Leita í fréttum mbl.is

Fyrir mörgum, mörgum árum....

Þær vöknuðu um miðja nótt við hvíslandi raddir á neðri hæðinni. Margar raddir sem voru þandar af geðshræringu. Þær læddust niður. Tvær 8 ára vinkonur með svefndrukkin augu og úfið hár. Önnur næturgestur hjá hinni.

Jólin voru á næsta leiti og birtan frá jólatréinu lýsti upp stofuna. Raddirnar þögnuðu þegar þær birtust og allra augu beindust að þeim. Enginn kom upp orði og þær skildu að eitthvað hafði komið fyrir. Litli næturgesturinn átti ekki afturkvæmt heim. Það var ekkert til að snúa heim til. Ekkert hús. Engin fjölskylda. Allt var farið. 

Daginn eftir fór fólkið í örvæntingu sinni með hana í innkaupaleiðangur. Hún átti að velja sér eitthvað. Leikföng eða hvaðeina sem barnshugurinn girntist.

Hún var fljót að velja. Tvær hvítar og tvær bláar. Hvítar fyrir mömmu og pabba. Bláa fyrir stóra bróður og bláa fyrir litla bróður. Sálmabækur sem þau gætu tekið með sér. Jólagjafir frá litlu stúlkunni. Hennar leið að kveðja.

Og lífið hélt áfram..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég grenja bara og grenja hérna. kv. Fríða

Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband