Laugardagur, 5. maí 2007
Prófarkarlesarar, Leoncie og póstnúmerið í Eyjum
Fólki er tíðrætt um að það virðist vanta allt sem heitir yfirlestur á mbl.is. Undarlegt orðalag í skrifuðum fréttum er orðið daglegt brauð og oft engu líkara en fólk sem er ekki alveg fulltalandi íslensku sjái um skrifin.
Já það er af sem áður var með prófarkarlestur, virðist vera.
Ég var að vinna á smáauglýsingadeild DV í gamla daga þegar smáauglýsingar voru eini ódýri mátinn
til að koma dóti eins og fótanuddtæki í sölu og einkamálaauglýsingar byrjuðu allar svona: Kona óskar eftir kynnum við fjárhagslega sjálfstæðan karlmann á aldrinum...
Það var stranglega bannað að auglýsa eftir ríkum manni til að aðstoða með fjármálin því það taldist að sjálfsögðu dulbúin auglýsing fyrir vændi.
Á DV riðu prófarkarlesararnir húsum á álagstímum og sendu oft sömu smáauglýsingarnar í leiðréttingu aftur og aftur. Á föstudögum var alltaf ein af okkur á vaktinni send í ''leiðréttingar'' en það þýddi sæti í þægilegum stól upp á ritstjórn, fjarri argaþrasi móttöku og símavörslu. Þetta var eftirsótt hlutskipti og þarna sat maður (og reykti) og leiðrétti allt sem kom frá prófarkarlesurunum.
Mér er sérstaklega minnisstætt vesenið í kringum orðið ''Stór-Reykjavíkursvæðið''. Höfuðin nánast snerust í heilhring á hálsinum á prófarkarlesurum ef maður notaði þetta orð. Það var alveg bannað. Varð að vera ''Reykjavík og nágrenni''. En kúnninn vildi nota þetta orð og það var agalega erfitt að útskýra afhverju ekki mátti setja það í auglýsinguna hjá viðkomandi.
Á DV varð maður sérfræðingur í tegunda nöfnum á bílum, dekkjastærðum, spoilerum, póstnúmerum um land allt og síma-svæðisnúmerum (já að er sko orðið langt síðan þetta var, muniði eftir þessu? 98 fyrir V-eyjar, 96 fyrir framan símanr. á Norðurlandi o.sfrv.).
Dansmærin Bonnie og Indverska prinsessan Leoncie áttu sinn fasta dálk í smáauglýsingunum og ríkti afar hörð samkeppni þeirra á milli.
Á DV vélritaði ég upp svakalegar langlokur um diskadrif, MB, GB, Mhz, skjákort og litaskjái án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að skrifa. Er ekkert skárri í dag hvað varðar tölvumál.
Allt fór þetta fram undir vökulum augum prófarkalesara sem sinntu starfinu sínu af mikilli samviskusemi og þótti okkur stundum nóg um.
Eitthvað segir mér að ekki sé lagt jafn mikið upp úr þessu starfi í dag og er það miður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Tónlist, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1640368
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
Athugasemdir
Skömmu eftir bankaránið í Iðnaðarbankanum í Breiðholti reyndi ég að setja eftirfarandi smáauglýsingu í DV, samstarfskonur mínar hjá DV mönuðu mig:
Ung og falleg stúlka, 25 ára, óskar eftir að kynnast manni sem nýlega hefur komist yfir mikla peninga. Útstæð herðablöð og fjaðrandi göngulag engin fyrirstaða!
Þegar þetta var borið undir annan auglýsingastjórann spurði hann með þjósti hvort búið væri að hringja á lögregluna!!! Auglýsingin fékkst ekki birt. Við skemmtum okkur samt yfir þessu. Seinni setning auglýsingarinnar ... sko, svona var ræningjanum lýst í blöðunum.
Prófarkalesararnir hjá Birtíngi eru rosalega samviskusamar, það er ekki þeim að kenna ef villa slæðist inn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 00:51
jess. Góð.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 01:00
Mogginn er enn með prófarkalesarana sína í guðatölu. Takk góði Guð fyrir vissa tegund af íhaldssemi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 01:10
Jenný ég er sammála þér. Sums staðar verður íhaldssemin að fá að blómstra sem aldrei fyrr.
Elísabet: Já maður reykti sko út í eitt í vinnunni í gamla daga. Ég er viss um að ég hef náð í helminginn af hrukkunum í andlitinu á mér aldrinum 17-21 árs, ég meina það.
Heyrðu, þetta er rétt hjá þér, gæti náð 10 þúsundustu heimsókninni í dag og ef það slagar upp í það þegar nálgast miðnætti þá hamast ég bara í þessu sjálf til að ná tölunni. Takk fyrir að benda mér á þetta. Svo sannarlega verður partý. Hafðu það sjálf hræðilega gott í dag.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.