Sunnudagur, 22. apríl 2007
Pólitískt innlegg
Ég er aldrei með pólitísk innlegg en fyrir flestum er þetta pólitík. Fyrir mér er þetta fjölskyldumál og snýst um velferð þess einhverfa og ekki síður systkina hans.
Sit hérna með Jón Sigurðsson glaðbeittan fyrir framan mig. Ekki í eigin persónu, guði sé lof fyrir það það gæti endað með ósköpum, heldur á síðu 3 í Fréttablaðinu í dag. Heilsíðuauglýsing frá Framsókn. Árangur áfram - ekkert stopp. jaríjaríjaríjar.....
11 kosningaloforð. Þar á meðal gjaldfrjálsa leikskóla.
Það er alveg sama hversu oft og vandlega ég les þessi 11 atriði, hvergi finn ég neitt sem sýnir vilja í átt að bæta aðstöðu fatlaðra og fjölskyldna þeirra.
Hvernig vogar ríkisstjórnarflokkur sér að stefna á gjaldfrjálsa leikskóla þegar skóli eins og Öskjuhlíðarskóli á í vandræðum með að manna skólann. Á það bæði við um fólk sem er sérmenntað til starfsins sem og aðstoðarfólk skólans, skólaliðana. Laun þessa fólks eru svo skammarlega lág að líkt og í mörgum öðrum skyldum stéttum leitar fólk í önnur störf. S.l. haust þurfti skólinn að skera niður í rekstri sem að sjálfsögðu skilaði sér í manneklu. Álagið var óheyrilega mikið á starfsfólkið í upphafi skólaárs en fór þó eitthvað skánandi. Er þó hvergi nærri nógu gott.
Þau börn sem sækja þennan skóla (sem og aðra skóla fyrir fatlaða einstaklinga) þurfa mjög á því að halda að umhverfi þeirra veiti þeim öryggi og allar breytingar þarf að fara varlega í. Örar breytingar á starfsfólki, kennurum o.s.frv. getur jafnvel kostað að bakslag komi í framfarir, og skapar óöryggi og vanlíðan.
Öskjuhlíðarskóli er fyrir börn á skólaskyldualdri. Hann stendur ekki eingöngu börnum á höfuðborgarsvæðinu opinn heldur frá öllum sveitarfélögum landsins. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig hægt er að leggja slíka áherslu á leikskólamálin þegar málefni fatlaðra er í öðrum eins ólestri og það er nú. Fyrir mér lítur þetta út eins ómerkileg leið til að ná inn sem flestum atkvæðum, þ.e. að stefnumálið sem slíkt skipti ekki öllu máli heldur hvar sé slatta af atkvæðum að fá. Jú, hjá yngra fólkinu sem er í námi og vantar leikskólapláss fyrir börnin sín en á engan pening til að greiða fyrir plássið. Fyrir utan það hversu mikið rugl þetta er. Eru ekki nógu langir biðlistarnir á leikskólana nú þegar svo við förum ekki að bjóða þá fríia? Ég sé engin loforð um að byggja 70 nýja leikkskóla. En það er önnur saga.
Gæsla eftir skóla er svo annar kapítuli. Þar sárvantar fjármagn ekki síst til að starfsfólk fáist. Og þetta er viðvarandi vandamál og búið að vera lengi. Það virðist endalaust vera hægt að kasta peningum í alls konar helvítis vitleysu og óþarfa, eins og sendiráð hér og þar, stærri klósett fyrir þingmenn og það nýjasta, nýtt ráðuneyti til að sinna öllum úttttlendingunum. Ég ætti kannski að leita þangað þar sem sá einhverfi er 50% Breti.
Ég er svo reið að ég gæti... það er víst best að orða það ekki. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Það er bara verið að skella fram einhverju sem heillar sem flesta..
Það er fáránlegt hvað þeir þykjast ætla að leggja "krafta" sína í...
Það þarf bara eins og þú segir að laga ansi margt áður en gjaldrfríir leikskólar verða að veruleika þannig að þeir verði öllum til góðs, eins og eyða biðlistunum og öðru
En ég skil reiði þína samt, ekki samt að ég skilji ástand þitt frá fyrstu hendi en samt svona frá þriðju hendi þar sem fyrrverandi mágkona mín á strák sem er eitthvað einhverfur
Guðríður Pétursdóttir, 22.4.2007 kl. 21:10
Jóna - ég skil reiði þína. Barnið þitt einhverfa á rétt á að lifa eins góðu lífi og mögulegt er að veita því og þar klúðra bullurnar sem stýra landinu málum og hafa gert lengi. Loforðasúpan sem nú er reidd fram er soðin uppúr svikum við þá sem minnst mega sín. Velferðaríki my ass ... þeir sem hafa stjórnað landinu alltof lengi hafa rænt eldri borgara, farið með látum gegn eðlilegum réttindum fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. Því miður þurfum við að horfa á auglýsingar fullar af innantómum loforðum um eitthvað sem þeir lofuðu síðast og þar áður. Í mínu uppeldi hét svona framkoma lygi og loddaraskapur. Ég skil reiði þína vel. Ég naut þeirra forréttinda að vinna á Sólheimum í Grímsnesi með misjafnlega fötluðu fólki sem ég lærði að elska og dá. Gangi þér allt í haginn.
Pálmi Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 22:37
Góðir og þarfir punktar sem þú bendir á. Varðandi gjaldfrjálsan leikskóla þá er það svo sem falleg hugmynd líka, en það sem mér finnst skondnast við það er að ríkið hefur ekkert um rekstur leikskóla að segja. Leikskólar eru algjörlega á forræði sveitarfélaganna og kostaðir af þeim. Hér er "ríkisvaldið" eina ferðina enn að lofa einhverju sem aðrir eiga síðan að sjá um. Rekstur málefna fatlaðra er á hendi ríkisins.
Persónulega vildi ég sjá ríkið klára að leiðrétta tekjustofna sveitarfélaganna gagnvart rekstri grunnskólanna sem sveitarfélögin tóku við af ríki í algjöru fjársvelti fyrir fáeinum árum. Sveitrarfélögin hafa flest tekið myndarlega á því verkefni, en víða er staðan þó sú að fjármagn skortir verulega.
Jæja, nóg um það, hélt ég væri hættur í sveitarstjórnarpólitíkinni ... en stundum stenst maður bara ekki ögrunina ..
Hólmgeir Karlsson, 22.4.2007 kl. 23:00
Ég man aldrei hver hefur yfir hverju að segja. Finnst þetta vera allt sami hrærigrauturinn stjórnað af hópi sjálfumglaðra, framapotandi rugludalla. Ok ok ég er að alhæfa en ég er pirruð. En þú kemur akkúrat með þennan punkt; ríkisvaldið að lofa upp í ermina á sér varðandi eitthvað sem heyrir undir sveitarfélögin. Hvaða endemis rugl er þetta eiginlega?? Pálmi, ég hreinlega bugta mig og beygi fyrir öllum sem vinna að alúð og ánægju með fötluðu fólki, öldruðum og sjúkum. Sjálf gæti ég ekki hugsað mér að starfa við neitt slíkt, er alls ekki manneskja til þess. Og mörg okkar eru það ekki. Það gerir launamál þessa fólks, sem undantekningarlaust vinna starfið sitt af köllun, til háborinnar skammar.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 23:23
Þú ert kannski að misskilja mig Jóna? það sem ég meina er að mér finnst að ríkið eigi að einbeita sér að því sem eru verkefni ríkisins og sinna þeim almennilega, þar með eru talin málefni fatlaðra sem þú ert að benda á. Þar eru líka málefni aldraðra og megnið af heilbrigðiskerfinu.
Að nota "gjaldfrjálsa leikskóla" sem beitu í kosningum til Alþingis finnst mér bara ekki rétt þar sem það er ekki verkefni ríkisins. Það hefðu sveitarfélögin átt að gera s.l. vor hefðu stjórnmálaöflin ætlað að stefna að slíku.
Bros og bestu kveðjur
Hólmgeir Karlsson, 22.4.2007 kl. 23:33
Neibb. skildi hvert einasta orð sem þú sagðir og þótti þau góðir punktar og einmitt staðfesta hversu miklir rugludallar þessir stjórnmálamenn eru upp til hópa.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 23:38
..
Hólmgeir Karlsson, 22.4.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.