mistakist að einhverju leyti svo þeir geti gert grín að mér og ekki læt ég þar gerast, er það nokkuð? Eitthvað stolt verður maður að hafa.
Gaman væri að heyra frá ykkur hvaða markmið þið eruð að vinna með í augnablikinu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Lífstíll | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.